Tíminn - 08.04.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.04.1995, Blaðsíða 13
I Laugardagur 8. apríl 1995 13 Síwmw hafa vélarnar háþrýstari næst meiri kraftur en endingartím- inn ver&ur styttri. Þetta verð- ur einnig oft til þess ab lækka verð bílsins en tollaflokkarnir taka mið af rúmtaki véla. Því minni vél — því lægri tollar. Smekkleg innréttlng Innrétting bílsins er smekk- leg. Mælaborðið er nokkuð óvenjulegt vegna stórrar hillu sem er efst í því. í þeim bíl sem við fengum til reynslu eru mæl- ar fyrir eldsneyti, ökuhraða og klukku. Hins vegar vantar vatnshitamæli. Kaupandi velur að sjálfsögðu hvaba mæla og klukkur hann vill hafa í sínum bíl, enda er upp á það boðið. Að mínu mati færi betur á því að sleppa klukkunni og hafa snúningshraðamæli í stað hennar, svo og mæla fyrir öku- hraöa, eyldsneytistank og vatnshita. Annaö smáatriði er að rúðu- þiirrkurnar fara ekki sjálfvirkt á þegar rúðupissið er notað. Þetta er slæmt fyrir okkur sem þurf- um að nota rúðusprautuna í drulluslabbinu á götum Reykja- víkur. Að öðm leyti er ekki hægt að kvarta undan einföldu og stíl- hreinu mælaborðinu. Þar er allt sem þarf innan seilingar. Góbur kostur í heildina tekib í akstri er bíllinn ljómandi skemmtilegur. Vélaraflið er þokkalegt og 55 hestöflin skila bílnum vel áfram. Þar munar nokkuð um lágan vindstuðul. Hljóbeinangrun er góð. Veghljóð er lítið svo og hávaði frá vél og vind- gnauð er ekki til. Gírskipting- in er lipur og vandræðalaus en það er framför frá t.d. Fiat Uno. Bíllinn er ekki búinn vökvastýri en sleppur þó vib að vera óþarflega þungur í stýri. Beygjuradíusinn er til- tölulega lítill og mjög þægi- legt að aka bílnum í borgar- umferð. í heildina tekið er hægt að mæla með Fiat Punto. Bíllinn virkar gegnheill og traustur og verðið er nokkuð gott, eba um 970 þúsund krónur fyrir þriggja dyra bílinn meb minni vélinni. ■ Kosn- inga- sýning áOpel Bílheimar verða með kosn- ingasýningu á nýjum gerðum af Opel um helgina. Á sýning- unni verður gestum m.a. boð- ið að taka þátt í kosningaget- raun, sem dregib verður úr eftir kosningar. Mikill uppgangur hefur ver- ib hjá Opel á íslandi en á bíla- sýningu um síðustu helgi seldust á þriðja tug bíla. Sölu- aukning mibab vib fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra er yfir 600%. Sýning á Audi um helgina Hekla hf. frumsýnir A-línuna frá Audi í húsakynnum sínum við Laugarveg um helgina. Sýndir verða Audi A4 og Audi A6, en einnig gefst gestum og gangandi að berja álbílinn A8 augum. Undanfarin ár hefur ekki verið lögö mikil áhersla á að selja þessa bíla hérlendis en vegna hagstæðra samninga em þeir nú í boði á verbi sem tals- menn Heklu fullyrða að slái út keppinautana frá BMW og Mercedes. ■ -en það er einfalt að prófa hvað hverjum passar í dýnugalleríi okkar. Keuur stuonmgur -dýnan gefur eftir við axlir og mjaðmir. Of mjúkt -hryggurinn svignar eins og bogi. Of stíft -taktu eftir því hvernig hryggjarsúlan beygist. Við erum dýnusérfrœðingar og leggjum metnað okkar í að hafa sem mest úrval afalls konar dýnum, evrópskum, íslenskum og amerískum. Við bjóðum hagstœtt verð, þjónustu og skiptirétt. Markmiðið er að þú sofir betur og vaknir frískari á morgnana. HÚ8gagnahölIin BILDSHOFÐA 20 -112 REYKJAVIK - SIMI 91-871199 Aktu eins qq þú vilt l aö aorir aki! ÖKUM EINS OG MENN! IUMFERÐAR RÁÐ i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.