Tíminn - 23.08.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.08.1995, Blaðsíða 8
ö ShI If'f íjIWIpJ Mi&vikudagur 23. ágúst 1995 Rannsóknarlögregla ríkisins: Skeljungs- ránið enn Rúmum 108 þúsund tonnum afaflamarki þorsks úthlutaö: Kvótaskipum fœkkar á þriöja hundraö: Stórir verba stærri óupplýst Skeljungsmálið svokalla&a, þegar tveir menn rændu starfsmenn Skkeljungs, sem voru á leið í íslandsbanka í Lækjargötu með helgarsölu á bensínstöðvum félagsins á Reykjavíkursvæðinu, er enn óupplýst. Talið var að þjófarnir hefðu haft á sjöttu milljón upp úr krafsinu. Að sögn Harðar Jóhannes- sonar hjá RLR, er málið enn til rannsóknar hjá embættinu, en hefur engan árangur borið. ■ Margrét Frí- mannsdóttir Steingrímur j. Sigfússon Formannsslagur Alþýöubandalagsins: 20 fundir meb Mar- gréti og Steingrími Formannskandídatar Al- þýðubandalagsins verða kynntir í bak og fyrir á 20 fundum um landið allt á næstunni. Fyrstu framboðsfundirnir eru á ísafirði og Patreksfirði. Þar verða þau Margrét Frí- mannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon kynnt á opnum fundum. Fyrsti kynningarfundurinn verður á Isafirði í kvöld kl. 20.30 á Hótel ísafirði, en á morgun á sama tíma í Félags- heimilinu á Patreksfirði. Aðeins félagsbundnir al- þýðubandalagsmenn kjósa formann. Hægt er að ganga í flokkinn til loka september til að hafa áhrif á kjörið. ■ Sverrir Leósson, formaður Út- vegsmannafélags Norður- lands, segir að næsta fiskveiöi- ár verði gífurlega erfitt fyrir útgerðir í landinu. Hann telur jafnframt að einhverjar út- gerðir muni týna tölunni og skipum muni áfram fækka sem stunda vei&ar í atvinnu- skyni. „Þróunin verður sjálfsagt sú að þeir sem eru svona minni og smærri munu detta úr lestinni. Það þýðir að þeir stóru verða stærri ogþeir minni færri," segir formaður Útvegsmannafélags Norðurlands. Fiskistofa hefur sent útgerö- um fiskiskipa, sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni, veiðileyfi og tilkynningar um aflaheim- ildir á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september n.k. Að þessu sinni eru gefin út 1.078 afla- marksveiðileyfi. Af þessum fjölda aflamarksskipa sem veiði- leyfi fengu var úthlutaö afla- marki til 879 skipa. Aflamarks- skip, sem fá leyfi en eru án afla- hlutdeildar og fá því ekki út- hlutað neinum kvóta em alls 199. Þá hefur aflamarksskipum fækkað umtalsvert, eða um 232 . Jí s V. K Mm/lm Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í Hrísey: „Ekki menn með mönnum nema þeir eigi gamla dráttarvél" Það er í tísku í Hrísey að eiga gamla dráttarvél, sem við- komandi gerir síðan upp, set- ur jafnvel á hana kassa aftan í beislið svo auðveldara sé að flytja ýmislegt lauslegT með dráttarvélinni. Þetta er sam- kvæmt upplýsingum Jónasar Vigfússonar, sveitarstjóra í Hrísey. Þetta má upphaflega rekja til þess að lítið er um bíla í bæn- um, nema þá í atvinnuskyni. Fólk geymi bíla á Árskógströnd, þar sem ferjan leggur upp, og kaupi þess í stað gamlar dráttar- vélar, sem það hefur gert upp. Þessar vélar, sem eru orðnar all- nokkrar, hafa vakiö verðskuld- aða athygli ferðamanna. Jónas segir að í Hrísey sé í raun kominn vísir að forn- minjasafni fyrir gamlar, upp- gerðar dráttarvélar og bendir á áð á 17. júní hátíðarhöldum í fyrra, sem voru reyndar haldin 18. júní, hafi menn farið í „skrúðgöngu" á gömlum drátt- arvélum og það hafi vakið mikla athygli. Jónas segir sumarið hafa farið hægt af stað í Hrísey, enda kalt framan af. Síöan hafi lifnað tals- vert yfir og fjöldi ferðamanna aukist. Þann 1. desember síðast- liðinn voru skráðir 280 til heim- ilis í eyjunni, en á sumrin má segja að íbúafjöldi aukist um 50%, en fólk sem á hús í eyj- unni kemur þangaö til sumar- dvalar. Á meðfylgjandi mynd sem tekin var í Hrísey nýlega má sjá eina af dráttarvélunum. Tímamynd BG Skipverjar á Ægi fundu seglskútuna Söru í gœrmorgun, en henni var stoliö á mánudag: Ægir meb „Söruna" í togi til Reykjavíkur í dag Varðbergsma&ur í turni varð- skipsins Ægis fann rétt fyrir há- degi í gær, skútuna Söru sem stoiiö var úr Reykjavíkurhöfn aðfaranótt mánudags, en várð- skipiö leita&i að skútunni sam- kvæmt beiöni Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Skútan var þá um 80 sjómílur suður af Selgrunni og var á leiö í suöurátt. Taliö er aö fyrri eigendur skútunnar, sem eru franskir, hafi stolið henni og ætlað aö sigla henni til Frakklands. Það voru skipverjar á togar- anum Ólafi Jónssyni, sem fundu skútuna fyrst á mánu- dagskvöld, en þá var hún stödd rúmlega átta sjómílur suð- vestur af Eldey og hafði franski fáninn verið dreginn að húni. Skipverjar náðu sambandi við skipverja skútunnar og sögöust þeir vera eigendur hennar. Ab sögn Harðar Jóhannessonar, hjá RLR, þykir þab fullsannað að eigendur hennar eru ís- lenskir og keyptu þeir skútuna á uppboði hér á landi fyrir þremur árum. Skútan hafði verið kyrrsett hér á landi vegna vangoldinna björgunarlauna og í kjölfarið safnaði hún á sig skuldum sem varð til þess að hún var boðin upp. Það var um ellefu leytið í gærmorgun sem varðskips- menn komu auga á skútuna og voru komnir að henni um klukkan tólf á hádegi. Haft var samband viö skútuna og skip- verjum um borð í henni, sem voru tveir sagt að fella segl. Nokkru síðar fóru nokkrir varð- skipsmenn á léttbát yfir í Söru og fluttu mennina tvo, sem sýndu engan mótþróa með góðu yfir í varðskipið. Varðskipið tók skútuna í tog í gær og hélt áleibis til Reykja- víkur og er væntanlegt með hana snemma dags í dag, en þar munu liðsmenn RLR bíða tvímenninganna og færa þá til yfirheyrslu. skip á yfirstandandi fiskveiðiári og þá aðallega vegna úreldingar hjá Þróunarsjóði sjávarútvegar- ins. Á næsta fiskveiðiári verbur leyfilegur heildarafli þorsks 155 þúsund tonn. Þar af er línuafli 13. 810 tonn, til jöfnunarað- gerða verður varið 11.070 tonn- um, krókabátar fá úthlutab 21.500 tonnum og því er út- hlutað aflamark í þorski aðeins 108.620 tonn sem deilt er niður á flotann. Krókabátum verður einnig úthlutað 2 þúsund tonn- um í ýsu og 1500 tonnum af ufsa. Til jöfnunaðgerða verður varið 2.350 tonnum af ýsu, 2.741 tonni af ufsa, 2.545 tonn- um af karfa, 785 tonnum af grá- lúðu og 511 tonnum af skar- kola. Af öðrum fisktegundum verð- ur leyfilegur heildarafli ýsu um 60 þúsund tonn, 70 þúsund tonn af ufsa, 65 þúsund tonn af karfa, 20 þúsund tonn af grá- lúðu, 13 þúsund tonn af skar- kola, 125 þúsund tonn af sum- argotssíld, 63 þúsund tonn af úthafsrækju, 6700 tonn af inn- fjarðarrækju, 9.250 tonn af hörpudiski og 1500 tonn af humar. ■ BÆIARMÁL Kópavogur Bæjarráð Kópavogs hefur ákve&ið að styrkja kvennalið UBK í knatt- spyrnu um 80 þúsund krónur til þátttöku í Norðurlandamóti í Þrándheimi. Styrkurinn er veittur vegna góðrar frammistöðu liðs- ins og kemur til viðbótar styrks íþróttaráðs, sem nemur tveim apex-fargjöldum til Noregs. • Fyrirhugað er að halda Hafnar- daga í Kópavogi 22.-23. septem- ber nk. Dagskrá Hafnardaganna ver&ur tvískipt með ráðstefnu fyr- ir forráðamenn fyrirtækja fyrri daginn en dagskrá fyrir almenn- ing seinni daginn. • Úthlutaö hefur verið sérstyrkjum íþróttaráðs Kópavogs. Meðal þeirra sem fengu styrki er Hand- knattleiksdeild HK vegna æfinga- og keppnisferðar til Færeyja og vegna Kópavogsbikarsins 1995, Tennisfélag Kópavogs vegna náms- og kynnisfer&ar til Banda- ríkjanna og vegna æfingabú&a í Þýskalandi og Sunddeild UBK vegna bæjarkeppni milli Kópa- vogs og Mosfellsbæjar. Hafnarfjöröur í lok júlímána&ar voru samtals 426 Hafnfirðingar á atvinnuleys- isskrá, 266 konur og 160 karlar, samkvæmt tölum frá Vinnumi&l- un Hafnarfjarðar. Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur hafnað erindi Handknattleiks- sambands íslands um a& sjá um kvöldverð eftir landsleik vð Rúm- eníu 1. okt. nk. • Bæjarráð hefur samþykkt að veita bæjarstjóra heimild til að ganga frá erlendri lántöku hjá Union Bank of Norway International A/S a& fjárhæð 15 milljónir danskar krónur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.