Tíminn - 23.08.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.08.1995, Blaðsíða 7
Mibvikudagur 23. ágúst 1995 Wmmm 7 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . Hiroshima skömmu eftir oð Bandaríkjamerm vörpuöu kjarnorkusprengjunni á borgina. Maðurinn sem lifði af báðar kjamorku- sprengjumar í Japan The Sunday Times Tsutomu Yamaguchi verbur varla talinn meb heppnari mönnum, þeir eru fáir sem hafa lent í því tvisvar á ævinni að kjarnorku- sprengju hafi verib varpab á borg- ina sem þeir voru staddir í. En engu ab síbur er þab kraftaverki líkast ab Yamaguchi hafi lifab af bábar kjamorkusprengjurnar sem varpab vará Japan árib 1945, í Hi- roshima þann 6. ágúst og í Naga- saki þrem dögum síbar. Enn ótrú- legra er þó ab hann skuli enn vera á lífi, hálfri öld eftir ab hann ienti í þessum skelfilegu hremming- um. Vitab er ab nokkur hópur fólks lifbi af bábar kjarnorkusprengjum- ar sem varpab var á Japan í ágúst 1945, og talib er ab fimm þeirra séu enn á lífi. Yamaguchi er einn þeirra. Hann er nú orbinn 79 ára gamall og er ekki lengur eins bitur og ábur gagnvart Bandaríkjamönnum og því að þeir hafi tekib þá örlagaríku ákvörbun að beita kjarnorkuvopn- um á Japan. „Ég er tekinn ab eld- ast," segir hann, „og hef fengib meiri upplýsingar og er farinn að hugsa málib upp á eigin spýtur." Helvíti á jörð Yamaguchi er verkfræbingur ab mennt, og árib 1945 starfabi hann hjá Mitsubishi fyrirtækinu. Þann 6. ágúst, þegar Enola Gay varpabi „Litla drengnum", eins og sprengj- an var köllub, á Hiroshima, var Ya- maguchi staddur í Hiroshima á veg- um fyrirtækisins. Hann var abeins í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá mibju sprengingarinnar þegar ósköpin dundu yfir. „Mér fannst eins og líkami minn snerti ekki jörbina vegna brennandi vindsins sem þaut framhjá," sagbi Yamaguc- hi. „Mér fannst eins og mér hefbi verib fleygt í jörðina, og ég lagbist niður með hendur fyrir eyrum." „Vinstra eyrab á mér bólgnaði upp og þab streymdi blób úr því. Þab hlýtur ab hafa verib sársauka- fullt og heitt þarna, en þab hefur verib svo gífurlegt ab ég gat í raun ekki áttab mig á því. Ég bar hönd upp að hárinu á mér og þaö var allt brunnib af. Húðin á andlitinu á mér var eins og hún hefbi verib sviðin meb lóðlampa. Allt skinn sem ekki var hulið fötum var brunnið." Yamaguchi og vinir hans tveir grófu holur í jörðina, en annað var ekki eftir af mibborg Hiroshima, og þar dvöldust þeir um nóttina, undir berum himni, ásamt veinandi og deyjandi fólki sem var allt í kring. Talið er að um 80.000 hafi látið líf- ið þennan dag, en abrir 60.000 höfbu dáið í árslok af völdum geisl- unar og annarra meibsla. Ákvab ab fara heim til sín Yamaguchi ákvab ab halda til heimaborgar sinnar, Nagasaki. Hann fór um borð í lest seint um kvöldið, síðustu lestina þann dag- inn, og kom til Nagasaki næsta morgun eftir erfiöa og kvalafulla ferö. „Ég fór á útibú Mitsubishi sjúkra- hússins í borginni," sagði hann. „Það var næstum mannlaust — allir voru komnir í felur í f jöllunum um- hverfis borgina." Eini læknirinn á stabnum var augnskurölæknir sem ákvað ab gera aðgerb á honum. „Hann fjarlægði allar skinntægjurnar sem voru hangandi utan á mér. Síban fór ég heim til mín og þab sást ekkert af mér nema augun, nefib og munn- urinn. Móðir mín kom heim og sá einhverja veru sem var með rödd sonar hennar en hún hélt að það væri draugur. 'Má ég sjá fæturna á þér,' æpti hún, af því að samkvæmt japönskum sögnum eru draugar fótalausir." Vantrúabir vinnufélagar Yamaguchi hefur greinilega verib hörkutól og mjög samviskusamur japanskur launþegi, trúr sínu fyrir- tæki fram í rauðan dauðann. Þótt hann væri bókstaflega á barmi dauðans og líöanin eftir því mætti hann til vinnu þann 9. ágúst eins og ekkert hefbi í skorist. Og þar sagöi hann vinnufélögum sínum ab hann hefði orðið vitni ab eyðilegg- ingu Hiroshimaborgar. Þeir voru hins vegar af einhverjum ástæðum hálf efins um sannleiksgildi frá- sagnarinnar. „Ég sagbi yfirmanni' mínum ab það hefbi verið ein sprengja sem lagöi Hiroshima í rúst. Hann sagbi að ég væri snarvitlaus. 'Þú ert verkfræðingur og þú veist fullvel hvað þaö þarf mikla orku til þess að leggja heila borg í rúst, svo þú hlýtur að vera brjálaður, en ég vorkenni þér svo þú skalt bara fara heim og hvíla þig,' sagði yfirmaður minn." En rétt í þeim tölubum orðum var seinni sprengjunni, „Feita manninum" svokallaða, varpað á borgina. í annað sinn varð Ya- maguchi vitni ab skerandi ljósbloss- anum. „Það var alveg eins og þab sem ég hafði séð í Hiroshima og ég var viss um að í þetta skiptið myndi ég örugglega deyja." Starfsmennimir leituðu skjóls undir boröunum. „Ég gat ekkert séð vegna þess ab pappírar og hlutir þeyttust út um allt og flugu um loft- ið. Ég var með smyrsli og umbúðir um allan líkamann. Venjulega er erfitt að ná grisjuumbúbunum af en vindurinn frá seinni sprengjunni blés það allt af og óhreinindi festust við andlit mitt og húðina." í Nagasaki létust 35.000 íbúar næstum því samstundis í spreng- ingunni. 35.000 til viðbótar létust á árinu. En ekki Yamaguchi. Hann staulaðist aftur heim til sín, og sá þá að húsið sem hann bjó í hafði eyöilagst í sprengingunni. „Ég lagðist á þverbita inni í göngum ná- lægt húsinu," sagði hann. „Ég man ekkert eftir vikunni frá 8. til 15. ág- úst. Ég veit ekki hvort ég borðaði neitt eba drakk." Seinna sögðu ein- hver börn honum að þau hefðu séb að hænsni heföu verið aö tína mabka og flugur af honum. „Þab hefur sennilega bjargað lífi mínu." Forvitnir læknar Loks kom þó að því að Yamaguc- hi komst undir læknishendur, en hann segir raunar ab svo hafi virst sem læknarnir hafi frekar einbeitt sér að því aö rannsaka þá sem lifðu af kjarnorkusprengingarnar heldur en að hjálpa þeim. Þeir sögðu hon- um samt ab fara ekki í vinnuna. „En átti ekki rétt á neinum bótum ef ég hefði hætt," sagði hann. Aö loknu stríðinu fékk Yamaguc- hi vinnu hjá hernámsliöi Banda- manna. Síðar meir varb hann kenn- ari í samfélagsfræðum í heimaborg sinni Nagasaki. Heilsufarið hefur veriö bágborið, og raunar ótrúlegt að hann hafi lifað í hálfa öld eftir að hafa lent í tveimur kjarnorku- sprengingum. Honum tókst að sigr- ast á hvítblæbi, en eftir það hefur verib fjarlægður úr honum fjöldinn allur af æxlum og gera hefur þurft aðgerbir á allnokkrum líffærum á þessum fimmtíu árum. Eins og fyrr segir er hann ekki lengur eins bitur út í Bandaríkja- menn og hann var á sínum yngri árum. „I raun og veru held ég að þab hafi verið ónauðsynlegt ab varpa báðum sprengjunum. Þar að auki voru samningaviöræður í upp- siglingu. En þab eru nokkrir þættir í þessu öllu sem kenna má Japönum um. Vib þurfum að hugleiba vel þá þætti sem Japanir áttu sök á." ■ . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. Tsutomu Yamaguchi á aö baki óhugnaniega lífsreynslu. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Fólk í atvinnuleit Félagsmálaráöuneytið vekur athygli á aö vinnuafi vantar til fiskvinnslu víða um land. Vinnumiölanir veita nánari upp- lýsingar. Félagsmálaráöuneytiö, 21. ágúst 1995 LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ \Jt Auglýsing Tollkvótar vegna innflutnings á landbúnabarvörum Meö vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu verö- lagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu meö lögum nr. 87/1995 og meö vísan til rg. nr. 408/1995 og rg. nr. 446/1995 er hér með auglýst eftir umsóknum um toll- kvóta fyrir etfirfarandi innflutning. Um tolltaxta er vísaö til rg. nr. 408/1995 um úthlutun á tollkvótum og rg. nr. 446/1995 um úthluun á tollkvótum vegna innflutnings á jólatrjám o.fl. Tollflokkur Vara Tímabil Vöramagn kg. 0405.0000 Smjör 01.08.31.10 12.000 0601.2002 Blómst pottapl. undir Im. 17.08-31.10 2.000 Skriflegar umsóknir skuldu sendast bréfleiðis eða meö sím- bréfi til landbúnaöarráöuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 12.00 á hádegi fimmtudaginn 24. ágúst nk. Reykjavík 21. ágúst 1995 Landbúnaöarráöuneytiö Rafsuðumenn Okkur vantar nú þegar vana rafsuðumenn eða plötusmibi í u.þ.b. 4 mánuöi. Allar upplýsingar hjá Kaupfélagi Fáskrúbsfirbinga í síma 475-1500. Tjarnarbíó Söngleikurinn jOSEP og hans undraveröa skrautkápa eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber. Mi&nætursýning 25/8 kl. 23.30 — Laugard. 26/8 og sunnud. 27/8 kl. 17.00 — Fjölskyldusýning (lækkab verb) — Sunnud. 27/8 kl. 21.00 Mi&asala opin alla daga í Tjarnarbíói frá kl. 12.30 — kl. 21.00. Mi&apantanir sfmar: 561 0280 og 551 9181, fax 551 5015. „Þab er langt síban undirritabur hefur skemmt sér eins vel í leikhúsi." Sveinn Haraldsson, leiklistargagnrýnandi Morgunblabsins. Takmarka&ur sýningarfjöldi, sýningum ver&ur a& Ijúka í byrjun sept.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.