Tíminn - 13.07.1995, Page 10
10
Fimmtudagur 13. júlí 1995
fMENNINGARMÁLANEFND
REYKJAVÍKURBORGAR
Starfslaun listamanna
Auglýst er eftir umsóknum um starfslaun listamanna
hjá Reykjavíkurborg.
Menningarmálanefnd borgarinnar velur þá listamenn
er starfslaun hljóta. Þeir einir koma til greina viö úthlut-
un starfslauna sem búsettir eru í Reykjavík.
Starfslaun skulu veitt í allt ab 12 mánuði. Þeir lista-
menn sem starfslaun hljóta skuldbinda sig til a& gegna
ekki fastlaunuðu starfi á meðan þeir njóta starfslauna.
Starfslaunin verða kunngerð á afmælisdegi Reykjavíkur
hinn 18. ágúst n.k. og hefst greiðsla þeirra 1. október
eftir tilnefningu.
Umsóknum um starfslaunin skal skila til Menningar-
málanefndar Reykjavíkurborgar, Kjarvalsstöðum
v/Flókagötu, fyrir 1. ágúst n.k.
Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar.
TOKUM AFENGIÐ
w
A EFTIR BOLTA
KEMUR BARN...
"BORGIN OKKAR OG BÖRNIN í UMFERÐINNI" JC VÍK
Ástkær faðir minn, sonur okkar og barnabarn
Jón Kristinn Gunnarsson
Bólstabarhlíb 50
verbur jarbsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn
14. júlíkl. 13:30.
Lísa Margrét jónsdóttir
Áslaug F. Arndal Rúnar J. Hjartar
Cunnar Jónsson
Jón Kr. Gunnarsson Ragnhildur Cubmundsdóttir
Finnbogi Kr. Arndal Cubný Halldórsdóttir
Eiginmabur minn og fabir okkar
Þorsteinn Jónsson
Eystri-Sólheimum,
Mýrdal
verbur jarbsunginn frá Sólheimakapellu laugardaginn 15. júlí kl. 14:00. .
Valgerbur Sigríbur Ólafsdóttir
og börn
3QOO
JSLArtl
1/ 'r j :;:c ^ .... 3 *!■ WV-V.V.N-.V.-.V.'.V-VAV.
Stimplar sem eyöileggja frímerkin fyrir söfnurunum, sjá númerin í texta.
Hvernig stimplum söfnum við?
Undanfarib hafa mér borist margs-
konar klippingar af íslenskum bréf-
um frá kunningja mínum, sem ein-
faldlega spyr: „Eigum við svo aö
safna þessu og setja í safnbækur?"
Mibaö við sýnishornin, sem ég læt
hér fylgja í myndum, verð ég að
svara: Nei.
Vandamálib, sem um er að ræða,
er þaö sem nefnt er vélstimplar og
rúllustimplar. Þaö var fyrir um það
bil 25 árum að allt í einu fóru að
koma á markaðinn vélstimplar,
sem voru meö bárunum (1) hægra
megin við stimpilhöfuðið (2) (þá
miöa ég við myndina af umslaginu,
sem fylgir þættinum). Á hinni
myndinni eru svo tveir slíkir
stimplar, neðst á myndinni (3 og
4). Þetta var gamla geröin og var
strax leitað til póstmálayfirvalda af
LÍF og söfnurum yfirleitt. Var
brugðist þar vel við og þær vélar
iagaðar í takt vib það að skemma
ekki frímerkin með bárustimplun-
um, allténd þegar um bréf með
einu frímerki var að ræða. Nú eru
hinsvegar komnar á markaðinn
nýjar vélar af að minnsta kosti
tveim gerðum, þar sem stimplarnir
eru þannig gerbir að þeir eyðileggja
frímerkin, en staðarheitið kemur
hinsvegar hreint og fallegt á bréfið
(5 og 6). Þarna er raunar um fleiri
gerðir véla að ræða en þá sem sýnd
er hér. Loks er svo um að ræða
handrúllustimpla (7 og 8). Dæmi 7
sýnir að hægt er að miða stimpil-
höfðinu á frímerkiö, en í dæmi 8
lendir það alveg utanvið.
Hvað skal svo gera til þess að
bæta úr þessum málum, sem skipta
íslenska frímerkjasafnara hreint
ekki svo litlu?
Ég leyfi mér hér með að fara þess
á leit, ab Póstmálastofnunin reyni
að fá þessar vélar lagaðar, svo að
þær staðarstimpli frímerkin fyrst og
fremst, en bárurnar lendi annars
FRIMERKI
SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON
staðar. Ég hefi reynt að kynna mér
samsetningu vélanna og eftir því
sem mér virðist er ekkert í veginum
til að leiðrétta stimpilhöfuð þeirra,
svo að vel fari. Þá þarf einnig að
kenna öllum, sem með póst fara,
að stimpla frímerki, til dæmis í
Póstskólanum. Þarna þarf að takast
samvinna um mál, sem getur orðið
báðum aðilum til góðs, söfnurun-
um og Póstmálastofnuninni, sem
þannig fær jákvæðari og glaðari
viðskiptavini. Þá vil ég benda les-
endum mínum á að ég vil gjarna
heyra frá þeim um þessi efni og álit
þeirra skiptir máli. Bréf til mín, sem
send eru í Pósthólf 26, 222 Hafnar-
firbi, berast alltaf ti! mín, hvar sem
ég verð staðsettur á landinu. Látið
nú frá ykkur heyra.
Einhverjir kunna að hafa tekið
eftir bréfinu og spurt sjálfa sig:
„Hvaðan er nú þetta bréf?" Þegar ég
spurði svona, vildi svo vel til að ég
gat fundið svarið strax. Innihald
bréfsins er frá sendanda í Garðabæ.
Þegar það var kannað nánar, kom í
ljós, ab mistök höfbu átt sér stab
með stimpilinn, þegar hann var
tekinn í notkun. Það var ekki búið
ab festa á hann skífunni með
hringjunum tveim, póstnúmerinu
og stjömunum, samanber 5 og 6.
Þetta gerði það að verkum, að eitt-
hvað fór út af svona stimpluðum
bréfum fyrsta daginn, ef til vill líka
daginn eftir. Þá uppgötvaðist þetta
og plötunni með staðarheitinu var
smellt á, sem er jafn auðvelt og að
smella saman Legokubbum. Þar
með var vandinn leystur. Þó skal
bent á, aö stimpill 6 er með tveim
brúm inni í einum hring, en ekki
tveim hringjum eins og 5. Garða-
bæjarstimpillinn er hinsvegar með
póstnúmerinu 210, neðst í stimpl-
inum. Það er því mjög gaman fyrir
þá, sem geymt hafa slík bréf, ab
eiga þetta stimpilafbrigði.
En snúum okkur næst að Hafnar-
fjarðarstimplinum. Þar var notaður
skamman tíma hliðartexti í stimpli
tölusettum 9, með textanum „Póst-
urinn sparar þér sporin". Þá var
einnig notuð kynningin á HM í
handbolta um nokkra hríð. Þessi
kynning var ennfremur notub í
Reykjavíkurstimplum á nr. 1, 3, 5
og 8. Auk þessa var þessi kynning
sérprentub á umslög frá Póstgíró,
Innheimtu símareikninga og
launadeild Hafnarfjarbarbæjar.
í dæminu, sem et tölusett 10,
reyni ég svo að kenna söfnurum
bragð til þess að fá frímerkin sín vel
stimpluð. Það er að líma þau
minnst 5 sentímetrum innar en
hægri brún umslagsins nemur. Þá
kemur stimpillinn nákvæmlega á
frímerkið, en bárurnar verða eftir á
umslaginu. Látið nú í ykkur heyra
um þetta mál. ■