Tíminn - 23.08.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.08.1995, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 23. ágúst 1995 5 Rússneskar stúlkur sœkjast eftir vestrœn- um karlmönnum til eiginorös og sá áhugi er gagnkvœm- ur. Rússneskir karl- menn vilja og stofna til hjónabanda vest- ur á bóginn, en erfiö- legar gengur meö þaö Oskadraumur rúss- neskra stúlkna númer eitt er aö eignast eigin- mann, aö því tilskildu ab hann sé vestrænn. Þaö er a.m.k. mál margra sem teljast þekkja vel til í Rússlandi og hiö sama fullyrba hjúskapar- miblarar þarlendis. Helst af öllu vilja þær rúss- nesku giftast Bandaríkjamönn- um, fyrrverandi „höfubóvin- um" sínum úr kalda stríöinu, en næstir á óskalista þeirra eru Þjóðverjar og skandínavar. „Daubþreyttir á ofur- frelsuðum konum ..." Mafíur og annað álíka liö reynir ab hagnast á þessari eftir- spurn, oft meö allt annaö en gæfulegum afleiöingum fyrir stúlkurnar, sem leita til þess- háttar aöila. En þar aö auki starfa á þessum vettvangi fjöl- margar einkareknar hjúskapar- miölunarstofnanir, sem sprottiö hafa upp í Rússlandi síöustu ár- in. Ein sú þekktasta af slíkum er Alliance (á rússnesku Aljans) í Moskvu. Forstööukona þar er tæplega fimmtug fráskilin kona, Tamara Sjkunova aö nafni, fyrr- um blaöamaöur viö sovéskt kvennatímarit. Aöalþátturinn í starfsemi Alliance er hjúskapar- miölun innanlands, en þar aö auki hefur stofnunin þegar komiö í kring um 300 hjóna- böndum rússneskra kvenna og vestrænna karlmanna. Þessi þáttur í starfsemi stofnunarinn- ar er í stööugri þenslu. Sjkunova nefnir í blaöaviötali sem dæmi Natösju, tvítuga stúlku frá þorpi í Suöur-Rúss- landi. „Hún var ein af þessum bústnu, rússnesku stúlkum með söðulnef og stór, barnsleg augu. Hún bar það meö sér að hún var nærgætin og hjartalagiö gott. Sannkölluð perla fyrir mann, sem vill eignast húslega, yfirlæt- islausa konu sem veröur góö móöir. Og viðskiptavinir mínir eru einmitt margir í leit aö þessu. Margir útlendir karl- menn, sérstaklega þeir banda- rísku, eru orðnir dauöþreyttir á ofurfrelsuðum konum Vestur- landa. Þeir óska sér einskis frek- ar en aö fá fyrir konu ljúfa, eðli- lega, slavneska stúlku. Slavnesk- ar konur hafa sem sé sál, en það hafa vestrænu femínistarnir ekki." Sjkunova er ekki í vafa um að þessi hjónabönd „austurs" og „vesturs" séu báðum aðilum í hag. Rússnesku konurnar nostri viö vestræna eiginmenn sína, nuddi þá ef þeir séu meö bak- verk og færi þeim drykk, þegar þeir komi þreyttir heim. Þetta líki karlmönnum og þá verði þeir reiöubúnir að uppfylla allar óskir konunnar um fatakaup og annað. „Þaö þarf aö ala karl- mennina upp, því að hæverska og gjafmildi eru fæstum þeirra meöfædd." Sjkunova nefnir tvennt, sem hún þakkar umfram annaö góð- um árangri sínum í hjúskapar- wmm Rússneskar konur eru sagbar allþreyttar á karlþjób sinni. Ástarkveöjur frá Rússlandi Rússneskir hermenn (í Tjetjeníu): „herinn er ekki miklu betri en refsifangabúbir." BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON miðluninni milli fyrrverandi austur- og vesturblokkar. í fyrsta lagi sé hún sjálf nokkuð snjöll í þessari grein og í ööru lagi sé aö rússneskar konur virðist um þessar mundir hafa alveg sér- stakt aödráttarafl fyrir vestræna karlmenn. Þaö stafi auk annars af því að þær séu bráðfallegar, margar hverjar, og engu spilli ab þær séu gjarnan með holdugra móti, miðað við það sem nú gerist á Vesturlöndum. „Þær eru ekki eins og þessi vestrænu straubretti sem eru meö ekkert hér eöa þar," útskýrir Tamara. „Latir, hirðuleysislegir, drykkfelldir..." Áöumefnd Natasja var í ástar- sorg eftir ab kærasti hennar, búlgarskur kaupsýslumaður sem selt hafbi tyggigúmmí í þorpinu hennar, haföi yfirgefið hana. En Sjkunova var fljót aö sýna henni fram á, að engin eftirsjá væri í „ómerkilegum, búlgörskum um- renningi, sem þar á ofan hefði verið nískur og lélegur elskhugi." Natasja tók gleði sína eftir að Tá- mara haföi bætt upp á útlit hennar meö aöstoð hárgreiðslu- stofu og snyrtisérfræðinga. Alli- ance sendi myndir af Natösju til umboðsmanna sinna á Vestur- löndum, hliðarmyndir aðeins, af því að stúlkan var þaö búlduleit að hugsanlegt var að þaö félli ekki nógu vel aö vestrænum smekk. Natasja leitaði til Alliance í maí og í ágúst var hún gift Bandaríkjamanni. Hjá þeim er síban allt í lukkunnar velstandi og vinir eigimannsins eru þegar farnir aö snúa sér til Sjkunovu með rússneska kvenkosti í huga. Ástæðurnar til þess að rúss- neskar stúlkur sækjast svo mjög eftir vestrænum karlmönnum til eiginorðs eru margar. Þær vilja komast í betra líf og í augum þeirra margra eru Vesturlönd sæluríki. Konur eru nokkru fleiri en karlar í Rússlandi, eða 1140 konur á hverja 1000 karlmenn. Og svo eru margar rússneskar konur orönar allþreyttar á karl- þjóö sinni, að sögn Sjkunovu. "Sumir þeirra em allsæmilegir og þesskonar karlmenn verða hér fleiri og fleiri, sem betur fer," seg- ir hún. „Og margir þeirra verða líka smámsaman ríkari og ríkari. En flestir þeirra em ennþá latir, hiröuleysislegir og drykkfelldir og getan kannski farin aö bregö- ast þeim þegar um 35 ára aldur." Sparsamir skandínavar Sjkunova segir aö því fari fjarri að þetta sé eingöngu rússnesku karlmönnunum sjálfum aö kenna. „Herþjónustan eyöilegg- ur marga þeirra. Herinn er ekki miklu betri en refsifangabúöir. Aörir fara á taugum af því að þeir em of tekjulágir til aö geta séð fyrir fjölskyldu." Hún telur samt aö rússneskir karlmenn hafi ýmsa kosti fram yfir þá vestrænu, geti þeir fyrr- nefndu notið sín. Þannig séu þeir örlátari en vestrænir karlmenn. „Um skandinavíska karlmenn hef ég t.d. heyrt, að þeir séu mjög sparsamir og eigi það jafnvel til aö láta konuna borga sinn hluta af reikningnum - en því get ég næstum ekki trúab." Ekki einungis rússneskar kon- ur, heldur og karlmenn, vilja gjarnan stofna til hjónabanda vestur á bóginn. En rússneskum karlmönnum, sem leita til Alli- ance í þeim erindagerðum, er erf- itt ab koma út, og hjónabönd þeirra verða endingarlítil mörg hver. „Ég get ekki haft hann lengur," stendur í bréfi til Ta- möm frá bandarískri konu, sem útvegað hafði sér rússneskan eig- inmann meö hennar hjálp. „Hann þvær aldrei upp, hjálpar aldrei til með neitt og hreyfir ekki fingur, nema hvað hann leikur rússnesk lög, sem em ekk- ert nema þunglyndið, á gítar og svo drekkur hann eins og þurr svampur." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.