Tíminn - 27.06.1995, Side 2

Tíminn - 27.06.1995, Side 2
2 Wmivm Þri&judagur 27. júní 1995 Tíminn spyr... Hefur launastefna ASÍ brugb- ist? Hrafnkell A. Jónsson, formaöur verkalýösfclagsins Árvakurs á Eski- firöi: Nei. Ég tel ab launastefna ASÍ hafi ekki brugðist. Árangur kjarabaráttu mibast við abstæður á hverjum tíma og t.a.m. hafa starfsmenn álversins í Straumsvík lykilaöstöðu til að knýja fram launahækkanir. Menn geta svo deilt um hvab langt skuli ganga í að beita slíkri aöstöðu. Ég er ánægður fyrir hönd starfsmannanna í Straumsvík, en kannski hafa þeir teflt á tæpasta vað hvað varöar aðra hags- munaþætti. Launasamningar þeirra nýverið eru ávinningur allra launa- manna, því þótt þeir séu núna með bundna samninga mun iaunahækk- unin í álverinu vafalaust verða við- miðun í næstu samningum. Þannig get ég ekki séð að launastefna ASÍ hafi brugði$t, en aðilar sambandsins eru ekki í góðri aðstöðu til að knýja fram miklar launabreytingar. Ögmundur Jónasson, formabur BSRIJ og alþingismabur: Þab, sem hefur brugðist á allra síð- ustu árum, er að menn hafa reynt ab standa að heildarkjarasamningum, jafnvel reynt að kenna þá viö þjóðar- sátt án þess að nógu breið samstaöa væri að baki. Staöreyndin er sú ab láglaunafólkið hefur fengið lág- markshækkanir, en aðrir meira. Ég er hlynntur heildarkjarasamningum til að stuðla að kjarajöfnuði, en ef heild- in kemur ekki samstíga að slíkum samningum er hætt vib ab góður ásetningur um jöfnuð snúist upp í andhverfu sína. Það hefur því miður gerst á síöustu árum. Benedikt Davíbsson, forseti ASÍ: Nei. Þegar verkalýðsfélögin ákváðu aö semja á þessum grundvelli í vetur, voru þeirra viðhorf þekkt og einnig aö ef brygði frá á öðrum vettvangi á tímabilinu yrði að endurskoöa málib. Þannig stendur málið í dag og næsta endurskoðun er í nóvember. Þannig held ég að ekkert hafi gerst í þessu máli sem menn hafi ekki gert ráð fyr- ir ab gæti gerst. Göngufólk hreppti hríöarveöur á Fimmvöröuhálsi: Komust við illan leik í Þórsmörk Ferbalangar á leib yfir Fimm- vörbuháls til Þórsmerkur lentu í talsverbum hrakningum á leib- inni abfaranótt laugardagsins. Tveir hópar voru á ferbinni þetta kvöld og nótt, mebal annars 30 manna lið frá endurhæfingar- deild Landspítalans í Hátúni, sem ferbabist meb Útivist, og hópur á vegum Ferbafélags íslands. Fólkib frá Útivist lagbi upp kl. 20 á laug- ardagskvöld og hreppti aftaka- vebur, glórulausa blotahríb. Hóp- ur FÍ fór abeins seinna af stab. Gangan yfir tók 12 tíma og tók alla Jónsmessunóttina, enda höfb vibdvöl í bábum sæluhúsunum á hálsinum, sem er í 1120 metra hæb yfir sjávarmáli. „Veðrið var brjálað á leiðinni frá neðri skálanum, Fúa, eins og hann er kallaönr, og alveg yfir í Þórsmörk. Tímaáætlanir stóðust ekkert og nánast allt fór úrskeiðis hjá okkur sem fórum með Útivist, nema farar- stjórinn sem var frábær," sagði einn göngugarpurinn, Ingimar Guð- mundsson, í samtali við Tímann í gær. Fararstjórinn var Hermann Valsson og fór hann með báða hóp- ana yfir, en hinn fararstjórinn vildi snúa til baka til Skóga. Ingimar sagði aö hópurinn hefði yfirleitt verið vel klæddur, en það sama hefði ekki átt við ýmsa í hópi Ferðafélagsins, sem varð samferða Útivistarhópnum á göngunni í of- viðrinu, sumir bara í þunnum jogg- inpöllum, haugblautir og kaldir. I Þórsmörk kom göngufólkið yfir sig uppgefið og rennblautt inn að skinni. Þar tók ekki betra við. Lofað haföi verið að geyma föggur göngu- fólksins innanhúss. Það reyndist liggja í kös úti á flöt rennandi blautt og óhrjálegt. Fyrir þá sem kusu ekki að fara yfir Fimmvörðuháls en bíða í Mörkinni reyndust tjaldstæöi langt í burtu, hálftíma gang í það minnsta. Lofað hafði verið tjald- stæði í nágrenni við skálann í Bás- um. Það fyrsta sem ferðalangarnir geröu við komuna til Þórsmerkur var að verða sér úti um rútu til Reykjavíkur. Um annað var ekki að ræða eftir volkið. Varð Merkurtúr- inn því endasleppur, en Jónsmessu- nóttin án efa eftirminnileg öllum. Árbœjarsafn meö sýninguna „Mix 5" á Ingólfstorgisem síöan fer í 3ja sumra Noröurlandaferö: Veröld unga fólksins í gámum á Ingólfstorgi Mix 5 er nafn á allsérstæðri far- andsýningu, sem Árbæjarsafn stendur fyrir á Ingólfstorgi um þessar mundir. Hún er hönnub inn í tvo gáma, sem feröast milli Norðurlandanna í þrjú sumur. Vibfangsefnib er „veröld unga fólksins" og hvernig er ab lifa og hrærast í norrænni borg. Sýningin er samstarfsverkefni borgarminja- safna á Norburlöndunum fimm og á ab gefa mynd af því sem æsku- fólk er ab fást vib, bæbi í einkalífi og opinberlega, í Helsinki, Kaup- mannahöfn, Ósló, Reykjavík og Stokkhólmi, segir í tilkynningu frá Árbæjarsafni. í öllum borgunum hafa 15-22ja ára ungmenni tekib þátt í undirbún- ingi sýningarinnar. Allar eiga þær það m.a. sameiginlegt að liggja að sjó, að þar er kalt á veturna og að íbúar þeirra bíða vorsins meö óþreyju. Og í öllum borgunum eru margir staðir þar sem ungmenni hafa safnast saman í gegnum árin. í Reykjavík var „Halló" einn þessara staða. Þar stendur nú Ingólfstorg þar sem sýningunni hefur verið valinn staður til 23. júlí n.k., en þá heldur hún til Óslóar. í öbmm sýningar- gámnum er innrétting með 24 skáp- um og skúffum, sem eiga að tákna klukkustundir í einum ímynduðum sólarhring. í hinum gámnum eru gatan og sjoppan. ■ Tilitsemi við sjávarutvegs- ráðherra réði stuðnmgi iiKúAuhnndalae' ETNAR Oddur Kristjina»on, þing- maður Sjálf«t*ðUf»okkan» iVert- fíörAum saedi við aðra umrœðu um I ndtveitatjíniufrumvwpiaíAl^*1 1 mericvöMi. aí Þ*8 ’,æn •* uiltoemi v^^ivinítvegvráðherra að ton I hefði ákveðið að styðja álit Einar Oddur aagöt að þritt ^tr að flestir nefndarmenn heföu hatt fyrir þvl góð rök að það ettt að atefna að róöradagakerfi 1. hefði ^jávarút'-' þingmaður Alþýðubandalagsins og \ formaður sjávarútveesTv*^^"' OSXOP £R MMPMPP /VÓ GÓÐOP V/£) lui/p / Sagt var... Of mlkil snyrtivörunotkun Um 90% húbvandamála sem ég hef séb hjá konum stafa af of mikilli snyrti- vörunotkun." Snyrtifræbingurinn Janet Fielderman í Mogga. Biskup haldi uppi aga „Það er afar eðlilegur hlutur, og í raun skylda biskups, ab halda uppi aga meðal prestastéttarinnar, því slíkt er hans hlutverk og hefur verið allar götur frá tímum frumkristninnar." Sigurbur Líndal lagaprófessor í HP. Einstæbar abstæbur RÚV „RÚV býr vib einstæðar abstæöur á markabinum. Þab fær ab keppa undir fána markabshyggjunnar en tekur pen- ingana inn meb skattheimtu." Úr leiöara HP. Bara tveir sem „moonubu" „Þab voru bara tveir úr hópnum sem gerðu þetta en löggan fullyrti ab þaö hefbu fimm „moonab" og þeir skrif- uðu nibur fimm nöfn." Frásögn pilta í DV sem gruna&ir eru um a& hafa „moona&" fyrir framan háttsetta kínverska sendinefnd. Manninum ekki hent burt „Ráðningin er til eins árs og hvað ger- ist þá? Þá þarf ab fastrába í stöbuna og þab segir. sig sjálft ab rábherra er búinn ab taka ákvörbun fyrir okkur. Ekki för- um vib ab henda þessum manni burt þegar búib er ab rába hann á annað borð." Arni Þór Sigur&sson, varaforma&ur skóla- málará&s, úm rábningu Gubmundar Sig- hvatssonar í stö&u skólastjóra Austurbaej- arskóla. önnur vitlaus, en hin ekki „Önnur er heimsk pía sem hefur til- hneigingu til ab drekka sig fulla og bora í nefib. Hin er klók og vill öllu rába." Björk um sjálfa sig íWild Magazine. Gób ríma „Uppistandib á Raufarhöfn, meb til- heyrandi rifrildi oddvitans, sveitarstjór- ans og formanns jeppaklúbbsins ann- ars vegar og landeigendanna hins veg- ar, er au&vitab alveg ótrúlega íslenskt fyrirbæri og vekur upp svipabar þjób- erniskenndir í brjósti manns og að heyra góba rímu kveöna." B.G. í Tímanum. í heita pottinum... í hinum heita Hafnarfirbi hafa funda- höld staðið meb litlum hléum frá því ab bæjarfulltrúar tíndust heim frá vina- bæjamóti. Með komu Ingvars Viktors- sonar, oddvita krata, til landsins á fimmtudag breyttist tónn krata ab sagt er í garb Magnúsar Gunnarssonar, hins eina og sanna fulltrúa íhaldsins. Ingvar mun ófús til ab vinna meb Magnúsi, enda átti hann sinn þátt í ab kæra kratana fyrir meint lögbrot fyrir stuttu síban, enda þótt Magnús Jón bæjarstjóri hafi verib öllu meiri frum- kvö&ull ab kærumálunum. Kratar íhuga því Jóa Begg og Ellert Borgar sem framtíöar samstarfsmenn... • Sportveibiblabib sendir áfengisvörnum þjóbarinnar enn langt nef. í síbasta eintaki blabsins er ab finna opnu um Gordons gin. Fyrri sí&an er söguleg skýring á uppruna þessa áfengis — en síban á móti er auglýsing á ensku um „ginib sem hressir heiminn." Þeir fé- lagar, Gunnar Bender og Snæbjörn Kristjánsson, eru greinilega ákvebnirí ab láta lög og reglur sem vind um eyru þjóta... - • Mikib er rætt um Austurbæjarskólamál- ib í heita pottinum þessa dagana og þá ekki síst þann vandræ&agang sem kominn er upp í R-listanum. Sigrún Ágústsdóttir, sem ekki fékk stöbuna, nýtur mikils stubnings Kvennalistans og Árna Þórs Sigur&ssonar sem er fé- lagi Sigrúnar úr Kennarasambandinu. í foreldrafélaginu hins vegar eru líka miklir stubningsmenn R-listans, eins og Einar Valur Ingimundarson, en þeir vildu fá Gubmund Sighvatsson í stöb- una til ab halda fribinn. Þab mun hafa rábib úrslitum hjá rábherra ab hópur kennara úr skólanum fór á hans fund á fimmtudaginn og lag&i ab honum ab rába Gubmund, ella myndi bresta flótti í reyndasta kennarali&ib.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.