Tíminn - 19.09.1995, Qupperneq 11

Tíminn - 19.09.1995, Qupperneq 11
Þri&judagur 19. september 1995 11 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . AljDjóbabankinn gerir tilraun til ab reikna út aublegb þjóbanna á nýjan hátt: Astralir ríkasta þjóö heims Washington — Reuter Ástralía og Kanada eru ríkustu þjó&ir heims samkvæmt nýjum útreikningum Alþjó&abankans, sem birtir voru um helgina. Er þar byggt á nýrri abferb vib ab reikna út aublegb þjóba, og hefur Alþjóbabankinn verið ab þróa þessar nýju abferbir um nokkurt skeib en birtir nú í fyrsta sinn niburstöður þeirra. Með þessum nýju aðferðum er reynt að meta verðgildi þeirra náttúruauðlinda sem lönd hafa yf- ir að ráða, ásamt fjárfestingu og framleiöni þjóðanna, í stað þess að byggja eingöngu á þjóðarfram- leiðslu ár hvert eins og gert hefur verið hingað til. Starfsmenn Alþjóðabankans sögðu að þessar nýju aðferðir væm enn í mótun og báöu menn um að taka niðurstöðurnar ekki of bók- staflega. Allar líkur væru á því að útkoman ætti eftir að breytast eitt- hvað á meðan verið er að þróa þetta kerfi og gera frekari rann- sóknir á því. Engu aö síður lýstu þeir yfir ánægju sinni með þennan nýja mælikvarða á efnahagslífið og töldu hann geta komiö að veru- legu gagni við að móta stefnu í efnahagsmálum einstakra ríkja. „Þetta nýja kerfi býður upp á það að taka þurfi hefðbundnar hug- myndir til endurskoðunar þegar verið er að móta hagvaxtarstefnu ríkja, með því að líta frekar á auð- legð þjóðanna heldur en bara tekjuhliðina," sgði Ismail Sera- geldin, varaforseti Alþjóðabank- ans. „Þar að auki felst í því útvíkk- un á auðlegðarhugtakinu þannig að ekki er eingöngu horft á fjár- magn og fjárfestingar." Þegar þessum aðferðum var beitt kom í ljós að efnislegar afuröir mannlegrar vinnu, svo sem vélar, verksmiðjur og vegir, skipta ekki eins miklu máli og þær auölindir sem búa í mannfólkinu sjálfu, svo sem menntun og heilsa. Ástæða þess er að öllum líkindum sú að byggingar og tæki missa gildi sitt með tímanum, eftir því sem þau eldast og úreldast, en mannfólkið getur byggt á hæfileikum sínum og bætt við sig menntun og getu. ísland er í sjöunda sæti yfir rík- ustu þjóðir heims samkvæmt þess- um nýju útreikningum Alþjóða- bankans. Á eftir Ástralíu og Kanada eru eftirtalin ríki í tíu efstu sætun- um: Lúxemborg, Sviss, Japan, Sví- þjóð, ísland, Katar, Sameinuðu ar- abísku furstadæmin og Danmörk. Bandaríkin eru í tólfta sæti og mörg evrópuríkjanna eru í hópi þeirra tuttugu ríkustu, þ.á m. Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Belgía, Holland og Ítalía. Það eru öðru fremur gífurlegar náttúruauölindir Ástralíu og Kan- ada sem gera þaö að verkum að þessi tvö ríki lenda í efstu sætun- um, en bæði hafa þau yfir að ráða miklum auðlindum í formi land- svæöis, vatns, timburs og málma, auk þess sem íbúar Ástralíu og Kanada eru tiltölulega fáir. Samkvæmt þessu nýja kerfi kemur í ljós að hátekjuþjóðir hafa yfir að ráða næstum því 80% af auðlindum jarðarinnar, en hráefn- isútflytjendur á borð við Saudi-Ar- abíu ráða ekki yfir nema um 5%. ísraelsk mannréttinda- samtök: Vilja gyb- inga burt úr Hebron Jerúsalem — Reuter ísraelsk mannréttindasam- tök, sem í daglegu tali eru kölluð B'Tselem en bera ann- ars heitið „Upplýsingamið- stöð fyrir mannréttindi á her- námssvæðunum", hvöttu ísraelsk stjórnvöld til þess í gær að sjá til þess að ísraelskir landnemar í bænum Hebron á Vesturbakkanum yrðu flutt- ir á brott, og yrði það Iiður í samningnum um sjálfstjórn- arsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Samningaviðræður Palest- ínumanna og ísraelsmanna eru nú á lokastigi, að því er fulltrú- ar beggja fullyrða, en ekki er þó talið að hægt verði að undirrita samningana á fimmtudaginn eins og stefnt hefur verið að. Það eru einkum örlög bæjarins Hebron sem viðræðurnar stranda nú á. B'Tselem samtökin sögðu nauðsynlegt að flytja ísraelsku landnemanna á brott vegna þeirrar „fáránlegu stöðu sem ríkir í Hebron, þar sem minni- hluti 450 landnema ráða úrslit- um um líf 120.000 Palestínu- manna, ásamt því að landnám- ið er ólöglegt samkvæmt al- þjóðlegum mannréttindasátt- málum," eins og segir í skýrslu samtakanna. í skýrslunni segir að ísraelsk- um stjórnvöldum hafi ekki tek- ist ab tryggja öryggi Palestínu- manna í Hebron á þeim 30 ár- um sem bærinn hefur verib hernuminn. ísraelar vilja halda herliði sínu í Hebron til þess aö geta verndað ísraelska minnihlut- ann sem býr þar í miðbænum. Palestínumenn vilja hins vegar ab ísraelsmenn fjarlægi her- menn sína úr bænum, en eru þó tilbúnir til að fallast á tíma- bundnar öryggisráðstafanir til þess ab vernda landnemana. ■ I Taslandi hafa verib mikil flób undanfarna daga og hefur fólk þurft ab beita sundkunnáttu sinni á götum og torgum, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á sunnudaginn fyrir framan kínverskt hof ÍNakhon Sawan. Reuter Þýsku Grœningjarnir rœba grundvallar stefnubreytingu: Friöarstefnunni varpað fyrir róöa? Berlín — Reuter Á flokksfundi Græningja, flokks þýskra umhverfisvemdarsinna, sem haldið var í Berlín um helg- ina, fóru fram miklar umræður um það hvort flokkurinn ætti að falla frá friðarstefnu sinni, sem hefur verið einn af hornsteinum flokksstefnunnar frá upphafi. Hingað til hefur þótt óhugsandi að flokkur Græningja félli frá friðar- stefnunni, enda er flokkurinn upp- haflega að verulegu leyti sprottinn upp úr friðarhreyfingunni í Þýska- landi upp úr 1980 þegar andmæli gegn kjarnorkuvígbúnaði voru í há- marki. Nú er hins vegar svo komið að Græningjar virðast vera farnir að geta hugsað sér að varpa friðarstefn- unni fyrir róða, og er það fyrst og fremst stríðið í Bosníu sem hefur valdið þeirri hugarfarsbreytingu. Einn helsti leiðtogi flokksins nú um stundir, Joschka Fischer, hvatti flokksfélaga sína á fundinum til að lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Nató í Bosníu. „Það er lítill tilgangur í því að Græningjar séu að halda uppi merki friðarstefnunnar," ef ofbeld- ishneigð þjóðernishyggja og hem- aðarstefna bera sigur úr býtum í Bo- sníu, sagði Fischer. Hann sagði einnig að þeir sem létu þaö við- gangast að „griðasvæði" Samein- uðu þjóðanna í Zepa og Zrebrenica yrðu „staðir þar sem fómarlömbin eru einfaldlega afhent morðingj- um," hlytu að deila sektinni með þessum morðingjum. Fáir þeirra sem tóku til máls á fundinum tóku harða afstöðu með friðarstefnu flokksins, en endanleg ákvörðun var ekki tekin heldur lát- in bíða allsherjarþings flokksins sem haldið verður í desember. „Þetta em rökræður sem snerta innsta kjarna þess sem Græningj- arnir standa fyrir," sagði Ralf Fúcks, landþingsmaður flokksins í Bre- men. „í Bosníu sjáum við átök milli þeirrar hefðar sem er fyrir friðar- stefnu Græningja annars vegar og samstööu með kúguöum þjóðum hins vegar." ■ Múslimar og Króat- ar óstöövandi Hersveitir Bosnfustjórnar hafa nú náð u.þ.b. helmingi Bosníu og Hersegóvínu á sitt vald, eftir ab árásir Króata og Bosníu-múslima hafa staðib yfir f viku. Sóknin stendur enn yfir og er ekkert sem bendir til annars en ab þeim muni takast ab ná enn stærra landsvæði á sitt vald. Áður en sóknin hófst hafði Bosníustjórn 30% landsins á sínu valdi en Serbar 70%. Sameinubu þjóðirnar vör- uðu múslima og Króata við því að ákafi þeirra gæti kom- ið þeim í koll og spillt fyrir fribarumleitunum. Keyptu sér Nóbels- verölaun? Vísindamenn í sænsku Nób- elsverðlaunanefndinni í læknisfræði hafa verið sak- aðir um ab hafa látib undan þeirri freistingu að taka til- bobi ítalskra lyfjafyrirtækja um að „kaupa" Nóbelsverð- launin árið 1986. Þessar ásakanir hafa birst í sænska dagblaðinu Dagens Nyhet- er, og hefur blaðið m.a. birt bréf frá David Ottoson, virt- um sænskum vísindamanni og fyrrverandi formanni nefndarinnar, þar sem hann segist ætla að greiða fyrir því ab ítalskur vísindamaður verði útnefndur til Nóbels- verblaunanna í læknisfræbi. Svíar kjósa til Evr- ópuþingsins Fyrstu kosningarnar til Evr- ópuþingsins í Svíþjóð fóru fram um helgina. Kosninga- þátttakan var 41,3% og voru úrslitin sem hér segir: Sósíaldemókratar fengu 28,1% (7 menn), Hófsami flokkurinn 23,1% (5), Græn- ingjar 17,2% (4), Vinstri- flokkurinn 12,9 (3), Mið- flokkurinn 7,2% (2) og Þjóð- arflokkurinn 4,8% (1). Abrir flokkar nábu ekki þeim 4% sem þarf til að ná manni á þingið. Athygli vekur að Græningjar og Viristriflokk- urinn náðu samtals 7 mönn- um á Evrópuþingið, en báð- ir flokkarnir eru yfirlýstir and- stæbingar þess ab Svíþjób sé í ESB. Bretland: Samstarf Frjáls- lyndra og Verka- mannaflokksins? Tony Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, lagði um helgina í blaðaviðtali til að vibræður hæfust milli Verkamannflokksins og Frjálslynda demókrataflokks- ins um stefnumótun fyrir þingkosningarnar sem fram eiga ab fara f maí á esta ári. Þykja þar með ha uk- ist líkur á því að þess æir stjórnarandstöbuflokk lefji með sér samstarf, en i egt- er talið ab annar hvor Irra geti náð meirihluta i í kosningunum. Hing til hefur verið talib ab áls- lyndi flokkurinn sé líkl i til að ganga til stjórn m- starfs við íhaldsflokki en Verkamannaflokkinn. :m- kvæmt yfirlýsingum f( ,tu- manna Frjálslyndra eru áherslur þeirra þó ab ayt- ast í þeim efnum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.