Tíminn - 13.06.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.06.1995, Blaðsíða 1
SIMI 563 1600 79. árgangur Hækkun í 70% kostar 850 mkr á ársgrundvelli í framhaldi af þeim ummæl- um Páls Péturssonar félags- málarábherra í utandagskrár- umræöu um húsnæöismál á laugardaginn var, aö á næstu dögum muni hann gefa út reglugerö um hækkun láns- hlutfalls húsbréfalána úr 65% í 70% hjá þeim sem kaupa íbúöarhúsnæöi í fyrsta sinn, spuröist Tíminn fyrir um þaö hver kostnaöur af þessari hækkun yröi fyrir ríkissjóö. „Samkvæmt áætlun húsnæð- isstofnunar á hækkun í 70% fyrir fyrstu íbúö aö geta aukið húsbréfaútgáfu um allt aö 850 milljónir á ársgrundvelli," segir Árni Gunnarsson, aðstoðar- maöur félagsmálaráöherra. „Má þá ætla aö útgáfan verði á bil- inu 4-500 milljónir þaö sem eft- ir er af þessu ári. í okkar út- reikningum er gengiö út frá því að hugtakið „fyrsta íbúö" sé frekar þröngt skilgreint og eigi aðeins við um þá sem hafa aldr- ei átt íbúö áöur, hvaö sem síðar kann aö verða. Það er vilji fyrir því að fara varlega í þetta fyrst í stað til aö sporna viö því aö af- föll hækki til muna." ■ Lobnuvertíbin hefst 7. júlí nk: Kvótinn 536 þús. lestir Heimiit veröur að hefja lobnu- veiöar 1. júlí nk. og hefur bráöa- birgöakvótinn veriö ákveöinn 800 þúsund tonn. Þar af veröur kvóti ísiensku skipanna 536 þús- und tonn. Ætla má aö heildar- kvótinn á allri vertíöinni veröi 1.200 þúsund tonn. Samkvæmt samningi íslands, Noregs og Grænlands um nýtingu loðnustofnsins koma 78% af end- anlegum kvóta í hlut íslendinga, en 22% skiptast jafnt á milli Noregs og Grænlands. Hinsvegar er Noregi og Grænlandi úthlutað nokkru stærri hlut úr bráöabirgðakvótanum, eða 16,5% hvoru Iandi, og því koma 67% í hlut íslands úr bráðabirgöa- kvótanum. Hlutur íslands veröur síðan endurskoöaður þegar ákvörð- un um endanlega kvóta veröur tek- in í nóvember nk. Fiskistofa mun á næstunni til- kynna útgerðum loðnuskipa um aflamark og reglur um veiðarnar, sem eru að mestu óbreyttar frá síð- ustu vertíð að mati sjávarútvegs- ráðuneytisins. ■ Keflavík: Eyóilegging í sumarbústaó Brotist var inn í sumarbústað í Keflavík, þ.e.a.s. skammt utan bæjarins, aðfaranótt laugardags og unnar miklar skemmdir á hon- um. Allar rúöur voru brotnar og ýmislegt fleira í bústaðnum og ut- an hans. Bústaðurinn stendur á milli Fuglavíkur og Bæjarskers. Tjóniö er taliö mjög mikiö. ■ * STOFNAÐUR 1917 Þriöjudagur 13. júní 1995 107. tölublað 1995 Fœreyingar mokveiöa síld innan íslensku lögsögunnar. 49 þúsund tonna eftirstöbvum íslenska kvótans hefur veriö skipt á milli skipa og lítiö kemur í hlut hvers skips: Ovíst hvort þaö taki því aö senda út öll skipin /••/XI • . • // f / , • / Tímamynd C Sjooheitir smabatasjomenn mótmœltu meintri abför stjórnvalda ab lífsafkomu sinni ígœr meb því ab sigla bátum sínum á ytri höfninni ábur en þeir héldu til mót- mœlafundar fyrir framan Alþingishúsib á Austurvelli. Á ytri höfninni kveiktu þeir á blysum sem m.a. vöktu athygli sjávarútvegsrábherra, en skrifstofa hans er á efstu hœb Sjávarútvegshússins vib Skúlagötu. Smábátasjómenn stabhœfa ab óbreytt kvótafrumvarp muni hafa í för meb sér fjöldagjaldþrot hjá eigendum krókabáta, atvinnuleysi og byggbavanda. Óvíst er hvort þab taki því fyrir Hraöfrystihús Eskifjarö- ar aö senda aflaskipin sín þrjú á síldarmiöin, ef verkfall sjó- manna leysist í vikunni. Emil Thorarensen, útgeröarstjóri HE, segir ab úthlutaður heild- arkvóti þeirra sé aðeins 4500 tonn, eöa sem nemur rúmum túr fyrir Hólmaborgina, Jón Kjartansson og Guörúnu Þor- kelsdóttur. Á sama tíma og færeysk skip mokveiða síld úr norsk- ís- lenska vorgotssíldarstofninum innan íslensku landhelginnar djúpt út af Langanesi, hafa út- geröarmenn síldveiðiskipa ver- iö aö fá tilkynningar frá Fiski- stofu um leyfilegt veiðimagn hvers skips í samræmi viö reglugerð sjávarútvegsráöu- neytisins frá 2. júní sl. og sam- komulag viö Færeyinga um skiptingu á eftirstöðvum síldar- kvótans. En samkvæmt því skiptir flotinn á milli á sín 49 þúsund tonna síldarkvóta en 33 þúsund tonn komu í hlut Fær- eyinga sem þeir eru langt komnir meö að veiða. Færeysku skipin hafa m.a. landað afla sínum til bræðslu á Eskifiröi og að sögn Emils Thor- arensens er síldin feitari en áður og hentar vel til bræðslu. Hann segir ákaflega erfitt að segja til um það hvort einhver mögu- leiki verður á því að vinna síld- ina til manneldis vegna erfiðra markaðsaðstæðna. En mikiö framboð er af síld á mörkuðum „Þaö aö ganga frá stúkunni meb sætum þýöir um 100 mi- ljón króna fjárfesting. Viö hlaupum því ekkert aö því. Þetta mál hefur því veriö í skoöun hjá okkur en þaö er ljóst aö vib þurfum ab fá ein- hverjar tekjur á móti. KSÍ hef- ur rætt um aö þeir væru hugs- anlega tilbúnir aö veita borg- og verð samkvæmt því. Jakob Jabobsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunar segir að það sé mikill áfangi að norsk-ís- lenska síldin skuli vera komin inn fyrir íslenska landhelgi. Þá telur sjávarútvegsráðherra það styrkja samningsstöðu íslenskra stjórnvalda við Norðmenn, að síldin skuli hafa tekið upp sitt inni aukna hlutdeild í aö- gangseyri. Við höfum líka verið að skoða hversu bindandi þessar reglur alþjóðaknattspyrnsambandsins eru varðandi þaö aö allir þurfi aö vera í sætum á mótum á veg- um þess," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, um beiöni KSÍ til Reykjavíkurborgar fyrra munstur og ganga inn í lögsöguna í ætisleit. Rannsóknarskipið Árni Frið- riksson mun væntanlega halda á síldarmiðin í dag frá Akureyri og rannsaka m.a. vesturjaðar síldargöngunnar. Forstjóri Haf- ró segir að þá muni væntanlega koma í ljós frekari vísbendingar um hvert síldin stefnir. ■ að borgin byggi stúku á aðal- leikvangi Laugardalsvallar. „Mín persónulega skoðun er sú að ég vildi gjarna vera laus við þessa fjárfestingu ef hægt væri að komast hjá því enda nóg annaö við fjármunina að gera og þess vegna viljum við skoöa það alveg í botn hvort ekki verði hjá þessu komist." ■ Ingibjörg Sólrún Císladóttir borgarstjóri um stúkubyggingu á Laugardalsvelli: „ Vildi gjarna vera laus viö þessa fjárfestingu"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.