Tíminn - 11.08.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.08.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 11. ágúst 1995 11 Helga Axelsdóttir frá Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit Fædd 9. 12. 1914 Dáin 2. ágúst 1995 Hún fóstra mín er dáin. Þegar móðir mín hringdi eitt góðviðr- iskvöldið nú í byrjun ágúst og tilkynnti mér lát Helgu í Ne- slöndum varð mér hverft viö. Yfir mig þyrmdi sorg og sökn- uður. Ekki svo að skilja að frétt- in kæmi mér sérstaklega á óvart því bæði aldur og heilsa gömlu fóstru minnar höfðu um nokk- urt skeið stefnt lífsskeiði hennar að þeim ósi sem líf okkar allra einhvern tíma nær. Og það er huggun harmi gegn að síðasti spölurinn var lygn og fagur í friðsæld sinni. En þótt við vit- um ætíð' hvert stefnir, og þótt leiðin sé orðin nokkuð löng frá upptökunum, finnst okkur allt- af erfitt að sætta okkur við það er að leiðarlokum kemur. Ég var á fyrsta árinu þegar Helga kom á heimili foreldra minna, og þar var hún enn þeg- ar ég fór að heiman unglingur- inn til frekari skólagöngu. Til- vist hennar í lífi mínu og upp- eldi er því nær jafn sterk og for- eldra minna. Ekki var það þó svo að Helga væri fengin á heimilið til þess aö gæta mín og fóstra sérstaklega þótt það yrði hennar hlutskipti að nokkru þegar fram liðu stundir. Hún kom sem aðstoðarstúlka að barnaskóla Mývetninga sem faðir minn stjórnaði með dyggri aðstoð móður minnar. Höfðu þau séð um skólahald í Mý- vatnssveit um nokkurra ára skeið án þess skólinn ætti sér samastað, fyrst í Baldursheimi, þá í Reykjahlíð og loks á Skútu- stöðum. En hvað sem skóla- haldið var hverju sinni hafði það komið í hlut móður minnar að annast þá umsýslu mesta er að að húshaldi snéri, en nem- endur dvöldu á skólastað sinn skólatíma þótt engin væri heimavistin önnur en einka- heimili þess fólks sem hýsti skólann hverju sinni og þá um leið foreldra minna. Þetta hét að „vera á skóla". En nemendum fjölgaði og kröfur um aukið og fjölbreyttara nám jukust. Mývetningar byggðu sér félagsheimilið Skjól- brekku sem tekið var í notkun árið 1955. Þar var ákveðið að hýsa skóla sveitarinnar einnig og fluttu foreldrar mínir því þangaö þá um haustið. En nú voru umsvif skólahalds orðin meiri en svo að við réðist án að- stoðar þegar við bættist rekstur félagsheimilisins. Helga kemur foreldrum mínum til aðstoðar. Og þótt hún væri ráðin vegna skólahaldsins var hún jafnframt á heimili okkar því skólinn var í senn heimili okkar, heimavist nemenda, menntastofnun og samkomuhús sveitarinnar. Helga kemur fyrst móður minni til að stoöar en eftir því sem nemendum fjölgaði svo og námsgreinum tók mamma aö sér kennslu, fyrst í smáum stíl en síðan í auknum mæli. Það var því hlutskipti Helgu að bera æ meir hita og þunga af hús- haldi þessa stóra heimilis, mat- argerð, ræstingu og öllu er fylg- ir. Ekki veit ég hvenær Helga fékk titilinn „ráðskona", en hitt er víst að ekki vann hún eftir vaktakerfi og ekki þreif hún samkvæmt uppmælingu. Henn- ar vinnutími var frá því skóli hófst að hausti og þar til honum lauk að vori. Það var sú vakta- tafla sem gilti hjá skólastjóra- hjónunum og ekki önnur í boði. Þessi vaktatafla átti vel við Helgu. Hún var einstakur skör- ungur til vinnu og varð ávallt að hafa eitthvað fyrir stafni. Henn- ar framlag til samfélagsins var þrotlaus vinna sem byggðist á óþrjótanadi þjónustulund. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og taldi að sér bæri að vinna öll verk sem hún mögulega gæti og kæmi öðrum vel. Oft er það svo að þeir sem miklar kröfur gera til sjálfs sín gera einnig miklar og oft enn meiri kröfur til annarra. Helgu var ekki svo farið. Hennar eina krafa til samferðarmannanna var sú að fá að vinna fyrir þá og létta þeim störfin og ómakið. Ég man að hún gaf sér sjaldan tíma til að setjast til borðs. Og ég man aö oftast borðaði hún af litlum diski. Ég skildi það ekki þá, en nú held ég að hún hafi talið sig fljótari að borða með þessum hlætti — enginn tími til spillis! Ég held hún hafi sdjald- an gengið, hún hljóp. Jafnvel í þröngu eldhúsinu heima hljóp hún á milli bekkjanna. Og þegar sló niður í stónni eins og Helga kallaði eldavélina gömlu í Skjól- brekku og allt fylltist sóti, þá var tekið til hendinni. Það eru einu stundirnar sem ég man eftir að Helga gæfi sér ekki tíma til að sinna mér, jafnvel sagði hún mér að vera úti á meðan. Ég tók þessari forgangsröðun fóstm minnar frekar illa í fyrstu, en þegar ég komst að því að hún gaf sér ekki tíma fyrir kaffisopa meðan á ræstingu stóö þá sætti ég mig við aðstæö- urnar, sá hversu mikið var í húfi. Hún kallaði líka á mig strax aö lokinni hreingerningu, fékk sér kaffi og leyfði mér að dýfa mola í. Þá var allt komið í lag á ný. „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en að missa föður sinn." Þannig byrjar Halldór Laxness þá góöu bók sína Brekkukotsannál. Það kann að þykja undarlegt að ég vitni til þessara orða skáldsins í minningargrein um hana Helgu fóstru mína, ekki síst þar sem Halldór var ekki í sérstöku uppá- haldi hjá henni. Og þó! Halldór Laxness lætur sögumann sinn ekki segja þessa hörðu setningu til að undirstrika illsku hans né kaldlyndi. Hann er aö undir- strika það sem síðan kemur fram í sögunni, hversu vel getur farið fyrir börnum og farsællega í fóstri hjá góðu fólki þótt vandalaust sé, þrátt fyrir sáran foreldramissi. Og þegar ég las þessi upphafsorð fyrst, tengdi ég þau strax mínum eigin uppvexti að nokkru. Ég var nefnilega svo lánsamur að eignast vandalausa fóstru sem reyndist mér betur en frá verði skýrt í fátæklegri minningargrein. En ég var lán- samari en margur annar því ég átti líka góða foreldra. Lán mitt var því tvöfalt. Eftir því sem umsvif í skólan- um heima jukust varð æ erfið- ara fyrir foreldra mína að annast heimilið svo sem þau hefðu óskað. Allir nemendur þeirra voru um leiö börn þeirra. Það hljóp sem sé ofvöxtur í heimilið á hverju hausti. Við systkinin urðum því óhjákvæmilega hluti risavaxinnar fjölskyldu þar sem hver og einn gerði miklar kröfur til foreldranna og kraftar þeirra dreifðust í samræmi við það. Og þótt við ststkinin hefðum fé- lagsskap hvert af örðu varö það t MINNING einhvern veginn svo að ég varð svolítið sér, enda yngstur þá, en næstar mér í aldri voru systur mínar, Brynhildur og Sólveig, og höfðu fyrr félagsskap af skól- akrökkum. Höskuldur nokkuð mikið eldri og stálpaður strákur þegar hér er komið sögu. Við þessar aðstæður tekur Helga mig undir sinn verndarvæng. Til hennar gat yngsta barnið alltaf leitað, þar var alltaf mitt skjól og þar virtist alltaf tími fyrir umönnun og hjálp. Þannig eignaðist ég fóstru án þess að missa foreldra mína. En orð mín skyldi enginn svo skilja að ég hafi tekið allt pláss í hjarta Helgu. Þar var rýmið ótakmark- aö sem við systkinin nutum öll, ekki síst yngri bróðirinn Hjört- ur, þegar hann kemur til skjal- anna allnokkru síðar. Og börn Kristínar Sigurgeirsdóttur og Stefáns, bróður Helgu, fóru ekki varhluta af hjartahlýju hennar og umhyggju. Ég minnist þeirra stunda þeg- ar pabbi og mamma voru að kenna og ég var í eldhúsinu hjá Helgu. Mig langaði að læra að skrifa og reikna eins og hinir Ragnar Snjólfsson var fceddur hinn 11. febrúar 1903. Hann lést á Skjólgarði, heitnili aldraðra á Höfh, 6. ágúst 1995. Foreldrar hans voru Snjólfur „yngri" Ketils- son, f. 17. apríl 1849 og kona hans Steinlaug Ólafsdóttir, f. 10. september 1860. Eiginkona Ragn- ars var Margrét Stefanía Guðrún Davíðsdóttir, f. 20. ágúst 1899, d. 21. mars 1986. Synirþeirra eru 1) Einar Baldvin, f. 1930, giftur Svövu Guðrúnu Gunnarsdóttur og eiga þau fjögur böm, 2) Aðal- steinn, f. 1933, d. 1952. 3) Davíð, f. 1935, ókvcentur, 4) Öm Hilmar, giftur Viviann Mary Gjöveraa, hún á tvo syni. Fyrri kona Amar var Hulda Jónsdóttir og eiga þau eina dóttur. Útfór Ragnars verður frá Hafn- arkirkju. Nú er hann fallinn frá, hann afi „Snjólfsson", en þannig var hann alltaf nefndur hér af dætr- unum í Hlíðartúni 27, þótt raunverulegur afi þeirra væri hann ekki. Það segir sína sögu. Tveir voru þeir bræður fæddir um 1850, í Lóni í Austur- Skaftafellssýslu, Ketilssynir, Snjólfur og Halldór. Snjólfur átti þrettán börn og Halldór ell- krakkarnir. Og Helga hjálpaöi mér. Ekki byggði hún kennslu sína á langri skólagöngu eða mikilli þekkingu á sviði skóla- mála. Hún byggöi hana á alúö og umhyggju, hjálpsemi og væntumþykju í minn garö. Ég hélt áfram að læra í eldhúsinu fyrstu árin eftir að skólaganga mín hófst. Helga kenndi mér líka að lesa. Sú kennsla var svo- lítið sérstök. Hún stuðlaði nefnilega að því í senn að gera mig læsan og halda nér ólæs- um. Hún kenndi mér að lesa svo ég yrði sjálfbjarga. Þá sat hún með mig í fanginu meðan mat- urinn var að sjóða, benti með prjóni á stafi og orð og ég staut- aði. Ég man hversu valtur ég var við lesturinn fyrst eftir að prjónsins naut ekki við. Og það var eins og þolinmæðin hefði líka farið með prjóninum. Á kvöldin las Helga mig í svefn. Þasð varð til þess að ég varð sólginn í sögur. En sökum þess hversu seinn ég var að lesa og þolinmæðin takmörkuð þá las Helga fyrir mig. Þrátt fyrir lestr- arkennsluna varð þessi þjónusta til þess að heldur dróst á lang- inn að ég yrði þokkalega læs. En ég lærði að meta góðar bækur. Og svo kom að því að Helga hætti að gefa mér leikföng í jólagjöf og fór að gefa mér bæk- ur. Eg gerði lítilsháttar athuga- semdir fyrst. Þær voru afgreidd- ar með „aukagjöfum" fyrstu ár- in, en síðan lögðust þær upp- bætur af, emda ég sáttur við bækurnar. Helga vandaði líka vel bókavalið og virtist fylgjast vel með því hvað hentaði hverju sinni. Ég minnist skemmtilegra tímabila eins og þegar ég fékk Salómon svarta og fleiri bækur Hjartar Gíslasonar. Þá tóku við bækur Ármanns Kr., Óli og Maggi, Óli og Maggi í ræningjahöndum, Óli og Maggi í óbyggðum og svo mætti lengi telja. Guöfinna, systir Helgu, kom henni til aðstoðar við ráðskonu- t MINNING efu. Frá þeim er kominn mikill ættbogi hér um slóðir og víðar. Ragnar var næstyngstur af þrettán börnum Snjólfs og Steinlaugar, sem nú eru öll lát- in. Hann ólst upp í Lóni, stund- aöi öll almenn sveitarstörf í æsku, síðan nám við Alþýðu- skólann á Eiðum, en þar kynnt- ist hann lífsförunaut sínum, Margréti Davíðsdóttur, ættaðri úr Eyjafirði, mikilli mannkosta konu. Margrét lést 21. mars 1896. Þau eignuðust fjóra syni og eru þrír þeirra á lífi eins og áður segir. Ragnar stundaði margvísleg störf á sinni löngu ævi, var bóndi, verkamaður, vann að fiskverkun, slátmn, kjötmat, svo eitthvað sé nefnt. Sá er þessar línur ritar, varð þeirrar gæfu njótandi að kynn- ast allnáið þessum fjölskyldum, þeirra Snjólfs og Halldórs, og þá ekki síst Ragnari, þar sem ég og fjölskylda mín vorum nánast heimagangar á heimili þeirra Margrétar og samgangur mikill á milli. Allra þeirra samskipta er störfin þegar svo var komið að ein manneskja gat ekki lengur annað öllu því er gera þurfti í vaxandi skóla. En Finna gekk ekki bara í verkin með Helgu. Hún tók líka þátt í öllum góð- geröum og vináttu í okkar garð. Systurnar fóru nú báðar að senda okkur jólagjafir. Og alltaf urðu jólagjafirnar veglegri. Ég varð ekki lítið upp með mér þegar ég fékk fyrstu „ævintýra- bókina" og „fimm- bækurnar". Þá þóttist ég aldeilis maður með mönnum. En böggull fylgdi skammrifi. Nú varð ekki Iengur undan því vikist að ég stautaði mig í gegnum bækurnar sjálfur. Heiga tók upp á því aö spyrja mig hvernig mér heföi fundist bókin þegar hún kom heim úr jólafríunum! Helga prjónaði mikið, einkum úr íslenskri ull. Nutum viö systkin góðs af því og síðar einnig börn okkar. Hún sá mér fyrir ullarsokkum og vettlingum allt fram á síðustu ár og nú verða síðustu pörin varðveitt til minningar um Helgu og allt sem hún gerði fyrir mig. Já, það var mikil tilhlökkun á haustin þegar von var á Helgu, og alltaf söknuður á vorin þgar hún hélt til síns heima. Og nú er hún alfarin. Sár söknuður fyllir hugann. Söknuðurinn og sorgin eru ef til vill enn sárari fyrir það að mér finnst ég eiga fóstru minni svo margt aö gjalda. Ég átti marga heimsókn- ina ófarna á sjúkrahúsið, ég endurgalt aldrei umönnunina alla. Það eitt róar huga minn nú að yngri dóttir mín ber nafnið hennar. En það er lítill þakklæt- isvottur fyrir allt og allt. Veit ég að því fylgir guðs blessun. Ég og börnin mín, Þórir Hildigunnur og Helga, sendum okkar bestu kveðjur og þakkir fyrir að hafa átt Helgu Axelsdóttur að. Far þú í friði elsku fóstra mín. Guð blessi minningu þína. Steinþór Þráinsson. hér minnst með virðingu og þökk. Ragnar var mikill félags- hyggjumaður, hann var sam- vinnumaður af hugsjón, einn af stofnendum Kaupfélags A- Skaftfellinga og dyggur félags- maður þess til síðasta dags og haföi áhyggjur af stöðu sam- vinnuhreyfingarinnar eins og hún er nú, hann var sannur framsóknarmaður og tíður gest- ur á kosningaskrifstofu þar þeg- ar kosningarnar nálguðust, fylgdist með landsmálum af miklum áhuga meðan heilsa entist, en fyrst og fremst var hann félagsvera, sem hafði gaman af að blanda geði við ná- ungann og var um áratugaskeið einn af slyngustu bridsspilurum héraðsins og hafði af þeirri iðju ómælda ánægju. Nú að leiðarlokum viljum viö fjölskyldurnar hér á Höfn, og eins fjölskyldurnar í Stykkis- hólmi, þakka allan þann hlý- hug, sem hann sýndi okkur í gegnum árin, um leið og við biðjum sonum hans, fjölskyld- um þeirra og öðrum vanda- mönnum Guðs blessunar. Sigþór Guðmundsson Ragnar Snjólfsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.