Tíminn - 28.07.1995, Page 5

Tíminn - 28.07.1995, Page 5
1 Föstudagur 28. júlí 1995 Wmámt 5 Úrbótamenn á Akureyri: Ætla að reisa um 40 orlofshús á fjórum árum auk annarra verkefna Úrbótamenn, þeir Þórarinn Kristjánsson, Sveinn Heiöar Jónsson og Hólm- steinn Hólmsteinsson, á leiö af hádegisfundi, en þeir hittast reglulega í hádeginu einu sinni í viku fyrír utan óformlega fundi og rœöa um fram- kvœmdir sem þeir hafa meö höndum og um atvinnumál á Akureyri. Á útmánuðum var undirritað- ur fyrsti kaupsamningurinn um sölu á orlofshúsi í nýju or- Iofshúsahverfi vib Kjarnaskóg á Akureyri. Sölumi&stöð hrað- frystihúsanna keypti fyrsta húsið, en framlei&endur þeirra eru Urbótamenn hf. á Akur- eyri. Úrbótamenn eru þeir Hólmsteinn Hólmsteinsson, Sveinn Heiðar Jónsson og Þór- arinn Kristjánsson. Fyrir nokkrum árum hófu þessir þremenningar a& koma reglu- lega saman og ræða um at- vinnumál og þá einkum hvaða leiðir mætti finna til að efla at- vinnulíf á Akureyri. Frá þeim tima er þeir héldu fyrsta kaffifundinn hefur mikið vatn mnnið til sjávar og þre- menningarnir lagt hönd að ýms- um málum er til framfara horfa á Akureyri. Er þar fyrst ab nefna að þeir vom aðalhvatamennirnir ab stofnun Hlutabréfasjóðs Norður- lands og einnig að stofnun Úr- vinnslunnar hf. Þá hófu þeir fljótlega að huga að byggingu or- lofshúsasvæðis og vinna að und- irbúningi þess máls sem nú er komið á það stig að fyrstu tíu or- lofshúsin munu rísa af gmnni í sumar, en fyrirhugað er ab byggja allt að 40 orlofshús á svæbinu norðan Kjarnaskógar. Þremenningarnir em allir þátt- takendur í atvinnulífi á Akureyri. Hólmsteinn Hólmsteinsson rek- ur fyrirtækið Möl og sand hf., en meginstarfsemi þess tengist framleiðslu á steinsteypu og byggingahlutum úr steini. Sveinn Heiðar Jónsson rekur Tré- smíðaverkstæbi Sveins Heibars hf. og hefur þab fyrirtæki býggt fjölda íbúða á liðnum ámm, auk almennrar verktöku í húsasmíði á Akureyri og í eyfirskum byggð- um. Þórarinn Kristjánsson stofn- aði Gúmmívinnsluna hf. fyrir rúmum áratug og hóf fram- leiðslu úr endumnnu gúmmíi. Þremenningarnir vom kunningj- ar og hittust oft og spjölluðu saman. Þeir neita því ekki, ab upphaf Úrbótamanna hafi oröið á kaffihúsi - í það minnsta í kaffitíma - og umræðan aukist orð af orði þar til þeir hófust handa með framkvæmdir. Leit ab færum at- vinnutækifærum „Okkur rann til rifja hvað at- vinnulífið virtist eiga erfitt upp- dráttar og allt athafna- og mann- líf einkenndist af samdrætti," sagði Sveinn Heiðar Jónsson, einn þremenninganna. Við ákváðum þó strax að fara meb allri gát og athuga vel hvaða hugmyndir gætu orðið fram- kvæmanlegar." Þórarinn Kristjánsson benti á að Úrbótamenn væm í raun at- vinnuskrifstofa, því hugmynd þeirra hefbi fyrst og fremst verið ab leita atvinnutækifæra og reyna eftir megni að hrinda þeim í framkvæmd. Þeir kváðust strax hafa oröið varir vib mikinn áhuga á hvað þeir væra að fást við og einnig að ákveðnar vænt- ingar væm gerðar til þeirra. I fyrstu var lögð áhersla á ab gera stofnun hlutabréfasjóðs að vemleika; sjóbs sem fyrstu árin yrði einvörðungu ávöxtunar- sjóbur, en gæti síðar nýst til að efla framkvæmdir og atvinnulíf. Þróunarstarf við endurvinnslu plasts Endurvinnslumálin vom einn- ig fljótt sett á dagskrá. Einn þre- menninganna, Þórarinn Krist- jánsson, rak þegar fyrirtæki sem að miklum hluta starfaði að end- urvinnslu. Þórarinn er einnig mikill áhugamaður um endur- vinnslumál, sem hann kvaðst fyrst hafa kynnst þegar hann hafi búib í Svíþjóð fyrir um ein- um og hálfum áratug. Úrbótamenn beindu sjónum sínum einkum að plastúrgangi hvað endurvinnsluna varðar, en þar sem plast er mikib notað til umbúða, skapast vemlegur vandi við að losna við notaðar umbúbir. „Það var ekki síst bændaplastið — það plast sem nú er farið að geyma hey í — sem við beindum sjónum að," sagði Sveinn Heibar, en einnig fellur mikið hráefni til endurvinnslu þegar fiskikör og kassar em tekin úr notkun. Þessar hugmyndir leiddu til stofnunar Urvinnsl- unnar hf., sem nú er farin að endurvinna efni úr plasti og dag- blöbum. Endurvinnslan hefur kostað mikið þróunarstarf, meðal ann- ars við að finna heppilegar vélar og vinnsluferli við endurvinnsl- una og hafa ýmsir aðilar auk Úr- bótamanna lagt því starfi lib. Stefnt aö afhend- ingu fyrsta hússins í byrjun ágúst Úrbótamenn hittast stöðugt reglulega, fjalla um atvinnumál og huga að mýjum möguleikum og tækifæmm. Þeir kváðust vera að huga ab ýmsum málum, en þau væm enn á umræðu- og mótunarstigi. Stærsta verkefniö í augnablikinu væri ab vinna að byggingu orlofshúsanna, en á síðasta vetri var smíði tíu húsa boðin út. Nokkur tilboð bámst og var samib um smíði sjö hús- anna við byggingaraðila á Sauð- árkróki og þrjú þeirra em í smíð- um á Akureyri. Þá er veriö að leggja lokahönd á frágang gatna og lagna um orlofshúsasvæðið, auk þess sem undirbúningur tíu fyrstu gmnnanna er kominn vel á veg. Stefnt er að afhendingu fyrstu húsanna í byrjun ágúst næstkomandi. Sveinn Heiðar Jónsson sagði að eftirspurn réði nokkm um hvað hratt yrði ráðist í ab byggja næsta áfanga, en áætlun þre- menninganna geri ráð fyrir ab smíði húsanna fari fram á þrem- ur til fjómm ámm. Allt að 200 manns a& sta&aldri á svæö- inu í framtíöinni Tilkoma sumarhúsanna mun efla ferðaþjónustu á Akureyri verulega. Úm er að ræða heilsárs- hús, sem gera verður ráb fyrir ab verði í notkun að meira eða minna leyti árið um kring. Ef miðað er við ab 40 hús verbi reist á orlofssvæðinu, má reikna með að allt að 200 manns dvelji þar mikinn hluta ársins. Þremenningarnir segja að vart hafi orðið áhuga þeirra félaga- samtaka og starfsmannafélaga, sem eiga orlofsíbúðir á Akureyri, að skipta þeim íbúðum fyrir hús á orlofshúsasvæðinu. Nokkur vandi sé samfara því ab starf- rækja orlofsíbúðir í fjölbýlishús- um og muni ýmsir því sjá sér hag í að skipta á þeim og orlofshús- unum. Gert er ráð fyrir að húsin verði seld til félaga og samtaka, en þó er einnig inni í myndinni að selja einhvern hluta þeirra einstaklingum. Fyrirhugað er aö efna til sýn- ingar á fullbúnu orlofshúsi í Kjarnaskógi í ágúst og gefst al- menningi þá sérstakt tækifæri til að kynnast þessum húsum. Gó&a fer& til Kína, barónessa von Botzenheim Einhver eftirminnilegasta mannvera, sem ég hef kynnst um dagana, er barónessa von Botzenheim, herforingjaekkja, svo sem hún kynnti sig á nafn- spjaldi sínu. Því miður var aldrei um nein samskipti ab ræba okkar í milli, enda kynntist ég henni aðeins á nokkrum síbum þeirrar frábæru bókar, Góði dátinn Svejk, eftir Tékkann Jaroslav Hasek. Síðan eru liðnir nærri þrír ára- tugir. En þab kemur ekki í veg fyrir, ab barónessa von Botzen- heim skjóti upp kollinum í huga mér af og til. Þannig var, að Svejk var á leið til vígstöðvanna í upphafi fyrri heimsstyrjaldar, en rambaði þá inn á hersjúkrahús, auðvitað fyr- ir slysni. Og sem hann lá þarna innan um skrópagemlinga, sem lugu sér upp hverskonar krank- leika til að sleppa undan her- þjónustu, og aðra, sem her- stjórnin taldi brýnt að þjónuðu keisaranum sem fallbyssufóður, þótt þeir væru þegar hálfdauðir í fúlustu alvöru, þá veit hann ekki fyrri til en að honum svífur þessi engill, barónessa von Botzen- heim, herforingjaekkja meb nafnspjald. Barónessan var ákaflega með- vituð kona. Hún var svo meðvit- uð, að hún var nánast meðvit- undarlaus úr einskærri mebvit- und. Því vildi hún ekki láta sitt eftir liggja á örlagaþmngnum tímum í sögu austurríska keis- aradæmisins. Og einmitt þess- vegna flögraði þessi engill, bar- ónessa von Botzenheim herfor- ingjaekkja, inn á hersjúkrahúsið þar sem sá góbi dáti Svejk lá í gigtarkasti. Ekki skiptir meginmáli hvern- ig á því stóð, en þessi eðalkvinna hafbi frétt af Svejk og bitið það í sig að hann væri hetja. Hún var því komin að sjúkrabeði hans, til ab færa honum mat og drykk og hvetja hann til dáða fyrir Frans gamla Jósep keisara. Hver urðu sámskipti þeirra Svejks og bar- SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON ónessu von Botzenheim er held- ur ekki stóra málið. Þab sem máli skiptir, er að barónessan hafði lagt á sig langt og strangt ferðalag til þess eins að líkna góða dátanum Svejk og hvetja hann til dáða. M.ö.o., hér var á ferbinni upplýst nútímakona með snoturt hjartalag, sem lagði á sig erfiði til ab meðvitund hennar og kærleiki mætti vera lýðum ljós. Enda varð hún fræg fyrir vikib. En barónessa von Botzenheim varð ekki aðeins fræg. Hún varð eilíf. Og hún margfaldabist. Hana er að finna um veröld víða. Hún er prinsessa sem klappar sjúku barni á kollinn, umkringd blaðaljósmyndumm og sjónvarpssnápum. Hún er poppstjarna sem heldur líknar- tónleika til að auka söluna á nýj- ustu plötunni. Og hún er menntuð og meðvituö smáborg- arafrú, sem æðir alla leið austur til Kína, í þeirri trú ab ræðuhöld og kvennahjal muni jafnvel snúa harðsvíruðum barnamorð- ingjum til betri vegar. Skyldi nokkurn undra, þótt minning barónessu von Botzen- heim sé í mínum huga órjúfan- lega tengd eftirfarandi upphafi ljóbsins Lofkvæði til heims- kunnar eftir Hannes Hafstein: Lútandi sit ég hér. Lofkvœbi flyt ég þér alheims drottnandi, aldrei þrotnandi, þéttgjörva, þrekbyggða, þrautgóða, eldtryggða, margreynda, háttvirta heimska! FÖSTUDAGS- PISTILL ÁSGEIR HANNES VÍKINGAR, HEST- AR OG NÁTTÚRAN Loksins eru menn farnir að taka ferðaþjónustuna alvarlega hér á landi. Til skamms tíma var sú hugsun ríkjandi að náttúra landsins sé nógu góö oní ferðamanninn án frekari fyr- irhafnar. Menn hafa jafnvel gert út á sólina í bæklingum til útlendinga og boðiö frægum sólarströndum byrg- inn héðan frá heimskautsbaug. En nú er þessi hugsun að breytast og ferðabændur um allt land að vakna til lífsins. Sífellt fleiri leita nú uppi sér- kenni í átthögum og finna nýjar for- sendur fyrir ab bjóða gestum heim í hérað. Merkilegasta starfið af þessum toga er tvímælalaust unnið í Hafnar- firði. Þar er búib að kortleggja álfa- byggðir og aðra skemmtilega hluti á mörkum hins sýnilega heims. Fleira er í gangi hjá Göflurum, eins og her- útboðib Vinir Hafnarfjaröar. En þarmeð er ekki öll sagan sögb. Víkingahátíðin í Hafnarfirði er ein- hver merkasta tilraun á svibi ferða- mála á íslandi og ekki verbur betur séð en hún hafi tekist meb sóma. Pistilhöfundur var undrandi að sjá hve mikið var lagt í dagskrá hátíbar- innar. í tjaldbúðunum rak hver við- burðurinn annan og hámenntað fólk á öllum svibum hélt merkilega fyrir- lestra um sín sérstöku viðfangsefni á Háskólaplani. Þjálfabir vígamenn tóku til hendinni og vógu hvern ann- an með sögulegum stæl. Fjörukráin í Hafnarfirbi er orðinn alþjóða sama- stabur fyrir víkinga heimsins. Nú ber vel í veiöi fyrir ferðaþjón- ustu víkinga ab í landinu skuli starfa öflugt trúfélag Ásatrúarmanna undir leibsögn jörmundar Inga allsherjar- goba og fleiri litríkra manna. Enda gripu gestir á víkingahátíð gæsina og létu pússa sig saman að heiðnum sið. Víkingahátíð í Hafnarfirði hlýtur að teljast til merkari atburða á íslandi í langa tíð og hana sóttu fleiri er- lendir ferbamenn en HM í hand- knattleik. Þjóðin býr líka það vel ab eiga marga sögustabi vib hæfi og Al- mannagjá eignast loksins nýtt líf í þessu samhengi. Abrir staðir eiga líka sína möguleika og nú eru Dalamenn að endurreisa laug Bolla og Kjartans. Snorralaug bíður í Reykholti og fæb- ingarstaður Leifs Eiríkssonar er ekki langt frá. Leifur er eina íslenska nafn- ið sem milljónatugir manna vestan hafs og víbar þekkja á íslandi fyrir ut- an bæjarnafnib Keflavík, sem sein- heppnir Suðurnesjamenn vilja nú leggja niður. Saga Bandaríkjanna er til dæmis bæbi stutt og fátæk saga. Hún hefur raunar frá litlu að segja og byggir á ofbeldi í þrjú hundruð ár: Þjóbar- morb á raubskinnum og þrældómur á blámönnum ásamt bræðravígum í borgarastríði. Búið. Fáir menn koma vib sögu Bandaríkjanna sem kunna ab lesa, og ekki þarf langa göngu- ferb um Washingtonborg til ab sjá að þeir reisa eingöngu styttur af her- foringjum. Svo fátæku ferðafólki geta íslendingar vel hjálpab til að eignast góðar sögur að segja nágrönnum sínum vib heimkomuna í úthverfin. Sumarib 1995 leiðir væntanlega í Ijós ab íslendingar eru á réttri braut: Náttúran, hestarnir og arfur víking- anna er allt sem þarf til ab gera ís- lenskan ferðaútveg að stóribju.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.