Tíminn - 27.07.1995, Side 5

Tíminn - 27.07.1995, Side 5
Fimmtudagur 27. júlí 1995 5 Dreifbari oriofstími myndi auka möguleika feröaþjónustunnar „Feröaþjónustan hefur breyst mikib á undanförnum árum og flest horfir þar til betri vegar. Þó er ekki unnt ab líta framhjá því ab mikil aukning hefur orbib á fjárfestingu í atvinnugreininni. Þessi aukning nýtist ekki ab sama skapi vel og upphæb þeirra fjármuna, sem lagbir hafa verib fram, segja til um. Þetta kemur einkum til af því ab abal ferbatímabilib er abeins um sex til átta vikur og mest fjölgun ferbafólks hefur orbib á þessu hefbbundna tímabili. Vægi jab- artímabilanna hefur því ekki aukist sem neinu nemur, en stöbugt hefur þurft ab auka fjár- festinguna til þess ab taka vib fleiri ferbamönnum sem koma á sama tíma. Þetta er í raun vand- inn í ferbaþjónustu hér á landi í dag og því eru hin brýnu vib- fangsefni þau ab finna abila, sem vilja notfæra sér þá þjón- ustu sem ferbamönnum stendur til boba utan hásumartímans," segir Gunnar Karlsson, hótel- stjóri á Hótel KEA. Gunnar segir ab framboð á ferðamöguleikum hafi aukist mikib á síðustu árum og fólk sé áhugasamt um ab notfæra sér margt af því sem í boði er. Mun fleira ferðafólk komi til Akureyrar og Norðurlands en verið hafi fyrir nokkrum árum. í því sambandi megi nefna mikla fjölgun á kom- um skemmtiferðaskipa og einnig beint flug frá Sviss til Akureyrar um nokkurra ára skeiö. Þótt ferða- mönnum hafi fjölgaö mikið með fleiri komum skemmtiferðaskipa, þá stoppi þessir ferðamenn stutt, oft ekki nema einn dag, og fari þá annaðhvort í hópferðir eöa staldri við í bænum. Farþegar skemmtiferðaskipanna kaupi því ekki mikla þjónustu; annars vegar vegna skammrar dvalar og hins vegar að um borö í þessum skip- um sé mjög mikla þjónustu að finna. Öðru máli gegni um far- þega í beina fluginu frá Sviss. Þeir stoppi í nokkra daga; allt frá þremur til fjórum og upp í sjö daga og dvöl þeirra sé aðeins skipulögö að mjög takmörkuðu leyti. Þeir þurfi á gistingu að halda og einnig gefist tækifæri til að skipuleggja ferðir fyrir þetta fólk og veita því aöra þjónustu. Gallinn við þessar auknu komur ferðamanna sé hin'svegar sá að þær nái aðeins til háannatímans frá miðjum júní og fram í ágúst. segir Cunnar Karls- son, hótelstjóri á HótelKEA Margir, sem hingað koma til dæmis frá Evrópu, koma hingað í „öðru fríi", það er til skemmri dvalar, en eyða aðalfríinu á sólar- strönd." Dreifðari orlofstími myndi auka mögu- leika feröaþjónust- unnar „Vandinn er að við þurfum að lengja ferðatímabilið," segir Gunnar og kveðst telja aö breyt- ingar á orlofstíma fólks muni ef til víll eiga nokkurn þátt í slíkri þróun á komandi tímum. „í ná- grannalöndum okkar hefur verið mjög algengt að stór hluti vinn- andi fólks fari í orlof á sama tíma. Þetta varð til í hagræðingarskyni á sínum tíma, því þá lokuðu vinnustaðir hreinlega um mánað- artíma eða jafnvel lengur á hverju sumri. Þetta á ekki síst við um Skandinavíu, en vissulega hefur borið á því víðar. Nú berast þær fregnir frá Svíþjóð að með auknu samstarfi við önnur lönd og inn- göngu landsins í Evrópusam- bandið sé að verða breyting á þessu. Forráðamenn fyrirtækja sjái ákveðið óhagræði í að stöðva starfsemi þéirra í fjórar til sex vik- ur og kjósi fremur aö dreifa or- lofstíma starfsmanna á lengri tíma. Hugsanlega verður orlofum skipt meira í framtíðinni og fleiri komi til með að eyða hluta af frí- tíma sínum utan hins venju- bundna sumarleyfistíma og þá jafnvel að vetrinum. Ef þessi þró- un verður í auknum mæli í lönd- um Evrópu, þá kemur það feröa- þjónustunni til góða sem at- vinnugrein. Hún mun þá dreifast á lengri tíma og vægi jaðartíma- bilanna vaxa. Eg tel að fylgjast verði vel með þessari þróun og miða markaðsstarf í ferðaþjón- ustu að einhverju leyti við hana." Dauöur tíml í sept- ember, ef ekki væru fundir og rá&stefnur „Vissulega er um ýmiskonar ferðaþjónustu að ræða fyrir utan þetta sex til átta vikna tímabil. í því sambandi vil ég nefna funda- og ráðstefnuhald. Það kemur þó hótelunum fyrst og fremst til góða, en ýmsir aðrir aöilar hafa aðeins takmörkuð eða engin not af því. Ráðstefnutímabilin eru einkum tvö: síðari hluta vetrar og á vordögum og aftur með haust- inu. September væri algerlega dauður mánuður hjá okkur, sem störfum að hótelrekstri hér á þessu svæöi, ef ráðstefnuhald kæmi ekki til. Þab er eins og öll ferðalög detti niður síðari hluta ágústmánaðar og hefjist ekki aft- ur fyrr en í október, að vinnu- staöahópar og aðrir sambærilegir ferðahópar fara á stúfana. Funda- og ráðstefnuþjónusta brúar þetta tímabil nokkuð. Ef unnt væri að lengja hinn raunverulega ferða- mannatíma nokkuð til beggja átta — til dæmis frá byrjun maí fram til loka september eða fram í október — þá myndi það breyta miklu fyrir atvinnugreinina og styrkja hana." Fljótlegra ab aka norbur en bí&a vi& lyfturnar í Bláfjöllum „Ef viö lítum til ferðaþjónust- unnar hér á Akureyri, þá hefur hlutur landsbyggðarfólks farið vaxandi af þeim sem koma hingað utan hins hefðbundna ferðatíma. Til þess liggja ýmsar orsakir. í því sambandi má nefna bætta aðstöðu á skíöa- svæðum höfuðborgarbúa hin síöari ár, en hingað kom margt fólk áður til þess fara á skíði í Hlíðarfjalli vegna góðrar ab- stöðu þar. Þótt dregið hafi úr skíðaferðum fólks af höfuðborg- arsvæðinu til Akureyrar, að minnsta kosti í bili, þá hef ég orðið var viö fólk sem komib hefur hingað norður — jafnvel ekib um fleiri en eina helgi til skíðaiðkana og látið þau orð falla að fljótlegra sé að aka hing- að norður en bíða við lyfturnar í Bláfjöllum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að sérstaða Ak- ureyrar til skíðaiðkana hefur minnkað á síðustu árum vegna bættra aðstæðna í þeim efnum á mörgum stöðum á landinu." Gunnar segir að höfuðborgar- búar hafi nokkuð abrar þarfir þegar þeir koma til Akureyrar en fólk af landsbyggðinni. „Þeir eru ekki að hugsa um aö versla og vilja oft hafa ákveðna dag- skrá til að fara eftir, þótt þeir séu að koma hingað í frí og skemmtiferðir. Margir þeirra eru að sækjast eftir menningarlífi; þeir fara í leikhús, líta inn á skemmtistaðina og slappa vel af. Landsbyggðarfólk er fremur að sækjast eftir borgarlífi með ferðum sínum hingað. Á mörg- um stöðum á landsbyggðinni er aðeins verslað með lífsnauð- synjar og fólk nýtir ferðirnar til þess að fara í búðir. Spyrja má hvar ýmis fatnaður — til dæmis karlmannafatnaöur — fáist í úr- vali utan Akureyrar, að höfuð- borgarsvæðinu frátöldu. Eins er með ýmsar fleiri vörur. Ég tel að þetta eigi nokkurn þátt í aukn- um ferðum landsbyggðarfólks hingað að haust- og vetrarlagi." Gunnar segir að eflaust mégi efla þessa möguleika nokkuð. Fjölbreytt menningarlíf og veit- ingahús höfði nokkuö til höf- uðborgarbúa, en verslanir dragi landsbyggðarfólk til sín, þótt það kjósi einnig að sækja leik- hús, veitingastaði og annab sem til boða stendur. Þegar Gunnar er inntur eftir því, hvort fólk úr tilteknum landshlutum sæki Akureyri meira heim en úr öðrum, þá segir hann fólk koma víða að. Þegar nágrannasveitunum í austri og vestri sleppir, nefnir hann Vesturland og kvaðst sér- staklega hafa orðið var við ferðahópa af Snæfellsnesi. Þó virbist sér sem Austfirðingar sækist einna mest eftir ferðum til Akureyrar og að dvelja þar. „Af þeim sökum tel ég mjög mikilvægt fyrir feröaþjónustuna hér, að þær vegabætur, sem nú er unnið að á leiðinni frá Norð- urlandi til Austurlands, gangi fljótt fyrir sig. Með greiðum heilsársvegi á milli þessara landshluta tel ég að Austfirðing- ar muni sækja í mun meira mæli til Akureyrar en veriö hef- ur. Öflugt verslunar- og menn- ingarlíf á Akureyri hefur veru- legt aðdráttarafl fyrir íbúa hinna dreifðu byggða og flestar þær feröir verða til utan hins hefðbundna ferðatíma — það er á þessu átta til níu mánaða tímabili sem við erum alltaf að berjast við að skapa aðstæður til þess að nýta." Vibtal: Þórbur Ingimarsson Ruglab botakerfi Það er örugglega mikið böl aö vera atvinnulaus og um það eru flestir sammála ab rétt sé að styrkja atvinnulaust fólk úr sam- eiginlegum sjóðum þjóðfélagsins. I mínum huga hafa atvinnu- leysisbætur einmitt verið hugs- aðar á fyrrgreindan hátt: Til þess að tekjulaust fólk hafi fyrir nauðþurftum, nóg er samt. Ég hygg að á sama veg álykti flestir sem velta fyrir sér at- vinnuleysisbótum, þeir telji að verib sé að bæta úr brýnni þörf og atvinnuleysisbæturnar séu einu tekjur viðkomandi. Þetta endurspeglast í umræð- um almennings um atvinnu- leysisbætur, menn hafa mestar áhyggjur af einhvers konar mis- notkun bótanna, t.d. „svartri vinnu" bótaþega eða að bæt- urnar hafi letjandi áhrif á vinnufýsi þeirra, og víst er að sumir hafa það miklu betra fjár- hagslega á bótunum en væru þeir í vinnu. Engum virðist detta í hug að bæturnar séu í sumum tilfellum hreinasta rugl, eins og góðvinur minn úr verkalýðsforystunni benti mér á um daginn. Hann nefndi mér tvö sláandi dæmi. Annað dæmið var um þá sem orönir eru 67 ára þegar þeir missa vinnuna. Þessir launþegar eiga rétt á eft- irlaunum úr lífeyrissjóöi sínum. En hver skyldi hafa trúað því, að Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE1 allt til sjötugs geti þeir líka feng- ið atvinnuleysisbætur! Er þetta heilbrigt? Eins er með þá sem misst hafa hluta af starfi sínu, til dæmis þá sem hafa verið í fullu starfi, en halda því síðan hálfu. Þaö er ekki spurt hversu miklar tekjur starfið gefi, og getum við því ímyndað okkur launþega sem haft hefur 150 þúsund krónur á mánuði og lækkar niður í 75 þúsund. Hann fœr hálfar at- vinnuleysisbœtur! Er þetta heil- brigt? Nei, þetta er rugl. Okkur sem hefur fundist að atvinnuleysisbætur eigi að vera til aö afstýra neyð, getur ekki fundist þetta heilbrigt eöa eðli- Iegt. Eða að þjóðfélagið sé aö greiöa þeim atvinnuleysisbætur sem hafa leigutekjur, vaxtatekj- ur eða söluhagnaö. Að atvinnu- leysisbætur virki eins og ríkis- tryggðar skaðabætur vegna þess tjóns sem af vinnumissi leiðir er langt frá þeim anda sem mín þjóðfélagskennd þekkir. Ég hef stundum verið hvass- yrtur gagnvart sofandahætti og sinnuleysi yfirvalda. Nú ætla ég ekki að láta nein orð falla, ég held að hver og einn lesandi minn hljóti ab hugsa sitt. Vinur minn klykkti út með einni staðreynd sem þessu máli tengist. Hann sagöi: „Ég er viss um aö atvinnuleysistölur myndu lækka um 10-20% ef við teldum þá ekki með sem eru orðnir 67 ára, en þiggja bætur og eru því á skrá." Skyldum við fá skýringar á þessu frá yfirvöldum? Og skyld- um vib þá líka fá að vita hvort einhver sé reiðubúinn til að viö- urkenna ábyrgð sína á þessu rugli? ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.