Tíminn - 28.04.1995, Page 2

Tíminn - 28.04.1995, Page 2
2 WlWítUl Föstudagur 28. apríl 1995 Tíminn spyr... Hafa deilur sérfræbinga og heimilislækna skaöaö tiltrú fólks á læknum? Sighvatur Björgvinsson, þing- mabur og fyrrverandi heilbrigö- isrábherra: Nei, þab held ég ekki. Deilumar hafa hinsvegar skaöað samskipti lækna innbyrðis mjög mikið. En ég held þær hafi ekki skaðab tiltrú fólks á læknum almennt. Hinsveg- ar ef ekki verður tekið á þessu vandamáli, sem er hinn sjálfvirki aðgangur sérfræðinga að ríkissjóði, þá neyðast menn til að grípa ann- ars staðar niður og þá er hætt við aö þaö verbi viðkvæmara fyrir sjúk- linga. Matthías Halldórsson, abstobar- landlæknir: Fyrst og fremst hafa þessar deilur skaðað samband heilsugæslulækna og sérgreinalækna. Þegar togstreita ríkir milli starfsfólks í heilbrigðis- þjónustunni er óhjákvæmilegt að sjúklingar líði fyrir þab að ein- hverju leyti. Það verður verkefni lækna að lokinni þessari deilu að reyna ab stilla saman strengina til hagsbóta fyrir þá sem kerfið á að þjóna. Gunnar Ingi Gunnarsson, heilsu- gæslulæknir á Heilsugæslustöb- inni í Árbæ: Já, ég tel að svo sé. í þessu grímu- lausa kjarastríði sérfræðinga hefur verið stundaður augljós hræbslua- róbur. Þab hefur jafnvel verið látð í það skína að áhættusamt sé ab leggja vandamál í hendur heilsu- gæslu- og heimilislækna. Yfirlýs- ingar sérfræðinganna í mörgum til- fellum hafa verið á skjön við þá reynslu sem þorri skjólstæðinga heilsugæslunnar hefur reynt hjá þessum sömu mönnum. Og í vib- ræðum mínum við skjólstæbinga mína sem koma á stofuna til mín, hef ég orbib var vib að þetta kjara- stríð sérfræðinga hefur orðiö til þess að viðhorf margra í þeirra garð hefur breyst til hins verra. Ásdís Thoroddsen, ab Ijúka tökum á Draumadísum: Gengiö á ýmsu Um helgina lýkur tökum á ann- arri kvikmynd Ásdísar Thorodd- sen í fullri lengd, Draumadísum. Ýmis vandamál hafa skotið upp kollinum á tökutímanum og seg- ir Ásdís kærkomib ab sjá hylla undir endinn, þótt allt hafi farib vel ab lokum. Á meðal óvæntra uppákoma við tökurnar má nefna ab keyrt var á filmu sem send var utan til fram- köllunar. Þar skemmdust tvær tök- ur sem átti að nota. Þá hvarf átekin filma af tökustab og segir Ásdís að kvikmyndagengið hafi atast í börnum og geðfötluðum sem nær- staddir voru við leitina, en þeir hafi ab sjálfsögðu engan þátt átt í hvarfinu. Auk þess má nefna að stórt tjald fauk út í hafsauga í Viö- ey og alþjóö er kunnugt um krana- uppákomuna í Austurstræti á dög- unum. „Allt fór þó vel að lokum," segir Ásdís og hefur henni að mestu tekist ab halda sig við upp- haflega tímaáætlun. Ásdís vill ekki tala mikib um innihald myndarinnar en segir mikið laumuspil í henni, hún gangi meira og minna út á svik og pretti á alla kanta. „Þab má segja að myndin sé spennumynd með gamansömu ívafi." í aðalhlutverkum eru Silja Hauksdóttir, Ragnheiður Axels- dóttir, Baltasar Kormákur, Margrét Ákadóttir og Bergþóra Kristinsdótt- ir. Fra upptöku a Draumadisum Asdisar. Ef allt gengur ab óskum er búist viö að myndin verði frumsýnd hér- lendis í Iok nóvember eða um jól- in. Draumadisir veröa svo á næsta ári teknar til sýninga í þýsku sjón- varpi og hjá franskþýsku sjón- varpsstöðinni Arte, auk þess sem hún mun ganga í kvikmyndahús- um í Þýskalandi. Myndin er fjár- mögnuð af annarri opinberu sjón- varpsstöðinni í Þýskalandi, ZDF, Arctic Canal Section, Kvikmynda- sjóði Berlínar og íslenska kvik- myndasjóðnum. Þá em íslenska kvikmyndasamsteypan hf. og Gjóla hf. með hlut í myndinni. Áður hefur Ásdís gert kvikmynd- ina Inguló sem hlaut góba dóma og fékk fjölda viðurkenninga á kvikmyndahátíðum erlendis. ■ Forsœtisrábherra verbur ekki heima og abalfundi vinnuveitenda því frestab um viku. Innanbúbarmenn í VSI segja ástœbuna abra — stjórnarkreppu: Formannsefnið ófundið Vinnuveitendur hafa frestab abalfundi sínum um viku til 16. maí. Ástæban er sú ab sögn Þór- arins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra VSÍ ab Davíb Oddsson, forsætisrábherra, verbi ekki í landinu 9. maí. Fyr- ir því sé rík hefb ab forsætisráb- herra ávarpi samkomuna. Inn- anbúbarmenn í VSÍ telja þó ab ástæban sé trúlega önnur — ab stjórnarkreppa sé innan sam- bandsins. Þab vantar formann í stab Magnúsar Gunnarssonar, sem Iætur nú af formennsku. Þórarinn hafnabi þessari kenn- ingu hins vegar í gær í spjalli vib Tímann. Nefnd hafa verið tvö formanns- efni hjá VSÍ, Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri hjá Plastprenti hf. og Víglundur Þorsteinsson for- stjóri í BM-Vallá. Innan stjórnar VSÍ hefur ekki náðst nein sam- staða um þessi formannsefni og talsverður ágreiningur um þá. Enn er því leitað í röðum vinnu- veitenda að formanni og mun dvöl forsætisráðherra erlendis því gefa vinnuveitendum kærkom- inn tíma til að vanda valið. Magnús Gunnarsson hefur starfað sem formaður VSÍ í þrjú ár og framkvæmdastjóri þess þar áð- ur. Hann segir ab sínar kringum- stæbur hafi breyst á þann veg að hann er nú sjálfstætt starfandi í ráðgjöf við fyrirtæki. Ljóst hafi verið í fyrra að hann hefði ekki lengur þann tíma sem til þarf í fé- lagsmálastörf. „Nú er unnið að því að setja saman nýja stjórn og finna nýjan formann. Það er ekkert óeðlilegt aö séu skobanaskipti um það. Það sýnir bara að merin meta Vinnu- veitendasambandiö mikils og vilja því leggja töluvert á sig aö fá samstöðu um niöurstöðuna," sagði Magnús Gunnarsson í vib- tali við Tímann í gær. ■ Sagt var... „ Þaö var einu sinni prestur sem sagöi aö þetta vœri andlegt og mjög iíflegt starf. Þaö má kannski segja aö íþví felist sannleikskorn." Rúnar Geirmundsson útfararstjóri í Al- þýbubla&inu, a&spur&ur um hvort hann væri ekki alltaf eins og dau&inn uppmála&ur í vinnunni. • „Konur sitja nú aö kosningum loknum sem algjörar aukaleikkonur eöa klapp- stýrur. Þœr fengu umboö til aö vinna fyrir flokkinn og klappa fyrir strákun- um" Elín G. Ólafsdóttir, kvennalistakona um Sjálfstæ&ar konur í Morgunbla&inu • „Húmorinn, hann skaöar nú engan!" Gestur Einar Jónasson á Rás 2 í gær • „ Eini gallin viö Pál er sá aö hann skuli ekki vera landbúnaöarráöherra í dag, en þar er svosem ekki viö hann aö sakast." Eggert Haukdal í Helgarpóstinum um Pál Pétursson, félagsmálará&herra • „ Þú sagöir viö mig þegar þú varst bara líffrœöingur aö fiskar hlytu aö hafa tilfinningar." Magnús Skarphé&insson í samtali vi& bró&ur sinn, Össur líffræ&ing, alþingis- mann og fyrrum rá&herra í Helgar- póstinum í gær. • „Þjóöin hlýtur öll aö hafa oröiö agn- dofa og furöu lostin þegarþœr fréttir voru fluttaraö Ólína vœrigegin úr Þjóövaka. Hvar ber þennan storm- sveip niöur nœst? Hvaöa áhrif hefur brottför Ólínu á ríkisstjórnarsamstarf- iö?" Dagfari í Dagbla&inu í gær í heita pottinum... ... fréttist að framsóknarmenn á Reykjanesi ættu í sínum fór- um tvö lög sem samin hafi verið í tilefni kosingabarátt- unnar. Annað var spilab nokkr- um sinnum opinberlega, m.a. í útvarpi en hinu var stungið undir stól, það var nefnilega „country- lag" og sveitasöngur þótti ekki við hæfi í þeirri þétt- býlissókn sem var hjá Reyknes- ingunum. ... er rætt um að eitt síðkvöld í vikunni sem leið, á meðan stjórnarmyndunarviðræður stóðu sem hæst og áður en ráðherrahlutverkunum var út- deilt, fóru Einar Oddur Krist- jánsson og Kristján Ragnarsson í kaffi til Þorsteins Pálssonar til að útskýra fyrir honum hvernig þeim skipa ætti sjávarútvegs- málum á kjörtímabilinu. Bjarg- vætturinn ab vestan kortlagði hvernig byrjab yrbi á því að vinda ofan af kvótakerfinu, m.a. með lagabreytingum þegar á vorþinginu. Mun Þorsteinn þá hafa ámálg- ab ab hann vildi helst losna úr sjávarútvegsráðuneytinu en Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, leiddi honum þá fyrir sjónir ab þab gengi ekki og klykkti út með því gengiö hefði verið frá því að Einar Oddur yrði formaður sjávarút- vegsnefndar. ... eru menn á því að á kom- andi þingi verbi stjórnarflokk- arnir ekki alveg eins rausnar- legir við stjórnarandstöbuna og á því síðasta og eftirláti stjórnarandstöbunni aðeins formennsku í tveimur nefnd- um, en síbast átti stjórnarand- staðan þrjá nefndarformenn. Tala menn um að slíkt væri í samræmi vib ríflegri meirihluta stjórnarflokkanna núna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.