Tíminn - 01.08.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.08.1995, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 1. ágúst 1995 Hrníiifi® STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Einhliða frétta- flutningur um landbúnabarmál Grundvallaratriði góðrar fréttamennsku er að segja sannar og réttar fréttir og flytja góðar frétta- skýringar. Það þykir ein af undirstöðum lýðræðis- þjóðfélags að fjölmiðlar séu frjálsir og geti miðlað upplýsingum til fólks. Allt þetta leggur fjölmiðlum skyldur á herðar, og ekki síst á þetta við fréttir og umfjöllun um þær. Oft er um það rætt, að klipptar og niðursoðnar erlendar fréttir gefi ekki rétta mynd af raunveru- leikanum, og áreiðanlega er mikið til í því. Hitt kemur einnig fyrir að umfjöllun um innlend mál- efni er einhliða og gefur ekki nema takmarkaða mynd af þeim veruleika sem fréttin á að lýsa. Stöð 2 rekur öfluga fréttastofu með reyndu fólki, og oftar en ekki eru fréttatímar Stöðvarinnar góðir og líflegir. Hins vegar er eins og fréttamönnunum fatist flugið þegar fjallað er um landbúnaðarmál, og annars ágætir fréttamenn falla í þá gryfju að fjalla einhliöa um málin og sleppa meginatriðum. Nýlega birtist frétt á Stöðinni um það að ef ríkis- styrkir til landbúnaðar yrðu felldir niður, þá mundi vera hægt að leggja slitlag á það sem eftir væri af hringveginum á einu ári og eiga afgang til vegalagninga í Borgarfirði. Fréttamaðurinn kemur þarna með viðmiðun sem er rétt út af fyrir sig, en segir ekki nema helminginn af sögunni. Alla um- fjöllun vantar um aðrar afleiðingar þess að fella niður umræddan ríkisstuðning. Mundi það ein- göngu þýða vegi með bundnu slitlagi og svo væri skattgreiðandinn laus allra mála? Stuðningur við landbúnað er ekki einstakt fyrir- brigði hérlendis. Hjá þjóðum Evrópusambandsins er svimháum upphæðum varið til stuðnings við Iandbúnaðinn. Það fer ekki mikið fyrir umfjöllun um það hvers vegna það er hægt að ná pólitískri samstöðu um slíkar álögur á skattgreiðendur í ná- grannalöndunum. Ástæðurnar eru bæði félagsleg- ar, atvinnulegar og menningarlegar. Af þessum ástæðum sættir almenningur og stjórnmálamenn í þessum ríkjum sig við þennan stuðning. Sama er upp á teningnum hér. Málið er alls ekki svo einfalt að afnám stuðnings við landbúnað miundi eingöngu þýða aukna vegagerð. Kostnað- urinn myndi koma inn um bakdyrnar aftur í auknu atvinnuleysi og margs konar félagslegum stuðningi og vandamálum. Þaö hefur lítið verið fjallað um þessa hlið málsins. Fréttaflutningur eins og sá, sem hefur verið stundaður um landbúnaðarmálin, er ekki sann- gjarn. Það er ekkert sem mælir gegn því að fjallað sé á gagnrýninn hátt um atvinnuvegina í landinu, en sú umfjöllun verður að sýna sem flestar hliðar mála, ef hún á að vera marktæk. Helgi ársins Nú fer aö líða ab helgi ársins, versl- unarmannahelginni. Reyndar hefur Garri undanfarin ár setið heima þá helgi. Hann er hins vegar aö hugsa um að breyta til núna og fara út á lífið. Þaö þýðir ekki aö sitja heima þegar þjóbin er ab skemmta sér, horfa á auöar göturnar í Reykjavík og fara þess á mis að fá „kikk" út úr því að vera hluti af bílaröð, sem nær frá Reykjavík og austur að Þjórsá. Hvert skal halda? Hins vegar verður Garri ab viður- kenna að það er úr vöndu að ráða hvert skal halda. Hann hefur beyg af brennivínsberserkjum og hvers konar líkamlegum átökum, og vill sniðganga slíkt. Hins vegar er óþarfi að hafa áhyggjur, því að allir samkomu- haldarar, sem auglýsa -uppákomur sínar vítt og breitt um landsbyggð- ina, keppast við að auglýsa sam- komur fyrir alla fjölskylduna þar sem allt er í einingu andans og á bandi friðarins og líkara sunnu- dagaskóla en róstusamri útihátíð. Það virðist vera á ferðinni margur misskilningurinn varðandi þessar samkomur. Hræddir við Uxann? Þab var upplýst í blöðum nú ný- verið að íbúar í Skaftárhreppi hin- um vistvæna væru skjálfandi á beinunum vegna mikillar tónlistar- hátíðar, sem væntanlega verbur haldin þar um næstu helgi. Svo mikill er viðbúnaðurinn, að hafa verður herútboð á Bretlandseyjum til þess ab flytja búnab til landsins til þess að framleiða hávaða. Tím- inn upplýsti að allir fíkniefnasalar landsins mundu mæta á svæðið. Forsvarsmenn hátíðarinnar full- yrða að þama verði allir bláedrú, brennivínsbann verði á svæðinu og hávaðinn sé í þágu friðar. Eina vandamálið, sem fyrirsjáanlegt er, eru krumlumar á Friðriki Sophus- syni, sem seilast í vasa samkomu- haldaranna og heimta viröisauka- skatt, sem enginn hafði reiknað með því að borga. Uxinn sé sem sagt fjölskylduhátíð og íbúar Skaft- árhrepps geti andað rólega. GARRI Úti í Eyjum Þjóðhátíðin í Eyjum er ein af þeim samkomum sem Garri hefur litið til, og reyndar finnst honum koma sterklega til greina að fara þangab. Veldur þar ekki síst um, að þingmaður Vestmannaeyja er bú- inn að tjá sig um málið og upplýsir að drykkjuskapur sé nær óþekkt fyr- irbrigði á þeirri hátíð, og þar aö auki „flestir í fötum" svo notuö séu orð Árna Johnsen í viðtali við Tímann á föstudaginn var. Þarna er maður, sem hefur yfirsýn yfir sitt fólk og lætur sig ekki muna um að hafa kontról á því hverjir eru í fötum og hverjir bregöa sér úr á þessari miklu hátíð. Garri efast ekki um að eftir versl- unarmannahelgina verður ekki skortur á fréttum um að hún hafi farið friðsamlega fram og allt sé í góðu lagi. Generalprufan ab baki Generalprufan fyrir verslunar- mannahelgina fór fram um síðustu helgi, og hún var friðsamleg og ró- leg. Einstaka maður var með derr- ing. Maður á Hornafirði sá sjálfan sig í spegli og gaf sjálfum sér á 'ann, sem var hættulegt, því ab spegillinn var á milli. Annar kavaler á þeim stað skallaði konu, að sögn. Maður beit mann á ísafirði. Tólf ára strákur norður í Húnavatnssýslu tók æf- ingu á bremsulausum rússajeppa og lagði af stað til Reykjavíkur á hon- um. Sautján unglingar voru hýstir hjá lögreglunni í miðbænum eftir að börunum hafði verið lokab þar. Þetta er lausleg upptalning af út- síðu DV í gær, en aðalfréttin er þó um hina nýju atvinnugrein, sem stunduð er af krafti hér í bæ, að stela frá fólki og selja því svo góssið aftur á niðursettu verði. Þetta er hin nýja tegund af útsölum sem ryður sér til rúms. Hættur við að fara Garri er að öllu þessu athugubu að hugsa um að vera heima um helgina og passa tölvuna sína, því fáir verslunarmenn eru í fríi um verslunarmannahelgina og örugg- lega mun þessi nýja stétt þeirra ekki taka sér frí frekar en hinir verslunar- mennirnir. Gani Laumuspil hinna útvöldu Mörgum er misbobið þegar skatt- skrá er lögð fram. Sumum mis- býður þegar þeir sjá hvað Skatt- mann er frekur á að taka til sín af- lafé þeirra. Öörum er misbobið þegar þeir sjá hve aðrir greiða lítiö til samfélagsins og enn öðrum þegar farið er að tíunda tekjur há- launamanna og starfsstétta. í eina tíð blöskraði einstaka höfðingsmanni hve lítið var lagt á hann og kærði að hann Jón í næsta húsi bæri hærra útsvar og heimtuöu að fá að borga meira en nágranninn til að vera ekki minni en hann í augum samborgaranna. Lítið fer fyrir stórmennsku af þessu tagi nú til dags, nema helst að ákafur athafnamaður leikur skattakóng í skattskránni áratug- um saman meö því að vera skrif- aður fyrir fyrirtækjasamsteypu og skrifa hana sem einstakling á skattskýrslu. En algengast er að stóreignamenn og hátekjufólk hvers konar skammast sín ekkert fyrir ab vera svo gott sem skatt- laus og liggja svo uppi á samfélag- inu og njóta allra kosta velferðar- kerfis þess. Þessi bónbjargalýður nýtur furöumikillar virðingar, sé miðað við sveitarlimi fyrri tíðar, en á þeim er bitamunur en ekki fjár. Jafnaöarmennska hinna fáu Deila má um hve smekklegt það er að reikna út tekjur manna eftir skattskrá og birta í fjölmiðlum. Er þá geröur samanburbur á stéttum og launatekjum milli manna og atvinnugreina. Sá hrikalegi tekjumunur, sem þarna kemur fram, er ab vönum umræðuefni manna á meðal í fá- mennu þjóbfélagi, sem þar að auki stærir sig af jöfnuði, þab er að segja að þeir sem betur mega og gegna háum embættum rausa um jöfnubinn, en hinir þegja þunnu hljóði. Enda vita þeir sem er, að jafnaðarbulliö er helber lygi sem borin er fram með öörum hálfsannleika á tyllidögum. Skattskráin er ekki endilega sá mælikvaröi á mánaðarlaun og tekjur yfirleitt sem fram kemur í útreikningum fjölmiðlanna. En gób leiðbeining samt um til hvaða upphæða menn eru metn- ir. Þótt staðhæfa megi meö gildum rökum að það sé brot á friðhelgi einkalífs manna, að gefa upp tekj- ur þeirra í fjölmiðlum, er sjálfsagt Á víbavangi að tekjur þeirra, sem þiggja laun úr opinberum sjóðum, séu gefin upp. Tekjurnar eru greiddar af skattgreiðendum og þeir eiga heimtingu á að vita hvernig út- gjöldum er variö. Upplýsingaskylda lýðræðisins í Bandaríkjunum eru laun allra kjörinna fulltrúa opinber, hvort sem þeir starfa á vegum alríkis eða fylkja. Þegar skipt var um borgar- stjórn í New York síbast, birti víö- lesnasta blað borgarinnar myndir af öllum æöstu embættismönn- um sem rábnir voru eða endur- rábnir, og meðal upplýsinga um þá voru launatekjur hvers og eins og fríðindi. í uppsláttarritum er hægt að finna kaup forseta USA, fylkisstjóma einstakra fylkja og svona má lengi telja. Bandaríkjamenn telja aö upp- lýsingar um laun og risnu opin- berta starfsmanna sé hluti af lýð- ræbinu. Á þetta er bent til aö minna á aö laumuspil með tekjur er ekki alls staðar sjálfsagt eða að litið sé á upplýsingar um launakjör sem brot á friöhelgi einkalífs. Tröllvaxinn ríkisrekstur leiöir óhjákvæmilega til þess ab lung- inn af launþegum eru í opinberi vinnu eöa þiggja laun hjá stofn- unum í eigu rikis og sveitarfélaga. Því er ekkert eðlilegra en ab launa- greiðslur til starfsfólks séu gerð opinber, sem og sporslur og fríð- indi. Það er eins sjálfsagt að gefin séu upp laun sveitarstjóra, banka- stjóra, þingmanna, ráðuneytis- stjórna, spítalalækna, útvarps- stjóra, ráðuneytisstjóra og alls þessa fríða flokks sem fyllir eftir- sóttar stöbur, og Sóknarkvenn- anna sem skúra kontóra þeirra eft- ir ab þeir eru farnir heim. En launataxtar Sóknar, Dags- brúnar og allra skítalaunasamtaka landsins eru tíundaðir og opin- berir gerðir í öllum kjarasamning- um. Þaö er ekki fyrr en ofar dregur í launaskalanum að laumuspilið hefst og nær hámarki sínu þegar launþegar skattborgaranna og þeirra, sem borga vaxtamun og nefskatta, fara aö kveinka sér þeg- ar komið er upp um hvað ísland er óskaplega ríkt, að geta borgað öll þessi himinháu laun til svona margra útvaldra. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.