Tíminn - 27.07.1995, Side 11
Fimmtudagur 27. júlí 1995
ör
Í'toíww
Gubrún Sigurbardóttir
handavinnukennari
Þegar mér barst andlátsfrétt Gub-
rúnar mágkonu minnar ab morgni
afmælisdags hennar, 15. júlí, en
þann dag heföi hún orðið 90 ára,
komu upp í huga minn orð frænda
míns, Eiríks Einarssonar, er hann
viðhafði við andlát annars nákom-
ins vinar: „Sestur sólskinsdagur er."
Já, æviferill Guðrúnar var svo bjart-
ur og af henni stafaði slík hlýja, að
hann minnti helst á sólskinsdag, og
viö andlátsfréttina var eins og
drægi ský fyrir sólu, þó aö æviferill-
inn væri oröinn Iangur og þegar
mikið á hana lagt í hennar lang-
vinnu veikindum.
Ég man er fundum okkar Gub-
rúnar bar fyrst saman, en þá var
hún ung stúlka, 23ja ára gömul,
geislandi af lífsgleði og af henni
stafaði svo mikilli hlýju og góð-
leika, ab öllum leiö vel í návist
hennar. Þetta var árið 1928 og hún
var nýkomin til landsins frá Kaup-
mannahöfn, þar sem hún hafði ver-
ið við nám á annaö ár og kynnst þar
Gísla bróður mínum, sem var þar
einnig við nám, en í efnaverkfræði.
Hann hafbi svo ráðið hana í kaupa-
vinnu að Hæli um sumarið, og þar
varð hún strax eins og ein af fjöl-
skyldunni. Ég veit að ekkert okkar
gleymir þessu sumri, þegar hún
Gunna, eins og hún var jafnan
nefnd, kom í fjölskylduna og sýndi
okkur hvers hún var megnug í hlý-
leika, fórnfýsi,' skyldurækni og
dugnaði í að framfylgja sínum
ströngu kröfum til sjálfrar sín.
Nokkrum árum seinna giftu þau
sig, eba í árslok 1931, en þá hafði
Guðrún fengið stöðu sem handa-
vinnukennari vib Miðbæjarbarna-
skólann í Reykjavík og Gísli stöðu
sem bankaritari vib Landsbankann
í Reykjavík. Það var þrúgandi efna-
hagskreppa hér á íslandi á þeim
tímum, og það sama gilti í öllum
hinum vestræna heimi. En á Njáls-
götu 77, þar sem þau stofnuðu sitt
fyrsta heimili, var ekki að sjá að
þurrð væri á neinum veraldargæð-
um, þegar ungu hjónin tóku á móti
vinum og vandamönnum í litlu
íbúðina með sínum einföldu hús-
gögnum og sennilega af fremur litl-
um efnum.
Guðrún var af góðu fólki komin.
Faðir hennar var Sigurður Jónsson,
skólastjóri Miöbæjarbarnaskólans,
og móbir hennar, Anna Magnús-
dóttir, var einnig kennari þar. Hún
dó frekar ung og börnin urðu aö-
eins tvö, auk Guðrúnar Steinþór
Sigurösson, síðar stjörnufræðingur,
kennari og framkvæmdastjóri
Rannsóknarráðs, en hann fórst vib
rannsóknir í Hekiugosinu 1947 og
t MINNING
var mikill mannskaði að honum.
Hann var giftur Aubi Jónasdóttur
og áttu þau tvö börn: Sigurð Stein-
þórsson prófessor og Gerði Stein-
þórsdóttur, fv. borgarfulltrúa í
Reykjavík.
Sigurður skólastjóri giftist aftur
Rósu Tryggvadóttur og eignuðust
þau þrjá syni: Hróar, sem dó ungur,
Tryggva, sem var sjómaður, og Kon-
ráð lækni, fyrst lengi í Laugarási í
Biskupstungum, en síðan í Reykja-
vík.
Fjölskylda þeirra Gubrúnar og
Gísla stækkaði smátt og smátt. Fyrst
fæddist þeim dóttirin Anna árið
1933, en hún er íþróttakennari, gift
Geir Kristjánssyni skrifstofumanni
og eiga þau tvö börn og þrjú barna-
böm. Árið 1935 fæddist þeim önn-
ur dóttir, Margrét, sem var í mörg ár
kennari við Húsmæðraskólann á
Laugarvatni, en síðan nú í allmörg
ár forvörður við Þjóðminjasafnib.
Árið 1937 fæddist þeim dóttirin Sig-
rún, lyfjafræðingur, gift Jóhanni
Má Maríussyni, abstoðarforstjóra
Landsvirkjunar, og eiga þau fjögur
börn og þrjú barnabörn. Síban var
það 1946, að þeim fæddist sonur-
inn Gestur, jarðfræðingur, sem
starfað hefur í Mið-Ameríku og Afr-
íku um 10 ára skeið, en er nú starfs-
maður Reykjavíkurborgar, giftur
Erlu Halldórsdóttur mannfræðingi
og eiga þau tvö börn.
Þau Gunna og Gísli bjuggu ekki
lengi á Njálsgötunni, en fluttu á Ei-
ríksgötu 37, og þar voru þau til
1936 er þau fluttu á Barónsstíg 59,
en það varö mjög gestkvæmt og eft-
irminnilegt heimili. Þar bjuggu þau
til ársins 1956, en keyptu þá íbúb í
Stigahlíð 2. Þau höfðu fram að því
búið í þriggja herbergja leiguíbúð-
um, en í Stigahlíöinni var plássið
meira og vel rúmt um f jölskylduna.
En þó að íbúðirnar, sem þau bjuggu
í, væru lengi vel litlar, varð enginn
var vib það, því að það virtist alltaf
nóg pláss til að taka á móti nætur-
gestum, og vib skyldfólkið frá Hæli
áttum lengi þar vísan næturstað,
þegar vib þurftum að gista í bæn-
um.
Þau Gísli og Gunna voru einstak-
lega vinmörg, og því fengu þau
margar heimsóknir af samstarfs-
fólki, vinum og vandamönnum, og
gestrisni þeirra hjóna var næsta ein-
stæð. Heimilið var mikið menning-
arheimili, þar sem meðal gesta voru
gjarnan merk skáld og listamenn og
heimilisfaðirinn einnig ágætlega
heima í listum og bókmenntum.
Auk þess var hann duglegur ab spila
á píanóið, bæði merk músíkverk og
undirspil, þegar tekið var þar lagið,
sem oft var gert, einkum þegar við
hittumst þar f jölskyldan frá Hæli og
að sjálfsögðu oftar. Þau áttu einnig
mikiö af plötum og góð hljómflutn-
ingstæki, og því gafst þar oft tæki-
færi til ab hlýða á klassíska músík
flutta af ágætum listamönnum. Þau
hjónin stunduðu einnig alla tíð
tónleika Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar, og þegar fram í sótti fylgdu börn-
in með á þessa tónleika.
Gísli skipti um vinnustað á miðri
ævi og hóf störf vib Þjóðminjasafn-
ið og vann m.a. við uppgröft á
gömlum bæjarrústum. Þá var Gísli
lengi í stjórn Ferðafélags íslands, og
í sambandi við þessi störf feröuðust
þau hjón mikið með almenning-
svögnum, en einkabifreiö áttu þau
hjónin aldrei. Gunna var einnig oft
með Gísla, þegar hann var lengri
tíma burtu frá heimilinu við upp-
gröft, og hélt þá einskonar heimili
fyrir hann og þá stundum við mjög
frumstæðar aöstæbur. Þau fóru
einnig nokkrum sinnum saman í
langar utanlandsferðir til að heim-
sækja Gest son þeirra og fjölskyldu,
þar sem hann vann ab jarbhita-
rannsóknum.
Ég held ab ég hafi ekki veriö einn
um það að finnast heimilisbragur-
inn hjá þeim hjónum alveg einstak-
ur, og svo fallegur að gott er ab láta
hugann reika til þeirra tíma, þegar
þau hjón liföu lífinu saman á Bar-
ónsstíg 59 og Stigahlíö 2. Gunna
átti stóran þátt í því yndislega
heimili, sem þau áttu þar og gáfu
vinum og vandamönnum svo ríku-
legan aðgang að af örlæti og góð-
vild. Þau höfðu lifað saman í yfir 50
ár frá því þau giftust, þegar Gísli fór
að finna til heilsubilunar, sem við
öll vonuðum að yrði ekki alvarleg.
En svo reið af höggið, því að Gísli
lést fyrirvaralítib að kvöldi þess 4.
október 1984. Þetta var að sjálf-
sögðu mikið áfall fyrir Gunnu, sem
haföi á langri ævi bundið öll sín
störf og tilveru vib líf og störf
mannsins síns og fjölskyldu þeirra.
En hér reyndist Gunna jafnsterk og
alla tíð ábur. Hún kvartaði aldrei yf-
ir því sem hún hafði misst, þó að
við vissum að söknuður hennar
væri sár, en einbeitti sér að því aö
sinna í meira mæli en hingað til
þörfum barna og barnabarna, af
sinni umhyggju og gjöfulu hlýju.
Fyrir átta árum varö svo Gunna
fyrir miklu áfalli, þegar hún fékk
heilablóðfall og lamaðist þaö mik-
ið, ab hún varö ab nota hjólastól
það sem eftir var ævinnar, og jafn-
framt því skertist sjón hennar mik-
ið. En hún hélt fullum sálarkröftum
og kvartaði aldrei né vorkenndi
sjálfri sér, en naut einnig sérstakrar
umhyggju barna og barnabarna,
sem þau veittu henni af miklum
myndarskap og kærleika.
Nú, þegar við kveðjum þessa
sterku konu, sem lifði svo heil-
steyptu og fallegu lífsformi, sem hér
hefur verib lýst, þá er mér efst í
huga innilegt þakklæti og ekki síst
fyrir það, sem hún var konu minni,
þegar hún kom hér til lands ókunn-
ug öllum. Einnig vil ég þakka henni
fyrir sjálfan mig, allt frá skólaárum
mínum, og svo fyrir börnin mín,
sem litu á heimili þeirra Gunnu og
Gísla sem sitt annab heimili.
Vib vorum mörg að hugsa um
það, hvort við gætum heimsótt
hana á afmælisdaginn hennar nú
þegar hún yrbi níræð, til ab þakka
henni fyrir svo margt frá liðnum ár-
um. En hún var þá farin brott héð-
an snemma þann morgun, og ég
veit hvern hún hefur þá vonab að
hitta, að sjálfsögðu fyrst og fremst
manninn sinn, hann Gísla, sem var
svo erfitt að kveðja, en hún haföi
svo oft óskab sér að fá að hitta aftur.
Það kveöur hana nú stór og öfl-
ugur hópur barna og barnabarna,
ásamt þeirra venslafólki, frændum
og vinum, þakklátum huga, og við
finnum það öll hve mikiis virði hún
Gunna var okkur öllum og hve
vandfyllt er skarbið eftir hana.
Ég vil svo aö lokum þessara fá-
tæklegu orða votta börnum hennar
og öllu venslafólki innilega samúð
við fráfall hennar, og sendi þessari
heiðurskonu hinstu kvebju með
innilegri þökk fyrir líf hennar og
störf.
Hjalti Gestsson
DAGBÓK
Fimmtudagur
2 Í
júií
208. dagur ársins -157 dagar eftir.
30. vlka
Sólris kl. 04.16
sólarlag kl. 22.50
Dagurinn styttist
um 6 mínutur
Utgáfutónieikar Exems
Hljómsveitin Exem, sem nýlega gaf
út geislaplötuna Kjöttromman, held-
ur útgáfutónleika á veitingastaðnum
Tveir Vinir vib Laugaveg í kvöld,
fimmtudag, kl. 22. Exem skipa þeir
Einar Melax og Þorri Jóhannsson, en
þeim til aðstoðar em nú K. Máni á gít-
ar, Kristrún Gunnarsdóttir á bassa og
fleiri. Á undan Exem leikur hljóm-
sveitin Seibur, en hana skipa Tryggvi
Gunnar Hansen og fleiri.
Geislaplatan Kjöttromman er gefin
út af Smekkleysu sm/hf. Um Kjöt-
trommuna stendur skrifað, að tónlist-
in byggi á fomum gmnni með hæg-
þungu hljómfalli og seiðandi síbylju.
Þeir Exemistar telja sjálfir Kjöttromm-
una vera einskonar ofnæmisviðbrögö
viö heilakláða vegna áreiti dægur- og
opinberrar menningar.
Regnboginn:
Forsýning á Forget
Paris
í dag, fimmtudag, forsýnir Regn-
boginn gamanmyndina Forget Paris
— Gleymdu París — sem fjallar á
kostulegan hátt um hvaö tekur við í
hjónabandinu þegar hveitibrauðsdög-
unum sleppir. í aðalhlutverkum em
þau Billy Crystal og Debra Winger, en
Crystal er einnig leikstjóri myndar-
innar og einn af höfundum handrits.
Mickey Gordon er uppsperrtur orð-
hákur og atvinnudómari í körfubolta-
deildinni bandarísku. Hann er sáttur
við stöðu sína sem piparsveinn þar
sem allt er í föstum skorðum. En til-
vera hans tekur stakkaskiptum þegar
hann verður ástfanginn af eitilhörö-
um landa sínum sem býr í París.
Kvartett Stefáns Stef-
ánssonar í Deiglunni
Kvartett Stefáns S. Stefánssonar
flytur blöndu af fmmsömdu efni og
standördum í Deiglunni á Akureyri í
kvöld. Þeir leika einnig verk af vænt-
anlegum geisladiski Stefáns, sem ber
nafniö „f þorpi drottningarengl-
anna". Með Stefáni, sem leikur á sax-
ófóna, leika þeir Hilmar Jensson á gít-
ar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Einar
Valur Scheving á trommur.
Tónleikamir hefjast kl. 22 og er að-
gangur ókeypis.
Gerbuberg lokab
Menningarmiðstöðin Gerðuberg er
lokuð til 14. ágúst. Viöskiptamönnum
er bent á að skrifstofan er opin frá kl.
10-14 á því tímabili.
Þann 14. ágúst verður opnaö aftur,
en lokað veröur um helgar til 1. sept.
Félagsstarf eldri borgara hefst á sama
tíma. Óbreyttur opnunartími Borgar-
bókasafns, þ.e. mánudaga-fimmtu-
daga kl. 9-21 og föstudaga kl. 9-19.
1. ágúst breytast símanúmer Gerðu-
bergs og er vakin athygli á nýju núm-
erunum, en þau verða 567 4070 og
567 1060. Faxnúmerið verður áfram
það sama, eða 557-9160.
Orgeltónleikar í
Oddakirkju
Orgeltónleikar veröa í Oddakirkju á
föstudagskvöld kl. 21. Þar koma fram
þeir Bjami Þór Jónatansson, organisti
í Grafarvogskirkju, og Guömundur
Sigurðsson, organisti í Lágafellskirkju
í Mosfellsbæ.
Aðgangur er ókeypis, allir velkomn-
ir. Heitt á könnunni eftir tónleikana.
Tónleikarnir em liöur í orgeltón-
leikaröð Oddakirkju.
APÓTEK
Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I
Reykjavík frá 21 tll 27. júll er I Ingólfs apótekl og
Hraunbergs apótekl. Það apótek sem fyrr er nefnt
annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi tll kl. 9.00
að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum.
Upplýsingar um læknls- og lyf Jaþjónustu eru getnar
Islma 18888.
Neyðar rakt Tannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátíóum. Símsvari 681041.
Hafnarfjðrður: Hafnarijaröar apótek og Noröurbæjar apó-
tek eru opin á virkum dðgum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis
annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl.
10.00-12.00. Upplýsingar I símsvara nr. 51600.
Akureyrt: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin
virka daga á opnunartima búða. Apótekin skiptast á sina
vikuna hvort aó sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á
kvöldin er opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu. til kl.
19.00. Á helgidögum er opió frá kl. 11.00-12.00 og 20.00-
21.00. Á öórum timum er lyfjafræóingur á bakvakt. Upplýs
ingar eru gefnar I síma 22445.
Apótek Keflavlkun Opió virka daga frá kl. 9.00-19.00.
Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-
18.00. Lokaó i hádeginu milli kl. 12.30-14.00.
Seltoss: Selfoss apótek er opió Kl kl. 18.30. Opió er á laug-
ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opió virka daga 51 kl. 18.30.
Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00.
Garðabær: Apótekió er opió rúmhelga daga kl. 0.00-
18.30, en laugardaga Id. 11.00-14.00.
ALMANNATRYGGINGAR
1. júlí 1995
MinabargrdMur
Elli/örorkulífeyrir (grunnlifeyrir) 12.921
1 /2 hjónalífeyrir 11.629
Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 29.954
Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 30.793
Heimilisuppbot 10.182
Sérstök heimilisuppbót 7.004
Bamalífeyrir v/1 barns 10.794
Meðlag v/1 barns 10.794
Mæöralaun/feðralaun v/1 barns 1.048
Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna 5.240
Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri 11.318
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða 16.190
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða 12.139
Fullur ekkjulífeyrir 12.921
Dánarbætur í 8 ár (v/ slysa) 16.190
Fæðingarstyrkur 26.294
Vasapeningar vistmanna 10.658
Vasapeningar v/ sjúkratrygginga 10.658
Daggreiöslur
Fullir fæðingardagpeningar 1.102,00
Sjúkradagpeningar einstaklings 552,00
Sjúkradagp. fyrir hvert barn á framfæri 150,00
Slysadagpeningar einstaklings 698,00
Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri 150,00
í júlí er greidd 26% uppbót vegna launabóta á
fjárhæðir tekjutryggingar, heimilisuppbótar og
sérstakrar heimilisuppbótar. Uppbótin skerðist vegna
tekna í sama hlutfalli og þessir bótaflokkar skerðast.
GENGISSKRÁNING
26. Júlf 1995 kl. 10,53 Opinb. vidm.oenal Genai
Kaup Sala skr.func. •
Bandarlkjadollar 63,04 63,22 63,13
Sterlingspund ...100,47 100,73 100,60
Kanadadollar 46,39 46,57 46,48
Dönsk króna ...11,627 11,665 11,646
Norsk króna .. 10,191 10,225 10,208
Sænsk króna 8,847 8,877 8,862
Finnsktmark ...14,939 14,989 14,964
Franskur franki ...13,045 13,089 13,067
Belglskur frankl ...2,2003 2,2079 2,2041
Svissneskur franki... 54,40 54,58 54,49
Hollenskt gyllini 40,38 40,52 40,45
Þýsktmark 45,25 45,37 45,31
ítðlsk llra 0,03936 0,03954 6,453 0,03945 6,441
Austurrlskur sch ,.!.6,429
Portúg. escudo ,.0,4327 0,4345 0,4336
Spánskur peseti ,.0,5272 0,5294 0,5283
Japanskt yen ..0,7157 0,7179 0,7168
Irskt pund ..103,49 103,91 98,24 103,70 98,05
Sérst dráttarr ....97Í88
ECU-Evrópumynt ....84,04 84,34 84,19
Grlsk drakma -.0,2791 0,2801 0,2796
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í
| KRINGUM LANDIÐ
MUNIÐ ÓDÝRU
HELG ARPAKK AN A
OKKAR
REYKJAVÍK
568-6915
AKUREYRI
461-3000
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar