Tíminn - 19.05.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.05.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. maí 1995 5 Grátandi kem ég nú Guð minn til þín Leiklistaruppákoma Leikfélags Akureyrar: CUÐ/jón. Handrit, útlit og leikstjórn: Vibar Eggertsson. Tónlistarstjórn: Rósa Kristín Baldursdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Búningar: Freygerbur Magnúsdóttir og Laufey Margrét Pálsdóttir. Þá er nýlokiö kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju, sem skipar orðið sinn fasta sess í menningarlífi Ak- ureyringa. Á henni voru að venju í boöi vandaðir listviöburðir og undirritaöur var svo heppinn aö njóta fáeinna þeirra. Þar má nefna magnaöan flutning kirkjukórs Ak- ureyrarkirkju á „Magnificat" Bachs viö undirleik kammer- hljómsveitar, flutning á haganlega geröum sálmforleik eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson við hátíðar- messu í lok vikunnar og lítinn ballett viö sama tækifæri. Loks skal nefna efni þessa pistils, sem er leiklistaruppákoma L.A. í Safnaö- arheimili Akureyrarkirkju. Leikrit- iö er að mestu sett saman úr verk- um Samuels Beckett í þýöingu Árna Ibsens. í leikskrá segir að verkið sé um manninn og almætt- iö. Þaö má e.t.v. til sanns vegar færa, en verk Becketts fjalla örugg- lega mest um manninn, eymd hans og oft marklaust líf. Tónn al- mættisins var eiginlega sleginn af Tjarnarkvartettinum, sem annaö- ist 'tónlistarflutninginn. Kvartett- LEIKHUS ÞÓRGNÝR DÝRFJÖRÐ inn flutti fyrst og fremst sálma og Hjörleifur Hjartarson, Kristjana Arngrímsdóttir, Kristján Hjartar- son og Rósa Kristín Baldursdóttir sungu hárfínt og fallega. Verk Becketts eru skrifuð undir áhrifum tilvistarspekinnar, en segja þó ekki nema hálfa söguna um hana. Þaö er von, því aö spek- in sú er marghöföa skepna. Meö henni vildu tilvistarspekingar setja manninn og tilvist hans í öndvegi heimspekinnar, líf ein- staklingsins skyldi vera það sem máli skipti. Veruleikinn skyldi skoöast eins og hann snýr aö hverjum og einum, en ekki í ljósi algildra sanninda. Samkvæmt henni eru sameiginleg sannindi hending, en ekki regla. Þegar líf manna er skoðað í slíku ljósi, get- ur niðurstaðan oröiö illskiljanleg, eins og gerist í verkum Becketts. Þau eru fæst auðskilin. Af ástæö- unum, sem nefndar eru hér á und- an, er erfitt aö rökræöa efni þeirra, þaö er ekki efnt til þess. Auövitað er t.a.m. verkið „Svefnþula", sem notaö er í sýningunni, um ein- Vibar Eggertsson. semd gamallar konu, sára einsemd hennar. Þaö skilja allir, en verkið er bara „mynd" af einsemd einnar ákveöinnar konu og ekki reynt aö yfirfæra eöa bregöa almennu ljósi á hana. Af þessum sökum held ég ab flest verk Becketts séu tilraunir, sem vissulega var þess viröi aö gera, en eru því marki brenndar aö enda þar sem þær enda. Leiðin frá þeim liggur aftur til baka, til-„gam- aldags" sjónarhorns almennra sanninda um manninn. í þeim búningi veröa góð leikrit vegur aö nýjum niöurstööum og nýjum spurningum. Sýningin í safnaöarheimilinu var haganlega gerö og stór- skemmtileg. Húsnæöiö var full- nýtt af miklu hugviti og leikurinn barst meira aö segja yfir í kapellu kirkjunnar, þangaö sem áhorfend- ur eltu leikarana. Þá kom engill til jaröar meö lyftunni og atriöiö úr „Ohio Impromptu" var leikiö fyrir utan stóran glugga safnaöarheim- ilisins. Þau Aðalsteinn Bergdal, Baröi Guömundsson, Dofri Her- mannsson, Rósa Guöný Þórsdótt- ir, Sigurveig Jónsdóttir og Sigurþór Albert Heimisson stóöu sig eins og viö var aö búast af því sem á und- an hefur gengiö í vetur. Leikara- hópurinn hjá L.A. hefur vaxiö saman og áfram í allan vetur og frammistaöan nú kórónaði gott leikár. Þaö má líta á leiklistaruppá- komuna GUÐ/jón sem kost á auknum þroska leikhúsgesta norö- an heiöa, þ.e. þroska í því aö njóta leiksýninga almennt. Viöar Egg- ertsson hefur sýnt að hann er hug- vitssamur og snjall leikhúsmaöur. Hann hefur mikla reynslu af óvenjulegu leikhúsi og vonandi er aö leikhúsgestir fái aö njóta þess í enn ríkara mæli en hingað til. ■ Hagvaxtarvon í spíratunnu og hval Komin er út hjá AB skáldsagan Rekamaðurirm eftir Jens Pauli Heinesen í þýðingu Jóns Bjarm- an. Um bókina segir svo á kápu: „Skáldsagan Rekamaðurirm ger- ist í Færeyjum á tímum síðari heimsstyrjaldar og fjallar um hinn þrjóska og eigingjarna Samúel Matthías. Samúel er fá- tækur og einfaldur rekamaður, síleitandi aö verömætum reka. Honum veröur aö ósk sinni og finnur stóra og mikla trétunnu fulla af spíra. Eftir tvísýna bar- áttu viö náttúruöflin kemur Fréttir af bókum hann tunnunni á land, en ekki gengur eins vel aö hagnast á rek- anum. Þegar gríðarstóran búr- hval rekur á land skömmu síðar slær Samúel eign sinni á hvalinn og sér fyrir sér mikinn auö falla sér i skaut. En ekki er allt sem sýnist og atburöarásin tekur óvænta stefnu. Söguefnið er bæði almennt og sérfæreyskt; almennt í skírskotun sinni til þeirra, sem stöðugt eru í leit aö lífsfyllingu, og sérfæreyskt þar sem það endurspeglar fær- eyska þjóöarsál sem einkennist af einstaklingshyggju, þrotlausu striti og stríöi viö náttúruna. Jens Pauli Heinesen er mikill sagna- meistari og ber Rekamaðurinn glögg merki næms innsæis hans í sálarlíf manna og mannlegt eöli, auk þess sem honum hefur tekist einstaklega vel að krydda sögu sína með óborganlegri kímni. Jens Pauli Heinesen er þekkt- astur núlifandi færeyskra rithöf- Bamamorð okkar í írak Heldur eru það hrollvekjandi upplýsingar, sem fram koma í grein Jóhönnu Kristjónsdóttur í Morgunblaöinu s.l. sunnudag. Greinin fjallar um ástandið í írak og þó einkum afleiðingar vib- skiptabanns Sameinuðu þjóö- anna á landið. Menn setur hljóða viö þaö eitt aö lesa titil greinar- innar: „HEIL KYNSLÓÐ ÍRASKRA BARNA AÐ ÞURRKAST ÚT". Ekki er ætlun mín að fara að endurrita grein Jóhönnu. Þó verö ég aö láta þess getið, aö í henni kemur fram að varlega áætlað deyja 400 írösk börn, frá fæðingu til fimm ára aldurs, á degi hverjum! Dánarorsökina má rekja beint til þess skorts, sem viðskiptabann S.Þ. hefur leitt yfir þjóbina. Allir vita aö viðskiptabann þetta má rekja til Persaflóa- stríösins áriö 1991. En hafi viö- skiptabanninu veriö ætlað að vera einhver refsivöndur á Saddam Hússein, þá er þess aö geta að ekki er vitað til þess að hann hafi mátt þola húðlát. Er ekki annað aö sjá á mynd- um en aö hann sé hinn pattara- legasti, eins og títt er um ein- ræðisherra og raunar stjórn- málamenn yfirleitt. Þar á móti kemur aö þegnar hans — og þá helst börn og gamalmenni, sem og vanfærar konur — hrynja niður eins og flugur. Skyldi þó aldrei vera, aö sá hafi veriö tilgangur Bandaríkja- manna, þegar þeir fengu Sam- einuðu þjóðirnar til aö lýsa yfir viðskiptabanni á írak? Eöa mis- reiknuöu þeir sig svo herfilega, að álykta sem svo, aö um leið og hungrið færi að sverfa að írök- um, mundu þeir steypa Hús- sein? Sé hið fyrra rétt, flokkast þaö SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON einungis sem glæpur, og er nóg samt. Hið síðara verður hins vegar að telj'ast bæði glæpur og heimska. Hvort heldur er tilfellið, þá er tímabært að við íslendingar hugum ab því, ab vib erum ekki aöeins aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Við greiddum við- skiptabanninu atkvæöi okkar. Því getum viö ekki skotið okkur undan ábyrgð á ástandinu í ír- ak. unda og hafa bækur hans verið þýddar á mörg tungumál. Áður hefur komið út eítir hann á ís- lensku smásagnasafnið Gestur sem Almenna bókafélagib gaf út 1973." ■ Þaðan af síður getum viö skákað í því skjólinu, að um sé að ræða samábyrgð með öðrum þjóðum. Ábyrgö minnkar ein- faldlega ekki hætishót, þótt henni sé deilt með öbrum! Þessa dagana er þess minnst, að fimmtíu ár eru liðin frá lok- um síbari heimsstyrjaldarinnar og þar meö helfarar Gyöinga. Hvernig svo sem aðrir halda upp á afmæliö, ættum við að hafa manndóm í okkur til ab gera það ekki með þátttöku í enn einni fjöldaslátruninni á varnarlausu fólki. Elías Davíðsson, sem þekktur er af mannréttindabaráttu gegnum tíðina, tók sér um dag- inn mótmælastöðu í utanríkis- ráðuneytinu og krafðistjaess, að viðskiptabanninu gegn Irak yrði aflétt. Vonandi leiða húsbónda- skiptin á þeim bæ til þess, að á rödd hans verði hlýtt. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES ER REIÐHJOL BIFREIÐ EÐA BARNAVACN? Nú er íslenskt vor í lofti hvarvetna um landið nema í búningsklefa landsliðsins í Laugardalshöll. Á vor- in skvetta kýrnar úr klaufunum og fleiri skepnur jaröar fara að dæmi þeirra. í þeim hópi eru börn og unglingar í höfubborginni, sem taka fram reiöhjólin sín á vorin. Maður skyldi ætla aö borgaryfir- völd gerðu sitt besta til að tryggja krökkunum fyllsta öryggi í þungri og vægðarlausri umferð á götum Reykjavíkur. En þab er öbru nær. Til skamms tíma var reiðhjólið talið farartæki og féll undir um- feröarreglur eins og abrir reibskjót- ar. Þá hjóluðu menn á götunni og stoppuöu á rauöu Ijósi. Árib 1978 skiptu kjósendur um borgarstjórn í Reykjavík og þáverandi minnihluti leysti Sjálfstæðisflokkinn af hólmi. Eitt af fyrstu verkum nýja meiri- hlutans var aö gera hjólreiðum hærra undir höfbi en áður hafði þekkst. Leyft var að hjóla á gang- stéttum og göngustígum og nán- ast hvarvetna utan lögbundins gatnakerfis í borginni. Þetta var af- leit breyting. Fyrir bragðiö hjólaöi fólkið brátt eins og því sýndist um borgarland- ið og hlýddi hvorki umferðarregl- um né almennri háttvísi. í dag hafa kynslóðir hjólreiðafólks vaxið úr grasi í algeru stjórnleysi og fríhjóla áfram utan við lög og reglur. Al- gengt er aö sjá hjólreibamenn þeysast eftir gangstéttum þegar það hentar og fara út á götu á rauðu Ijósi, ef því er að skipta, og loks á móti einstefnuakstri ef þeim sýnist. Menn hjóla eins og vitlausir upp Bankastræti og niður Hverfis- götu á rauðu Ijósi. Þetta gengur ekki lengur og mál aö linni. Yfirvöld umferðarmála verða ab setjast nibur og skera úr um hvort reiðhjólib er farartæki í umferbinni eöa eitthvert annab tæki. Ef reið- hjólib er eitthvert annað tæki en farartæki, verbur aö fást úr því skorib hvaba tæki reiðhjólið er. Núverandi ástand er ófært fyrir hjólreiðafólk og aðra vegfarendur. Ef reiðhjólið er úrskurðað farar- tæki, verbur ab binda hjólreibar við akbrautir og sérstaka hjólreiða- stíga þar sem við verður komið. Sömu viðurlög verba ab gilda við umferbarbrotum hjólreiðafólks og annarra ökumanna. Ef reiðhjólið er úrskurbaö eitt- hvert allt annað tæki en farartæki, verður að fella notkun þess að gildandi reglum eða semja þegar í stab nýjar reglur. Eins verður ab gera ráðstafanir til að leiðir reið- hjóla og farartækja skarist ekki í umferðinni í borgarlandinu. Krakkarnir, sem í dag hjóla út í vorið, eiga annab og betra skilib en tefla lífi og limum í tvísýnu í umferðinni. Þeir verða ab vita hvort þeir eiga að hjóla á gang- stéttinni eba á götunni og hvort þeir eiga ab lúta umferðarreglum eba venjulegri háttvísi. Hvort þeir eiga að vera innan um bifreibar eða barnavagna. Krakkarnir geta ekki haldið áfram ab hjóla á báð- um vígstöbvum, eins og tíbkast hefur frá tímum vinstri meirihlut- ans frá 1978. Þeir verða ab geta í annan hvorn fótinn stigib.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.