Tíminn - 27.07.1995, Síða 1
SIMI 563 1600
Brautarholti 1
79. árgangur
STOFNAÐUR 1917
Fimmtudagur 27. júlí 1995
138. tölublað 1995
Eölilegur
lögfrœöi-
kostnaöur?
Spjótin beinast mjög að firna
háum lögfrœöikostnaöi á ís-
landi. Þeir sem minna mega
sín og lenda í klónum á lög-
mönnum kvarta sáran. Þá fyrst
fara málin aö veröa alvarleg,
þegar reikningar eru komnir í
lögfrœöiinnheim tu.
Sturla Einarsson, bygginga-
meistari, var sagöur skulda
tveggja ára greiöslur til fagfé-
lags síns. Hann borgaöi þá
skuld — en var búinn aö fá
lögmann á bakiö á sér. Sturla
segir aö lögmaöurinn hafi œtl-
aö aö ncela sér í tugir þúsunda
króna fyrir sáralítiö ómak, en
kostnaöur hans var dœmdur
niöur um helming í héraös-
dómi. Engu aö síÖur fór Sturla
illa út úrþessum viöskiptum.
SJá bls. 2
Hugmyndir um aö margar deildir á Kvennadeild Landsspítalans opni ekki aftur eftir sumarlokanir:
Fæðingarheimilinu nú
lokað enn einn ganginn?
Sökum sparna&araðgeröa
gæti svo fariö aö Fæðingar-
heimilinu, sem nýlega var
opnað meö pompi og prakt
eftir rándýrar endurbætur,
veröi nú lokað enn einn
ganginn, þ.e. aö þaö veröi
ekki opnað á ný eftir sumar-
leyfi. Einnig hafa komið
fram hugmyndir um aö svo-
kölluð dagdeild (sem m.a.
annast fóstureyðingar) veröi
lokuö áfram til áramóta og
jafnvel aö meðgöngudeildin
veröi heldur ekki opnuö aft-
„Stöövum unglingadrykkju"
sendir frá sér viövörun:
Flestir dópsalar
fara á Klaustur
„Þaö kæmi mér ekkert á óvart
þó framleiöendur á landa
hygöu á stóra hluti fyrir versl-
unarmannahelgina. Þetta er
þeirra besti markaöstími og
eins í fíkniefnunum," sagöi
Björn Halldórsson, fulltrúi
hjá fíkniefnadeild Lögregl-
unnar í Reykjavík, í samtali
viö Tímann í gær.
Átakiö Stöövum unglinga-
drykkju sendi í gær frá sér til-
kynningu þar sem varaö er viö
aö börn fari án fylgdar á útisam-
komur þær sem haldnar eru um
verslunarmannahelgina, þaö er
í Vestmannaeyjum og á Kirkju-
bæjarklaustri. Segir í tilkynn-
ingunni aö búist sé viö aö flest-
ir fíkniefnasalar landsins sæki
Klaustur heim. Þá segir aö búast
megi viö almennri drykkju á
Þjóöhátíö í Eyjum, einsog hefö
sé komin á. ■
ur aö fullu þaö sem eftir er
ársins.
Spuröur hvort rétt væri aö
þaö stæöi nú til aö loka Fæöing-
arheimilinu á ný svaraöi Jón Þ.
Hallgrímsson, yfirlæknir
Kvennadeildar: „Þaö átti alltaf
aö loka því vegna sumarleyfa og
var gert í síöustu viku."
En verður því þá lokað til
frambúðar?
„Það veit ég ekkert um, ég er
ekki mikill spámaður. En það er
rétt að það hefur veriö rætt um
þaö innan sviðsins, og tillögur
komiö fram um þaö að ein af
hugsanlegum sparnaðarleiðum
væri sú, aö þeim sumarlokun-
um sem í gengi eru veröi haldið
áfram til áramóta." Jón segir aö
mjög klemmi nú að Kvenna-
deildinni fjárhagslega, þannig
að það viröist geta farið svo að
Fæðingarheimilinu veröi lokað
a.m.k. til áramóta ef ekki leng-
ur.
Endanlegar ákvarðanir um
þaö hvort Fæðingarheimilið
veröur lokað framvegis eöa
rekstri þess haldið áfram veröa
hins vegar teknar af fram-
kvæmdastjórn Ríkisspítalanna,
sem enn mun ekki hafa fundað
um málið.
En ef sú verður nú niöurstað-
an að Fæðingarheimiliö veröur
einungis opið í örfáa mánuði,
má þá ekki líta svo á að rándýr-
ar endurbætur á húsinu hafi
verið hálfgerö sóun á fjármun-
um?
„Þaö var pólitísk ákvöröun
sem tekin var, að opna heimil-
iö, og þaö var gert," svaraði Jón.
Aðrar sumarlokanir eru m.a. á
dagdeild og meðgöngudeild
sem áður segir. Dagdeild segir
Jón fyrir sjúklinga sem fara í aö-
gerðir þess eðlis aö þeir geta far-
iö heim samdægurs. Spurður
hvað um þá verði ef deildinnni
yrði lokað það sem eftir er árs-
ins sagði Jón: „Það yrði reynt að
gera eitthvað af þessum aðgerð-
um hérna, en það þýðir að það
yrði ekki hægt að taka inn af
biðlistunum eins og gert hefur
verið, þannig að búast má við
aö þeir lengdust, þ.e. ef fólk færi
þá ekki eitthvað annað".
Varðandi starfsemi með-
göngudeildar segir Jón að þar
hafi í nokkur ár verið 4 rúm fyr-
ir konur sem þurfa að fara í
skurðaðgerðir vegna kvensjúk-
dóma. Að öðru leyti sé deildin
fyrir konur sem fá sjúkdóma á
meðgöngu og þar að auki séu á
deildinni svokallaðar dagannir,
þ.e. konur sem þurfi að fara í
frekari skoðanir heldur en gerð-
ar eru í mæðraskoðuninni, svo
sem í sírita vegna hjartsláttar
fósturs.
En varla verður þeim vísað
frá? Er þetta ekki þjónusta sem
erfitt yrði að loka bara í hálft ár
eða svo? „Það finnst nú fleir-
um," svaraði Jón Þ. Hallgríms-
son yfirlæknir og virtist ekki of
bjartsýnn á áframhaldiö.
■
Afkoma ríkissjóös batnar um 2-300 milljónir:
Þriðjungur greiðir tekjuskatt
Or&sendingar um álögb opinber
gjöld þessa árs eru nú að berast
einstaklingum og fyrirtækjum.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra segir að álagningin sé í
nokkuð góðu samræmi við það
sem ráð var fyrir gert og sé út-
koman jafnvel heldur skárri en
áætlanir gerðu ráð fyrir, þannig
a& ætla megi að álagning ársins
bæti afkomu ríkissjóð frá því sem
fjárlög gerðu ráð fyrir um 200-
300 milljónir króna.
Bamabætur og tekjutengdar bæt-
ur úr ríkissjóði nema um 7,7 millj-
örðum króna á árinu, en þær valda
því, að sögn fjármálaráðherra, að
þegar upp er staðið er það innan við
þriðjungur framteljenda sem greiðir
tekjuskatt, enda er nú svo komið ab
hið opinbera greiðir liðlega fjórðu
hverja krónu af vaxtagjöldum ein-
staklinga vegna íbúðarhúsnæðis.
Tekjuskattar nema 26,3 milljörð-
um króna, en það er lækkun upp á
1,6 milljarð króna milli ára. Ástæð-
an er m.a. sú ab framlög ríkisins til
sveitarfélaga vegna ónýtts persónu-
afsláttar hækka milli ára.
Eignarskattar einstaklinga Iækka
úr 1.704 milljónum króna í 1.522
milljónir og er lækkunin milli ára
11%. Lækkunin skýrist af afnámi
stóreignaskatts um síðustu áramót
og einnig af skuldasöfnun einstak-
linga. Samkvæmt skattframtölum
hafa skuldir einstaklinga aukist um
9%, eða 20 milljarða króna. Mest
munar þar um skuldir vegna kaupa
á íbúðarhúsnæði sem eru 13 millj-
arðar, en námslán vega þar einnig
þungt. Framteljendum með nei-
Fribrik Supbusson fjármálarábherra á biaöamannatundinum ígœr.
Tímamynd: Pjetur
kvæða eignastöðu, þ.e. þeim sem
eiga ekki fyrir skuldum, fjölgar um
fimmtán hundruð á milli ára og eru
þeir nú um 22 þúsund, en skuldir
þeirra em að meðaltali 1,7 milljónir
á mann.
Samkvæmt framtölum hafa með-
allaun hækkað um 2% milli ára.
Upplýsingar um tekjur einstakra
starfsgreina iiggja ekki fyrir, nema
sjómanna, en meðallaun þeirra
hækkuðu um 3%.
Tekjuskattur á fyrirtæki hækkar
um 900 milljónir eða tæp 22% milli
ára og nemur 5,1 milljarði. Þetta
endurspeglar batnandi afkomu fyr-
irtækja, en hún birtist jafnframt í
vænlegri eignastööu fyrirtækja og
hækkun eignaskatts á fyrirtæki um
100 milljónir milli ára, úr 1,5 millj-
öröum í 1,6 milljaröa. ■