Tíminn - 13.09.1995, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. september 1995
9
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
Erik Ninn-Hansen
kærir til Mannrétt-
indadómstólsins
Kaupmannahöfn — Reuter
Erik Ninn-Hansen, fyrrver-
andi dómsmálarábherra Dan-
merkur sem var dæmdur fyrir
aö brjóta innflytjendalög
landsins meban hann gegndi
embætti sínu, ætlar ab fara
meb málib fyrir Mannrétt-
indadómstól Evrópu, ab því er
lögfræbingar hans sögbu í
gær.
Erik Ninn-Hansen, sem er 73
ára gamall og hefur verið einn
virtasti stjórnmálamaður
íhaldsflokksins, var dæmdur í
fjögurra mánaba skilorbsbundið
fangelsi í júní sl. eftir aö réttar-
höld höföu staðið yfir í málinu
frá því í apríl 1994, en þetta er í
fyrsta sinn í 85 ár sem réttab er í
máli vegna embættisafglapa í
Danmörku.
Telur Ninn-Hansen ab mála-
ferlin hafi ekki verið réttlát og
hefur skotið máli sínu til Mann-
réttindadómstóls Evrópu. Búist
er vib ab innan fárra mánaöa
verði ákveðið hvort Mannrétt-
indadómstóllinn taki málið að
sér, og ef svo fer er endanlegrar
niðurstöðu að vænta innan
þriggja ára.
Ninn-Hansen var dæmdur
fyrir að brjóta innflytjendalög
Danmerkur í svonefndu Tamíla-
máli, sem olli því að ríkisstjóm
Pauls Schlúters varð að láta af
völdum í janúar 1993. í júní það
ár ákvab danska þingiö síban að
kæra Ninn-Hansen fyrir emb-
ættisafglöp vegna málsins. ■
Neita oð taka krossinn nibur
Skólabörn íþorpinu Fischbach í Bæjaraiandi í Þýskalandi mœttu í gær aftur í skólann vib upphaf nýs skólaárs,
eins og meira en milljón önnur börn í Þýskalandi. Krossinn hangir enn á veggnum í skólastofunni eins og sjá má
á myndinni, en nýlega komst Stjórnlagadómstáll Þýskalands ab þeirri niburstöbu ab lög í Bæjaralandi, sem
kveba á um ab kross eigi ab vera uppi á vegg í öllum skólastofum landsins, brjóti íbága vib þýsku stjórnar-
skrána.
Úrskurbur stjórnlagadómstólsins hefur vakib upp^ mikla reibi og harbar deilur í Bæjaralandi og víbar í Þýskalandi.
Ríkisstjórn Bæjaralands lítur á úrskurbinn sem reibarslag fyrir íbúa landsins, sem þekktir eru fyrir íhaldssemi og
líta almennt á sig sem löghlýbna og gubhrœdda borgara. Þessi úrskurbur var þó meira en þeir gátu þolab og
hafa nú í fyrsta sinn allir sem einn risib gegn Stjórnlagadómstóli Þýska sambandslýbveldisins. Reuter
Fiskveiöideilur Marokkó og Evrópusambandsins:
Snúast um fleira en fisk
Carl I. Hagen, leibtogi Framfara-
flokksins.
Kosningar til bœjar- og
fylkisstjórna í Noregi:
Þjóöernis-
sinnar bera
sigur úr
bytum
Osló — Reuter
Sigurvegari í norsku bæjar- og
fylkisstjórnarkosningunum sem
fram fóru á mánudag er Framfara-
flokkurinn, hægri sinnaður flokk-
ur sem undanfarið hefur einkum
lagt áherslu á ab grípa þurfi til
haröari aðgerða gegn innfíytjend-
um. Flokkurinn fékk 12,1% at-
kvæða (þegar þetta var skrifað
voru endanlegar atkvæðatölur
ókomnar í einu kjördæmi af 629)
og hafði þá aukið fylgi sitt um
5,1% frá því í kosningunum árið
1991.
Niöurstöður koSninganna voru
að öðru leyti sem hér segir: Verka-
mannaflokkurinn hlaut 31,3% at-
kvæða, íhaldsflokkurinn 19,9%,
Miöflokkurinn 11,8%, Kristilegi
þjóðarflokkurinn 8,5%, Sósíalíski
vinstriflokkurinn 6,1%, Vinstri-
flokkurinn 4,7%, Rauða kosn-
ingabandalagiö 1,7% og aðrir
flokkar hlutu 3,9%.
Kosningaþátttakan var 58,8%,
en þaö þýðir ab um tvær millj-
ónir Norðmanna hafi mætt á
kjörstað til að kjósa. ■
The Economist
Frá því í apríl sl. hafa staöið
yfir harbvítugar deilur milli
Marokkó og Evrópusam-
bandsins um fiskveibimál.
Víðast hvar í Evrópu hafa
þessar deilur vakib litla at-
hygli en í Marokkó hefur
málib verib abalforsíbufrétt
dagblaðanna á nánast hverj-
um degi.
„Besta niðurstaðan væri sú
að það fengist engin niður-
staða," sagöi Abd al-Latif Filali,
forsætisráðherra Marokkó,
skömmu áður en samningavið-
ræður hófust um það hve mik-
inn fisk ESB ætti að fá að veiða
innan lögsögu Marokkó. Og
honum varð að ósk sinni: við-
ræðurnar sigldu í strand fyrir
rúmlega hálfum mánuði. í
fyrstu voru Marokkóbúar hæst-
ánægðir með þessa niðurstöðu
málsins og lofuðu óbilgirni for-
sætisráðherrans í hástert. Nú
hins vegar er farið að bera á ugg
vegna þess að deilurnar gætu
sett strik í reikninginn hvað
varðar önnur tengsl ESB og
Marokkó, en Marokkóbúar eiga
mikið undir því að samkomu-
lag náist við ESB um nánari
tengsl. Enn hefur engin dag-
setning veriÖ ákveðin fyrir
framhald viðræðnanna, en
báðir aðilar eru reiðubúnir til
að reyna aftur.
Deilurnar hófust sem fyrr
segir í apríl þegar Marokkó
krafðist þess að fjögurra ára
samningur, sem undirritaður
var 1992, yrði látinn ganga úr
gildi einu ári fyrr en til stóð.
Samningurinn fól það í sér að
spænskir og portúgalskir veiöi-
menn hefðu heimild til að
veiða árlega 82.000 tonn af
smokkfisk, rækju, sardínu, kol-
krabba og lýsingi í fiskveiðilög-
sögu Marokkó. í staðinn fengi
Marokkó greiddar sem svarar
um 8,8 milljörðum íslenskra
króna á ári hverju. Ein helstu
rök Marokkóbúa fyrir því að
samningnum yrði rift voru þau
að hann hafi verið undirritaður
áður en fiskiðnaöur þróaðist að
nokkru marki í landinu, en nú
er svo komiö að 11% af vergri
þjóðarframleiðslu Marokkó
kemur úr fiskiðnaðinum. Enn-
fremur sökuðu þeir Spánverja
um að stunda ofveiði og ganga
þannig meira en góðu hófi
gegnir á fiskstofnana.
28.000 manns höfðu lifi-
brauð sitt af þessum veiöum á
Spáni, Kanaríeyjum og í Portú-
gal. Þegar samningunum var
rift voru 650 togarar, þar af 600
spænskir, reknir út úr fiskveiöi-
lögsögu Marokkó; stór hluti
þeirra liggur enn bundinn við
bryggju í heimahöfn. Þaö er því
eðlilegt að hér sé um hitamál
að ræða.
Spænskir sjómenn hafa reynt
ab hindra innflutning frá Mar-
okkó eftir að samningnum var
rift. Með misjöfnum árangri
þó. Annað og sterkara vopn
eiga Spánverjar þó í fórum sín-
um. „Án fiskveiðisamnings
verður ómögulegt að komast
að samkomulagi um tengsl ESB
og Marokkó. Spánn mun
standa í vegi fyrir samkomulag-
inu og sambandið við Marokkó
mun þá lenda í blindgötu,"
sagði landbúnaðar- og sjávarút-
vegsráðherra Spánar eftir að
viðræðurnar sigldu í strand.
Marokkóbúar geta hins vegar
hótað því, aö náist ekki sam-
komulag geti Evrópusam-
bandslöndin átt von á innflytj-
endastraumi frá Marokkó í enn
meira mæli en hingab til. Nú
þegar eru a.m.k. ein milljón
Marokkómanna sem búa og
starfa í Evrópu, en atvinnuleys-
ib í Marokkó er um 25%.
Raunar er ekkert sem bendir
til þess í raun að fiskveiðideil-
urnar muni hafa slæm áhrif á
samband ESB og Marokkó ab
öðru leyti, þrátt fyrir að því ít-
rekað hafi verið hótað. Frá
1987 hefur Marokkó þegið um
32 milljarða íslenskra króna í
lán og styrki frá ESB, og fyrir
skömmu voru undirritaðir
tveir samningar í viðbót sem
eiga að tryggja Marokkó fimm
og hálfan milljarð króna fyrir
landbúnaðarafurðir.
í nóvember nk. veröur hald-
inn leibtogafundur í Barcelona
á Spáni þar sem ætlunin er að
ræba tengsl Evrópusambands-
ins við granna sína í suðri.
Marokkóbúar vita sem er að
innan Evrópusambandsins er
litið á Norður-Afríku sem upp-
sprettu óstöðugleika og óvissu
sem einhvern veginn þarf að
ná tökum á. ESB getur því ekki
annað en stutt vib bakið á ríkj-
unum í Norður-Afríku og reynt
að efla tengslin við þau sem
mest, enda er þab jafnmikið í
þágu ESB sjálfs að tryggja stöð-
ugleika á þessu svæbi. Staða
Marokkó gagnvart ESB er því
nokkuð traust þegar á heildina
er litið og ekkert sem bendir til
annars en að þeim takist að
standa uppi í hárinu á ESB enn
um hríð. ■