Tíminn - 28.04.1995, Side 8

Tíminn - 28.04.1995, Side 8
Wmmu Föstudagur 28. apríl 1995 ' I Því er haldiö fram ab sífellt fjölgi þeim ungum breskum karlmönnum, sem konur telji ab ekki séu þess verbugir ab vera eiginmenn. Clare Short, þingmabur og femínistaleibtogi: Maburinn snýst gegn samfé- lagi sem ekki gefur honum kost á ab njóta virbingar. Ekki er annab hægt að segja en að baráttan fyrir raunjafnrétti kvenna hafi borið árangur í Bretlandi. Eftirfarandi stabreyndir eru til vitnis um þab. En ekki eru allar hliðar þeirrar þróunar jafn gæfulegar. Árib 2000 verða fleiri konur en karlar í Bretlandi í vinnu utan heimilis. Tvær af hverjum þremur bresk- um konum eru þegar í vinnu utan heimilis, 60% þeirra í fullu starfi. 127.000 breskir karlmenn á aldr- inum 18-24 ára hafa verið atvinnu- lausir í ár eða lengur samfleytt, en aðeins 38.000 konur í sama aldurs- flokki. Af fólki sem útskrifast úr háskól- um þarlendis eru 45,4% kvennanna og 42,3% karlanna komin í vinnu innan sex mánaða. Eftir ár frá brautskráningu eru 12% útskrifaðra karlmanna og 8% brautskráðra kvenna enn án atvinnu. Fyrir áratug voru konur abeins tí- undi hluti þeirra, sem innrituðust í skóla til að læra stjórnun fyrirtækja. Nú eru þær 20-30% þesskonar ný- nema og sú hlutfallstala fer hækk- andi. Að sögn framámanna í skólamál- um stefnir í það að kennarar í skól- um Bretlands undir háskólastigi verbi svo til eingöngu konur. Árið 1993 fengu 45,8% stúlkna í grunnskólum fimm hæstu ein- kunnir en 36,8% piltanna. í skólum Bretlands fyrir börn, sem eiga í erfiðleikum með að læra, eru helmingi fleiri piltar en stúlkur. í bekkjardeildum fyrir börn með hegðunarvandamál eru sex sinnum fleiri piltar en stúlkur. 80% stúlkna í grunnskólum hafa í hyggju að fara í framhaldsskóla en 60% piltanna. Niðurstöður rannsókna benda til þess að unglingsstúlkur séu miklu bjartsýnni á framtíbina en piltamir jafnaldrar þeirra. Ungir karlmenn eru áttundi hluti íbúa Bretlands, en fremja þribjung glæpa þar. Tíðni sjálfsvíga meðal ungra karl- manna í Bretlandi hefur hækkab allmjög síöasta áratuginn. f aldurs- flokknum 15-24 ára er tíðni sjálfs- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON víga á hver 100.000 manns 16 hjá piltum en 5 hjá stúlkum. Konur duglegri að aðlagast Þetta og fleira álíka var nýlega tínt til í breska blabinu Sunday Times. Eftirtektarvert er að konur sem eru í forystu mebal femínista Bretlands eru farnar að láta í ljós áhyggjur af þeim áhrifum, „sem frá- bær árangur er náðst hefur á þrem- ur áratugum femínismans" hafi á karlmenn Iandsins, og þá sérstak- lega unga karlmenn. Þegar er farið að tala um nauðsyn á kvótakerfi til að rétta hlut ungra karlmanna í Bretlandi, hliðstæðu þesskonar kerfis sem í gildi hefur verið síðustu áratugi í Bandaríkjunum (affirmati- ve action), í þeim tilgangi að rétta hlut blökkumanna, kvenna o.fl. Því er haldib fram um þessa „nýju glötuðu kynslóð" breskra karlmanna að hún hafi orbiö svo óheppin að klemmast á milli gagn- gerra breytinga í efnahags- og at- vinnulífi og óstöðvandi sóknar kvenna „út fyrir heimilið." Hvað hinu fyrrnefnda viðvíkur hefur undanfarið verið um að ræða mik- inn samdrátt í ýmsum hefðbundn- um atvinnugreinum karlmanna, námagreftri, skipasmíðum, verk- fræðistörfum, byggingarvinnu, verksmiðjuiðnaði. Nefnd ein sem hefur með höndum rannsóknir í at- vinnumálum telur að næstu fimm árin muni störfum í þremur síöast- nefndu greinunum fækka um 300.000 en á sama tíma muni f jölga um 500.000 störfum í þjónustu- greinum og tæknivæddum upplýs- ingageiranum. Ungar konur, sem streyma út á vinnumarkaðinn, hafa verið einkar duglegar að aðlagast þessum breyttu kringumstæðum. Karlmenn margir líta hins vegar á þjónustu- störf og það ab sitja við tölvur sem kvennastörf og tregðast við að sækj- ast eftir þeim. Hafnab af konum og atvinnurekendum Hefðbundin vibhorf um verka- og hlutverkaskiptingu karla og kvenna hafa sem sé í þessum efnum orðið ungum karlmönnum þrándur í götu. Þeir telja sér margir hverjir naumast samboðið ab rába sig í „kvennastörf" og lifa heldur í von- inni um að komast í heföbundin karlastörf, enda þótt slíkum störf- um fækki stöðugt. Þeim finnst einnig mörgum ab karlmönnum sé vart annað sæmandi en fastráðn- ing. Konur eru öllu fúsari að rába sig í tímabundin störf, í von um ab það auðveldi þeim að komast í betri störf og til langframa síðar. Dr. John Hapgood, erkibiskup af York, hélt því nýlega fram að fjölg- un hjónaskilnaða stafabi af aukinni virkni kvenna utan heimilis og því aö sífellt f jölgaði þeim ungu mönn- um sem talið væri að ekki væru þess verðugir að vera eiginmenn. Ungir, ófaglærðir karlmenn, sem ábur hafi borið iðnab Bretlands uppi, væru í síauknum mæli ab verða einskis- nýtir í augum jafnt atvinnurekenda og kvenna. Þetta stuðlar svo aö því, segja gagnrýnendur umrædds ástands, ab þeim börnum fjölgar stöðugt sem alast upp án febra, sérstaklega í innborgum. Þegar þar við bætist ab kennarar verða flestir konur, hefur það í för með sér ab sífellt fleiri pilt- ar alast upp án þess ab hafa nokk- urn karlmann sem fyrirmynd. „Ungir piltar munu ekki hafa neinn til að prófa (meðfædda) ágengni sína og engan til að kenna sér ab hafa stjórn á henni." Því er haldið fram að þessi gangur mála geti haft mjög svo alvarlegar félagslegar afleiðingar. Norman Dennis, þekktur félagsfræðingur sem sent hefur frá sér bók um upp- lausn fjölskyldunnar sem slíkrar í nútíma vestrænu samfélagi, skrifar að hefðbundið uppeldi á ungum piltum hafi miðað ab því að búa þá undir að verða fjölskyldufeður og fyrirvinnur, að bera ábyrgð á fjöl- skyldu sinni. Þetta hefðbundna hlutverk karlmannsins, sem hafi verib drjúgur þáttur í sjálfsímynd hans, sé nú mjög á undanhaldi. Karlmönnum finnist því mörgum ab líf þeirra hafi ekki tilgang, með þeim afleibingum að jreir gefist sjálfstortímandi sinnuleysi á vald. Hætta er á, er sagt og skrifað af fé- lagsvísindamönnum og öðrum, að þetta geri unga menn af verkalýðs- stétt að „barbörum okkar tíma." Þeir verði að illskeyttum fótbolta- bullum og kvenhöturum, hneigist til iðjuleysis og afbrota og hlabi niður óskilgetnum börnum. Við- víkjandi því segir Clare Short, þing- mabur fyrir Verkamannaflokkinn og leiðandi femínisti: „Veiti samfé- lagið manni ekki möguleika á virb- ingu, fær hann andstyggð á því." ■ Breytingar í atvinnulífi og sókn kvenna „út fyrir heimiliö" eru aö koma ungum karlmönnum breskrar verkalýösstéttar á kaldan klaka, aö áliti ýmissa félagsfrœöinga og femínista þarlendis

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.