Tíminn - 08.04.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.04.1995, Blaðsíða 1
SIMI 5631600 Brautarholti 1 STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Laugardagur 8. apríl 1995 69. tölublaö 1995 Alþingiskosning- arnar í dag: 192 þúsund á kjörskrá í dag er kosiö til Alþingis íslend- inga og alls eru 192.058 manns á kjörskrá. Þar af eru konur 96.105, en karlar 95.953 talsins. Viö síöustu kosningar voru 182.768 á kjörskrá og nemur fjölgunin á þessum fjórum ár- um um 7,7%. Þeir sem fá nú aö kjósa í fyrsta sinn eru 16.646, eöa 8,7% kjósenda. Flestir em á kjörskrá í Reykja- vík, eöa 77.582, og í Reykjanes- kjördæmi eru 44.560. Fæstir eru á kjörskrá í Vestfjaröakjördæmi, eöa 6.334 Kjörstaöir opna klukkan 9.00 og kjörfundi lýkur klukkan 22.00. ■ Fyrsta flotkvíin á íslandi veröur á Akureyri: 250 millj. kr. flotkví í gær var tekin fyrsta skóflu- stunga aö kvíarstæöi flotkvíar Akureyrarhafnar, en hún er á athafnasvæöi Slippstöövar- innar Odda hf. Þaö var Jakob Björnsson, bæj- arstjóri Akureyrar, sem tók fyrstu skóflustunguna. Þarmeð var hafinn fyrsti áfanginn aö uppsetningu fyrstu flotkvíar á íslandi. Önnur er í uppsiglingu í Hafnarfirði. Flotkvíin er smíöuö hjá ríkis- skipasmíðastöðinni í Litháen og verður afhent 2. maí næstkom- andi. Þá er framundan löng og ströng sigling til Akureyrar hjá þýska dráttarbátnum Fairplay XIV og reiknað með aö hún taki tvær vikur. Gerö kvíarstæðisins á aö ljúka snemma í júní og munu verktakar grafa út 143 þúsund rúmmetra fyrir stæö- inu. Þá verður geröur skjólgarö- ur og grjótvörn. Flotkvíin á Akureyri kostar 250 milljónir kröna, en kvíar- stæöiö aörar 50 milljónir. Ríkis- sjóöur leggur fram 70% af kostnaði, en Hafnarsjóöur Akur- eyrar þaö sem upp á vantar. ■ 'kDKlin '• WÖRDEILD ,vi r "\iUUI cuur ta: ' iiularjjain l'ikusiiuur Múnuuuía Miini'U'Uur NjúKuuLi kjördeiid N'{,»Ú4fo;«a N<umu«at;» K.miiíirársligit ymliraii sjiifiwretia skitfphwiiit'íitií Nki'íSjjí«J ***»»**«* l"í>a I rikiotwif Vmpt N#1 - Sjálfstœöismenn œtla aö reka nýráöinn borgarritara komist þeir aftur til valda í Reykjavíkurborg. Guörún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar: S j álfstæöismönnum algerlega til skammar Sjálfstæöismenn í borgar- stjórn, undir forystu Árna Sigfússonar, lýstu því yfir á fundi borgarstjórnar á fimmtudag, í umræöum um ráöningu Helgu Jónsdóttur í starf borgarritara, aö þeir myndu reka hana ef þeir kæmust til valda á ný. Guö- rún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgar- fulltrúi R-listans, segir þetta ótrúlega niöurlægjandi fyrir minnihlutann. „Mér finnst þetta sorglegt og niðurlægjandi fyrir minni- hlutann í einu og öllu. Ég hef sjaldan séö og fylgst meö eins lágkúrulegri uppákomu og þeim algerlega til skammar," segir Guðrún. Varðandi þaö hvort þessi yf- irlýsing ætti viö fleiri starfs- menn sem ráönir hafa veriö á kjörtímabilinu, segist Guörún ekki vita til um hver það ætti aö vera. Þeir segist vera á móti pólitískum ráöningum og kalla ráöningu Helgu pólit- íska, vitandi aö þessi mann- eskja er með bestu menntun- ina og mestu starfsreynsluna af þeim sem sóttu um starfiö. „Þeir vilja hins vegar ekki að ráðnir séu aðrir en sjálf- stæðismenn, eins og veriö hefur á þeirra valdatíma. Það er kannski von. Þeim er vor- kunn. Þaö er mikil breyting fyrir þá aö þarna skuli hugs- anlega veröa ráðið inn fólk sem ekki hefur veriö í Sjálf- stæöisflokknum um aldur og ævi." I Austurbœj- arskólanum í gœr var undirbúningur fyrir alþingiskosningarn- ar í fullum gangi. Veriö var aö ganga frá kjör- klefum og bengja upp leiöbeiningar til kjós- enda íhvaöa kjördeild viökomandi eigi aö kjöSa. Tímamynd: CS Vestfiröir: Trillukarlar gera uppreisn Nokkur fjöldi smábáta frá Vestfjöröum hélt til steins- bítsveiöa í gær á banndegi. Meö þessari aögerö sinni vildu þeir láta reyna á fram- komiö lögfræöiálit Tryggva Gunnarssonar hrl. sem telur aö krókabátum sé heimilt aö stunda veiöar á utankvóta- tegundum á banndögum. Þessi aðgerð trillukarlanna er talin vera í andstöðu víö reglu- gerð sjávarútvegsráðuneytisins nr. 415 frá 15. júlí 1994 þar sem auglýst er bann viö veið- um krókabáta á fiskveiöiárinu 1994-1995. Þar segir aö allar línu- og handfæraveiðar króka- báta, samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, séu bannaðar 7., 8., 9. og 11. mars til 17. apr- íl aö báöum dögum meðtöld- um og 21., 22., 23. apríl. Eftir því sem best er vitað var enginn smábátur færður til hafnar af Landhelgisgæslunni en flugvél hennar flaug yfir veiöisvæöi bátanna í gærmorg- un og miðaði þá út þar sem þeir voru út af Barðanum. Þá tók . veiðieftirlitsmaöur á móti bát- unum þegar hluti þeirra kom inn til hafnar á Suðureyri viö Súgandafjörð seinnipartinn í gær og tók út afla bátanna, sem var heldur rýr af steinbít. Þessi sjálfsprottna aögerö trillukarlana er á ábyrgö hvers og eins, þrátt fyrir aö Lands- samband smábátaeigenda heföi óskaö eftir lögfræöiáliti Tryggva Gunnarssonar á sín- um tíma. Það vakti athygli á Suðureyri í gær aö nokkrir frambjóðendur til Alþingis tóku á móti trillukörlunum, enda engin tilviljun aö karl- arnir skuli hafa valið daginn fyrir þingkosningarnir til að gera táknræna uppreisn gegn banndagakerfinu. Sjómannafélag Reykjavíkur: Verkfall bobaö á farskipum Sjómannafélag Reykjavík- ur hefur boöaö verkfall undirmanna á millilanda- skipum og olíuflutninga- skipum frá miönætti 16. apríl nk. til sama tíma 22. apríl nk. Jónas Garðarson formaöur Sjómannafélagsins segir aö til þessara aögeröa sé boðað til aö leggja áherslu á kröfur félags- ins og þrýsta á gerð nýs kjara- samnings. Hann segir að við- semjendur hafi boöiö félaginu hliöstæðar launahækkanir og samið var um á almenna vinnumarkaðnum, en því var hafnað. Þess í staö krefst Sjó- mannafélagiö að mánaöar- grunnlaun háseta veröi hækk- uö um 12 þúsund krónur. En grunnlaun háseta em 49.901 krónur á mánuði. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.