Tíminn - 13.06.1995, Síða 9

Tíminn - 13.06.1995, Síða 9
TOHíMfMfflML Þriöjudagur 13. júní 1995 Þriöjudagur 13. júní 1995 KRISTjAN GRIMSSON KRISTJAN GRIMSSON Evrópubikarkeppnin í frjálsum: Jón Arnar setti met í llOm grind Jón Arnar Magnússon slær ekki slöku viö þessa dagana. Hann setti íslandsmet í tugþraut fyrir skemmstu og nú um helgina setti hann íslandsmet í llOm grindahlaupi í Evrópukeppn- inni í frjáisum íþróttum, 2. deild, í Eistlandi. Jón Arnar hljóp á 14,19 sekúndum og bætti metiö um þrettán sek- úndubrot, sem er mjög gott. Á sama móti settu stúlkurnar ís- landsmet í 4X400m boöhlaupi, þegar þær hlupu vegalengdina á 3:40,59 mín og bættu metiö um þrjár sekúndur. Annar helsti árangur íslands var að Guörún Arnardóttir sigraði í lOOm grind á 13,60s og í 400m grind á 57,30s. Geirlaug Geir- laugsdóttir sigraöi í lOOm hlaupi á ll,85s og Jón Arnar Magnússon varð annar í lang- stökki með 7,65m. Hann varð líka annar í lOOm hiaupi á 10,62s. Vésteinn Hafsteinsson varö annar í kringlu, kastaði 60,48m, og Siguröur Einarsson annar í spjótkasti meö 77,10 metra. í liöakeppninni Ienti ísland í 2. sæti meö 81 stig, en Danir hlutu 97. íslensku karlarnir höfnuöu í 5. sæti með 72 stig, en Austurríki varö efst meö 109 stig. Sjö þjóðir kepptu bæöi í karla- og kvennaflokki. Er íslandsmeistarinn 7 993 í golfi aö ná sér af meiöslunum: „Má ekki beygja bakiö í 8 vikur" „Staöan er þannig í dag aö ég er í sprautumeðferö og þaö verður sennilega um að ræöa þrjá sprautu- kúra. Það er verið að stytta liðbönd í bakinu og í heildina má ég ekki beygja bakið í átta vikur," segir Þorsteinn Hallgrímsson, íslands- meistarinn í golfi 1993. Hann meiddist fljótlega eftir að hann vann titilinn, þegar hann lenti í vinnuslysi. „Ég var að toga í vír á netaverkstæði, þegar híft var í svo að brjósk losnaði, tveir hryggjarlið- ir gengu til og liðbönd tognuðu. Vandamálið er sem sagt það, að liðböndin eru það illa tognuö að þau halda ekkert við hryggjarliðina og brjóskið er á fleygiferð. Þetta er búiö að vera ansi erfitt og taka langan tíma, en maður hugsar dæmið þannig að það eru margir sem hafa það verr en maður sjálf- ur." Þorsteinn má ekki spila keppnis- golf, heldur aðeins dútla í golfinu. „Læknarnir vilja meina að ef þessi meðferð skilar árangri, þá éigi ég að geta náð fullum bata. Þannig að VINNIN LAUGA (v GSTÖLUR RDAGINN 10.6.1995 Í)® VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 1 4.383.600 2. píús5 í« W 102.730 3. 4af5 123 5.760 4. 3af 5 3.940 410 Heildarvinningsupphæð: 7.118.400 £gg££Saa&&SEHfiKr BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR maður er nokkuð bjartsýnn. Ef þetta gengur eftir, þá á ég að fá að gera eitthvað í júlí og mig langar því að vera með á landsmótinu, ef maður getur eitthvað æft. En það verður allt að ganga eftir til að það gerist," segir Þorsteinn. ■ Knattspyrnu- úrslit 1. deild kvenna Breiðablik-Valur.......1-1 Stjarnan-ÍA...........2-2 Haukar-ÍBA .............0-0 KR-ÍBV .................4-2 Staöan Breiðablik..3 2 1 0 16-2 7 Valur .......3 2 1 0 9-4 7 Stjarnan ....3 2 1 0 6-2 7 KR ..........3 2 0 1 12-3 6 ÍA ..........3 111 6-6 4 ÍBA .........3 0 1 2 2-9 1 Haukar ......3 0 1 2 0-10 1 ÍBV .........3 00 3 2-17 0 Næstu leikir 20. júní: ÍBA- Stjarnan, Valur-Haukar, ÍA- ÍBV, Breiöablik-KR. 2. deild karia KA-Stjarnan..............0-2 Fylkir og Stjarnan eru efst með 9 stig. 3. deild karla Fjölnir-Völsungur ........2-3 Selfoss-Haukar ...........5-0 Dalvík-Þróttur N.........2-1 Leiknir hefur 9 stig eftir þrjá leiki, Dalvík 8 eftir fjóra. 4. deild karla Víkingur Ó.-Víkverji .....0-3 Framherjar-Hamar..........6-0 Ökkli-Grótta .............0-1 ÍH-Bruni.................4-2 Þrymur-Magni.............1-4 Afturelding-GG............5-0 Neisti-Tindastóll ........0-3 KS-Hvöt..................5-0 Reynir S.-Smástund .......3-3 Léttir-Ármann............4-3 UMFL-KBS.................0-3 KVA-Einherji.............3-0 Neisti-Sindri.............2-4 Sigurmarki fagnab Sigurbur Jónsson (nr. 4) gerbi sigurmark Islands í 2-1 sigri á Ungverjum á sunnudag og á myndinni má sjá frá vinstri Bjarka,y Arnór, Eyjólf, Kristján, Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson fagna Sigurbi. í bábum mörkum íslands var þab Skagamaburinn Ólafur Tímamynd CS Adolfsson sem átti upphafib ab mörkum Islands. Næsti leikur Islands er gegn Sviss þann 16. ágúst á Laugardalsvelli. Fyrsti sigur íslands í undan- riöli Evrópukeppninnar er staöreynd eftir aö Ungverjar voru lagöir aö velli 2-1 á Laugardalsvelli á sunnudag. Þaö er ekki oft sem íslenska landsliöinu hefur tekist aö vinna leik eftir aö hafa lent marki undir en þaö geröist nú og íslenska liöiö er á sig- urbraut. Þrír leikir á árinu án þess aö tapa gefa vonir um bjartsýni í næstu leikj- um og er full ástæöa til þess miöaö viö hvernig ísland lék allavega seinni hálfleik- inn. Ungverjar náöu forystunni á 21. mínútu eftir að íslenska vörnin galopnaöist og Istvan Vincze skoraði í autt markið eftir að Birkir Kristinsson hafði varið skot frá Bela Illes. Fram að markinu höfðu Ung- verjar ráðið ferðinni en bökk- uöu eftir mark sitt og íslend- ingar náðu yfirráðum á miðj- unni. Strákarnir nýttu sér þessi yfirráð og léku vel upp að vítateig Ungverjanna en þá var eins og allt félli um sjálft sig og færin urðu aðeins að. hálffærum. íslendingar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og tvö mörk á 61. og 67. mínútu tryggöu þrjú stig. Ólafur Ad- olfsson átti upphafið að þeim báðum. Fyrst skallaði hann að marki eftir hornspyrnu Rún- ars Kristinssonar og Guðni Bergsson fylgdi vel á eftir og skallaði í mark. I seinna mark- inu skallaði Ólafur inn fyrir vörnina á Sigurð Jónsson sem skoraöi af öryggi. Ungverjar sóttu talsvert eftir þetta en Birkir sá við þeim. Framlínu- menn íslands fengu tækifæri til að bæta við mörkum en þreyta virtist há þeim og var það aðeins Bjarki Gunnlaugs- son sem var frískur eftir að hann kom inn á sem vara- maður. Ásgeir þjálfari hefði átt að skipta meira inn á og Sigurbergur þjálfar kvennalib Gróttu Handknattleiksdeild Gróttu hefur fastákveöiö aö félagiö tefli fram kvennaliöi í 1. deildarkeppninni í haust, en Grótta var ekki með liö á síöasta tímabili. Að sögn Árna Ein- arssonar, sem á sæti í meistara- flokksráöi kvenna, hefur Sigurberg- ur Sigsteinsson veriö ráðinn þjálfari liðsins. Hann hefur lítiö komið ná- lægt þjálfun meistaraflokks, en hef- ur náð góðum árangri með yngri flokkana. Árni sagði að þaö væri verið að ganga frá leikmannamál- um félagsins. „Þetta er á viðkvæmu stigi, en við erum að vinna aö því að styrkja flokkinn verulega," sagöi Árni. Hann sagði m.a. að Grótta ætti ennþá í viðræðum við lands- liðskonurnar Fanneyju Rúnarsdótt- ur og Laufeyju Sigvaldadóttur, sem gengu í Stjörnuna eftir að deildin hjá Gróttu var lögð niður. „Þetta skýrist allt í næstu viku," sagöi Árni. ■ Kvennahandbolti: Breytingar á deildinni Nokkur fjöldi kvennaliða í hand- boltanum hefur tilkynnt þátttöku fyrir næsta tímabil og ljóst að þau eru of mörg til að rúmast í einni deild. Árni Einarsson hjá Gróttu, sem er eitt þeirra liða sem hafa til- kynnt þátttöku á nýjan leik, segir að möguleikarnir í stöðunni séu tveir. „Annaö hvort að spila í deildinni eins og hún er núna eða að öll lið, sem skrá sig til keppni, spili einfalda umferð fyrir áramót í einskonar forkeppni og eftir þá hrinu verði skipt upp í tvær deild- ir. Þannig að 6-8 efstu liðin haldi áfram í 1. deild og restin í næstu deild. Þetta mun m.a. hafa þau áhrif, að úrslitakeppni kvenna mun hefjast eftir að karlarnir hafa lokið keppni," sagði Árni, en þetta þarf aö staöfesta á ársþingi KSÍ til að það taki gildi. ■ „Byggja laugina fyrir '97 eða sleppa því" „Það er lengi búið að vera að tala um það að það þyrfti keppnis- sundlaug sem væri viðunandi, þ.e. 50m yfirbyggða laug. Við erum að skoða þann möguleika að koma henni fyrir við Laugardalslaugina, því þá þyrfti ekki að byggja bún- ingsaðstöðu og böð," segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, um kröfu sundmanna um að það verði byggð innilaug fyrir Smáþjóðaleikana á íslandi 1997. En sér Ingibjörg Sólrún fyrir sér að sundlaugin veröi tilbúin fyrir '97? „Annað hvort byggja menn laug- ina fyrir 1997 eða sleppa því," sagði Ingibjörg. Hún lét þess getið, að ef laugin yrði byggð, þá þyrfti að draga saman annars staðar í íbróttamálum. ■ taka þreytta menn útaf. í heild lék ísland vel en get- ur leikiö mun betur. Þetta var enginn stórleikur og gott til þess aö vita aö ekki þarf stór- leik lengur til aö vinna. Helsti kostur Islands í leiknum var góö spilamennska og nánast enginn háloftaspyrna sást. Sumir leikmenn eiga þó erfitt meö aö koma boltanum frá sér og þaö er atriöi sem þarf aö kippa í liöinn. En þaö er ástæöa til bjartsýni. ■ Molar... ... Hrafnhildur Hannesdóttir, Fjölni, sigraði í kvennaflokki á stórmóti Þróttar í tennis. Hún vann líka stelpnaflokkinn og tví- libaleik kvenna ásamt Stefaníu Stefánsdóttur. ... Raj Kumar, Fjölni, sigraði jör- an Bergwall, Víkingi, í úrslitum í karlaflokki 2-6, 6-2 og 7-5. ... Stefán Pálsson, Víkingi, og Atli Þorbjörnsson, Þrótti, sigruðu í tvílibaleik karla. ... Giuseppe Signori er á leið frá Lazio til Parma fyrir 15,3 miljónir dollara. ... Bandaríkin unnu Nígeríu 3-2 á æfingamóti í knattspyrnu. Önnur lib í keppninni eru Mex- íkó og Kólumbía. Eyjólfur Sverrisson. „Getum unniö hvaba lið sem er" „Maður er alltaf ánægður meö sigur. Þaö var gaman að rétta að- eins úr kútnum núna. Við byrj- uðum illa í riölinum en við sýnd- um það að með góðri liðsheild og góðri baráttu getum við unnið hvaða lið sem er," sagði Eyjólfur Sverrisson við Tímann eftir leik- inn. „Viö vorum ekki alveg nógu ákveðnir í byrjun og fengum mörg hálftækifæri þar sem vant- aöi bara herslumuninn að skora. En þetta lagaðist og ég held að þessi leikur hafi verið góður og skemmtilegur fyrir áhorfendur. Við ætluðum okkur að vinna og uppskárum eftir því og við ætlum okkur að vinna næsta leik. Þessi sigurleikur gefur því góð fyrirheit og gefur mönnum trú á aö viö sé- um meö gott íslenskt landsliö," sagði Eyjólfur. ■ Birkir Kristinsson: „Heppnisstimpill á marki Ungverja" „Ég er ánægður með baráttuna í liðinu, sérstaklega í seinni hálf- leik. Viö fengum á okkur þetta mark sem var heppnisstimpill á. Hann er kominn kominn í gegn, ég ver með löppinni en boltinn fer beint til vinstri þar sem er laus maður. í sjálfu sér hefði boltinn getað farið allt annað en beint á þennan mann. En maður var svo- lítið smeykur að við myndum lenda í veseni ef viö næðum ekki að skora strax í byrjun seinni hálf- leiks því þá hefðu Ungverjarnir sjálfsagt bara legið á þess marki. Ásgeir sagði að við myndum skora mark og það skilaði sér, fyrirlið- inn skoraði sem er alveg ótrúlegt. Það virðist því allt vera hægt í þessu," sagöi Birkir Kristinsson við Tímann eftir leikinn. Hann bjarg- aði tvisvar frábærlega frá Ungverj- unum eftir aö ísland komst í 2-1. „Þaö er bara mitt aö reyna aö bjarga og mér tókst það þarna. Vörnin var traust og gott að hafa svona sterkan skallamann sem Ól- afur Adolfsson er. Þeir eiga ekki mögleika í hann. Við erum ekki búnir að tapa leik á árinu og það segir margt um okkar lið," sagði Birkir. ■ Eiður Smári varamabur Ronaldos Það gengur vel hjá Eiði Smára Guðjohnsen með hollenska liðinu PSV Einhoven en þar hefur hann verib að æfa með unglingaliði fé- lagsins. Nú eru blöð þar ytra aö birta fréttir af því aö þjálfari liðs- ins, Dick Advocaat, vilji hafa vara- mann fyrir hvern leikmann í byrj- unarliðinu. Fyrir hinn unga og frá- bæra brasilíska Ronaldo, sem hef- ur slegið í gegn með PSV, vill þjálfarinn að Eiður Smári verði varamaður hans. Hvað segir hinn 16 ára gamli Eiður Smári um þetta? „Maður hefur heyrt um þetta en ég hef ekki enn fengið staöfestingu á því hvort ég eigi að mæta með aðalliðinu eftir sumar- frí. Þjálfarinn er búinn aö segja það í blööum að hann vilji hafa hópinn þaö stóran að hann hafi skugga fyrir hvern leikmann. í einu blaðanna segir hann að ég eigi aö vera skuggi Ronaldos og allavega að ég sé í 22ja manna hópnum. Þetta er náttúrulega rosaleg viöurkenning og maður stendur í þessu til fá svona tæki- færi," segir Eiður Smári. Hann seg- ir að miðað vib sína frammistööu í vetur telji hann ágæta möguleika á að komast í hópinn. „Ég er bú- inn að aðlagast það fljótt og spila mjög vel og ég gæti því alveg trú- aö aö ég væri í það minnsta í þess- um 22ja manna hópi," segir Eíður Eibur Smári Gubjohnsen, héríbún- ingi PSV, segir ab mibab vib sína frammistöbu í vetur eigi hann ágœta möguleika á ab komast í hópinn næsta tímabil. Tímamynd ibp Smári sem hefur náö hollenskunni auðveldlega enda var hann í skóla í Belgíu í sjö ár þegar Arnór faöir hans var atvinnumaður þar. Eiöur Smári gerði samning vib PSV til ársins 1997 en þá verður hann að- eins 18 ára og ekki hægt að segja annað en að framtíðin blasi við honum. ■ Einkunnagjöf Tímans 1= mjöq lélegur 2= slakur 3= í meoallagi 4= qóbur 5= mjög góbur 6= frábær Frammistaða leikmanna Birkir Kristinsson 5 Bjargaði stigunum þremur undir lokin þegar hann varði í tvígang mjög vel og var auk þess mjög traustur. Átti ekki sök á marki Ungverja. Ólafur Adolfsson 5 Aðeins aö leika sinn fimmta landsleik en lék eins og sá með reynsluna. Tapaði ekki einu skallaeinvígi og var kóngur í há- loftunum en þarf aö laga send- ingarnar frá sér. Átti þátt í báð- um mörkum íslands. Kristján Jónsson 3 Virtist óöruggur í byrjun og stað- setning hans þegar Ungverjar skoruðu var ámælisverð. Vann á eftir því sem leið á leikinn. Rúnar Kristinsson 5 Mjög ógnandi í bakvarðarstöð- unni og sívinnandi. Margar skyndisóknirnar hófust með sendingum hans. Guðni Bergsson 5 Nær engin mistök í vörninni og var marksækinn. Fyrsta mark hans í 62 landsleikjum gefur honum mjög góðan leik. Siguröur Jónsson 4 Sterkur á miðjunni, gerir marga góða hluti en virðist svolítið lat- ur. Yfirferðin gæti því verið meiri. Markið gott. Arnar Grétarsson 4 Vann vel úr sínu hlutverki en varla nógu vel til aö halda sæti sínu í liöinu. Fékk tvö hálffæri í fyrri hálfleik. Ólafur Þórðarson 2 Vantaði ekki skapið í strákinn og fengu Ungverjar að finna fyrir honum. Átti erfitt með skila boltanum frá sér og var skipt út- af. Arnar Gunnlaugsson 2 Slappur í þessum leik. Virtist aldrei geta klárað það sem hann var að byrja á. Fékk dauðafæri undir lokin en klúðraði því. Arnór Guðjohnsen 4 Bar mikið á honum í fyrri hálf- leik og átti margar sendingar sem gáfu þá færi. Hvarf eiginlega í þeim seinni og hefði mátt fá hvíld. Eyjólfur Sverrisson 4 Leikur sjálfsagt í erfiöustu stöðu á vellinum en náði að vinna úr þeim verkefnum sem hann fékk. Bjarki Gunnlaugsson 4 Kom inn sem varamaður á 76. mínútu og gerði vörn Ungverja stundum að engu. Átti frábæra stungusendingu á Arnar bróður sinn undir lokin. Staban í 3. ribli Tyrkland.........5 3 11 12-6 10 Sviss............5 3 1 1 10-7 10 Svíþjóð........ 6 2 1 3 7-8 7 Ungverja.........5 1 2 2 6-8 5 ísland ..........5 113 3-9 4 Næstu leikir: Ísland-Sviss 18. ág- úst, Svíþjóð-Sviss og Tyrkland- Ungverjaland ó.sept. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.