Tíminn - 28.09.1995, Síða 5
Fimmtudagur 28. september 1995
Guömundur Jónas Kristjánsson:
Sálgæsla Magnúsar
ann 13. sept. s.l. birtist grein
í Tímanum frá Magnúsi
nokkrum H. Gíslasyni undir
fyrirsögninni „Erilsöm sálgæsla".
Þar er vitnaö í grein sem undirrit-
aður skrifaöi í Tímann þann 16.
ágúst s.l. undir nafngiftinni „Á
taii hjá Ingibjörgu Sólrúnu" þar
sem fjallað var um raunir vinstri-
manna um sameiningu og hlut
borgarstjóra í því ljósmóðurhlut-
verki. í því sambandi var vitnað í
fréttaflutning Tímans og fleiri
fjölmiðla af þessum rabbfundum
vinstrimanna með borgarstjóra.
Þá var einnig látin sú skoðun í
ljós að flokkur, sem skilgreinir sig
sem miðjuflokk, ætti þar réttilega
alls ekki heima.
Af skrifum Magnúsar að dæma,
þá virðist þessi greinarstúfur hafa
fariö fyrir brjóstið á sumum, sér-
staklega þeim sem stunda sál-
gæslu með hinum óbreyttu „fé-
lagshyggjusálum". í sjálfu sér þarf
það ekki að koma á óvart, því
upplausnin til vinstri í dag er slík,
VETTVANGUB
„Hins vegar er orðið fé-
lagshyggja orðið meiri-
háttar lausnarorð þeirra,
lausnarorð sem samt
vefst mjög fyrir þeim
sjálfum að útskýra, al-
veg sérstaklega þegar
komið er að sjálfri fram-
kvæmdinni, þegar verk-
in skulu tala."
að sjálfir „meistararnir" tapa átt-
um. Enda er þeim i sjálfu sér vor-
kunn. Því sú svarthvíta mynd
þeirra, sem þeir störðu á áratug-
um saman, hrundi á einni nóttu.
Samt virðist fall Berlínarmúrs-
ins hafa komið sumum þeirra í
opna skjöldu, ef marka má skrif
Magnúsar. Að vísu er kommún-
ismi nú loks kominn á bannlista
þeirra, og hugtakið sósíalismi er í
besta falli orðið vandræðalegt
feimnismál þeirra. Hins vegar er
orðið félagshyggja orðið meiri-
háttar lausnarorð þeirra, lausnar-
orð sem samt vefst mjög fyrir
þeim sjálfum að útskýra, alveg
sérstaklega þegar komið er að
sjálfri framkvæmdinni, þegar
verkin skulu tala.
En Magnús! Skondnast verður
þetta þó þegar „félagshyggju-
frumkvöðlarnir" sjálfir eru farnir
að kvarta hástöfum við Morgun-
blaðið og básúnast þar út í af-
kvæmin sín. Nýjasta dæmið er
Helgi Hjörvar, sem fer mikinn í
Mbl. 12. sept. s.l.-og kvartar sáran
undan afkvæmi sínu, R-listanum,
óskabarni Magnúsar. „Það er
stundum eins og álög á okkur í fé-
lagshyggjunni, að þegar við ná-
um völdum glatast öll sýn, þverr
okkur þróttur," segir hann. Og
ennfremur: „Við höfum engar
lausnir, enga sýn, en sendum
borgurunum reikninginn fyrir
getuleysinu," segir þessi helsti
„félagshyggjufrumkvöðull" Reyk-
víkinga, þegar hann kvartar und-
an áráttu afkvæmisins í því „að
ráðast á garðinn þar sem hann er
lægstur". Þar á hann við nýlegar
stórhækkanir á fargjöldum stræt-
isvagna, þessu óskabarni R-listans
fyrir kosningar, á sama tíma og
borgarstjóri flýgur til Kína og
hópur embættismanna borgar-
innar spókar sig á rómantískum
herragarðshótelum í Vatnahéruö-
um Englands.
Svo verður árvakur „siðameist-
ari" jafnréttis og „félagshyggju",
Magnús H. Gíslason, bara hissa
og kemur af fjöllum, og talar með
hæðni niður til einhverra „hrein-
lófa miðjusálna" sem dirfast að
hafna því að einmitt þetta getu-
leysismódel verði yfirfært á land-
ið allt undir formerkjum þessarar
óskilgreindu og misvísandi „fé-
lagshyggju" sem enginn virðist
botna lengur í né skilja, og allra
síst módelsmiðirnir sjálfir. — Já,
meistari Magnús, er að furða þótt
barnið Brútus gráti og sé ekki
lengur skemmt?
Höfundur rekur bókhaldsþjónustu.
Stefán Böövarsson:
Kostnaöur landsbyggbarfólks
Eru Islendingar ein mjólkurþjóö, en þrjár þjóöir í símanum?
Flestir vilja réttlæti, margir
vilja jöfnuð í lífskjörum, líka
stjórnmálamennirnir, a.m.k.
stundum. Þetta birtist m.a. í mót-
un byggðastefnu, uppbyggingu
vegakerfis, heilsugæslu og mennt-
unar, en kannski hvað skýrast í
mjólk og áskrjftargjöldum fjöl-
miðlanna. Öðru máli gegnir hins
vegar meö verölag á símtölum
landsmanna, sem fjallað verður
um hér.
í símaskránni má m.a. finna
upplýsingar um símagjöld. Þar
kemur fram að þeim er skipt í þrjá
gjaldflokka, gjaldflokk I, II og III,
en landinu í átta svæði. Þannig er
t.d. hver mínúta símasamtals við
höfuðstöövar Pósts og síma
fimmfalt dýrari fyrir þann sem
hringir úr Árnessýslu og 7,5 sinn-
um dýrari fyrir þann sem hringir
úr Þingeyjarsýslu, heldur en fýrir
viðskiptavin fyrirtækisins sem
hringir af Reykjavíkursvæðinu.
Hér er ekki reiknað með ákveðnu
grunngjaldi fyrir hvert símtal,
sem allir greiöa. Sama gildir um
fleiri ríkisstofnanir, eins og t.d.
stjórnarráðið og RÚV þar sem það
getur kostað Iandsbyggðarfólk
ærna fjármuni bara að bíða eftir
samtali á skiptiboröunum t.d. við
forsætisráðherrann eða þá viö
„Þjóðarsálina".
Póstur og sími
Þegar haft var samband við Póst
og síma á dögunum og spurt
hvort það væri í lögformlegu
valdi stofnunarinnar að koma því
þannig fyrir að símtöl væru á
sama veröi fyrir alla landsmenn,
svaraði Guðbjörg Gunnarsdóttir
upplýsingafulltrúi því til, aö meg-
inreglan væri sú, að eftir því sem
fjarlægðirnar í kerfinu væru meiri
væru gjöldin hærri. Hins vegar
væri það ekki lögformlega á valdi
P&S að jafna verð á almennum
símgjöldum, því gjaldskráin væri
ákveðin og gefin út af samgöngu-
ráðuneytinu. Þar sem Póstur og
sími heyröi undir samgönguráðu-
neytið og þar með stjórnmála-
mennina væri hér líka um
byggðapólitískt mál að ræða.
Spurningu um hvort ekki væri
eðlilegt aö Póstur og sími myndi
að sínu leyti jafna aðgengi við-
VETTVANGUR
skiptavina sinna með grænum
númerum og sýna þannig for-
dæmi, var þannig svarað, að það
væri hins vegar hugmynd sem
væri góöra gjalda verð og athugað
yröi með að hrinda henni í fram-
kvæmd.
Ekki svo löngu síðar var upp-
lýst, að ætlunin væri aö P&S setti
á stofn þjónustumiðstöö, sem
yrði með grænu númeri og
þannig yrði komið til móts við
alla viðskiptavini á sama verði.
„Hvenær þetta verður er ekki enn
ákveðið, en sérhver símnotandi á
ævinlega ab geta fengið upplýs-
ingar og þjónustu hjá símstöð á
sínu gjaldsvæöi, á innansvæöis-
verði," sagbi Guöbjörg og bætti
því við, að innanlandssímgjöld
væru lægri hér á landi en í flestum
nálægum löndum, þegar miðað
væri við framfærslustig.
Stjórnmálaflokkarnir
í framhaldi þessa var haft sam-
band viö skrifstofur stjórnmála-
flokkanna og spurt hvort flokk-
arnir hefðu ályktað um jöfnun
símkostnaðar eða heföu hana í
stefnuskrá.
Hjá Alþýðuflokknum var svarið
neikvætt, en ýmsir þingmenn
hefðu barist fyrir þessu.
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins, Kjartan Gunnarsson,
sagði að töluvert hefði áunnist í
þessu þegar gjaldflokkunum var
fækkað í þrjá skömmu fyrir al-
þingiskosningarnar í vor, en þessi
mál bæri alloft á góma á lands-
fundum flokksins.
í viðtali við framkvæmdastjóra
Kvennalistans kom fram aö í
stefnumótunarskjali Kvennalist-
ans 1995, í kafla um byggöamál,
stæði að Kvennalistinn vildi aö
landið yrði eitt gjaldsvæði Pósts
og síma og jafnaö veröi raforku-
verð og húshitunarkostnaöur.
Einar Karl Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðubandalags-
ins, sagði þetta hafa veriö til um-
fjöllunar á nánast hverjum ein-
asta fundi, bæbi í miðstjórn og á
landsfundum, um árabil.
í samþykkt flokksþings Fram-
sóknarflokksins frá 1992 er jöfnun á
símgjöldum sérstaklega tilgreind,
skv. upplýsingum Egils Heiðars
Gíslasonar, framkvæmdastjóra
flokksins, sem bætti vib að máliö
væri enn á stefnuskrá, þótt almenn-
ara væri orðað og tekið til annarra
þátta opinberrar þjónustu.
Hvab er til rába?
Niburstaban er því sú, að ef vilji
stendur til að koma jöfnubi á í
þessu efni, þurfa stjórnmálamenn-
irnir, með dyggum stuðningi kjós-
enda sinna, ab taka til hendinni og
e.t.v. þarf ekki annab til en að ráð-
herrar mundi stílvopnið. En þangað
til gætu kannski almenningsstofn-
anir eins og til dæmis stjórnarráðið,
Alþingi og Ríkisútvarpið komið sér
upp grænum númerum til ab jafna
aögengi eigenda sinna að starfsem-
inni og fetað þannig í fótspor Þjób-
leikhússins, samgönguráðuneytis-
ins, umhverfisráöuneytisins og ým-
issa annarra sem getið er í gulu
símaskránni á bls. 13.
Höfundur er fréttaritari Tímans í
Biskupstungum.
Takib mér vel eins og þá
Um komandi helgi fagna ég 40
ára afmæli fyrsta launaða starfs-
ins sem ég tókst á hendur.
Reyndar er ég ekki viss um aö
nú, árið 1995, væri 7 ára börn-
um leyft að ganga í hús og selja
merki á fjáröflunardegi líknar-
samtaka, en það var starfið sem
átt er við.
SÍBS-dagurinn var fyrsti
sunnudagur í október. Þann dag
seldum við merki SÍBS og blaðið
Reykjalund.
Og mikið var gaman.
Það heyrbi til undantekninga
ef ekki var eitthvað keypt í
hverri íbúð þar sem knúið var
dyra. Oft féllu hlýleg orð. Sumir
sögðu frá eigin reynslu eða
reynslu fjölskyldumeölima af
berklum.
Allir luku
lofsorði á
framtaks-
senri og
s a m h u g
sjúkling-
a n n a
sjálfra, en
þá vissi hvert mannsbarp að
SÍBS haföi fjármagnað allar
framkvæmdir að Reykjalundi af
eigin rammleik.
Það hafði verið gert með
margvíslegum hætti, m.a. var
stabið fyrir skemmtunum þar
sem frægir erlendir skemmti-
kraftar komu fram og meira að
segja var fluttur til landsins
sirkus meb Ijónum og fílum.
Þegar kóngar og annað fyrir-
fólk sótti landið heim, var farið
með það ab Reykjalundi og
staðurinn sýndur, ráðamenn
sem og aðrir íslendingar voru
stoltir af uppbyggingunni þar
og árangrinum sem sjúklingarn-
ir sjálfir höfðu náö með alla
þjóðina að baki sér. Þetta var
einstakt í heiminum.
Þótt ég væri aðeins barn
skynjaði ég ab þetta væri eitt-
hvað alveg sérstakt og það var
enn undirstrikað þegar þess var
freistab ab selja önnur merki.
Þau seldust svo miklu verr.
Grettistak sjúklinganna að
Reykjalundi hefur örugglega
ekki gleymst neinum sem um
það hefur vitað. En hvab með
Frá
mínum
bæjar-
dyrum
LEÓ E. LÖVE
yngri kynslóðir? Líklegt er að
þær geri sér ekki grein fyrir for-
sögu SÍBS og telji að Reykja-
lundur sé eins og hver önnur
opinber sjúkrastofnun.
Vissulega hefur sjálfboðastarf
og fórnfýsi eins og þá þekktist
ekki veriö eins áberandi á síðari
árum, en sjálfboðastarfið og
framlag sjúklinganna sjálfra
hefur þó alltaf verið fyrir hendi.
Nú um helgina fer SÍBS af stað
með merkjasölu á ný.
Það eru félagsmenn sjálfir sem
að henni standa, þeir fá aðstoð
frá Sniglunum, Bifhjólasamtök-
um lýöveldisins, sem hafa fyrir
löngu gert sér grein fyrir öllu því
jákvæða sem af starfi SÍBS hefur
leitt. Þeir eiga líka vini sem not-
ið hafa aðhlynningar að Reykja-
lundi.
Ég verð einn þeirra sem bjóba
merki til sölu um helgina, en nú
vinn ég kauplaust.
Ég vona að þið takið mér jafn
vel nú og þegar ég var drengur,
málefnið er jafn gott og þá. ■