Tíminn - 22.07.1995, Page 3

Tíminn - 22.07.1995, Page 3
Laugardagur 22. júlí 1995 9 Hef trú á að mestu erflð- leikamir séu að baki segir Ingi Björnsson, nýráöinn framkvœmdastjóri Slippstöövarinnar Odda hf. bæta þessum möguleika við, þegar þeir komast að því að hann sé fyrir hendi. Þau telja reynsluna af Grænlandsferð- unum með þeim hætti að um framtíðarþátt í ferðaþjónustu á Akureyri geti orðið að ræða. Akureyri mibstöö fyrir vísindaleiö- angra Þótt nú hafi verið bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða dagsferðir frá Akureyri til austurstrandar Grænlands, þá eru það ekki fyrstu samskipti þessara svæða. Flugfélag Norðurlands hefur um árabil haslað sér völl á Grænlandi og vélar þess flutt fólk og far- angur til ýmissa staða. Sigurður segir að samskiptin við Grænland hafi þegar skil- að ákveðnum árangri. Með samstarfi Flugfélags Norður- lands við Grænlendinga hafi Akureyri með tímanum orðið einskonar miðstöð fyrir vís- indaleiðangra. Um sé að ræða ýmsa vísindamenn og hópa sem fari til Grænlands. Þeir komi hingað og notfæri sér þjónustu Flugfélags Norður- lands til áframhaldandi ferð- ar. Þarna sé um talsvert marga aðila að ræða, sem kaupi gist- ingu á Akureyri og notfæri sér ýmsa þjónustu sem til boða standi á svæðinu. í flestum tilfellum sé þetta fólk á opin- berum vegum, sem ekki sé að leita eftir ódýrustu möguleik- um á ferðum sínum. Sigurður segir að þótt Margrét Danadrottning og Sonja Noregsdrottning séu trúlega þekktustu farþegar Flugfélags Norðurlands á Grænlandsleiðinni, þá sé hér um umtalsverða ferðaþjón- ustu að ræða. Ferðamenn not- færa sér beint flug frá Keflavík til Ak- ureyrar í auknum mæli Fyrir nokkrum árum hóf Flugfélag Norðurlands beint flug frá Akureyri til Keflavík- ur. Margir spáðu því að þarna gæti vart orðið um varanlega starfsemi að ræða. Hvað ættu Akureyringar að gera beint til Keflavíkur? En reyndin hefur orðið önnur. Flugið hefur haldib áfram, þótt Sigurður segi að stundum hafi verið spurning yfir háveturinn um hvort halda ætti því uppi meb reglubundnum hætti. Hann segir ákveðna kosti felast í þessum möguleika. Til dæmis hvað ferðir til útlanda varðar — að geta farið beint til Keflavíkur og tekið milli- landaflugið þaðan. Þá notfæri ferðamenn sér þennan mögu- leika í auknum mæli, að geta komið beint hingað noröur. Sigurður kveðst telja að grundvöllur sé fyrir þessum valkosti. Þróunin í flugsam- göngum verði eflaust sú, að með auknu frelsi í verðlagn- ingu fjölgi ferðum og fargjöld lækki til fjölförnustu staða, en dýrara verði að ferðast til fá- mennari byggöa. Þannig muni færri flugvellir þjóna samgöngunetinu, en land- flutningar aukast innan byggða. ■ Ingi Björnsson, tók viö fram- kvæmdastjórastarfi hjá Slipp- stö&inni Odda hf. um síbustu mánaöamót en hann hafhi þá um rúmlega eins árs skeið starfab sem framkvæmdastjóri Mecklen- burger Hochseefischerei, sem er dótturfyrirtæki Útgerðarfélags Akureyringa í Rostock í Þýska- landi. „Ég hef þá trú á að mestu erfið- leikarnir séu að baki í þessari at- vinnugrein og betri tíð sé í vænd- um þrátt fyrir að skipaiðnaðurinn búi við ákaflega erfið rekstrarskil- yrði. Við erum að keppa við er- lendar skipasmíðastöðvar og skipa- iðnaðarfyrirtæki sem starfa við ólíkar aðstæður þeim sem eru hér á landi. Þar á ég annarsvegar við fyr- irtæki í löndum þar sem laun eru mikið lægri en hér á landi og má nefna Pólland og fleiri ríki Austur Evrópu sem dæmi um slíkt. Hins- vegar þurfum við að keppa við skipasmíöastöðvar sem njóta veru- legra styrkja af almennafé í við- komandi löndum. Þar ganga þróuð ríki Vestur Evrópu á undan og nær- tækast að minnast á Noreg í því sambandi því norskar skipasmíð- stöðvar hafa unnið mörg verkefni fyrir íslenskan sjávarútveg á und- anförnum árum." Ingi segir ljóst að hið opinbera verði að koma með einhverjum hætti að þessum mál- um til þess að skapa rekstrarskilyrði sem líkist þeim sem skipaiðnaðar- fyrirtæki í öðrum löndum búi við. Menn vilji fara varlega í beinum opinberum styrkjum en finna verði leiðir sem geri þessum atvinnufyr- irtækjum hér á landi kleyft ab stunda samkeppni við hina er- lendu aðila. Ingi kveðst telja Slippstöðina Odda að mörgu leyti vel í stakk bú- ið fyrirtæki til þess að vinna sig frá vanda undangenginna ára. „Við höfum á að skipa mjög hæfu starfs- fólki og hér er mjög gróin verk- þekking til stabar. Ég tel að tekist hafi að varðveita þessa þekkingu að miklu leyti þótt ekki fari hjá því að fagmönnum í atvinnugreininni hafi fækkað við erfiðleika undan- farinna ára. Færri hafa aflab sér menntunar á þessu sviði en áður var og skipa- og járniðnaðarmenn horfib til annarra starfa þar sem ekki voru næg verkefni vib skipa- iðnaðinn. Verkefnin hafa einnig verið að breytast. Nýsmíðar eru næstum engar í landinu og mín skoðun er að skipaiðnaðurinn muni fyrst og fremst byggjast á viðhalds- og viðgerðarverkefnum á næstu árum. Ef okkur tekst vel til við að rífa þessa atvinnustarfsemi upp með viðhaldsverkefnum og stjórnvöld sýna viðleitni til að styðja við bakið á henni er alls ekki útilokað að við getum hafið ný- smíði að nýju innan einhvers tíma." Ingi Björnsson benti á að Slipp- stöðin hf. hafi annast nýsmíbi ým- issa skipa fyrr á árum og blómatími nýsmíðanna hafi verið á árunum 1968 til 1985. Þá hafi meðal annars verið smíðuð tvö skip fyrir Skipaút- gerð ríkisins og nokkrir af togurum íslenska flotans auk minni skipa og báta. Ingi segir aö með flotkvínni aukist möguleikar stöðvarinnar til muna hvað vibhaldsverkefni varð- ar þar sem með henni verði unnt að taka stærri togara og einnig kaupskipaflotann til viðgerða. Á liðnum vetri komu nýir eign- araöilar að fyrirtækinu en Lands- banki íslands hafði þá eignast veru- legan hluta þess vegna erfiðleika undangenginna ára. Hinir nýju eigendur eru auk Landsbanka Is- lands; Jöklar hf. Málning hf. og DNG á Akureyri og sagði Ingi Björnsson að með tilkomu hinna nýju eigenda muni staba fyrirtæk- isins styrkjast verulega." Nú starfar um 100 manna fastur kjarni hjá Slippstöðinni Odda hf. á Akureyri. „Viö höfum að undan- fömu farið þá leið að semja við ýmsa undirverktaka um ákveðna verkþætti. Þannig koma mun fleiri til starfa við þau verkefni sem Slippstöðin Oddi hf. tekur aö sér. Ég get ímyndab mér að allt ab 150 manns komi þar við sögu þótt undirverktakarnir hafi ekki fulla vinnu vegna starfa fyrir okkur. Sem dæmi get ég nefnt ab hér á svæð- inu starfa átta rafvirkjar í sjálfstæðu fyrirtæki og eru verkefni hjá okkur um 60% af þeirra vinnu. Ég hygg að svo sé háttað um fleiri verktaka þótt ég hafi ekki kannaö það til hlítar enn sem komið er." ■ Ferbamanna- bœrínn AKUREYRI Á Akureyri búa um 15 þúsund manns Akureyri er í þjóöbraut og þar er að finna margvíslega möguleika til afþreyingar. Góð sundaðstaöa Golfvöllur Hótel, gistiheimili og gott tjaldsvæöi Veitingastaöir, kaffihús og skemmtistaöir Listasumar '95 meö fjölda listviðburða frá júní til september Skammt til margra markverðra staða Upplýsingamiðstöö ferðamála í miðbænum. AKUREYRAR- BÆR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.