Tíminn - 08.04.1995, Blaðsíða 6
6
Víumm
Laugardagur 8. apríl 1995
Bréf Össurar móögun vib skynsemi og minni námsmanna, segja
„sviknir" forystumenn námsmannasamtaka frá 1992:
Bregöast ókvæða við
„endurunnum" kosn-
ingaloforðum Össurar
„Hér er á feröinni svo glóru-
laus blekkingaleikur aö undir
því veröur ekki setiö þegj-
andi", segja forystumenn
námsmannahreyfinganna,
UÍSN, SÍNE, Iönnemasam-
bandsins og Stúdentaráös,
ásamt fulltrúa þess í LÍN áriö
1992, sem »í flugriti bregöast
ókvæöa viö bréfi sem náms-
mönnum berst þessa dagana
frá Össuri Skaphéöinssyni, þar
sem hann m.a. kynnir LIN-
stefnu sem gengur þvert á þau
lög sem Össur og aörir þing-
menn Alþýöuflokks sam-
þykktu 1992.
Þeir segja þaö vera móögun viðv
skynsemi og minni námsmanna
að ætlast til þess aö fólk sé búiö aö
gleyma því aö Össur Skarphéöins- •
son samþykkti hverja einustu
grein lánasjóöslaganna: eftir-
ágreiöslur námslána, hækkun
endurgreiösluhlutfalls og stór-
hertar námsframvindukröfur. í
Borgin styrkir
Valsmenn
Afreks- og styrktarsjóður
Reykjavíkur f.h. Reykjavíkur-
borgar og íþróttabandalags
Reykjavíkur hefur ákveðiö aö
veita handknattleiksdeild Vals
kr. 400.000,- í styrk vegna ís-
landsmeistaratitils í meistara-
flokki karla 1995.
Steinunn V. Óskarsdóttir,
borgarfulltrúi og formaður
íþrótta- og tómstundaráös, af-
henti fulltrúa Vals, Brynjari
Haröarsyni, styrkinn í hófi
handknattleiksdeildar Vals aö
Hlíðarenda. ■
baráttu sinni við að fá þingmenn
til að breyta afstöðu sinni, fyrir
samþykkt laganna 1992, segjast
forystumennimir hafa bundið
hvaö mestar vonir við gamlan
formann Stúdentaráðs, Össur
Skarphéðinsson. Vonbrigðin
heföu þess vegna veriö gífurleg
þegar Össur brást námsmönnum.
„Össur Skarphéðinsson, sem
sveik íslenska námsmenn í at-
kvæöagreiöslu um LÍN í maí
1992, er núna mættur með alveg
nýja stefnu" í málefnum LÍN,
sem aðallega gangi út á þrennt:
Afnám eftirágreiðslna náslána,
lækkun endurgreiösluhlutfalls
og í þriöja lagi aö auka svigrúm
fólks í námi.
Bréfið sé auðvitað sent á þess-
um tímapunkti „vegna þess aö
enginn tími á aö gefast til við-
bragða við þessum gjörningi.
Þetta er óþolandi," segja sviknir
forystumenn frá 1992: Bjarni
Ingólfsson, form. BÍSN, Ingi-
björg Jónsdóttir, framkv.stj.
SINE, Kristinn H. Einarsson,
framkv.stj. Iönnemasambands-
ins, Pétur Þ. Öskarsson og Ragn-
ar Helgi Ólafsson, form. og vara-
form. Stúdentaráðs, og Þorsteinn
Þorsteinsson fulltrúi þess í LÍN.
Síöustu sýningar:
/
„Þa mun enginn
skuggi vera til"
Leikþátturinn „Þá mun enginn
skuggi vera til" eftir þær Björgu
Gísladóttur og Kolbrúnu Emu
Pétursdóttur hefur nú verið
sýndur u.þ.b. 60 sinnum á
vinnustööum og hjá félaga-
samtökum víöa um Iand. Leik-
Barnajölskyldum meö lágar eöa miölungs tekjur nœr ókleyft aö bœta kjör sín vegna jaöarskatta:
I yfirvinnu fyrir
150-200 kr. á tímann
Með núverandi skatta- og bóta-
kerfi má segja að búið sé að festa
bamafjölskyldur meö lágar eða
miðlungs tekjur í eins konar gildru,
þannig að þeim er gert nánast
ókleyft að auka ráöstöfunartekjur
sínar með meiri vinnu eða hærri
launum. Tökum dæmi af háskóla-
menntuöum hjónum sem búa í
leiguíbúð með 4 böm og hafa
130.000 kr. tekjur á mánuði. Þótt
þeim takist (t.d. með aukinni yfir-
vinnu eöa launahækkun) að
hækka tekjur sínar í 180.000 kr.
hafa þau aöeins tæplega 10.000 kr.
meira til ráðstöfunar þegar allt
dæmið er upp gert, samkvæmt út-
reikningum hagfræöinga ASÍ.
Þetta þýðir t.d. að reyni þetta fólk
að bæta afkomu sína með yfir-
vinnu fyrir 800 kr. á tímann, þá er
það raunverulega að slíta sér út fyr-
ir aðeins 160 króna tímakaup.
Fyrir bamafjölskylduna í dæm-
inu fer jaðarskattur yfir 70% strax
og launin ná 105 þús.kr. Hæstur
veröur hann hlutfallslega, rúmlega
80%, á launabilinu milli 130 þús-
und og 210 þús.kr., en fer síðan aft-
ur niöur fyrir helming (í 49,8%) af
tekjum yfir 240 þúsund á mánuði.
I þessu dæmi er miðað við fjöl-
skyldu sem býr í leiguíbúö og fær
húsaleigubætur, en dæmið liti
mjög svipað út þótt hún byggi í
eigin húsnæði og ætti rétt á vaxta-
bótum.
Hjón meö fjögur böm geta aö
hámarki fengið rúmlega 64 þús-
und kr. á mánuði í bama- og húsa-
leigubætur. Óskertar bamabætur
og bamabótaauki með 4 bömum
(þ.a. tveim undir 7 ára) eru rúm-
lega 43.000 kr. á mánuði. En þær
skerðast um 22% þess sem tekjur
þeirra fara yfir 80 þús. kr. á mán-
uði. Húsaleigubætumar, 21 þús. kr.
að hámarki, em skattskyldar. Þær
skerðast því óbeint um leiö og sam-
anlögð laun og húsaleigubætur
fara yfir skattleysimörkin, og þar á
ofan vegna tekjutengingar þegar
launin fara yfir 125 þús.kr. á mán-
uði. Fróölegt er að bera saman ráð-
stöfunartekjur fjölskyldna viö fyrr-
nefndar aðstæður, en með mánað-
arlaun upp á 80.000 kr., aftur við
130.000 kr. og enn við 180.000 kr.
á mánuði.
Af 80 þús. kr. launum fara 7 þús-
und í greiðslur til lífeyrissjóðs,
stéttarfélag og LÍN. En rúmlega 62
þúsund bætast við vegna bama- og
húsaleigubóta. Rúmar 135.000 kr.
veröa til ráðstöfunar.
Af 130.000 kr. fara rúmlega 24
þúsund í skatta og gjöld. Bama-
bætur hafa þá lækkað í tæplega 31
þúsund og húsaleigubætumar nið-
ur fyrir 20 þúsund. Til ráðstöfunar
verða 156.500 kr., eða tæp 43% af
50 þús. kr. viðbótinni.
Af 180 þús. kr. launum em skatt-
ar og gjöld komin í rúmar 44
þús.kr. Bamabætur hafa lækkaö í
22.700 kr. og húsaleigubætur í
7.800 kr. Ráðstöfunartekjur fjöl-
skydunnar em 166.500 kr. — og
hafa því aðeins hækkað um tæp-
lega 10 þús.kr. þrátt fyrir 50 þús-
und kr. launahækkun.
Þótt tekjur fjölskyldunnar hækki
enn um 50 þúsund (í 230 þúsund)
hefur hún aðeins 11.500 kr. meira
til ráðstöfunar, eða samtals tæp
178 þúsund krónur — eöa aöeins
rúmu 21 þúsundi meira en þegar
Iaunin em 100.000 kr. lægri. ■
þátturinn fjallar um sifjaspell
og afleiöingar þess og hefur
hann fengiö mjög góöar viö-
tökur. Nú fer sýningum aö
fækka, en fyrirtækjum og fé-
lagasamtökum gefst kostur á
aö panta leikþáttinn til sýning-
ar í eigin húsnæöi fram aö
páskum.
Leikþátturinn „Þá mun enginn
skuggi vera til" var frumfluttur
hér á Iandi í byrjun október á síö-
asta ári. Farið hefur veriö með
leikþáttinn víða um land, m.a. á
Austfiröi og Norðurland auk þess
sem margar sýningar hafa verið á
suðvesturhominu. Leikþátmrinn
tekur um 30 rnínúmr í flutningi.
Leikþátturinn fjallar um sifja-
spell og afleiðingar þess á áhrifa-
mikinn og eftirminnilegan hátt.
Hann gefur áhorfendum kost á
að auka skilning sinn á þessu við-
kvæma málefni, sem er eitt best
varðbeitta leyndarmál í samfélagi
okkar og svartur blettur á sið-
menntuðu þjóðfélagi. Eina per-
sóna leiksins er kona, sem gerir
upp fortíð sína við óvenjulegar
aðstæöur, rifjar upp atburði úr
æsku og lýsir áhrifum þeirrar
reynslu sem hún varð fyrir. Kon-
una leikur Kolbrún Ema Pémrs-
dóttir.
Leikþátturinn hentar vel til
sýninga í kaffitímum eða í lok
vinnudags á vinnustöðum og á
fundum hjá félagasamtökum.
Það er von aðstandenda sýning-
arinnar að takast megi að auka
umræðu um sifjaspell og afleið-
ingar þess, því fræðsla og upplýst
umræða er grundvöllur þess að
forða megi börnum og ungling-
um frá lífsreynslu sem gemr vald-
ið þeim óbætanlegu tjóni.
Það eru menningar- og
fræðslusamband alþýöu og Stíga-
mót sem standa að sýningunni
ásamt þeim Kolbrúnu Ernu Pét-
ursdótmr og Björgu Gísladóttur.
Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir og
sá hún jafnframt um leikmynd
og búninga ásamt þeim Kol-
brúnu og Björgu.
Menningar- og fræðslusam-
band alþýðu sér um sölu á Ieik-
þættinum og em allar nánari
upplýsingar veittar á skrifstof-
unni í síma 91-814233. ■