Tíminn - 15.09.1995, Page 5

Tíminn - 15.09.1995, Page 5
Föstudagur 15. september 1995 Wfmtom 5 Auöunn Bragi Sveinsson: Að fá að vera til Fyrir það að fá að „eksistera" fœ ég oftast meira en nóg að gera: greiða ótal gíróreikninga; gjörvallt lífið snýst um peninga. Eitt sinn var peningum fólks að miklum meirihluta varið í mat og föt, þó mest hið fyrr- nefnda. Þá var talað um aö eiga til hnífs og skeiðar. Þarfnast væntan- lega ekki frekari skýringa. Nú fer hins vegar minna og minna fyrir mat í magann, í hlut- falli við aðrar þarfir. Þetta „annað" er býsna fjölbreytt. Það er í formi alls konar álagna. Fyrir að búa í eig- in húsnæði þarf ekki svo lítið að greiða. Þar er um að ræða hinn virðulega fasteignaskatt, sem lagður er á alla þá, sem taldir eru fyrir hús- næði. Ég sá, að hann hækkaði ekki svo lítið frá árinu í fyrra til yfir- standandi árs. Ég greiddi í fyrra með þremur afborgunum, alls kr. 37.751. Nú var ég að greiða síðustu og sjöttu afborgunina (heil fyrir fleiri afborgunum!!) og urðu þetta VETTVANGUR alls krónur 46.918. Það er aukning upp á 9.167 krónur, eða rúmlega 24% hækkun á einu ári. Ekki veröur keyptur matur eða föt fyrir þá pen- inga. Af 1.049.204 króna tekjum, á ár- inu sem leið, greiddi ég 172.739 krónur í útsvar og tekjuskatt. Útsvar- ið hefur hækkað mjög frá fyrra ári: er komið í 8,4%. Þarna eru alls 219.657 krónur. Þá má ekki gleyma útvarps- og sjónvarpsgjaldi, sem er 24.000 krónur á ári. Fæstir vilja vera án þessara fjölmiðla. Komnar eru þá gjaldamegin kr. 243.657. Og meira blóð er í kúnni! Enginn ábyrgur maður vanrækir að tryggja innbú sitt. Þar bætast við kr. 5.197. Komnar þá kr. 248.854. Margir eiga íbúðir í fjölbýlishús- um, og þar á meðal undirritaður. Þar ber mér að greiða kr. 6000 á mánuði í húsgjald aö meðaltali í ár, og eru það alls 72.000 á árinu. Nú fer að hækka heldur betur útgjalda- pósturinn: komnar kr. 320.854. Þá eru það blöðin. Fæstir sætta sig við að kaupa ekkert dagblað. Sumir kaupa fleiri en eitt. Ég er með þeim ósköpum fæddur að vilja fræðast og fylgjast meö. Kaupi því nú tvö dagblöð. Fyrir áskrift þessara blaða greiði ég mánaðarlega 3.300 krónur, eða á ári 39.600. Nú er upp- hæðin, sem ég greiði fyrir annað en lífsnauðsynjar til fæðis og klæða, orðin kr. 360.454. Enginn er síma- laus, skilst mér, sem vill vera maður með mönnum. Auðvitað eru not fólks misjöfn þar, en notkun mín á st'ma kostar mig um 20.000 kr. aö jafnaði á ári. Eru nú komnar gjalda- megin kr. 380.454 fyrir það, sem ekki verður etið eöa fyrir klæði keypt. Eftir eru þá kr. 668.750 til að lifa á. Þaö eru 55.730 krónur á mánuði. Tæpast leggur sá oft leið sína á veit- ingahús og skemmtistaði á mánuði hverjum, sem ekki hefur úr meiru að spila, enda læt ég þaö vera. Meiri peningaþjófa en veitinga- og skemmtistaði getur vart. Það, sem bjargar mér, er að ég á skuldlausa íbúð. Væri ég leigjandi, yröi enn minna eftir til að kaupa mat og föt fyrir, svo og aðrar lífs- nauðsynjar. Þökk fyrir lesturinn, lesandi góð- ur! Höfundur er kennari. Hægfara heimsvaldastefna Eins og aðrir sem láta sig landsmál- in einhverju varða, hef ég mikið velt fyrir mér hugmyndinni um ís- lenskan her, eftir að hún var viðruð í síðustu viku. Það sem ég hef aöallega hugsað um er hvað búi að baki, því jafn rót- tæk hugmynd frá innsta kjarna stærsta stjórnmálaflokksins hlýtur að vera þaulhugsuð, ígrunduð, yfir- veguð og ná miklu dýpra en það yf- irborð sem við blasir. Ég hef reyndar lent í vandræðum með að finna hugsunum mínum rökræna leið, en þar sem ég komst að niðurstöðu, tel ég rétt að upplýsa lesendur um þankagang minn síð- ustu daga, eða þar til niðurstaðan birtist mér í draumi. Fyrst þegar hugmyndin var viðr- uð, datt mér í hug að menn væru ekki með öllum mjalla. Allir vita að til er andleg veila sem kölluð er ofsóknarkennd og lýsir sér þannig að sá sem veilan hrjáir telur sig ofsóttan af öllu og öllum. Fljótlega varð ég afhuga þessari hugmynd, svoleiðis kemur ekki upp á yfirborðið hjá ráðamönnum sem hafa fjölda ráðgjafa sér við hlið og eru þar að auki undir flokksaga for- sætisráðherrans. Næst datt mér í hug að stærsta dagblað landsins væri farið að vanta efni eins og það kann best aö bera á borð fyrir lesendur sína. Þetta blað, sem góðvinur minn kallar stundum „dínósárinn", hefur nefnilega ekki getab rekib neinn al- mennilegan hræðsluáróbur í nokk- ur ár, en eins og allir vita er sameig- inlegur ótti og sameiginlegur óvin- ur vísasti vegur til að fá stuðning annars ólíkra afla. Eftir ab hafa grandskoðað „dínó" um helgina útilokaði ég líka þessa hugmynd. Þar var ekki stafkrók að finna um hervæðingarhugmynd- ina. Ekki einu sinni frá vinkonu minni í Vesturbænum. Atvinnubótavinna var næsta hugmynd. En einmitt um sama leyti og herkvaöninguna bar á góma hafði annar af framámönn- um sama stjórnmálaflokks komið Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVI með góða hugmynd um að mennta atvinnulaust fólk á meðan það er á bótum og þar með var ljóst að at- vinnubótavinna væri ekki sú dulda hugsun að baki herkvaðningunni sem ég leitaöi að. Þá var það sem mig dreymdi eld- gos. Allir vita að ísland er á mótum jarðskorpufleka og eldvirknin er í raun uppspretta bráðinna jarðefna sem þrýstast upp á yfirboröið um leið og flekarnir færast sundur. Þar með stækkar ísland og þótt það gerist hægt á mælikvarða venjulegra manna, verður 1 senti- metri á ári hvorki meira né minna en 10 kílómetrar á milljón árum. Við sjáum hvernig þetta fer: ís- land verður risastórt og risastórt land hefur alla möguleika á að verða heimsveldi. Og framsýnir ráðamenn hafa hugsab rökrétt: Ef landið verður einhvern tíma svo stórt að önnur virki lítil í samanburðinum, verð- um við að vera tilbúin til að verja eða herja. Ab sjálfsögöu dettur engum heil- vita manni í hug að 1000 manna iið geti varist erlendri árás, enda myndi enginn gera árás sem þyrfti að óttast slíkt fámenni. En auðvitab verður fjölgað í hernum í samræmi við stækkun landsins. Það er framtíðin sem verið er aö hugsa um. Og nú er ég rólegur yfir hernaðar- hugmyndinni, þetta er bara óvenju framsýn fyrirhyggja þeirra sem best er treyst til að stjóma þessari frið- elskandi þjóð sem hefur ekki hug- mynd um hvab bíður hennar í langri framtíð. Afstætt frelsi — afstæður daubi? Ég hefði átt að fá að lesa nýju Ijóðin þín um þetta leyti árs þegar fúglamir syngja ígrœnu lauft eða kveikja þér í sígarettu einhverja sumamóttina. En það er ekki alltaf sumarið sem vorinu fylgir— stundum óvcent hret grimmara vetri. Nótt grafarþögn — vísamir staðnaemastá 12 Draumar villuráfandi sem fyrr. Ég kveiki í sígarettu. Gömlu Ijóðin þín kasta bjarma á andlit þitt þú opnar munninn vilt segja eitthvað M-Á-L-L-A-U-S vélbyssuraddir og skriðdreka. Augngota frá blóðvellinum. Hinsta Ijóð þitt til einhvers sem lifir af Vísamir skríða yfir 12 þeir hafa fiillkomnað endurtekningu Til er það sem getur endurtekið sjálft sig s.s. dagrenning sem enn einu sinni mun rísa upp úr blóöugum sjóndeildarhringnum. En ekki þú, ekki háttur þinn að reykja. 1 SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON Líkt og þeir kristnu tendra fjórða Ijósið kveiki ég í fjórðu sígarettunni, — ég stceli aðferð þína við að reykja á miðnætti. „TIL VINAR SEM DÓ 4. JÚNÍ" heitir útlagaskáld í Svíþjóð, Li Li ab nafni. þetta ljóð. Höfundur þess er kínverskt Þegar ég kynntist honum í Stokk- hólmi, vorið 1989, stundaði hann framhaldsnám í sænsku og var þegar farinn að yrkja á þeirri tungu. Ég hef þýtt smáræbi af ljóðum hans. Ofanrit- uð þýðing er úr bókinni „Tíu tungl á lofti", sem kom út hjá Fjölva árið 1992. Þetta ljóð orti Li Li í minningu vin- ar síns, sem myrtur var á Torgi hins himneska friðar, þann 4. júní 1989. Slík urðu örlög margra ungmenna þar á torginu þennan umrædda dag. Sök þeirra var sú, að hafa aðra skoðun á hugtakinu frelsi en valdamenn Kína gátu sætt sig við. Já, frelsið er afstætt, eins og vor „heimspekilega þenkjandi" forseti benti á í vinsamlegum viöræðum sín- um við stúdentaslátrarann á Torgi hins himneska fribar. Skilningur vinar Li Li á þessu afstæða hugtaki kostaði hann lífið. En jarðneskur daubi hans er ekki afstæður. Hann er óumbreyt- anlegur, fullkominn og endanlegur. Þannig er einnig háttað hryggð minni vegna Kínafarar forseta íslands. Hún er óumbreytanleg, fullkomin og endanleg. ■ FÖSTUDAGS- PISTILL ÁSGEIR HANNES MANNRÉTTINDI ERU AFSTÆÐ Pistilhöfundur sat allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á sínum tíma og vib hlið fulltrúa Indlands. Bábar þjóbir höfðu eitt atkvæði og ofar í salnum sátu Kínverjar með sitt at- kvæði líka. Hvar eru mannréttindi Indverja og Kínverja á heimsmark- abi, þegar íslendingar hafa fimm- þúsundfaldan atkvæðisrétt á við fjölmennustu lönd í heimi? Þessi afstæðu mannréttindi þykja íslend- ingum gób latína og ekki nóg með þab: Áratugum saman héldu íslend- ingar Kínverjum utan vib hinar Sameinubu þjóðir, en eftirlétu gömlum hershöfbingja frá Form- ósu sæti þeirra. Og ekki er öllu til skila haldib enn í samskiptum þjóðanna: íslendingar tóku Kín- verja fantatökum, þýgar talsmenn frjálsrar verslunar á íslandi lögðust gegn abild Kínverja að Gatt-tolla- bandalaginu nema Kínverjar hækk- ubu, endurtek hækkuðu, verð á járnblendi sínu til jafns við rándýrt járnblendið frá Grundartanga. Eru það mannréttindi að meina Kín- verjum að njóta lægra verðlags í landi sínu? íslendingar gengu óhikab í varn- arbandalag með mannvinum sín- um Tyrkjum og eru skuldbundnir til ab verja Tyrkina ef á þá er rábist. Á sama tíma settu íslendingar krist- ib þjóbarbrot hvítra manna í herkví subur í Afríku vegna skorts á mannréttindum. Ekki er þó öllu til skija haldið enn: íslendingar eru sjálfum sér sund- urþykkir í mannréttindum og af nógu er að taka. Helgasti réttur mannkyns er rétturinn til lífsins, en daglega svipta íslensk heilbrigðisyf- irvöld tvö börn réttinum til ab fæbast. Þeir Vestfirðingar, sem fá að fæbast á annað borð, hafa svo fjórföld mannréttindi á viöfædda Breiðhyltinga meb kosningarétti sínum. Og vib skulum halda áfram meb smérið í þessu fyrirheitna landi mannréttinda: Ungt fólk á íslandi getur ekki hafib búskap nema fá tilskilin bú- mörk frá hinu opinbera og ungir hrafnistumenn fá ekki ab sækja sjó- inn nema kaupa kvóta. íslendingar mega ekki selja lyf eða aka leigubíl án ráðherrabréfs og þykir sjálfsagt. Og fleira og fleira. Stutt er síðan hjólreiðamaður frá Akureyri breytti íslenska dómskerfinu með málsókn fyrir mannréttindadómi og rithöf- undur og sendibílstjóri í Reykjavík afhjúpuðu frekari lögleysur fyrir al- þjóbadómstólum. Stór hundrabshluti vinnufúsra manna hefur ekki atvinnu á íslandi og nýtur ekki frumréttinda. Kven- fólk er hálfdrættingar á við karlfólk í launum og nær sjötíu prósentum af launum karla þegar best lætur. Og vel má spyrja: Eru kvenrétt- indafélög ekki afstæð, eða jafnvel fjarstæð, í landi mannréttinda? Breskir segja að Charity begins at home! Sama má segja um rétt- indi og mannréttindi. Þjóðum meb jafn blóbuga sakaskrá og íslend- ingar er hollast að hafa hægt um sig á málþingum um mannréttindi og þögnin er þeim gulls ígildi í heimsókn hjá fólki sem íslendingar hafa trabkab á..Frú Vigdís Finn- bogadóttir er ekki bara þjóbhöfð- ingi, heldur líka þjóbargersemi, og hún kunni sig á mebal Kínverja. Fyrir þá háttvísi er þakkab hér. Mannréttindi eru afstæð.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.