Tíminn - 01.08.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.08.1995, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. ágúst 1995 5 Stúdentar í Kaliforníuháskóla á fundi til stubnings vib Affirmative action. Kvótakerfi í brennidepli Gingrich (t.v.) reynir ab leiba málib hjá sér. Clinton er sagbur hafa demó- krata sameinaba á bak vib sig ímálinu. Samþykkt háskólaráös Kaliforníuháskóla gegn Affirmative acti- on hefur hleypt mikl- um hita í stjórnmála- umrœbuna í Banda- ríkjunum. Ljóst er aö kerfi þetta veröur meöal aöalmála i bar- áttunni fyrir forseta- kosningarnar þar nœsta ár Kosningabarátta hefur allt- af mikil áhrif á stefnu- mótun stjórnmálamanna í lýöræhisríkjum, bæhi í innan- og utanríkismálum. Það á að líkindum við um Bandaríkin öðrum lýðræðisríkjum fremur, því aö þar er kosið á þjóðþing á tveggja ára fresti. Liggur því við að segja megi aö þar séu stjórnmálamenn stöðugt í kosningabaráttu. Nú þegar þykir þess gæta þar vestra aö fariö er að styttast í næstu forsetakosningar, en þær fara fram á næsta ári. Til dæmis um það er nefndur fundur sem háskólaráð Kaliforníuháskóla hélt nýlega. Kaliforníuháskóli er einn stærstu og mikilvægustu háskóla Bandaríkjanna og að sögn einn þeirra bestu þarlendis. Stúdentar eru þar um 162.000, eða meira en þrefalt fleiri en allir íbúar Færeyja. „Þjóbarhreinsun ..." Á fundi þessum var samþykkt að afnema í háskólanum reglur, sem ætlaö er að tryggja að fjöldi karlkyns- og kvenkynsnemenda og nemenda af hinum ýmsu kyn- þáttum, þjóðar- og trúarhópum landsins í skólanum samsvari heildarmannfjölda þessara hópa. Kvótakerfi þetta, er hefur verið í gildi í Bandaríkjunum í um 30 ár og nær til skóla og stöðuveitinga auk annars, hefur upp á síðkastiö orðið eitt af helstu hitamálunum þarlendis. Þeir sem halda vilja í Affirmative action, eins og kerfi þetta er gjarnan kallað, segja það óhjákvæmilegt til að tryggja raunjafnrétti karla og kvenna og hinna ýmsu kynþátta- og þjóð- ernishópa. Andstæðingar þess halda því hins vegar fram að það feli í sér gróft misrétti, þar eð sam- kvæmt því séu nemendur ekki teknir inn í skóla eða ráðnir í stöður eftir frammistöðu í námi og starfi fyrst og fremst. Stuðningsmenn Affirmative action brugðust hart við áminnstri samþykkt háskólaráðs Kaliforníuháskóla. Jesse Jackson, demókrati og einn sá kunnasti af svörtum stjórnmálamönnum Bandaríkjanna, var ekkert að spara stóru orðin af þessu tilefni og talaði jafnvel um „þjóðar- hreinsun í Kaliforníu". Clinton forseti hafði daginn fyrir um- ræddan fund í Kaliforníuháskóla mælt með því í ræðu aö kvóta- kerfið umdeilda yrði í gildi enn um sinn. Jackson hringdi í hann þegar eftir fundinn og lagði fast að honum að standa við yfirlýs- ingar sínar í ræðunni. Pete Wilson, repúblíkani og rík- isstjóri í Kaliforníu sem á sæti í ráði ríkisháskólans þar, studdi umrædda samþykkt og mun jafn- vel hafa hvatt til hennar. Hann er einn allnokkurra sem stefna aö því aö komast í forsetaframboð fyrir repúblíkana 1996. Keppnin í þeim flokki um það er hörð, og Wilson hefur til þessa verið talinn BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON standa fremur illa að vígi í henni, þar eð hann er með frelsi til fóst- ureyðinga og þar með illa séður af mörgum íhaldssömum kjósend- um og hefur þar að auki til þessa verið lítt þekktur utan Kaliforníu, sem er líklega enn verra fyrir hann. ískyggilegar horfur Með samþykkt háskólaráðsins varð Wilson hins vegar í einni svipan landsþekktur og þegar helgina á eftir varð hann stjarnan í „talkshows" um stjórnmál, sem mikið áhorf hafa. Og þar með er tryggt að umrætt kvótakerfi verð- ur eitt af aðalmálunum í kosn- ingabaráttunni næsta ár. Hætt er við aö það hleypi auk- inni illsku í kynþáttamálin, sem hafa sjaldan verið viðkvæmari í Bandaríkjunum en nú. Hvað kvótakerfið snertir, skiptast menn að allmiklu leyti í fylkingar eftir kynþáttum. Andstaðan við það meðal hvíts fólks er mikil, en stuöningurinn við það að sama skapi mikill meðal blökkumanna og fólks af rómanskamerískum ættum. Er þegar farið að spá því að kosningabaráttan (sem þegar er raunar hafin) verði jafnvel enn illskeyttari en venjulega af þess- um sökum og að haturs og óvild- ar milli kynþátta muni mjög gæta í henni. Stuðningsmenn og and- stæðingar Affirmative action eru í því sambandi líklegir til að skipt- ast á beiskum ásökunum um allar mögulegar slæmar tilhneigingar, ekki síst rasisma (og eru raunar þegar farnir til þess). Það eru al- varlegar horfur fyrir Bandaríkin; fátt eba ekkert í því samfélagi er líklega eins mikil ógnun við stöð- ugleika þar og vöntunin á velvild og trausti milli kynþátta. Margra álit virðist vera að ástandib í þeim efnum fari heldur versnandi. Sérstæbur frambjóðandi Stóru stjórnmálaflokkunum tveimur líst ekki á þetta og það hefur áhrif á afstöðu þeirra varð- andi Affirmative action. Jesse Jackson hótaði að bjóða sig fram til forsetastólsins á móti Clinton, annaðhvort sem demókrati eða óháður, ef Clinton stæbi ekki stööugur með Affirmative action. Þar með lágu fyrir líkur á því að blökkumenn stofnuöu eigin stjórnmálaflokk, nýjan flokk á þjóðþinginu til viðbótar við stóru flokkana gömlu. Spennan milli kynþáttanna í þjóðfélaginu hefði þar meb verið komin inn á þing, svo að ekki hefði verið um að vill- ast. Þessi hætta mun hafa leitt til þess að demókratar standa nú sameinaðir með Affirmative acti- on, þó að hætt sé við því að sum- um þeirra sé þaö'nauðugt. Repú- blíkanar eru og ekki einhuga í máli þessu og hafa þar að auki ekki einu sinni náð formlegri samstöðu í því. Meðal kjósenda þeirra er andstaban við umrætt kvótakerfi ab líkindum mikil, en Bob Dole, sá af forystumönnum þeirra sem talinn er líklegastur til að komast í forsetaframboð, hefur lengi verið frekar hlynntur Affir- mative action og er það enn. Hann hefur orðið langa reynslu af stjórnmálum og fréttaskýrendur lýsa honum gjarnan sem „ábyrg- um" stjórnmálamanni af gamla skólanum. Newt Gingrich, ein helsta stjarna „nýja hægrisins" í flokknum og talsmaður hans í fulltrúadeild þjóðþingsins, virðist helst reyna að slá deilum um þetta á frest. Að þessu athuguðu mætti ætla að svo gæti farið að umræðan um Affirmative action tryggði Clin- ton endurkjör. En mörgum er nú spurn hvernig Pete Wilson takist til. Sú afstaða hans að vera á móti Affirmative action og með frelsi til fóstureyðinga þykir nokkuð sérstæð. Þar með eru líkur taldar á því ab hann geti dregið að sér bæði kjósendur af því tagi, sem vaninn er að skilgreina sem íhaldssama, og hina, sem hefð er fyrir að kalla frjálslynda. En hitt er líka til að hann fæli frá sér báða þessa kjósendahópa. T

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.