Tíminn - 13.07.1995, Side 5
Fímmtudagur 13. júlí 1995
IMlW
5
Er vinabœjamótinu var slitib, tókust samkómugestir íhendur og sungu meb tilfinningu: Hin góbu kynni gleymast ei.
Tímamyndir: TÞ, Borgarnesi
Norrœnt vinabœjamót í Borgarfiröi:
Gestir frá öllum
Noröurlöndunum
Eftir matarveislu og ræbuhöld stigu norrœnir gestir og gestgjafar fjörugan
dans fram eftir nóttu.
Fjöldi norrænna gesta heim-
sótti Borgfirðinga á dögunum,
er þar var haldib norrænt vina-
bæjamót. Um 200 gestir frá Fær-
eyjum, Noregi, Svíþjób, Finn-
landi og Danmörku heimsóttu
Borgfirbinga og dvöldust í
heimahúsum yfir eina helgi.
Eitt og annað var gert gestun-
um til skemmtunar. Sveitar-
stjórnarmenn af Norburlöndum
komu tveimur dögum fyrr og
héldu fund með þeim borgfirsku,
þar sem rætt var um norrænt
samstarf. Meðal þess, sem gert var
á fundinum, var ab samþykkja yf-
irlýsingu þar sem m.a. var lýst yf-
ir nauðsyn þess ab styrkja nor-
rænt samstarf nú þegar sum
Norburlandanna ganga inn í Evr-
ópusambandið, en önnur standa
utan við. Síðan var farið með
sveitarstjórnarmennina í skoðun-
arferð um Stafholtstungur og
Norðurárdal.
Meginhópurinn kom síðan á
föstudeginum. Vinabæjamótið
var síðan sett á laugardagsmorg-
uninn með hátíð í Skallagríms-
garöi. Hluta af setningarathöfn-
inni varb að flytja inn í íþrótta-
miöstöðina, vegna veðurs. Skoð-
unarferð var farin um
Reykholtsdal og Hálsahrepp á
laugardeginum og á laugardags-
kvöldið var hátíðarsamkoma.
Matarveisla í boði Borgarbyggðar,
ræðuhöld og dans stiginn á eftir.
Norrænu gestirnir sóttu messu á
sunnudagsmorguninn og skoð-
ubu Hvanneyri um miðjan dag-
inn. Vinabæjamótinu var síöan
slitið seinnipartinn.
TÞ, Borgamesi
Mæbgurnar Anna Sigríbur Þorvaldsdóttir og Birna Þorsteinsdóttir léku saman
á selló og píanó fyrir Norburlandabúana.
Hópur dansara úr Borgarfirbi sýndi þjóbdansa á hátíbarsamkomunni.
1.000.000.000,00 kr. tap á ári
Að undanförnu hefur skýrsla
borgarendurskoðunar verið til
umfjöllunar í fjölmiölum.
Ég minnist þess ekki að jafn
opin umræða hafi verið um
fjárreiður Reykjavíkur og lýsi
ánægju meb enn eitt framtak
R-Iistans til bættra stjórnar-
hátta jafnframt því sem ég
þakka borgarendurskoðun fyrir
ágæta skýrslu.
Það sem hæst hefur borið í
umræðunni er útgáfustarfsemi
þjóðhátíðarnefndar „gamla
meirihlutans" og hefur óspart
verið gert grín að lítilli sölu sér-
stakrar þjóðhátíðarbókar, en
aðeins 3 eintök seldust upp í
milljónakostnað.
Þab er eins og fólk líti á þetta
grafalvarlega mál í gegnum
pólitísk gleraugu og reyni að
gera lítið úr einhverjum stjórn-
málamönnum frekar en fjalla
málefnalega um vandann.
Minna hefur borib á umræöu
um önnur atriði skýrslunnar.
Mér finnst sú staöreynd al-
varleg að 1 af hverjum 11 borg-
arbúum skuli hafa þurft fjár-
hagsaðstoð frá félagsmálastofn-
un.
Þar hef ég trú á að tvennt
komi til: Annars vegar bágt
efnahagsástand og hins vegar
sá nýi siður ab verða sér úti um
alla styrki sem kostur er á frá
hinu opinbera.
Öðru vísi hugsuðu fyrri kyn-
slóöir sem leituðu ekki aðstoðar
fyrr en fokið var í öll önnur
skjól. Nú eru öfgarnar komnar í
þveröfuga átt og mál að tekið
verði í taumana.
Alvarlegast fjárhagsmálanna
er þó hið gífuriega tap, sem raf-
magnsveitan ber vegna aðildar
sinnar að Landsvirkjun.
Frá
mínum
bæjar-
dyrum
LEÓ E. LÖVE
Að undanfarin 3 ár hafi jafn-
aðarlega meira en einn milljarð-
ur tapast á ári er ótrúleg tala.
Kannski er umræðan um
þetta tap svo lítil vegna þess að
menn átta sig ekki á hvað um
er að ræða þegar svona tölur
eru nefndar. Þetta er svona
álíka og þegar sagt er að 8 ljós-
mínútna vegalengd sé til sóiar-
innar. Við sem mibum allt við
metrakerfiö höfum ekki skiln-
ing á vegalengdum af þeirri
stærðargráðu.
En hvab eru 3 milljarðar á
mannamáli?
Með nokkurri einföldun má
segja að í Reykjavík séu 25 þús-
und 4 manna fjölskyldur. Ef
þessar fjölskyldur þurfa að deila
á sig tapinu, verba 3 milljarðar
hvorki meira né minna en tæp-
ar 1.000 krónur á fjölskyldu
hverja einustu viku.
Þótt fjölskyldurnar þurfi ekki
að greiða beint, má gera ráð fyr-
ir að minni þjónusta verði veitt
sem milljörðunum nemur. Til
dæmis verði færri barnaheimili
byggb, minna verði um vib-
hald gatna og annarra mann-
virkja eða til ab berjast gegn fé-
lagslegum vandamálum eins
og eiturlyfjaneyslu og ofbeldi.
Það er undarlegt að menn
skuli þegja þunnu hljóði yfir
slíkum óhemju fjármunum
sem þarna hafa tapast.
Hefbi Landsvirkjun verið
einkafyrirtæki væri örugglega
annað uppi á teningnum.
Þá væri leitað skýringa og
ugglaust fengju einhverjir að
taka pokann sinn.
Varð tapið ef til vill vegna
þess að stjórnmálamenn meb
draumóra ætlubu að selja raf-
orku úr Blönduvirkjun og emb-
ættismenn þeirra voru ekki
nógu ákveðnir til að afstýra
hinni vitlausu fjárfestingu?
Er það svo gamla spilita sam-
tryggingin sem veldur því að
þagað er þunnu hljóði?
Það er kannski mannlegt að
vilja þegja um mistök sín, en
stórmannlegt væri ef einhver
gengi nú fram fyrir skjöldu og
upplýsti um ástæbur þessa
hneykslanlega taps. ■