Tíminn - 13.06.1995, Page 13

Tíminn - 13.06.1995, Page 13
Þribjudagur 13. júnf 1995 13 BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR KYNNING Á SKIPULAGSSAMKEPPNI í GRAFARHOLTI Hafin er undirbúningur að samkeppni um skipulag í Grafarholti sem efnt verður til í haust. Áætlað er að samkeppnin standi yfir frá miðjum ágúst fram í miðjan desember. Svæðið sem um ræðir, er rúmlega 100 ha. á Grafarholti og teygir sig í átt að Reynisvatni. Gert er ráð fyrir að keppt verði um hugmynd að heildar- skipulagi svæðisins og að tillöguhöfundar efstu sæta fái reiti til nánari úrvinnslu. Dómnefnd mun ganga frá forsögn í ágúst. Útlit er fyrir íbúðabyggð eins til tveggja skólahverfa með hefðbundinni hverfisþjónustu. Umferðartenging við Vesturlandsveg verður við gatnamót Víkurvegar. Samkeppnin verður auglýst nánar síðar. Viðbúnaður vegna náttúruhamfara Miðvikudaginn 14. júní nk. kl. 17:00 verður haldinn fund- ur í stjórn veitustofnana Reykjavíkurborgar á jarðhæðferi- unnar á Öskjuhlíð. Fundarefni: Kynning á viðbúnaði Hitaveitu, Rafmagns- veitu og Vatnsveitu Reykjavíkur vegna náttúruhamfara. Fulltrúar frá veitufyrirtækjunum og borgarverkfræðingi kynna. Fundurinn er opinn almenningi. Stjórn veitustofnana Reykjavíkurborgar. /-----------------------------------------s Húsnæði fyrir námsmenn við Háskóla íslands Umsóknir um vist á stúdentagörðum fyrir skólaárið '95- '96 þurfa að hafa borist húsnæðisdeild Félagsstofnunar stúdenta fyrir 20. júní 1995. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem liggja frammi hjá húsnæðisdeild FS. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 561 -5959 á milli kl. 8.00 og 16.00 virka daga. Félagsstofnun stúdenta Stúdentaheimilinu v/Hringbraut, 101 Reykjavík V________________________________________________/ A EFTIR BOLTA KEMUR BARN "BORGIN OKJCAR OG BÖRNIN í UMFERÐINNI' JC VIK Albert prins í góðum félagsskap Albert prins af Mónakó var í ágætum félagsskap á dögunum, skömmu eftir Cannes-kvik- myndahátíöina, en þá snæddi hann kvöldverð með ofurmód- elunum Naomi Campbell og Lindu Evangelista. Vel fór á með prinsinum og sýningarstúlkunum, en allt á siöprúðum nótum, eins og búast má við þegar slíkt fólk á í hlut. Eitt vakti þó athygli. Fyrirsæt- urnar rétt kröppuðu í matinn eins og spörfuglar, og létu hita- einingarík vín alfariö eiga sig. E.t.v. er það verðið sem þær gjalda fyrir frægð sína og vel- gengni, en næringarfræðingar hafa lýst yfir efasemdum um hvernig sumar þeirra fari að því að halda lífi. ■ Ein síb- asta stór stjarnan fallin Þegar minnst var á Fred Astaire, var Cin- ger Rogers oft nefnd i sömu andrá — og öfugt. Á efri mynd- inni sést Ginger á efri árum, oð árita sjálfs- œvisögu sína. Ginger Rogers, sem við öll dáðum hér á árum áður sem dansfélaga Freds Astaire, er látin. Hún hafði fyrir 2 árum gefið út æviminning- ar sínar. Þar segir Ginger frá fyrstu árum sínum í dansinum, 5 hjóna- böndum og 73 kvikmyndum. Amerískur fótboltamaður sagði: „Ginger sparkaði stórkostlegast af öllum. Hún gerði allt sem Fred Astaire gerði — og- hún gerði það meira að segja á háum hælum!" „Líf mitt hefur verið sem ein unaðsleg ferð," segir hún í bók- inni sinni. Og við, sem máttum ekki missa af myndunum þeirra Freds, erum sammála öllum fjölda aðdáenda hennar: Ginger Rogers var stórkostleg! Ginger var orðin 83 ára er hún lést. ■ í SPEGLI TÍMANS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.