Tíminn - 13.06.1995, Síða 6

Tíminn - 13.06.1995, Síða 6
Hluti af flota smábátasjómanna í Reykjavíkurhöfn í gær eftir mótmœlasiglingu þeirra á ytri höfninni. Flotinn hef- ur án efa vakiö athygli einhverra feröamanna sem staddir voru um borö í skemmtiferöarskipinu. Tímamyndir: cs Hjálmar Árnason, þingmaöur Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördœmi og fulltrúi í sjávarútvegsnefnd Alþingis, stoppaöi stutt viö áöuren hann hélt til þingfundar í Alþingishúsinu. Sjóöheitir smábátasjómenn fjölmenntu á Austurvöll til aö mótmœla Aöför aö lífsaf- komu fjölda fólks Smábátasjómenn tóku sér stööu fyrir framan þinghúsiö meö boröa meö áletruninni:„Yrkjum miöin - Eflum smábátaútgerö". Einar Oddur Kristjánsson, þingmaöur sjálfstæöismanna á Vestfjöröum og fulltrúi í sjávarútvegsnefnd Alþingis, mátti sín lítils í miöjum hópi trillu- karla í gær. Hann reyndi þó aö koma skoöunum sínum á framfærí og boöaöi m.a. aö hann mundi flytja breytingartillögu viö frumvarpiö um stjórn fiskveiöa þegar þaö kemur til þriöju umrœöu. Sjóbheitir smábátasjómenn víðs vegar ab af landinu fjölmenntu í gær á Austurvöll þar sem þeir mótmæltu harblega þeirri stefnu stjómvalda ab takmarka afla krókabáta í þorski vib 21.500 tonn á næsta fiskveibiári. Smábátasjómenn krefjast þess ab róbradagakerfi verbi tekib upp strax á næsta fiskveibiári í stab þeirra af- arkosta sem þeir telja ab felist í frumvarpi stjórnvalda. Þeir telja ennfremur ab ef stjórnvöld halda fast vib sinn keip, þá sé þab ekkert annab en abför ab lífsafkomu fjölda fólks og margra byggbarlaga sem eiga allt sitt undir smábátaútgerb. Jafnframt mundi ákvörbun stjóm- valda þýba stóraukna slysahættu fyrir smábátasjómenn, fjöldagjald- þrot krókabátaeigenda, atvinnu- leysi og byggbavanda. í ályktun frá smábátasjómönn- um, sem samþykkt var á nýlibnum sjómannadegi í Vesturbyggb, kem- ur m.a. fram ab útgerb krókabáta eigi möguleika á ab lifa ef vibur- kenndur verbur réttur þeirra til ab veiba 33 þúsund tonn af þorski á ári. Þá er einnig skorab á þingmenn ab koma í veg fyrir stórslys og ab þeir sýni manndóm til ab fella fyrir- hugabar breytingar í frumvarpi stjórnvalda. ■ Davíö Oddsson forsœtisráöherra tók viö áskorun frá smábátasjó- mönnum þar skoraö er á stjórn- völd aö breyta um kúrs íafstööu sinni til krókabáta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.