Tíminn - 08.04.1995, Blaðsíða 24

Tíminn - 08.04.1995, Blaðsíða 24
Vebrib í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland til Brei&afjar&ar: Su&austan kaldi e&a stinningskaldi og súld e&a rigning í fyrstu. Su&læg átt, víöast kaldi og súld upp ur hádegi. • Vestfir&ir, Strandir og Nor&urland vestra: Austlæg átt, ví&ast kaldi og súld eða rigning í lyrstu. Su&austan gola eöa kalai og dálítil súld sí&degís. • Nor&urland eystra til Austfjarba: Su&austan kaldi e&a stinnings- kaldi og dálítil slydaa e&a rigning. • Su&austurland: Su&læg átt, ví&ast kaldi. Þokusúld e&a rigning me& köflum. Jón Ingi Einarsson, skólastjóri í Laugalœkjarskóla: Skólastarfib fljótt ab komast í sitt fyrra horf Jón Ingi Einarsson, skólastjóri í Laugalækjaskóla og formabur Skólastjórafélags íslands, segir ab í sínum skóla sé búib ab auka vib kennslustundir í 10 bekk, en ekki sé enn búib ab auka vib kennslu í yngri bekkjum. Menntamálarábherra gaf út á dögunum heimild fyrir fjölgun kennslustunda fram ab skóla- lokum, um 40 stundir hjá lO.bekk og 10 stundir hjá 1-9. bekkjum. Jón Ingi segir ab ekki verbi kennt í Laugalækjaskóla í dymbilviku. „Vib erum byrjaðir að keyra 10. bekkjar skipulagið, sem gefst vel og nemendur hafa mætt vel í þá tíma sem viö höfum skipulagt. Hitt emm vib ekki búnir að skipu- Gott verö fyrir blárefa- skinn á uppboöi: Minkabúin standa ekki undir launum Uppbobi á refa og minka- skinnum lauk í Kaupmanna- höfn í vikunni. Verb sem fengust þar fyrir íslensk skinn gefa til kynna ab refarækt standi orbib vel undir sér, en talsvert vantar á ab hægt sé ab greiba full vinnulaun vib minkarækt. Fyrir blárefaskinn fengust 626 danskar krónur, en á sambæri- legu uppboði í febrúar fengust 323 krónur fyrir íslensk blárefa- skinn. Fyrir minkaskinn fengu ís- lenskir bændur 119 krónur danskar, sem er svipað og í febrú- ar. Um 75 loðdýrabú eru starfandi á landinu í dag, en þau eru flest rekin ásamt öörum búskap eða vinnu utan heimilis. Um þriðj- ungur er eingöngu í minkarækt, þribjungur eingöngu meö ref og þribjungur með blönduð bú af minkum og ref. ■ leggja," segir Jón Ingi. Hann segir að þessum tímum sé dreift á tíma- biliö alveg fram í skólalok, þann 20 maí. Eins og áður sagbi verður ekki kennt í dymbilviku í Lauga- lækjarskóla, en Jón Ingi segist hafa heyrt um nokkra skóla sem neyöast til ab kenna í næstu viku, sem megi rekj’a til tvísetningar sem gerir skólayfirvöldum erfitt meb að koma fjölgun tíma fyrir. Jón Ingi segir að fjölgun stunda um 40 í 10. bekk sé nokkuö vib- unandi og líklega nálægt því ab vera nóg. 10 stundir á 1.-9. bekk sé hins vegar mun minna, en á hitt verbi að horfa að á næsta skólaári verði einnig bætt við 25 stundum á þessa bekki. „Hins vegar verða verkföll náttúrulega aldrei bætt að fullu. Það er alveg á hreinu. Það er svona reynt að klóra í bakkann." Um kostnaðinn við þessa fjölg- un kennslustunda segist Jón Ingi ab ekki hafa hugmynd um. „Kostnaðinum er mætt þannig að vib sendum vinnuskýrslur á fræðsluskrifstofuna og þeir reikna hann út. Ríkið verður að standa á bak við hann, enda náðist sam- komulag um þessa fjölgun." Jón Ingi segir nemendur hafa komið vel undan verkfalli. „Ég er í raun hissa hversu vel nemendur hafa komib undan þessu verkfalli. Við erum reyndar bara með ung- lingadeildir, en starfið var ótrú- lega fljótt að komast í sitt fyrra horf. Hluta af ástæðunni má rekja til þeirrar ákvörbunar að hætta ekki við samræmdu prófin og því er ákveðin festa á skólalokunum. Ég óttast ab ef það hefði verib ákvebið ab hafa ekki samræmd próf, þá hefbi skólastarfið verið losaralegra." ■ Samgönguráðuneytib og Flug- leibir hafa samib um ab leggja fram samtals 60 milljónir til ab halda áfram átaksverkefni til kynningar á íslandi á helstu ferbamörkubum erlendis, sem hófst á síbasta ári. Árangurinn vænta þessir abilar ab verbi ekki minni en á síbasta ári, þ.e. ab fjárfestingin skili sér 15- falt til baka — sem þýbir ab tekjur af auknum ferbamannastraumi til landsins verbi 900 til 1.000 milljónir króna. Kvörtunarbréf fram- kvœmdastjóra Sjálf- stœöisflokksins: Málið úr sögunni Bréfaskriftir Kjartans Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæbisflokksins, og Sig- urbar G. Tómassonar, dag- skrárstjóra Rásar tvö, voru ekki teknar fyrir á fundi út- varpsrábs í gær. Kjartan sakaði Sigurð G. um brot á hlutleysi og útvarpslög- um í bréfi sem hann sendi Sig- urði og Heimi Steinssyni út- varpsstjóra. Að sögn Heimis kom ekkert fram nýtt í málinu í gær og virðist svo sem það sé úr sögunni. ■ Ráðuneytið, Flugleiðir og Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins lögðu 100 milljónir í samsvarandi verk- efni í fyrra. Gjaldeyristekjur ferða- þjónustunnar á síöasta ári segir samgönguráðuneytið 16,8 millj- arða og hafi þær aukist um 1,9 milljarða frá árinu 1993. Auk þess að kynna ísland al- mennt sem áfangastab feröalags er nú áformað að leggja aukna áherslu á að kynna þá möguleika sem hér bjóbast til feröalaga vor, haust og vetur. ■ Halldór Gubmundsson útgáfustjóri MM t.v. og höfundurínn, Gubmund- ur Páll Ólafsson, eru ánægöir meb sína mikilfenglegu bók. Tímamynd: cs Mál og menning gefur úr náttúrulífs- og Ijós- myndabókina Ströndin í náttúru íslands: Stærsta litmvndaverk prentab á my] íslandi Ströndin í náttúru íslands, náttúrulífs- og ljósmynda- bók eftir Gubmund P. Ólafs- son, er komin út hjá Máli og menningu. Segja útgefendur bókina stærsta litmynda- verk sem hefur verib prent- ab á íslandi. í henni eru hátt í tvö þúsund ljósmyndir sem höfundur og fleiri hafa tekib úr lofti, á landi, á sjó og nebansjávar, auk fjölda skýringarmynda og korta. „Ströndin í náttúru íslands er margbrotið verk þar sem leitast er við ab skoða strönd- ina, þetta heillandi svæði á mörkum lands og sjávar, frá sem flestum sjónarhornum", segir m.a. í frétt frá MM. í bókinni hefur Guðmundur P. Ólafsson dregiö saman marg- víslegan fróbleik um strendur landsins, myndun þeirra, sögu, einkenni og lífríki. Líf- lega umfjöllun sína kryddar hann meb tilvitnunum í skáld og spekinga ýmissa tíma. Bókin er sú þriðja í ritröð höfundar um náttúru íslands, en hinar bækurnar vom um fugla og perlur í náttúru ís- land. Ströndin í náttúm ís- lands er 460 blabsíður, unnin í Prentsmibjunni Odda og kostar 14.850 krónur. ■ Samgönguráöuneyti og Flugleiöir leggja 60 milljónir í nýtt átaksverkefni: Ahersla á kynn- ingu vor, haust og vetrarferða Alit lesenda Síbast var spurt: Áttu von á því oð kosningaloforö veröi efnd? Nú er spurt: Fannst þér kosningabaráttan of bragödauf? Hringið og látið skoðun ykkar í Ijós. Minútan kostar kr. 25. SIMI: 99 56 13 100 marws án atvinnu í Eyjum Atvinnuleysi á hávertíb Jón Kjartansson, formabur Verkalýbsfélags Vestmanna- eyja, segir ab yfir 100 manns séu á atvinnuleysiskrá í Eyj- um. Hann segir ab þab hafi ekki þekkst fyrir ab jafn margir séu án atvinnu yfir hávertíbina. Formaður verkalýðsfélagsins segir aö ástæðurnar fyrir þessu ástandi séu m.a. minni kvóti, útflutningur á óunnum fiski í gámum á erlenda markaöi, og þá sé Vinnslustöðin að kaupa frystitogara, sem verður sá fjórði í Eyjaflotanum. Jón vek- ur jafnframt athygli á því ab óunniö hráefni sé flutt út frá Eyjum þótt vitað sé að verð séu lág. Hann segir félagið ekki hafa fengið neina skýringu á þessum viðskiptaháttum þótt eftir því hafi verið leitað. Hann segir að ástandið verði trúlega hræðilegt í atvinnu- málum Eyjamanna þegar skólafólkið kemur út á vinnu- markaðinn í sumar því það sé ekkert í sjónmáli sem bendir til annars. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.