Tíminn - 19.05.1995, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. maí 1995
9
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
Klaus Kinkel, utanríkis-
ráöherra Þýskalands:
Segir af sér
formennsku
Bonn - Reuter
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, tilkynnti í gær að
hann myndi segja af sér sem for-
maður Flokks frjálsra demókrata í
kjölfar þeirrar slæmu útreiðar
sem flokkurinn hlaut í tvennum
kosningum sem fram fóru í
Þýskalandi um síðustu helgi.
Hann sagöist þó ætla að halda
áfram sem utanríkisráöherra og
varakanslari landsins.
Frjálsum demókrötum hefur
gengiö illa í kosningum undir
forustu Kinkels eftir að Hans-Di-
etrich Genscher sagði óvænt af
sér formennsku árið 1992. Flokk-
urinn hefur einungis komið vel
út úr tveimur kosningum af alls
14 á því tímabili sem Kinkel hef-
ur verið formaður og hefur hann
sætt sífellt meiri gagnrýni vegna
þess, og það sem gerði útslagið
voru þingkosningarnar í Bremen
og Nordhrein-Westphalen um
síðustu helgi. ■
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi:
Lýsa stu&ningi
vi& si&væ&ing-
arherferö krist-
inna íhaldsmanna
Washington - Reuter
Margir af leiðtogun Repúblikana-
flokksins í Bandaríkjunum hafa lýst
yfir stuðningi sínum við siðvæöing-
arherferð Bandalags kristinna, sem
er hópur kristilegra íhaldsmanna
með töluverð ítök í stjórnmálum.
Ralph Reed, leiðtogi Bandalags
kristinna, kynnti í vikunni nýja
áætlun, eins konar stefnuskrá í tíu
liðum, sem hann kallaði „Samning
við fjölskylduna." Meðal þess sem
þar er stefnt að er að bænahald
verði heimilað í ríkisreknum skól-
um og öðrum opinberum stofnun-
um og að fóstureyðingar verði tak-
markaðar. Þykir heitiö á plagginu
minna nokkuð á „Samning við Am-
eríku", sem var tíu liða listi yfir
kosningaloforð Repúblíkanaflokks-
ins fyrir síðustu forsetakosningar og
átti sinn þátt í aö tryggja flokknum
yfirburðasigur í kosningunum og
meirihluta á þingi í fyrsta sinn frá
því á sjötta áratugnum.
Reed sagði að Bandalag kristinna
væri að hrinda af stað tveggja millj-
ón dollara upplýsingaherferð til að
til að afla þessum hugmyndum
stuðnings og þrýsta á þingmenn að
ganga til liðs við málefnið. Meðal
þeirra sem lýst hafa stuðningi við
siðvæðingarherferðina eru Bob
Doie, leiðtogi þingmeirihlutans í
öldungadeild, og Newt Gingrich,
forseti fulltrúadeildar þingsins. ■
Ný ríkisstjóm
París — Reuter
Jacques Chirac, nýorðinn
Frakklandsforseti, tilkynnti í
gær hverjir myndu sitja í ríkis-
stjórn hans. Fjármálaráðherra
verður Alain Madelin og utan-
ríkisráðherra Herve de Charette.
Einnig má nefna að Charles
Millon verður varnarmálaráð-
herra og Jean-Louis Debre inn-
anríkisráðherra.
Á miðvikudag, sama dag og
Chirac tók formlega við emb-
ætti forseta, haföi hann skipað
Alain Juppe í embætti forsætis-
ráðherra.
Athygli vekur að 12 konur eru
í ráðherrahópnum og að yngra
fólk er nú í ráðherrastólum en
áður hefur verið. ■
Japan:
Með regnhlífar ab vopni
Tokýo — Reuter
Japanska lögreglan telur að
sértrúarsöfnuðurinn sem grun-
aður er um að hafa staðið að
baki taugagasárásinn í Tokýo
hafi verið aö undirbúa árásina í
tvö ár, eða allt frá því að leiðtogi
safnaðarins spáði því að heims-
endir yrði árið 1997 og að engir
myndu lifa hann af nema meö-
limir safnaðarins.
Talið er að tíu safnaðarmeö-
limir, tveir og tveir saman, hafi
hleypt gasinu út með því að
pota oddhvössum regnhlífum í
plastpoka sem innihéldu gasiö
banvæna.
m m Reuter
Lag B omer
ígœr héldu Qybingar hátíblegan Lag B'omer, íminningu uppreisnar Gybinga gegn Rómverjum íBar Kokhba á
2. öld. A þessum degi er mebal annars til sibs ab klippa hár ungra drengja ífyrsta sinn á cevinni. Á myndinni,
sem var tekin íjerúsalem í gœr, má sjá Manashe Banon, þriggja ára, í fangi föbur síns, sem fylgist brosandi meb
þegar sonurinn er klipptur.
Gybingar hafa þab einnig til sibs ab kveikja brennur á þessum degi. Svo virbist sem fagnabarlœtin hafi gengib
nokkub út íöfgar sums stabar í ísrael, einkum á hernumdu svœbunum. í gœr bárust þœr fréttir ab Gybingar,
sem sest hafa ab í bænum Hebron á Vesturbakkanum, hafi stolib hurbum úr sjö trésmíbaverkstœbum til þess ab
nota sem eldivib í hátíbarbrennurnar, m.a. var stolib 18 hurbum úr einu þeirra. Einnig var sagt ab Gybingar
hefbu í Hebron brotib rúbur í 20 bifreibum í eigu Araba.
fK ifiitúA. 0Wjd\
.
A MIÐBAKKA VIÐ
REYKJAVÍKURHÖFN
Dæmt verSur eftir
hraSa, nýtingu og gæSum
þorskur, karfi og flatfiskur.
Ekkert þátttökugjald.
SkilyrSi fyrir þátttöku: AS kunna aS flaka
Skráning, upplýsingar og afhending á
keppnisreglum í síma 560 9670.
Keppendur sem lenda í þremur efstu ,
sætunum hljóta skoSunar- og fræSsiu-
fer&ir til Humberside-svæSisins
á Englandi í verSlaun.
rros
ggpr MAREt HF
IÍÍkKÍ * "•■jy REYKJAVÍKURBORG
IðOr FAXAMARKAÐURINN Hf
íslenskak sjavarai ukdir hf
SAMVINNUFERÐIR tANDSVN HF
SAMTÖK FISKVINNSLUSTÖDVA
VERKAMANNASAMBAND ÍSLANDS
SÖLUMIÐ5TÖÐ HRAÐFRVSTIHÚSANNA
RANNSÓKNARSTOFNUN FISKIÐNAÐARINS
SÖLUSAMBAND ÍSLENSKRA FISKFRAMLEIÐENDA HF
W'
iHIy lítM' AirW.