Tíminn - 27.06.1995, Qupperneq 10

Tíminn - 27.06.1995, Qupperneq 10
10 Þri&judagur 27. júní 1995 Skólaslit Stýrimanna- skólans í Reykjavík Stýrimannaskólanum í Reykjavík , varslitib 2. júní sl. í 104. skipti frá stofnun skólans árib 1891.1 skól- anum voru þegar flest var 72 nemendur í hefbbundnu námi fyrir skipstjómarpróf 1., 2. og 3. stigs. Auk hefbbundins dagskóla voru á skólaárinu haldin fjölmörg nám- skeib fyrir starfandi skipstjórnar- menn og almenning. Verkfall kennara, sem stób í sex vikur, setti svip á skólastarfib eins og í öllum skólum landsins, en nemendur skiluöu sér þó mjög vel eftir verkfallib. Meb því ab kenna alla laugardaga og í heföbundnu páskafríi var á vorönn kennt í 62 daga í stab 67 sem ábur var áætlaö. Nemendur fóru á heföbundin nám- skeib í Slysavarnarskóla sjómanna og Slysadeild Borgarspítalands. Þekktur togaraskipstjóri, Guö- mundur Jónsson skipstjóri á Ven- usi, kenndi á fiskveiöisamlíki (hermi) skólans og hélt fyrilestra um veibarfæri og veiöarfæragerö. Yfir páskana og bænadagana fóru nemendur 3. stigs í siglingu með Bakkafossi til Færeyja. I skólaslita- ræbu færbi skólameistari Eimskipa- félagi íslands sérstakar þakkir fyrir að liðka ávallt til meb þessar lær- dómsríku ferðir sem eru naubsyn- legur þáttur í skólastarfinu. Á skólaárinu luku 30 skipstjórn- arprófi 1. stigs,.skipstjórnarprófi 2. stigs luku 24 og skipstjómarprófi 3. stigs luku 6. Samtals luku því 60 nemendur skipstjórnarprófum 1., 2. og 3. stigs. Námskeið fyrir 30 rúmlesta rétt- indanám, sem eru öllum opin, voru haldin bæði sem kvöldnámskeið og heilsdagsnámskeið og luku 48 manns því námi. Samtals luku því 108 nemendur skipstjórnarprófum tii réttinda á skólaárinu. Ennfremur voru haldin 17 átta daga námskeiö í fjarskiptum, nýja öryggis- og neyðarfjarskiptakerfinu GMDSS (Global Maritime Distress and Safety System), og luku þeim 146 manns. í meðferö á hættulegum vam- ingi, IMDG (Intemational Marit- ime Dangerous Goods Code), voru haldin tvö þriggja daga námskeib og luku þeim 15. Námskeiði í notkun tölvuratsjár, ARPA, luku 17 manns. Frá Eimskipafélaginu hafa t.d. 40 skipstjórnarmenn lokið GMDSS- námskeiðum og frá Landhelgis- gæslunni 18. Ef nemendur skólans eru ekki taldir með luku um 165 manns sér- stökum námskeiðum á skólaárinu. Með föstum nemendum skólans hafa því yfir 237 manns komið til náms í Stýrimannaskólann á liðnu skólaári. Hæstu einkunnir á skipstjómar- prófum hlutu: Á skipstjórnarprófi 1. stigs: Bjarni Friðrik Bjamason, Höfn, Hornafirbi, 8,95. Jón Gunnar Björgvinsson, Reykjavík, 8,89. I’ór Rúnar Öyahals, Reykjavík, 8,65. Á skiþstjórnarprófi 2. stigs: Aðalsteinn Bjarnason, Flateyri, 9,03. Jón Atli Gunnarsson, Vest- mannaeyjum, 8,88. Bjarki Sæþór Aðalsteinsson, Grundarfirði, 8,41. Á skipstjómarprófi 3. stigs: Þorsteinn Örn Andrésson, Reykjavík, 8,73. Sigurður Ólafsson, Höfn, Horna- firði, 8,32. Við skólaslitin voru veitt mörg og glæsileg verðlaun. Þorsteinn Örn Andrésson fékk áletrað armbandsúr úr Verðlaunasjóði Guðmundar B. Kristjánssonar, kennara vib Stýri- mannaskólann í 40 ár, fyrir saman- lagba hæstu einkunn í siglingafræði á öllum stigum skipstjórnamáms í Stýrimannaskólanum. Þorsteinn Örn fékk einnig bikar Eimskipafé- lags íslands, Farmannabikarinn, sem eru farandverðlaun fyrir hæstu Útskriftarnemar 1995. einkunn á skipstjórnarprófi 3. stigs. Öldubikarinn fyrir hæstu ein- kunn á skipstjórnarprófi 2. stigs, sem gefur full réttindi fiskimanna, fékk Aðalsteinn Bjarnason, en hann fékk einnig glæsileg verðlaun frá LÍÚ, sjóúr og loftvog með kveðju frá LÍÚ og Kristjáni Ragnarssyni framkvæmdastjóra. Sendiherra Dana á íslandi, Klaus Otto Koppel, afhenti persónulega verölaun þeim nemanda á hverju stigi, sem var með besta frammistöðu í dönsku. Sendiherrann flutti skólanum kveðju sína og danska mennta- málaráðuneytisins og var gerður góður rómur að máli hans. Fiskifélag íslands verðlaunabi nú í fyrsta skipti nemendur á 1. stigi sem höfðu sýnt sérstaklega góban árangur í greininni stöðugleiki skipa og sjómennska. Fengu eftir- taldir fimm nemendur Sjómannaal- manakib 1995 í verðlaun: Einar Valur Einarsson, Ólafur Ægisson, Bjarni Friðrik Bragason, Þór Rúnar Öyahals og Erlendur Hákonarson. I upphafi skólaslitaræðu sinnar minntist Guðjón Ármann Eyjólfs- son skólameistari sérstaklega drukknaðra sjómanna og allra þeirra mörgu íslensku sjómanna sem fórust í heimsstyrjöldinni frá 1939-1945 og taldi að of lítiö hefði verið gert til þess að minnast sér- staklega þeirra sjómanna sem fórust í síðari heimsstyrjöldinni, en fórnir sjómannastéttarinnar komu íslend- ingum á blað í hópi lýðræðisþjóða sem börðust gegn einræöisöflúm í styrjöldinni. Um Sjómannaskóla- húsið sagði hann: „Þetta hús sem við erum nú í má fullyrða að sé í raun og veru hið eina stríðsminnis- merki íslendinga, reist af miklum samhug almennings og yfirvalda, vígt með viðhöfn af forseta lands- ins og ríkisstjórn, Alþingi og bisk- upi. Vel færi á því að sjómannasam- tökin og allir Islendingar tækju sig nú saman og hér yrði á góbum stað komið fyrir minningartöflu yfir alla þá sjómenn íslenska sem féllu og fórust í heimsstyrjöldinni, en þann- ig minningarskildir eru víba erlend- is, t.d. vib Löngulínu í Kaupmanna- höfn." Árið 1995 er sérstakt merkis- ár í sögu Stýrimannaskólans, Sjó- mannaskólahússins og sjómannastéttarinnar. Á þessu ári eru 50 ár síðan síöasti árgangurinn úrskrifaðist frá gamla Stýrimannaskólanum við Öldu- Þriöjudagstónleikar í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar Á tónleikum sem haldnir verba í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næstkomandi þriöjudagskvöld veröa flutt verk eftir þrjú dönsk tón- skáld, Friedrich Kuhlau, J.F. Frolich og A.P.Berggren, og einnig eftir César Cui. Flytjendur eru Sigrun Vibe Skovmand píanöleikari, Nanna Kagan flautuleikari og Hlíf Sigurjónsdóttir fiöluleik- ari. Tónleikarnir eru í tengslum viö sýningu á klippimynd- um eftir Gun- hild Skoym- and í safninu, en þær Sigrun Vibe Skovm- and, sem á sínum tíma var nemandi Haralds Sig- urðssonar píanóleikara viö Tónlistarháskólann í Kaup- mannahöfn, eru systur. ■ 50 ára prófsveinar ásamt Gubjóni Ármanni Eyjóifssyni, 2. f.v., og jónasi Sigurbssyni, fyrrv. skólastjóra, 3. f.v. ótrúlegt sinnuleysi og fálæti, heldur einnig þeir sem ættu alltaf ab standa næst Sjómannaskólanum og sjómannamenntun í landinu. Borg- aryfirvöld hafa einnig sýnt þessum málum takmarkaðan áhuga og er svo almennt um stofnanir ríkisirts í höfuðborg landsins að þær verða alltaf að berjast fyrir hverri krónu frá ríkisvaldinu, þrátt fyrir fjölda þingmanna, sem ættu að geta talað máli þeirra. Afmælisárgangar fjölmenntu við skólaslitin og færöu skólanum kveðjur og gjafir. Fyrir 50 ára út- skriftarnema, sem var síðasti ár- gangurinn sem útskrifaðist úr gamla Stýrimannaskólanum, talaði Ólafur Björnsson úr Keflavík. Fyrir 45 ára prófsveina talaði Björn Bjarnason skipstjóri og færbu þeir félagar skólanum peningagjöf. Magni Sigurhansson, kaupmaður og fyrrverandi skipstjóri, talabi fyrir 30 ára farmenn og gáfu þeir skólan- um forkunnarfagran skólafána ásamt 30 borðfánum. Fyrir 30 ára fiskimenn talaði Gylfi Hallgrímsson og færðu þeir skólanum peninga- g)öf. Skólameistari þakkabi góbar gjaf- ir og hlýhug. Hann kvaddi síban sérstaklega burtskráða nemendur og minnti á þá ábyrgð sem þeir tækjust á hendur meb skipstjórnar- störfum, bæði á skipi og áhöfn. „Ábyrgð, þroski og manngildi eru órjúfanlega tengd hvert öðru. Námsgáfur koma fyrir lítið ef menn rækja ekki starf sitt, hvert sem það er, af ábyrgð og festu. Þab er aöals- merki góbra skipstjórnarmanna. Megi ykkur farnast vel í öllum ykk- ar störfum." „Fylgi ykkur Guð og gæfan og minnist þess sem spakur maður, eitt mesta skáld Frakka, Jules Romain, sagði eitt sinn: Það er ekkert fegurra en heiðarlegur og góður maður." Síðan sleit hann Stýrimannaskól- anum í 104. skipti. ■ götu, sem svo er nefndur. í haust, hinn 13. október, er því hálf öld síðan Sjómannaskólinn var vígður. Stjórnendur Sjómannaskólahúss- ins, skólastjórar Stýrimannaskólans og Vélskóla íslands, höfðu gert sér vonir um að um leiö og þessa merka atburðar veröur minnst yrði unnt að fagna því ab lokið hefði verið við lóð Sjómannaskólans. Því verður þó ekki að heilsa. Sjómannaskólinn þarfnast einnig stórviðgerða. Skólameistari Stýrimannaskólans sagði að það væru ekki aðeins stjórnvöld sem hefðu sýnt þessu Hlíf Sigurjóns- dóttir fibiuieikari. Sigrun Vibe Skovmand og Nanna Kagan. Leiðrétting í minningargrein um Kristínu Skúladóttur í blaðinu á laugardag- inn misritaðist nafn höfundarins. Hún heitir Jónída Stefánsdóttir, en í blaðinu stóð Jónína Stefánsdóttir. Hún er beðin velvirðingar á mistök- unum. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.