Tíminn - 08.04.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.04.1995, Blaðsíða 18
18 Wíwttwti Laugardagur 8. apríl 1995 Eymundur Sveinsson bóndi í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum Eymundur Sveinsson fœddist í Mið- Koti í Fljótshlíð þann 2. apríl 1903. Hann lést á dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli þann 30. mars sl. Foreldrar hans voru Guðleif Guðmundsdóttir og Sveinn Sveinsson. Eymundur varþriðji í röð tíu systkina. Systkini hans, sem upp komust, voru: Guðríður f. 1900 (látin), Sveinn f. 1901 (iátinn), Ólafur f. 1908 (látinn), Guðrún f. 1912, Sig- urður f. 1913 (látinn), Sigfús f. 1916 og Pálína f. 1921. Að auki voru tvó systkini sem létust í frumbemsku. Foreldrar Eymundar fluttu að Dal- skoti undir Eyjafjöllum 1904 ogsíðan að Stóni-Mörk í sömu sveit 1923. Árið 1939 tóku þeir braeður Eymundur og Ólafur við búsforráðum úr hendi móð- ur sinnar. Faðir þeirra dó 1930. Þar bjuggu þeir ásamt Guðrúnu konu Ól- afs til ársins 1984 að þau fluttust á dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli. Þau Ólafur og Guðrún eni bœði látin. Síðustu árin í Stóru-Mörk höfðu þau sér til halds og trausts ÓlafHauk Ól- afsson, dótturson þeirra Guðnínar og Ólafs. Eymundur kvœntist aldrei og eignaðist ekki böm. Útfór hans verður gerð frá Stóra-Dalskirkju kl. 13.00 í dag. Skein yfir landi sól á surnarvegi og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glœsti seint á degi. Við austur gnœfir sú hin mikla mynd hátt yfir sveit og höfði björtu svalar í himinblámans fagurtœrri lind. Vonandi fer þab ekki milli mála um hvað ort er né hver það er sem sett hefur þessar ljóblínur á blaö. Það var við þessar aðstæður sem Ey- mundur Sveinsson ól allan sinn aldur. Þó ekki byggi hann á ná- kvæmlega sama stað allt sitt líf færði hann sig aldrei lengra en svo að sú fagra fjallasýn, sem lýst er, hvarf honum aldrei úr augsýn. í Stóm-Mörk undir Eyjafjöllum ligg- ur hans lífsstarf. Fegurri sveit er ekki til á íslandi. Föður sinn missti Eymundur vor- ið 1930. Næstu árin stóð Guðleif móöir hans fyrir búinu með dygg- um stuðningi Eymundar. Hann var sennilega sá sem næstur henni stób meðan bæði liföu. Níu árum síðar brá hún búi, en þeir Eymundur og Ólafur bróðir hans tóku við búsfor- t MINNING rábum ásamt Guðrúnu konu Ólafs. Móður sinni veittu þeir bræður elli- skjól til æviloka. Þau Ólafur og Guðrún eru nú bæöi látin. Ólafur lést 1986, en Guðrún nú í vetrar- byrjun. Þeir bræður voru um margt ákaflega ólíkir menn. Ólafi var trú- að fyrir ýmsum störfum í þágu sinnar sveitar, en hlutverk Ey- mundar var að hlynna aö skepnum og gróöri. Ef til vill hefur þetta vald- ið því hversu vel þeim gekk að búa saman. Þau Ólafur og Guðrún eign- uðust eina dóttur. Á ævikvöldinu reyndist hún frænda sínum ekki síður en sínum eigin foreldrum. Eymundur, eða Mundi eins og við kölluðum hann sem þekktum hann best, lifði ekki margbrotnu lífi. Hann gerði heldur aldrei miklar kröfur til lífsins. Þó ætla ég að halda því fram aö ýmislegt væri öðruvísi væru þeir svolítið fleiri sem væru jafn innilega sáttir við sitt hlut- skipti og Mundi var allt sitt líf. Mundi eignaðist aldrei neina óvild- armenn, allir voru vinir hans. Það voru hins vegar börn og málleys- ingjar sem voru hans bestu vinir. Hann kvæntist aldrei og eignaöist heldur ekki börn. Þrátt fyrir þetta eru þeir ekki margir sem hafa átt jafn mikinn þátt í að koma jafn- mörgum til manns. Þab eru ábyggi- lega einhverjir tugir manna og kvenna sem dvöldu sumarlangt undir verndarvæng húsráðenda í Austurbænum í Stóru- Mörk, marg- ir sumar eftir sumar. Þetta voru bæði vandamenn og vandalausir. Það var mikiö lán hverjum þeim sem það hlotnabist að fá að dvelja í Mörk. Undirritaður er einn þeirra. „Þeir krakkar, sem komu í fyrstu og kynntust, þráðu að vera eftir í Mörk." Þessar línur eru úr þulunni „Krakkarnir í Mörk" eftir Guðrúnu konu Ólafs, bróður Munda. Þær segja allt sem segja þarf. Vib útför Guðrúnar nú í vetrarbyrjun var ákaflega ánægjulegt að sjá og finna hversu margir báru hlýjan hug og sterkar tilfinningar til heimilisins í Austurbænum í Stóru-Mörk. Málleysingjamir voru ekki síður vinir hans. Þá sjaldan það gerðist að Mundi brygði sér af bæ, voru það hundarnir sem fögnuðu honum best þegar heim kom. Tengslin voru í sumum tilfellum svo sterk að viö lá að þeir læsu hugsanir hans. Hann sagbi mér einu sinni þá sögu að hann hefði verið að smala inni í Merkurnesi. Að sjálfsögðu var hundurinn með. Allt í einu sér hann að hundurinn er kominn upp fyrir stóran kindahóp lengst uppi í fjalli án þess að gerð væri tilraun til ■áf) biðja hann um þab. Mundi var ákaflega fjárglöggur maöur. Flestar ærnar þekkti hann meb nafni. Þegar þær voru að bera á vorin, fann hann eitthvert ein- kenni á lambinu sem hann tengdi við nafniö á ánni. Þegar smalað var til rúnings á vorin var eftirleikurinn í réttinni auðveldur, þegar finna skyldi út hvaða á og lamb áttu sam- an. Einstaka kindur urðu svo góðir vinir hans ab þegar hann nálgaðist beitarhúsin á veturna komu þær hlaupandi á móti honum. Oftar en ekki hafði hann með sér kökubita til að gefa þeim. Þetta gekk meira að segja svo langt að hann gat kallað á þær úti í haga á sumrin og væri lambi viðkomandi kindar gefið líf erfði það eiginleikann. Eins og áður er komið fram, eyddi Mundi ævikvöldinu á dvalar- heimili aldraðra á Hvolsvelli. Það var ákaflega ánægjulegt fyrir okkur, sem næst honum stóðu, að finna hversu jákvæð tengsl honum tókst að skapa milli sín og starfsfólksins á heimilinu. Alltaf var komið meb kaffi og kökur þegar ég sótti hann heim, alveg á sama hátt og í Stóru- Mörk forðum. Nú er þessi ágæti frændi minn allur. Fyrir mig sem bam og ung- ling var það mikið lán aö fá að dvelja undir hans verndarvæng sumar eftir sumar. Mér fannst alltaf að á milli okkar væru sérstaklega náin tengsl, ekki síst nú á seinni ár- um. Ef til vill hefur hann haft meiri áhrif á mig og átt meiri þátt í aö koma mér til manns en ég geri mér grein fyrir. Með Eymundi Sveinssyni er genginn maður sem seint gleymist. Leifur Þorsteinsson Heima í Mörk er fró og friður, fógur náttúninnar mynd, hve er fjœrri heimsins kliður, hrylliverk og aegisynd. Berst úr fjarska fljótsins niður, „Fellið" rís í himinlind. Rennur sól við Rauðuskriður, roðar gulli jökultind. Þessar ljóðlínur eru lýsing móður minnar á því umhverfi, sem Ey- mundur frændi minn dvaldi í lengstan hluta ævi sinnar. Hann átti sinn fasta samastaö í suðaustur- horni baðstofunnar í Mörk, meb út- sýni til tveggja átta, svo vel mátti fylgjast með vindátt og veðurhæð. Gamla klukkan hennar ömmu tif- aði á suðurveggnum, úrib hans og dagatalið héngu á panelþilinu, lampi á hillunni yfir rúminu með salúnsofnu ábreiðunni, bók í gluggakistu, veðurfréttir í útvarpi. Þetta breyttist ekki þau rúmlega 40 ár, sem ég man hann í Mörk, nema tíulínulampinn hvarf er fram liðu stundir, en í hans stað kom rafljós. Og Eymundur var ætíð hinn sami, hógvær og hljóðlátur á hverju sem gekk, vandvirkur og vinnusam- ur, kom jafnan síðastur í mat og kaffi, gekk ávallt fyrstur til starfa á ný, án þess að ætlast til hins sama af öbrum, sem meb honum unnu. Mesta ánægju hafði hann af að hirða féb, en sinnti þó af sömu natni hænsnunum hennar mömmu, þegar hún gat það ekki lengur sjálf vegna vanheilsu. Fjár- glöggur var hann og því oft kvadd- ur til, ef skera þurfti úr um hver ætti illa eða ómarkað lamb. Þekkti hann það gjarnan af svipnum, sem var mér, sem fleirum, alltaf jafn óskilj- anlegt. Mörg sporin mun hann hafa átt um Merkurland að huga að DAGBOK Lauqardaqur 8 apríl 98. dagur ársins - 267 dagar eftir. 14.vlka Sólris kl. 6.22 sólarlag kl. 20.39 Dagurinn lengist um 7 mínútur. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni í Risinu í dag, laugar- dag, kl. 13. Félagsvist í Risinu sunnudag kl. 14 og dansab í Goðheimum kl. 20. Á þriðjudag er lögfræðingur fé- lagsins til viötals, og Margrét Thor- oddsen er til viðtals um trygginga- og skattamál. Panta þarf viðtöl í s. 5528812. Safna&arfélag Ásprestakalls heldur hið árlega páskaeggjabingó þriðjudaginn 11. apríl n.k. og hefst það kl. 20 í safnaðarheimilinu. Njar&víkurprestakall Innri-Njarðvíkurkirkja. Fermingar- messa skírdag 13. apríl kl. 10.30. Barn borið til skírnar. Páskadagur: Hátíðargubsþjónusta kl. 11. Barn borið til skírnar. Organisti við at- hafnirnar er Steinar Guömundsson og kór Innri- Njarðvíkurkirkju syng- ur. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fermingar- messa 9. apríl kl. 10.30. Föstudagur- inn langi: Messa kl. 21. Tignun krossins. Páskadagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 8.00. Kaffi og sælgæti veitt að athöfn lokinni. Organisti við athafnirnar er Steinar Guð- mundsson og kór Ytri- Njarðvíkur- kirkju syngur. Hvalsneskirkja. Fermingarmessa 9. apríl kl. 14. Fermingarmessa á skírdag 13. apríl kl. 14. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 9.30. Barn borið til skírnar. Organisti við at- hafnirnar er Gróa Hreinsdóttir og kór Hvalsneskirkju syngur. Hlévangur páskadag. Guðsþjón- usta kl. 13.20. Organisti Steinar Guðmundsson. Prestur við allar ofangreindar at- hafnir verður Baldur Rafn Sigurðs- son. Ólafur Lárusson sýnir í Gall- erfi Birgis Andréssonar í dag, laugardag, kl. 17 opnar Ól- afur Lárusson sýningu í Galleríi Birgis Andréssonar að Vesturgötu 20. Sýningu sína að þessu sinni nefn- ir Ólafur „.. má (þá) smá ...", eða ef fólki líkar betur „.. þá (má) smá ..." Hér er um ab ræða innísetningu (installation), þar sem Ólafur nýtir sér möguleika sýningarsalarins. Sýningin er opin á fimmtudög- um frá kl. 14-16, eða eftir sam- komulagi. Sýningunni lýkur svo 27. apríl. Aðgangur er ókeypis. Hitt Húsiö flutt í Geysishúsiö Menningar- og upplýsingamib- stöb ungs fólks, Hitt Húsið, mun hefja starfsemi á nýjum stab, Aðal- stræti 2, Vesturgötu 1 (Geysishús) þriðjudaginn 11. apríl n.k. Starf- seminni verður komið fyrir á næstu mánuðum og munu ýmsar nýjung- ar líta dagsins ljós. Meðal fyrstu verkefna verður námskeið fyrir ungt fólk í atvinnuleit sem hefst 24. apríl. Húsið hefur fengið nýtt síma- númer, sem er 551 53 53. Nýtt póst- fang er pósthólf 444,121 Reykjavík. Kvikmyndasýning í Nor- ræna húsinu Á morgun, sunnudag, kl. 14 verð- ur „Vár i Mumindalen" sýnd í Nor- ræna húsinu. Þetta eru þrjár teikni- myndir um múmínálfana, byggðar á sögum eftir Tove Jansson. Mynd- in er 64 mín. að lengd og er með sænsku tali. Allir velkomnir og ab- gangur er ókeypis. Kirkjukvöld í Háteigskirkju N.k. mánudagskvöld, kl. 20.30 verður hið fyrsta af þremur kirkju- kvöldum í dymbilviku í Háteigs- kirkju. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson í Skálholti flytur erindi um trúar- tónskáldið J.S. Bach. Tónlist verður flutt, að sjálfsögðu öll eftir Bach, undir stjórn Pavels Manásek. Háskólafyrirlestur Angel Montes del Castillo, pró- fessor í mannfræði vib háskólann í Murcia á Spáni, flytur tvo opinbera fyrirlestra í boði félagsvísindadeild- ar og heimspekideildar Háskóla ís- lands dagana 10. og 11. apríl kl. 17.15 ístofu 101 íOdda. Fyrri fyrirlesturinn (10. apríl) nefnist „La presencia de la cultura hispánica en Iberoamérica. La cu- estión del mestizaje". Seinni fyrir- lesturinn (11. apríl) nefnist „Pro- blemas actuales de las culturas ind- ígenas de América Latina". Báðir fyrirlestrarnir verða fluttir á spænsku og er öllum heimill að- gangur. Vísnakvöld í Listaklúbbnum Síðasta vísnakvöld vetrarins á vegum tónlistarfélagsins Vísnavina verður í Leikhúskjallaranum á mánudaginn. Meðal þeirra sem fram koma eru Einar Einarsson, Ómar Diðriksson, Þröstur Jóhann- esson, Gubrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörö. Dagskráin hefst kl. 20.30 og aðgangseyrir er kr. 500. nýborinni á eða kú sem komin var að burði, og sjaldan var svo illviðra- samt undir Fjöllum að hann færi ekki út í fjós í vökulokin til að fylgj- ast með kúnum. Þó gamansamur væri, og gæti verið hnyttinn í orð- um, sagði hann ekki hug sinn allan, var með afbrigðum orðvar, sló sjaldnast neinu föstu, aftók varla neitt og þurfti því ekki að taka orð sín aftur. Slíkur er hygginna manna háttur. Hann var nýtinn og nægjusamur, svo okkur yngra fólkinu fannst stundum nóg um, en var rausnar- legur við aðra þegar því var að skipta. Við böm mín og önnur sumar- böm í Mörk var hann hlýr og um- burðarlyndur og fylgdist náið með lífshlaupi þeirra, spurðist fyrir um nám þeirra, störf og önnur við- fangsefni, og gladdist er þau seinna meir lögðu lykkju á leib sína og litu inn, annað hvort í Mörk eða á Kirkjuhvoli, ellegar sendu honum kveðju sína. Hann var ellistoð ömmu og síðar mömmu, þegar kraftar þeirra voru þrotnir og þær urbu hjálparþurfi. Þegar þrekið var farið að minnka, flutti hann ásamt foreldrum mín- um úr góðu nágrenni Merkurbæj- anna að Kirkjuhvoli. Tók hann þeirri breytingu af raunsæi og með jafnaðargeði og undi sér vel á ævi- kvöldinu við lestur góðra bóka, átti þægileg samskipti við heimilis- og starfsfólk, sem sýndi honum skiln- ing og nærgætni til þinstu stundar. Að Ieiðarlokum vil ég þakka þér, Mundi minn, fyrir þinn drjúga og eftirminnilega þátt í uppeldi mínu og barnanna minna. Þar fengum við gott veganesti. Hvíldu í friði. Áslaug Eymundur Sveinsson, afabróðir minn, er dáinn. Hann liföi heilsu- samlegu lífi, vel ern fram til síðasta dags. Hann fylgdist vel með öllu sem var að gerast frá degi til dags og spurði reglulega frétta af krökkun- um sem höfðu verið í sveitinni hjá honum og afa og ömmu. Hirðusemi og nýtni kemur manni í huga þegar hugsab er til hans. Ég á í fórum mínum nokkur skemmtileg bréf sem hann skrifabi mér þegar ég var ung stelpa. Sendi- bréfin komu auðvitað með eggja- kassanum og voru skrifuð á bréfib sem Tíminn var vafinn í. Veðurlýs- ingar og tíðarfar skrifaði hann einnig á þessa ágætu bréfafganga þar til okkur systkinum datt í hug að gefa honum dagbók í jólagjöf, enda Tíminn hættur að berast inn- vafinn í pappír. Þessar dagbækur voru trúlega einn af fáum hlutum sem Mundi hafði not fyrir. Iðulega þegar vib komum í sveit- ina, þá fór maður upp í baöstofu ab heilsa Munda. Rúmið hans var í suðausturhorninu á baöstofunni, snyrtilega um þab búið, og ef hann var inni að fá sér lúr, þá lá hann á bakinu meb abra höndina undir hnakka og fæturna út af rúm- stokknum. Oft var líka sælgætis- moli í gluggakistunni sem einhver hafði gefið honum, en honum ekki þótt ástæða til að borða. Fyrir u.þ.b. ári kallaði hann á mig inn í herbergi til sín á dvalarheimili aldraðra í Hvolsvelli. Hann bab mig ab líta út um suburgluggann og segja sér hvað ég sæi marga staura á þarna úti. Ég varð hálfhissa og spurði hvort hann væri að meina staurana úti í næstu götu. Nei, hann var að tala um staurana sem voru þarna niðri í Landeyjum. Ég pírði augun og gat taliö 7 staura. Jahá, sváraði Mundi, sjónin er að gefa sig, því ég sé bara 6! Ágæti frændi, ég kveð þig með bestu þökk fyrir allt. Auður Skýrsla um samfélag, bök Tómasar Qannarssonar, or um ■syndarbröf Hasstaröttar, molnt lögbrot alstu ambattismanna og þtfgn ksrflslns. Verð kr. 1.980.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.