Tíminn - 27.07.1995, Side 4

Tíminn - 27.07.1995, Side 4
4 Fimmtudagur 27. júlí 1995 ffMÉMIf STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiója hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Erfiö staba sveitarfélaga Nýlega kom út hjá Hagstofu íslands skýrsla um fjármál sveitarfélaga. Þar kemur fram að halli sveitarfélaganna hefur farið hraðvaxandi síðustu árin. Þegar á árinu 1993 er hann orðinn 5,7 millj- arðar króna og hafði þá tvöfaldast milli ára. Kom- ið hefur fram að halli ársins 1994 nemur svipuð- um upphæðum. Eftir ný lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga og tekjustofna sveitarfélaga, sem tóku gildi ár- ið 1989, batnaði hagur sveitarfélaganna til muna. Nú er sýnt að sigið hefur á ógæfuhliðina og er það áhyggjuefni. Halli sveitarfélaga, ekki síður en ríkis- sjóðs, er stærð sem hefur áhrif í efnahagslífinu. Sveitarfélögin þurfa að leita út á lánamarkaðinn til þess að afla sér fjár, og eftirspurn þeirrá eftir lánsfé hefur áhrif á vaxtastigið í landinu. Þegar litið er á ástæðurnar fyrir þessari þróun, er ekki nokkrum vafa undirorpið að versnandi at- vinnuástand og erfiðleikar atvinnufyrirtækja eiga stóran þátt í því hvernig komið er. Tekjur hafa dregist saman hjá launafólki og afleiðingin er minni tekjur sveitarfélaga. Atvinnufyrirtæki hafa gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagn- ingu, og sveitarfélögin hafa víða verið nauðbeygð til að koma að slíkum málum til þess að halda at- vinnu í viðkomandi byggðarlagi. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að það sé ekki hlutverk sveitarfélaga að standa í atvinnurekstri. Þá er ótalinn sá útgjaldaþáttur sem farið hefur mjög vaxandi hjá sveitarfélögunum, en það er fjárhagsaðstoð þeirra við einstaklinga. Því miður hefur sigið það mikið á ógæfuhliðina í fjármálum heimilanna að félagsaðstoð er ört vaxandi út- gjaldaliður. Fram kemur í skýrslu Hagstofunnar að félagsaðstoð óx um helming milli áranna 1992 og 1993, og vitað er að engin straumhvörf urðu í þessu máli á árinu 1994. Þessar afkomutölur sýna í hnotskurn afleiðingar vaxandi atvinnuleysis og hvert fjárhagsvandamál það er fyrir ríki og sveitarfélög. Það bætist við all- an þann mikla vanda, tilfinningalegan og fjár- hagslegan, sem það hefur í för með sér fyrir ein- staklingana í landinu. Þá hlið málsins er erfitt að meta til fjár. Það er sem fyrr forgangsverkefni stjórnvalda að halda þannig á efnahagsmálum að skilyrði skapist fyrir ný störf og aukna atvinnu. Það er til mikils að vinna í því efni. Þeir milljarðar á milljarða ofan, sem ríki og sveitarfélög kosta til vegna atvinnu- leysisins, eru fjármunir sem betur væru komnir í öðrum verkefnum. Hins vegar er þessum aðilum skylt að mynda öryggisnet um þá, sem missa grundvöllinn undan afkomu sinni. Það er gert með atvinnuleysisbótum og félagslegri aðstoð við þá sem verst eru settir. „Ætli ég hafi hana ekki bara áfram" Garri er einlægur áhugamaöur um fréttir og er löngu búinn aö taka sér stööu þegar fréttatímar Stöövar 2 og Ríkissjónvarpsins byrja. Reyndar er sagt að það sé gúrkutíð í fréttum núna, en gúrkutíð er þaö nefnt þegar ekki er hægt að kreista neitt upp úr snillingunum sem halda til á Al- þingi niðri við Austurvöll eða í ráðuneytum. Þegar næst ekki til þessara manna, er róið á önnur miö. Hasso Stöð 2 er oft fundvís á frétt- næma atburði, og stórtíðindi þriðjudagsins voru þau að ein- hver karlhlunkur var kominn til landsins, sem hafði það sér til ágætis að hafa komist yfir eitt- hvab af peningum og þekkti einhvern Sigurð S. Bjarnason á íslandi. Fréttamaður var sendur á stúfana til þess að tala við karl- inn. í DV hafði reyndar þann sama dag verið forsíðumynd í litum með fyrirsögn þess efnis að Hasso væri kominn. Garra varð við, þegar hann sá þessa fyrirsögn, eins og Sverri Hermannssyni um árið þegar honum var greint frá því að Eg- ill Jónsson, félagi hans á Aust- fjörðum, væri kominn á þing. Þá sagði Sverrir: „Hvaba and- skotans Egill?" Fyrsta hugsunin var: „Hvaða andskotans Hasso?" Garri hugsaði sér því gott til glóöarinnar að kynnast fyrirbrigðinu nánar í fréttum Stöðvar 2. Demantaskreytingar Samtalið byrjaði með því að fréttamaðurinn settist í lotn- ingu fyrir framan viðmælanda sinn og skoðaði á honum hring- skreytta hendina. Lagt var sam- an, hvab hringarnir skreyttir demöntum mundu kosta, og GARRI fengnar út svimandi upphæðir. Síðan barst talið að kvennamál- um, og tjáöi Hasso Eiríki frétta- manni aö hann hefbi skipt oft um konur, væri nú með tíundu eiginkonuna með sér og hefði þær yfirleitt ekki gamlar. Síban hélt milljónamæringur- inn áfram og tjáði sig um þaö að þessi kona væri svo hjartagóð og góð við sig, að „líklega væri best að hafa hana áfram". Ekki var konan spurð neitt um hjartagæsku auðkýfingsins, þótt hún sæti við hliðina á honum „í mynd" eins og sagt er. Einhvern veginn hafði Garri á tilfinningunni að þessi náungi hefði ekki mikla hugmynd um tilvist Jafnréttisráðs eða annarra slíkra stofnana. Þegar talið barst ab konunni, mátti frekar álykta að ef hún heföi ekki setið við hliðina á honum, þá væri verið að tala um húsgagn fremur en lifandi manneskju. Viðmiðun vib ísland Hasso þessi kvað reka bíla- leigu á Mallorca með um það bil 5000 bílum og eiga þar aö auki banka á Spáni og í Þýskalandi. Þessar upplýsingar komu fram í DV. Einnig kom fram í þeirri frétt, að hann hefði í brúðkaupi sínu, sem kostaði „aðeins 4,5 milljarða króna", sagt að íslend- ingurinn Sigurður S. Bjarnason hefði gert hann ríkan. Ekki fylgdi sögunni hvaða abferðir hann notaöi við þab,' en kannski hefur Sigurður sagt honum verðið á bílaleigubílum á íslandi og um vaxtamuninn í íslensku bönkunum til þess að miða við í sínum bisness. Bíla- leigubíiar hér á landi kosta jafn mikið á dag og á viku erlendis, og vextina þekkja allir sem skulda. Þjónusta sem vantar Vonandi halda DV og Stöð 2 áfram að segja frá þessum merka manni, og ekki hefur Garri minni áhuga fyrir þessum Sigurbi S. Bjarnasyni sem gerir menn ríka. Það er vissulega þjónusta sem er þörf fyrir hér á Islandi, þar sem skuldir heimil- anna og gjaldþrot fyrirtækja eru stöbugt algengara umræðuefni. Garri Ný og dýr keppnisíþrótt Miklir keppnismenn stjórna tveim skuldugustu sveitarfélög- um landsins. Sigurbur Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, keppti í glímu, júdó, sundi og frjálsum á sínum tíma og var forystumað- ur mikillar íþróttahreyfingar. Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, er margfaldur ís- landsmeistari í handbolta og hefur setið í stjórnum og ráðum keppnisíþrótta um árabil. Nú eru kapparnir búnir að finna upp nýja keppnisíþrótt sem hæfir stöðu þeirra og standi í samfélaginu. Þeir glíma hvor viö annan um hvort sveitarfé- lagiö verður stærsti kaupstaður landsins og er mjótt á munun- um. Samkvæmt keppnisreglum, sem skuldakóngarnir setja sér, er Reykjavík ekki talin með, þar sem hún er borg. Akureyri er fyrir löngu fallin í bronssætið og sér ekki lengur í hælana á þeim sem tekið hafa forystuna í keppninni um íbúafjöldann. Sannur íþróttaandi Keppnisgarparnir hafa báðir komið fram opinber.lega og ávarpað lið sín. Heita þeir á alla þá íbúa bæjarfélaga sinna, sem eru á barneignaaldri, að duga nú sem best og draga hvergi af sér vib að geta börn til að slá keppinautinn út. Enn sem komiö er fer engum sögum af hvort liðið er bólfær- ara og betur skapab og þjálfaö til undaneldis. Það er ekki einu sinni vitað hvort liðin hlýöa fyrirliðum sínum eða búa yfir því keppnisskapi sem þarf til ab fylgja þeim á þann undarlega íþróttavöll sem bæjarstjórarnir ætla að svefnherbergi íbúa Siguröur Ingvar Kópavogs og Hafnarfjarðar séu. Hinn sanni íþróttaandi bæjar- stjóranna og einbeitti vilji til að sigra andstæðinginn kemur fram á mörgum sviðum og er barneignakeppnin abeins einn liður í þeirri fjölþraut sem þeir heyja sín á milli. Gríbarlegar skipulagningar og húsbyggingar eru meðal keppn- isgreina og allan þennan áratug er stefnt aö því að íbúum Kópa- vogs fjölgi um 800 á ári. Bygg- ing íbúða og annarra mann- virkja er miðuö við það. Eitt- hvað fer samt úrskeiðis, því fjölgunin er ekki nema um 250 manns árlega. Á víbavangi Verklegu framkvæmdirnar bruna því áfram og er eigið ís- landsmet slegið ár eftir ár. En mannskapurinn til ab fylla íbúbirnar lætur á sér standa. Hafnfirðingar hafa lengi verið heimsmethafar í stærð íbúðar- húsnæöis á íbúa og verður það sennilega aldrei frá þeim tekiö. En nú keppa þeir vib Kópavog um fjölda nýrra íbúða til að taka við fólki sem enginn veit hvað- an á að koma. I báðum kaup- stöbunum eru miklar verslunar- og þjónustumiðstöbvar að rísa eða fyrirhugaðar. Er ekki nema von ab keppnin sé tvísýn og leikslok óráðin, nema að einu leyti. Dýr verða þau. Sigurlaunin Eins og sönnum íþróttaköpp- um sæmir eru meiri, stærri, betri, dýrari og flottari keppnis- mannvirki hjá margnefndum bæjarstjórum en á öðrum stöð- um á jarðríki. Það eru ekki nema löngu aflögð og hrörnandi ólympíuþorp sem þola samjöfn- uð. Til aö mynda mun Lille- hammer vera nálægt heimsmeti í lengd og fyrirferð skuldahala eftir sína rómuðu vetrarleika. Litlum sögum fer af því hve háar upphæðir fara í að hlaða undir og viðhalda íþróttakeppni í tveim stærstu og skuldugustu sveitarfélögum landsins, en af því að íþróttakappar fara þar með völdin eru sigrarnir aldrei of dýru verði keyptir né íþrótta- æskan og þjálfarar hennar of-' aldir. Þar sem árlega vantar um 550 manns til að flytja inn I nýju íbúöirnar í Kópavogi, er farib ab telja einhvers konar utanveltu- besefa inn á íbúaskrá, því allt skal til vinna að hafa sigur. í Hafnarfiröi eru byggingar Iíka komnar langt fram úr þörf- um, en eru í samræmi við leik- reglur og keppnisskap stjórn- endanna, sem eru helteknir af sönnum íþróttaanda, þar sem skynsamlegt vit og fyrirhyggja er útlæg, en keppnin og sigur- launin eru fyrir öllu. Hitt kemur íþróttakempum ekki við, en það er að innifalið í keppni þeirra er hvor hreppir fyrr hásæti skuldakóngsins, én hver hugsar um slíkt í hita leiks- ins? OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.