Tíminn - 12.07.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.07.1995, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. júlí 1995 @$SBÍtSH 7 Nýsjálendingar reikna meb aukinni kjötsölu á nœstu árum, sérstak- lega í hagvaxtarlöndum Asíu: Tvöfalt fleiri sláturhús, en 100-falt fleira búfé Ærnar eru flestar einlembdar og dilkar álíka þungir og íslenskir, með 14,8 kg meöalfallþunga. Meðalfallþungi ungneyta er um 240-250 kg. Framleiðsla Nýsjálendinga á nauta- og kindakjöti var rösklega 1 millj- ón tonn árið 1993 (um 80 sinn- um meiri en á íslandi), hvar af tæplega 920.000 tonn voru flutt úr landi (þ.a. um 70% í neytendapakkningum). Þessi kjötútflutningur ásamt mjólk- urafurðum skilar Nýsjálending- um um 42% heildarútflutn- ingsverðmæta þjóðarinnar. Þrátt fyrir hátt í hundrað sinnum stærri hjarðir sauð- fjár og nautgripa, viröast Ný- sjálendingar ekki þurfa nema tvisvar sinnum fleiri slátur- hús en íslendingar. Á Nýja- Sjálandi eru aöeins 29 fyrir- tæki í slátrun og vinnslu á kinda- og nautgripakjöti, sem reka samtals 64 sláturhús, þ.e. kringum tvöfalt fleiri sláturhús en á íslandi. Þessi hús annast slátrun fyrir ný- sjálenska bændur sem búa með hátt í 5 milljónir naut- gripa og rúmlega 50 milljónir sauöfjár, enda ráöa þeir nærri helmingi heimsmarkaöarins meö kindakjöt. Þetta er líka sú samkeppni sem íslenskir bændur og slátur- leyfishafar munu fyrst og fremst þurfa að glíma við á okk- ar heimamarkaði með kjöt og kjötvörur í framtíðinni, að mati Valdimars Einarssonar búfræði- kandídats, sem búsettur er á Nýja-Sjálandi. En framan- greindar upplýsingar eru frá honum komnar. Á' meðalbúi á Nýja-Sjálandi voru um 2.800 fjár og 180 nautgripir árið 1992, en aðeins tæplega 1,6 vinnueiningar. Sjónvarpspredikarinn Benny Hinn er vœntanlegur til íslands og mun halda þrjár samkomur í Laugardalshöll. Gunnar Þorsteinsson í Krossinum: „Maður undra og tákna" „Viö höfum ekkert í höndun- um sem er stabfest læknis- fræðilega um ab kraftaverk hafi gerst í Kaplakrika í fyrra. En auðvitaÖ er Benny Hinn meb á skrá hjá sér stabfest kraftaverk. En ef þetta raðast rétt saman í Laugardalshöll- inni, munum viö sjá þar kraftaverk gerast." Þetta sagði Gunnar Þorsteins- son, forstöðumaður safnaðarins Krossins, í samtali við Tímann í gær. í næstu viku er bandaríski sjónvarpspredikarinn Benny Hinn væntanlegur til landsins og mun hann halda þrjár sam- komur til í Laugardalshöll á þriðjudag og miðvikudag, en síðari daginn verða samkom- urnar tvær. Nokkrir íslenskir söfnuðir, sem standa utan Þjóð- kirkjunnar, taka þátt í þessu verkefni auk sjónvarpsstöðvar- innar Omega, sem er í einkaeigu Eiríks Sigurbjörnssonar. Gunnar er bjartsýnn á að samkomur þessar heppnist vel. Hann segir þó aö kynningu sé Nýskráningar bíla á fyrra helmingi ársins, síöustu tveim mánubum þó sérstak- lega, ásamt tölum um heim- komna landsmenn frá út- löndum, gætu bent til þess aö bjartsýni landsmanna hafi fariö vaxandi á ný aö undan- förnu. Nýskráningar bíla vom t.d. rúmlega 1.860 samtals í maí og júní, sem er 38% fjölgun miöað við sömu mánuði í fyrra og þriðjungs aukning frá sömu mánuðum fyrir tveim árum. Alls voru tæplega 4.100 bílar fluttir til landsins á fyrra helm- ingi þessa árs, sem er um fjórð- ungs fjölgun miðaö við sama tíma í fyrra, þegar 3.300 bílar Benny Hinn. ábótavant. Meira líf þurfi í kringum hana, og hann nefnir . aö stuðlasetning auglýsinga vegna samkomanna í fyrra, „Kraftaverk í Kaplakrika", hafi haft mikið að segja. Því ágæti sé reyndar ekki til að dreifa nú, þar sem samkomurnar verða einsog áður sagði í Laugardalshöll. Einnig segist Gunnar finna ákveönar efasemdir úti í þjóðfé- voru fluttir til landsins. Landsmenn hafa líka látið ferðadrauma sína rætast í mun meira mæli á fyrra helmingi þessa árs heldur en á fyrri miss- erum undanfarinna ára. Um 64.000 íslendingar snéru heim frá útlöndum á fyrstu sex mán- uðum þessa árs, sem er fjölgun um 6.200 manns (11%) miðað viö sama tíma í fyrra. Komur ís- lendinga til landsins hafa aldrei áður verið fleiri á fyrra árshelm- ingi. Utanferðir á fyrra árshelm- ingi hafa raunar aðeins einu sinni áður farið yfir 60 þúsund: árið 1992, þegar 60.500 lands- menn komu til landsins á fyrra misseri ársins, þ.e. 3.500 færri en í ár. ■ laginu gagnvart Benny Hinn, en sjálfur efast hann ekki. „Benny Hinn er maður undra og tákna. Reyndar er hann mið- ur góður söngvari og ekki mikill predikari. Það sem hann hefur hinsvegar er þessi smurning eða kraftaverkaþjónusta. Einhver innri kraftur eða smurning Guðs í lífi sínu," sagði Gunn^r Þorsteinsson. Starfsfólk tveggja bandarískra sjónvarpsstöðva er væntanlegt hingað til lands í tengslum við samkomur Bennys Hinn. Mun það taka þær upp og verður síð- an sent út á sjónvarpsrásum vestra. Segir Gunnar að til standi að gera sjónvarpsþætti um trúarlíf íslendinga. „Sjón- varpsmönnum þykir það mjög merkilegt að bandarískur sjón- varpspredikari sé að troöfylla stór íþróttahús, á meðan kirkjur landsins eru tómar. Það segir sína sögu," sagði Gunnar Þor- steinsson í Krossinum. ■ Sumarvertíb lobnuveiba stendur sem hœst. Skip- stjórinn á Gubmundi VE: „Veiðin er ágæt en gæðin misjöfn" „Veibin hér er ágæt, en lobnan er þó nokkuö mis- jöfn. Gæbi þeirrar loönu sem hér heldur sig eru ágæt en sú sem er út af Vestfjörb- um er kjaftfull af átu." Þetta sagöi Grímur Jón Grímsson, skipstjóri á Guð- mundi VE, í samtali vib Tím- ann í gær. Hann var þá stadd- ur með skip sitt um 60 mílur út af Langanesi, en þar hefur einnig nokkur fjöldi íslenskra loðnubáta haldið sig. Þab sem af er sumarvertíð hefur rösklega 44 þúsund tonnum af loðnu verið land- að í hin ýmsu vinnsluhús. Mest hefur borist til Siglufjarðar, Þórshafnar, á Norðfjörð og Eskifjörð, sam- kvæmt yfirliti frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Heildar- kvóti loðnu á yfirstandandi vertíð er 536 þúsund tonn. Eftirstöðvar kvóta eru um 492 þúsund tonn. ■ Bjartsýni landans aö aukast? Fjóröungs aukning bílainnflutnings og 11% fjölgun utanlandsferöa: Nýskráning bíla aukist 38% síö- ustu tvo mánuði Birgir Andrésson. Birgir Andrésson sýnir í Deiglunni Nú um helgina verba opnaöar á Listasumri á Akureyri tvær sýn- ingar á verkum myndlistar- mannsins Birgis Andréssonar, önnur í Glugganum (Vöruhúsi KEA) og hin í Deiglunni. Birgir Andrésson útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1977 og stundaði framhalds- nám í Hollandi 1978-79. Hann hef- ur síðan háldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Birgir er nú fulltrúi íslands á Tvíæringnum í Feneyjum, þar sem allir helstu myndlistarmenn heimsins leiða saman hesta sína. Verkið í Glugganum ber nafnið „Raunveruleg íslensk hamingja". Um það segir Birgir: „íslendingar eru hamingjusöm þjóð. Akureyr- ingar hljóta því að vera það líka. Mér skilst að hér á Akureyri hafi lif- að og lifi og starfi fólk með háleitar, menningarlegar og hamingjusamar hugsjónir. Verkið í Glugganum er örlítil tilraun til þess að sameina þessa þætti og framlengja." Sýning- in í Glugganum stendur frá 7.-13. júlí. í Deiglunni er „innísetning" sem Birgir nefnir Skúlptúr og er um lest- ur og skynjun. Hvernig þú lest eða skynjar ákveðna mynd eða hlut. Hvar birtist myndin. Hvernig er hún lesin? Og fleiri slíkar spurning- ar eru vibfangsefni Birgis á þeirri sýningu. í verkum sínum vísar Birgir til sögulegrar og menningarlegrar arf- leifðar þjóðarinnar og fæst á sama tíma við grundvallarspurningar nú- tímamyndlistar á persónulegan hátt. Sýningin í Deiglunni stendur frá 8. til 20. júlí og er opin virka daga kl. 11-18 og um helgar 14-18. ■ Hverageröi: Hátíð í blómabænum Mikið verður um að vera í Hvera- gerði um komandi helgi, en íbú- ar í blómabænum hafa nú tekið höndum saman og ætla að gera sér og öðrum glaðan dag. Fjöl- breytt dagskrá er í boði. Dagskráin í Hverageröi hefst á fimmtudaginn kl. 16 þegar Drottn- ingarholan í Hveragerði, sem er ein frægasta borhola landsins, verður látin gjósa meö tilheyrandi bólstr- um og þrumugný. Það verður raunar gert nokkmm sinnum yfir helgina. Um kvöldið verbur vík- ingabardagi sýndur í Eden. Á föstudag verður allan daginn fjölbreytt dagskrá í Tívolíhúsinu og margvíslegt þar í boði. í Grænu smiöjunni verður kynning á papp- írsgerð og um kvöldiö verður brandarakeppni í Húsinu á Slétt- unni. Þá verður dansleikur á Hótel Örk um kvöldið og svo veröur einnig á laugardagskvöld. í versl- unum um allan bæ verða góð til- boð þennan dag — og alla helgina raunar. Meðal áhugaverbra dagskrárat- riba á laugardag em fyrirlestrar í gmnnskóla bæjarins, sem fulltrúar frá Iðntæknistofnun annast. Þar verður fjallab um hveralíffræði og fariö um hverasvæðið í miðju bæj- arins, en þaö er alla jafna lokað al- menningi. Þá verður kl. 10 um morguninn lagt upp í gönguferð frá sundlauginni í Laugarskarði, en að því loknu veröur fyrirlestur um hollt mataræði og naubsyn þess fyrir fólk. í Grænu smiðjunni verbur á sunnudag kynning á því hvað fólk getur búið sér til úr gömlum dag- blaðapappír. Um kvöldið verður bjórhátíb á Hótel Örk, en um dag- inn verður tjaldmarkaður á Kvennaskólatúninu, sem er fyrir ofan Hveragerði. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.