Tíminn - 11.08.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.08.1995, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 11. ágústl 995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auqlýsinqar: Brautarholti 1. 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift T550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Vélvæðing og atvinnuleysi Hagræöing er lausnaroröiö í rekstri stofnana og fyrir- tækja. Alls staöar þarf aö hagræöa til aö endar nái sam- an í fjármáladæmum og þau fyrirtæki sem ekki sinna kalli tímans og tæknivæöast og fækka starfsfólki veröa undir í samkeppninni. En hagræöingin felst oftar en ekki í því aö spara launakostnaö, og þá undantekning- arlítiö hjá þeim fjölda sem minnstar hafa tekjurnar fjá viökomandi fyrirtækjum og stofnunum. í yfirlætislausri frétt í Morguriblaöinu í gær segir, aö fyrirtæki fyrir vestan hafi sagt upp öllum fastráönum konum og nokkrum körlum. Er aö skilja á fréttinni aö helmingur starfsfólksins veröi látinn hætta. Fólkiö vík- ur fyrir maskínu sem hreinsar rækju. Slíkar vélar eru til víöar en langt er síöan tæknivæö- ing fiskiönaöarins hófst og er nú aö umtalsveröu leyti komin í veiöiskipin. Varla telst þaö til frétta þótt vél leysi mannshöndina af hólmi í atvinnulífinu og er ekki annaö eölileg þróun á öld tækni og hagræðingar. En á hitt ber aö líta að með tilkomu einnar rækjupillunarvélar missa margir at- vinnu sína og í tiltölulega litlu samfélagi útgerðarplássa þýðir þaö stórfelida aukningu á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysiö er taliö eitt af meiriháttar böli samtím- ans. í tæknivæddum ríkjum eykst þaö og virðist ógjörn- ingur að útrýma því þrátt fyrir fögur fyrirheit og heit- strengingar um aö fækka eigi atvinnulausum um svo og svo mörg prósent á tilteknu tímabili. Hér á landi er prósenta atvinnuleysingja eitthvaö lægri en í þeim löndum sem oftast eru tekin til saman- buröar. Eigi aö síður viröist þaö vera aö festast í sessi og gengur illa aö útvega öllum störf við hæfi. Vísir menn hafa bent á að atvinnuleysi sé tryggur fylgifiskur tæknivæöingarinnar. Áöur léttu vélar störfin og framleiöni jókst. Nú taka vélarnar störfin aö sér og framleiðslugetan á flestum sviðum er komin langt fram úr eftirspurn og markaösaðstæöum. í þjónustugreinum er þróunin svipuö, andstætt því sem spáö var fyrir áratug eöa svo. Kvótar á framleiðslu og uppsöfnun birgða eru afleiðingar framleiösluget- unnar og óvíöa er uppsveifla í atvinnulífi og fjárfesting- um, þóft dæmi séu um slíkt í einstaka ríkjum. Mannfrekar framleiðslugreinar eru fluttar til lág- launasvæða eöa róbotar látnir taka við starfskrafti af holdi og blóði. Viö allar þessar samverkandi aðstæöur er atvinnuleysi nær óhjákvæmilegt. Dæmiö um uppsagnirnar fyrir vestan, þar sem fólk víkur fyrir vél sem telst til hagræðingar, er nákvæmlega þaö sama sem veldur atvinnuleysi víöa um heim. ísland er engin undantekning hvaö þetta varðar. Atvinnuleysiö veröur ekki leyst meö því aö sporna viö tækniþróun. Lausnin felst ekki í ööru en því aö dreifa störfum og þar meö tekjum á jafnari hátt en nú er gert. Þar er verk að vinna, fyrir atvinnuvegina, fyrir launþega og ekki síst stjórnvöld. Það er auövelt að setja svona lausn fram en erfitt aö framkvæma hana og verður þaö aldrei gert svo öllum líki. En í landi þar sem íbúunum er talin trú um aö ríki stéttleysi og jafnrétti væri ómaksins vert aö gera til- raunir í þá átt aö nota tæknivæðinguna til aö bæta kjör allra, en ekki bara sumra. Þaö væri hagræðing sem bragö er aö og gæti orðið öörum til eftirbreytni ef skyn- samlega er á málum haldiö. Syndir eiginmannanna koma niður á eiginkonunum I helgri bók segir ab syndir febr- anna komi nibur á börnunum. Þetta er nokkub harkaleg regla, og Garri hefur alltaf furbab sig nokk- ub á þeirri harbneskju skaparans sem í þessu felst, og finnst fullerf- itt ab taka afleibingum sinna eig- in synda. Hins vegar er nú komib upp úr dúrnum ab þetta er ekki eina dæmib um ab einstaklingar verbi ab taka á sig syndir annarra. Ástamál og pen- ingamál Gefib er út merkt tímarit sem ber nafnib „The Eur- opean Journal of Women Studies". Þar birtist nýlega grein eftir Sigríbi Dúnu Kristmundsdóttur og Ingu Dóru Björnsdóttur sem ber nafnib „Hreinleiki og saurg- un, eblishyggja og refsingar í íslensku kvennahreyfing- unni", hvorki meira né minna. Meb þessari grein eru þær stöllur ab koma því á fram- færi viö evrópskar konur ab þab tíbkist í Kvennalistan- um hér á landi ab konum sé refsaö fyrir syndir eigin- manna sinna, og jafnframt fyrir ab verba ástfangnar af mönnum úr öörum flokkum. Ljótt er, ef satt er Garra blöskrar nú ekki allt, en þaö veröur hann aö segja aö ljótt er ef satt er, ab helsti árangurinn af meira en áratugar starfi Kvennalistans sé sá aö koma mál- um karlrembusvínanna þannig •fyrir aö eiginkonum þeirra sé refs- aö fyrir syndir þeirra. Þetta sýnir hugmyndaauögi og frumleika sem gömlu flokkarnir hafa aldrei haft til aö bera. Svo veröur líka ab vera agi í hernum og sjálfsagt ab refsa harblega fyrir þaö aö renna augum til manna í öörum flokki. Þetta finnst Garra einum of langt gengib. Þótt karlmenn kunni aö finnast sem styöja Kvennalistann er þab þó augljóst mál ab úrvaliö GARRI er minna ef þab er alveg bannaö fyrir konur þar innanborös ab líta hýru auga á þann karlpening sem er utan flokka, eöa hefur ánetjast og komist til áhrifa í öbrum flokk- um. Þaö er ekki fyrirhafnarlaust aö vera hreinlífur í pólitík og kon- urnar sem styöja Kvennalistann veröa aö gjöra svo vel og láta sér úrvaliö nægja sem innan hans er aö finna. Karlaveldib gildir Af þessum fréttum er þaö degin- um ljósara aö karlaveldiö hreiörar um sig hér á landi. Greinilegt er, ef marka má vísindaritgeröina sem gerö var aö umræðuefni hér í upp- hafi, aö kvennabaráttan hefur styrkt þaö í sessi sem aldrei fyrr. Karlmenn hafa ávallt veriö breysk- ir og syndugir og það hefur ekki breyst. Á þaö jafnt viö í peninga- málum sem ástamálum. Einn helsti hugmyndafræðingur Kvennalistans heldur því fram aö ef stefna hans fær að ráöa þá þurfi þeir ekki aö hafa áhyggjur af refsingum hérna megin grafar, eigin- konan taki út refsinguna. Þab er hins vegar ekki ljóst hvaö tekur viö hinum meg- in, því enn hefur ekki veriö tekin upp í hina helgu bók setningin. Syndir eigin- mannsins koma niöur á eig- inkonunni. Syndir febranna og eiginmann- ánna Alþýðublaðið hefur að undanförnu flutt greinar- geröir um þessa nýjustu uppákomu í íslenskum stjórnmál- um, og Garri telur sér skylt aö fylgjast meö þessum tíðindum og taka þau til umfjöllunar. Ekki skal á þessu stigi neitt fullyrt um hvaö verður næst. Hins vegar vorkennir hann eiginkonunum sem þurfa aö burðast með syndir feðra sinna samkvæmt boöi skaparans og syndir eiginmanna sinna sam- kvæmt boöi Kvennalistans. Sú byröi getur oröiö ansi þung. Garri ■ Sigríður Dúna gagnrýnir Kvennalistann harkalega í evrópsku kvennafraeðitimariti Konum refsad fyrir syndir eiginmannanna Banvæn kúamjólk? íslendingar standa í þeirri mein- ingu að landið sé mikiö feröa- mannaland og víst er um það að ferðamönnum fjölgar ár frá ári. Túrismi er alþjóðlegt fyrirbæri og viss atriöi liggja honum til grundvallar. Eitt af þeim atriö- um sem gengur eins og rauöur þráöur í gegn um alla ferða- mennsku veraldarinnar er löng- un feröamannsins til þess aö upplifa eitthvaö þjóðlegt og sér- stætt í því landi sem þeir eru staddir í. Þeir sem koma til ís- lands eru áreiöanlega engin undantekning í þessu efni. Ekki ber á ööru en að þeim feröalöngum sem þarna koma þyki þeir hafa upplifað eitthvað sérstakt sem gjörólíkt er þeim kaffihúsum og hamborgarastöb- um sem standa borgarbúanum til boöa á hverju götuhorni. Jafnframt hefur Lilja, en þaö er nafn húsfreyjunnar í Sænauta- seli, haft kú á bænum og boðið ferðamönnum upp á spenvolga nýmjólk sem er einnig óvenju- legt nú til dags. Á víbavangi Minjar um libna tíb Torfbærinn í Sænautaseli austur í Jökuldalsheiöi er minjar um þann tíma sem íslendingar liföu á landinu og því sem þaö gaf. Baráttan var löngum hörð aö komast af. Jökuldælingar og nokkrir aðrir áhugamenn tóku sig til fyrir nokkrum árum og endurreistu bæinn og hafa haft hann opinn yfir hásumariö til þess aö sýna ferðamönnum. Fjöldi fólks, innlendir sem er- lendir feröamenn, hefur lagt þangað leiö sína. í bænum ræður ríkjum rögg- söm húsmóöir úr Jökuldalnum og hún hefur ab gömlum og góöum íslenskum siö bakað lummur og selt gestum og gang- andi ásamt kaffi. Vinnubrögöin eru þau sömu og tíðkubust um aldir áður en tæknin hélt inn- reið sína með vatnslögnum og tilheyrandi, vatnið er sótt í fjallalækinn og lummurnar framreiddar í þröngu eldhúsi. Reglugerbin blífur Hins vegar bregður nú svo viö að fréttir berast um aö heil- brigöiseftirlitiö á Austurlandi hafi sett bann á sölu á lummun- um og mjólkinni, þar sem það samrýmist ekki reglugerðum aö selja ógerilsneydda mjólk og ekki sé vaskur í eldhúsinu. Þótt greinarhöfundur eigi kannski síst að hvetja til þess ab ganga á sniö viö lög og reglugerðir hvarflar þó að honum hvort hér sé ekki heldur langt gengiö og hvort ekki sé einhver leiö til þess aö halda þeirri skemmti- legu stemmningu sem er í kring um torfbæinn í heiöinni. Lilja hefur reyndar ekki gefist upp heldur gefur einfaldlega lumm- urnar aö gömlum og góöum sveitasið, og þá bregöur svo viö aö þær eru ekki banvænar, né heldur „kúamjólkin" ef hún er gefins. Sérstakar abstæbur Þaö er langt frá því aö greinar- höfundur sé að hvetja til þess aö selja veitingar án þess að hafa hreinlætisaöstöðu á staönum eöa rennandi vatn. Hins vegar mega reglur ekki vera svo ósveigjanlegar aö sérstakar að- stæöur eins og þarna eru fyrir hendi séu lagðar til jafns við það sem tíðkast í byggð. Þarna er verið að sýna ákveðnar að- stæður sem forfeðurnir bjuggu við um aldir, og starfsemin þarna er eins og áður segir sér- lega skemmtilegt framtak fyrir ferbamenn, hvort sem þeir eru innlendir eöa erlendir og afar fróðlegt er að koma þarna. Að láta borga sanngjarnt verð fyrir lummurnár er tilraun til þess að hafa eitthvað upp í þann kostn- að sem starfseminni þarna fylg- ir. „Kúnni var sleppt" Greinarhöfundur var eitt sinn verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa og heildsalar hringdu í hann og buðu varn- ing sinn. Einn af þeim var Eirík- ur Ketilsson, þekktur heildsali. Hann bauð mér einu sinni rjóma, með þeim orðum að þetta væri fínn rjómi, alveg eins og sá venjulegi, „nema kúnni var sleppt, þú skilur". Sjálfsagt samrýmdist reglugerðum að hafa þennan rjóma eða álíka mjólk í Sænautaseli, en heldur er það nú óekta. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.