Tíminn - 11.08.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.08.1995, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. ágúst 1995 3 Lambakjötsmarkaburinn í Svíþjóö aö dragast saman: Nýsjálenskt kjöt sækir á „Ég var stór í fyrra, meö tæp 500 tonn frá Islandi," segir Einar Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Interland Product AB í Uppsala, sem hefur flutt íslenskt lambakjöt til Svíþjóöar undanfarin fjög- ur ár. Breyting viröist hins vegar vera aö veröa á eftir aö Svíþjóö gekk inn í Evrópu- sambandiö. „Þá fengu Nýsjálendingar mikið forskot. Þeir hafa flutt inn gífurlegt rnagn fyrstu þrjá mánuðina, rúm 900 tonn og eru með 215 þúsund tonna kvóta inn í Evrópubandalag- slöndin í ár," segir Einar sem hefur einnig með höndum inn- flutning á lambakjöti frá Nýja Sjálandi. Á sama tíma í fyrra hefði þessi innflutningur verið sáralítill. Fyrir hendi eru ákveðnir toll- kvótar á lambakjöti, bæði frá Nýja sjálandi og íslandi. Á með- an Svíþjóð stóð utan ESB voru einungis í gildi tollkvótar innan EFTA, þ.e. ákveðið magn af ís- lensku lambakjöti, 650 tonn, mátti flytja tollfrjálst inn til Sví- þjóðar á tímabilinu janúar til júní, en enginn slíkur samning- ur var í gildi við Nýja Sjáland og þurfti að greiða 15 sænskar krónur í aðflutningsgjöld á hvert kíló. Við inngöngu Sví- þjóðar í ESB gengu í gildi þeir tollkvótar sem þar eru í gildi, þ.á m. fyrir lambakjöt frá Nýja Sjálandi og íslandi. Þar af leið- andi er nýsjálenskt lambakjöt nú flutt tollfrjálst inn til Sví- þjóðar í ákveðnu magni, líkt og hið íslenska, en í mun meira magni. Kvótar Nýsjálendinga í ESB eru um 200 þúsund tonn á meðan kvótar Islendinga eru 600 tonn. Einar benti á að Nýsjálend- ingar hafi helminginn af heimsmarkaði fyrir lambakjöt og sagði pá mjög stóra í fram- leiðslu. I Nýja Sjálandi væri slátrað um 25 milljón lömbum á ári. Hvaö gæðamálin snertir segir Einar að nýsjálenska kjöt- ið sé mjög góð vara, það sé mjög vel frá því gengið og það gildi sömu staðlar um það kjöt sem hann flytji inn frá Nýja Sjá- landi og íslenska lambakjötið sem hann hefur verið að flytja inn. Hins vegar sé íslenskt kjöt með hærri gæðaflokk, bragð- betra og meiri villibráð. „Það er ekki spurt að því. Meöalneysla á lambakjöti í Sví- þjóð er tæpt 1 kíló á haus á ári, meðan á Islandi eru þetta rúm 30 kíló og Norðmenn eru með 6 - 7 kíló. Aðalneytendahópurinn er innflytjendur, Arabar, Tyrkir og Asíufólk. Þeir eru ekkert að spyrja um hvort þetta sé sænskt, íslenskt eða nýsjá- lenskt. Þeir spyrja bara um verö, verð, verð," segir Einar. Einar var að gera pöntun á lambakjöti frá íslandi í gær og sagðist gera ráð fyrir að geta selt um 50 tonn á mánuði það sem eftir lifði ársins, „Þá ýti ég að- eins út nýsjálenska kjötinu," en Einar segist þó verða að hafa það til staðar til að mæta þörf- um múhammeðstrúarmanna, sem vilja kaupa slátrað sam- kvæmt sínum siðum. „Viö verðum með svipað verð. íslendingarnir koma á móts við okkur af því að ég er að selja kjöt sem er slátrað '94," segir Einar og bætir því við að nauðsynlegt sé að halda þess- um markaði, annars tapist hann til Nýsjálendinga. Einar er einmitt aö byggja upp neyt- endamerki sem kallast „Islandskt lamm". í síðasta mánuði hefðu selst nokkur tonn af marineruðum læris- sneiðum og kótilettum verð- merktri vöru og neytendapökk- uðu frá íslandi. Þessi vara var seld í stórmörkuðum, en þar fæst mun hærra verð fyrir vör- una undir því vörumerki sem verið er að byggja upp. -TÞ Verslunarhús KÁ ó Selfossi. Verulegar breytingar eru nú þar innanstokks og fjöldi smóverslana oð flytja þangaö inn. Tímamynd: Sigurbur Bogi. Kaupfelag Árnesinga breytir húsakynnum sínum á Selfossi: 11 sérverslanir í KÁ húsib Björgunarsvifbraut sett upp. Landsbjörg á Jamboree í Hollandi: Snjóbílar og slebar sýndir í sumarhitanum Framlag Landsbjargar, landssambands björgunar- sveita, á alheimsmóti skáta í Hollandi, sem lýkur í dag, hefur vakið athygli móts- gesta sem skipta tugum þús- unda. Landsbjörg kynnir þarna ýmsan björgunarbún- að, meðal annars fullkom- inn snjóbíl, snjósleða og annað sem virkar einkenni- Marel hf., eins konar vaxtar- broddur í iönaöi, hafði 25,1 milljón króna skatta eftir skatta á fyrri hluta ársins. lega í sumarhitunum. Aðsókn að svæðinu hefur verið mjög mikil að sögn Freys Einarssonar hjá Landsbjörg. Á myndinni em félagar í Landsbjörg að setja upp svif- braut sem notuð var við „björgun" úr 15 metra háum turni. Fengu gestir að reyna af eigin raun hvernig það er að verða bjargað úr nauð. ■ Rekstrartekjur námu rúmum 500 milljónum króna. Mark- mið félagsins frá 1992 að tvö- falda veftu sína eru að nást. ■ Alls 11 verslunar- og þjón- ustufyrirtæki munu fljótlega í næsta mánuði flytja starf- semi sína í hús Kaupfélag Ár- nesinga á Selfossi. Meb breyt- ingum í rekstri félagsins losn- ar þar um 1.300 fermetra gólfrými á jarbhæð hússins, sem nýtt verður með þessum hætti. Vonast er til ab enn fleiri vibskiptavinir muni koma í húsakynni KÁ með þessum breytingum. Að sögn Þorsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra KÁ, munu fyrirtækin flytja inn í húsa- kynni KÁ í byrjun september. Nú þegar er þangað flutt inn S.G. búðin sem höndlar meb byggingavörur, en bygginga- vörudeild KÁ var einmitt sam- einuð henni fyrr á þessu ári. Þá mun umboð Samvinnuferða- Landsýn, sem KÁ hefur með höndum, einnig verða staðsett á jarðhæðinni. í KÁ húsinu verða þrjár fata- verslanir, blómabúð, hljóm- tækja- og geisladiskaverslun, hárgreiðslustofa, barnafata- verslun, sportvöruverslun og loks Selfoss apótek, en það er í eigu KÁ og hefur verið starf- rækt á öðrum stað í bænum um langt skeið. - Þá verður stór- markaður KÁ áfram í húsinu sem og skrifstofa félagsisins, lögmannsstofa, skrifstofur Búnaðarsambands Suðurlands og útibú frá Landsbanka ís- lands. Stendur raunar til að gera milligengt úr verslun KÁ í útibú Landsbankans. Jafnframt er KÁ að minnka verulega við sig í skrifstofuhaldi og losna þá um 500 fermetrar á annarri hæð hússins og eru þeir til leigu. Þorsteinn Pálsson segir hugs- unina iríeð þessum breytingum innanstokks í húsnæði KA aö mynda alhliöa verslunarmið- stöð, sem ekki sé ólík til dæmis Kringlunni í Reykjavík. Að- stæbur séu hinsvegar afar ólík- ar, en hugsunin við fram- kvæmdina sé sú sama. Ab sögn Sigurðar Teitssonar, sölustjóra KA, eru viðskiptavinir þeir sem mæta í KÁ húsib á ári hverju varlega áætlaðir rösklega ein milljón. Hefur þeim fjölgað stórum á síðustu mánuðum, segir Sigurður. Hin hliðin á þessu máli er sú að strax í haust losnar verslun- arhúsnæði á Selfossi og má því búast við að verð þess, hvort heldur er á leigu- eða sölumark- aði, lækki verulega frá því sem nú er. ■ Menningarsjóöur útvarpsstööva auglýsir Samkvæmt útvarpslögum og reglugerð um Menningarsjóð út- varpsstöbva er hlutverk sjóbsins m.a. að veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerb fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má til menningarauka og fræbslu. Stjórn sjóbsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Til úthlutunar eru u.þ.b. kr. 30.000.000. í umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang, ásamt upplýs- ingum um abstandendur verkefnis og samstarfsabila og skriflegum staðfestingum allra abila um þátttöku í verkefn- inu. 2. Heiti verkefnis og megininntak. 3. ítarleg og sundurlibuð kostnaðaráætlun ásamt greinargerb um fjármögnun, þ.m.t. um framlög og styrki frá öðrum að ilum, sem fengist hafa eba sótt hefur verib um, eða fyrirhug- ab er að sækja um. 4. Fjárhæb styrks sem sótt er um. 5. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinargerö um þab til hvaba verkþátta sótt er um styrk til. 6. Handrit eba nákvæm lýsing verkefnis. 7. Yfirlýsing útvarpsstöbvar um ab fyrirhugab sé að taka dag- skrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila í þríriti á skrif- stofu ritara stjórnar, Bjarna Þórs Óskarssonar hdl., Laugavegi 97, 101 Reykjavík, eigi síðar en 30. ágúst nk. Úthlutunarreglur sjóðs- ins og umsóknareyðublöb fást afhent á sama stað. Þeir abilar sem sóttu um styrk sumarib 1994 og vilja að tillit verbi tekib til umsókna þeirra vib úthlutun nú ber ab senda viljayfirlýs- ingu þar um, á sama stað og umsóknir, fyrir lok umsóknarfrests. Ekki verður tekið tillit til umsókna sem ekki uppfylla öll framan- greind skilyrbi, né eldri umsókna, nema framangreind viljayfir- lýsing berist. Marel hf. á fyrri hluta ársins: Skilar hagnaði og tvöfaldar veltuna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.