Tíminn - 13.07.1995, Page 7
Fimmtudagur 13. júlí 1995
RníllllSAlUlffiKttE
7
Allar tökur foru fram í Reykja-
vík, enda er höfubborgin sögu-
svið myndarinnar.
Fjöldi þekktra leikara kemur
fram í myndinni, og meðal
þeirra sem hafa með höndum
hlutverk ættingja og annarra
aðalpersóna eru Sigurður Sigur-
jónsson, Karl Ágúst Úlfsson, Eg-
ill Ólafsson, Randver Þorláks-
son, Kristbjörg Kjeld, Sigrún
Edda Björnsdóttir, Hanna Mar-
ía Karlsdóttir, Tinna Gunn-
laugsdóttir, Steinn Ármann
Magnússon, Laddi, Valdimar
Flygenring og Jón Sigurbjörns-
son.
Handritshöfundur og leik-
stjóri er Þráinn Bertelsson, en
Einkalíf er sjöunda bíómynd
hans. Margar af fyrri myndum
Þráins hafa verið meðal aðsókn-
armestu íslenskra kvikmynda.
Sú síðasta, Magnús, varð vin-
sælasta kvikmyndin á íslandi
árið 1989 og skaut þar bæði
James Bond og Indiana Jones
aftur fyrir sig. Nýlega naut
framhaldsþáttaröð Þráins fyrir
sjónvarp, Sigla himinfley, mik-
illar almenningshylli.
Einkalíf er framleidd af Nýju
lífi, íslensku kvikmyndasam-
steypunni og Zentropa Enterta-
inments í Danmörku með
styrkjum frá Kvikmyndasjóbi
íslands og Norræna kvik-
mynda- og sjónvarpssjóönum.
Framleiðendur eru Þráinn Bert-
elsson og Friðrik Þór Friðriks-
son. Hljóð annabist Þorbjörn
Erlingsson, hljóbhönnun Kjart-
an Kjartansson, búninga og
förðun Guðrún Þorvaröardótt-
ir, leikmynd Guðjón Sigmunds-
son og klippingu Steingrímur
Karlsson. Framkvæmdastjóri
var Vilhjálmur RagnaTSSon.
Tónlistin er samin af Margréti
Örnólfsdóttur, fyrrum Sykur-
mola, og er m.a. flutt af hljóm-
sveitinni Unun. Tónlistin kem-
ur út á geisladiski hjá Smekk-
leysu hf. ■
Einkalíf Þráins
Ást og afbrýðisemi, glæpir,
hjónaskilnabir, lambasteik,
eiturlyf, sólbekkir, kvik-
myndagerb, kynlíf og abrir
venjulegir þættir hversdags-
lífsins eru vibfangsefni Einka-
Iífs, nýrrar gamanmyndar
Þráins Bertelssonar, sem
frumsýnd verbur í Stjörnubíói
9. ágúst nk. samkvæmt frétta-
tilkynningu sem abstandend-
ur myndarinnar sendu frá sér
á dögunum.
Einkalíf segir frá tvítugum
pilti, Alexander, sem haldinn er
kvikmyndadellu og ákveðui í
félagi við kærustu sína og besta
vin að gera heimildarmynd
með myndbandstökuvél um
býsna skrautlegt fjölskyldulíf
sitt. Þrenningin er leikin af
Gottskálk Degi Sigurbarsyni
(Hvíti víkingurinn), Dóru
Takefusa (Veggfóbur) og Ólafi
Egilssyni (Ólafssyni).
Við framkvæmdina uppgötva
félagarnir hversu vandasamt
getur reynst að fanga raunveru-
leikann og jafnframt þab, ab
hversdagslíf sem á yfirborðinu
sýnist ofur venjulegt og jafnvel
leibinlegt er þegar betur er að
gáð hlaðið dramatískri spennu,
gamni og alvöru.
Að sögn Jóns Karls Helgason-
ar kvikmyndatökumanns,
gengur eftirvinnslan vel. Byrjað
var að hljóðblanda í upphafi
vikunnar og er þá einungis eftir
að búa til kópíu fyrir kvik-
myndahús. í heild hafi vinnan
gengið vel og menn haft þokka-
lega góban tíma til að vinna
myndina, en auðvitað sé nóg
ab gera og á endanum verði
tíminn yfirleitt naumur. Þab
skal engan undra, því myndin
var tekin upp á aðeins 24 dög-
um og sagði Jón Karl fáar ís-
lenskar myndir hafa verið tekn-
ar upp á svo skömmum tíma.
Sjöunda kvikmynd Þráins Bertelssonar senn frumsýnd:
Sumartónleikar á Norðurlandi í níunda sinn
Fyrstu tónleikarnir verba í Akureyrarkirkju á morgun.
Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara
Tímans á Akureyri:
Sumartónleikar á Norbur-
landi hefjast ab þessu sinni
14. júlí og standa til 6. ágúst.
Þetta er níunda sumarib sem
efnt er til slíkra sumartón-
leika, en þeim var fyrst
hrundib af stab sumarib 1987
fyrir tilstilli Bjöms Steinars
Sólbergssonar, organista á Ak-
ureyri, og Margrétar Bóas-
dóttur söngkonu, sem þá bjó
á Grenjabarstab í Subur-Þing-
eyjarsýslu.
I upphafi voru sumartónleik-
arnir bundnir við brjár kirkjur,
á Akureyri, Húsavík og Reykja-
hlíðarkirkju í Mývatnssveit, en
síðar hafa tónleikar verið fluttir
í fleiri kirkjum. Að þessu sinni
verður efnt til tónleika í Akur-
eyrarkirkju, Húsavíkurkirkju,
Reykjahlíðarkirkju við Mývatn,
Dalvíkurkirkju og Raufarhafn-
arkirkju og alls verður um 12
tónlistarviðburði að ræba.
Hugmyndin að baki sumar-
tónleikanna hefur frá upphafi
verib að skapa heimamönnum
á hverjum stað skilyrði til þess
að njóta vandaðrar tónlistar á
sumardögum auk þess að bjóða
ferðamönnum, er leið eiga um
norðlenskar slóðir, að njóta
tónlistarflutnings. Þá hefur
einnig skapast ákvebinn vett-
vangur fyrir flytjendur tónlistar
til ab koma störfum sínum á
framfæri á meðal landsbyggðar-
fólks og .ferðamanna. Fyrir-
mynd Sumartónleika á Norður-
landi er fengin frá Sumartón-
leikum í Skálholtskirkju, þótt
frá upphafi væri ljóst að tón-
leikahaldið á Norðurlandi yrði
ekki bundið einni kirkju eða
einum stað. Á þeim átta árum,
sem Sumartónleikar á Norður-
landi hafa verið haldnir, hefur
fjöldi listamanna komið fram
og einnig stutt uppbyggingu
þessa framtaks meb nafni sínu
og kunnáttu. Sumartónleikarn-
ir eiga sér orðið fastan áheyr-
endahóp og skipa ákveðinn sess
í hugum heimamanna auk þess
ab auka þá fjölbreytni sem
ferðafólki, er leib á um byggöir
Norðurlands, býðst að njóta.
Alls verbur efnt til 12 tónleika
á vegum Sumartónleika á Norb-
urlandi á þessu sumri. Fjórir
tónleikar verða í Akureyrar-
kirkju. Þeir fyrstu 16. júlí þar
sem kór kirkjunnar flytur meðal
annars verk eftir Jón Hlöðver
Áskelsson, Scarlatti, Hassler,
Mendelssohn, Bruckner og Haf-
liða Hallgrímsson, en íslensku
höfundarnir eru báðir Akureyr-
ingar. Martial Nardeau og Guð-
rún Birgisdóttir flautuleikarar
flytja verk eftir Haydn, Beetho-
ven, Bach, Migot og Mozart í
Akureyrarkirkju 23. júlí, Madri-
galakórinn í Heidelberg flytur
verk eftir Monteverdi, Schutz,
Brahms, Mendelssohn, Silcher
og Hjálmar H. Ragnarsson und-
ir stjórn Geralds Legelmann í
Akureyrarkirkju 30. júlí og
Tjarnarkvartettinn flytur ísl.
þjóðlög og sönglög 6. ágúst.
I Reykjahlíðarkirkju verða
einnig fjórir tónleikar: Kór Ak-
ureyrarkirkju þann 15. júlí,
Martial Nardeau og Guðrún
Birgisdóttir 22. júlí, Madrigala-
kórinn í Heidelberg 29. júlí og
Tjarnarkvartettinn 5. ágúst.
Tvennir tónleikar verða í
Húsavíkurkirkju: Martial Nar-
deau og Guðrún Birgisdóttir
verða þar 21. júlí og Madrigala-
kórinn 28. júlí. Kór Akureyrar-
kirkju heldur tónleika í Dalvík-
urkirkju 14. júlí og Tjarnarkvar-
tettinn verður í Raufarhafnar-
kirkju 4. ágúst. Efnisskrá hvers
flytjanda verður hin sama á öll-
um tónleikum.
Þess má ab lokum geta að Jón
Hlöðver Áskelsson, tónskáld og
heiðurstónskáld Kórs Akureyr-
arkirkju, átti 50 ára afmæli í
byrjun júní og er fyrsta tón-
leikaröð sumarsins tileinkuð
þeim tímamótum með flutn-
ingi á tónverki, sem hann hefur
sérstaklega samið fyrir kórinn
og kirkjustarfið.