Tíminn - 28.09.1995, Síða 6

Tíminn - 28.09.1995, Síða 6
6 Fimmtudagur 28. september 1995 UR HERAÐS- FRÉTTABLÖÐUM Nýjungar á bóka- safninu — Internetib væntanlegt Bókasafn Keflavíkur, Njarövíkur og Hafna hefur stöbugt veriö aö auka þjónustu sína frá því aö safniö flutti í nýtt húsnæöi fyrir nokkrum misserum. Aö sögn Huldu Bjarkar Þorkelsdóttur, for- stöðumanns safnsins, hafa orðið ýmsar breytingar á rekstrinum sl. þrjú ár og ber þar helst aö nefna tölvuvæðinguna. „Við stefnum að því ab bjóöa almenningi upp á aðgang að „Internetinu" hið fyrsta," segir Hulda. „Viö finnum aukinn áhuga fólks á tölvumálum og ætlum okkur að fylgja því eft- ir." Sögustund er einnig ný af nál- inni á safninu, en Magnea Þ. Ing- varsdóttir sér um sögustundir kl. 10 og 14 á miðvikudögum. Síðast- liðið vor stób safnið fyrir fundi þar sem saman komu umsjónar- menn sögustunda á höfuðborgar- svæðinu. Alls mættu um 30 manns, og að sögn Huldu var fundurinn hinn fróðlegasti. „Vib teljum svona samkomur styrkja tengsl á milli fólks sem er að vinna að sömu hlutum. Með auknum möguleikum í tölvusam- skiptum getum viö verið í sam- bandi við samstarfsfólk okkar um allt land og aukib þannig beina samvinnu." Fréttir úr Mjóafirði: Unnið í vegagerb, berjaspretta rosaleg Undanfarnar vikur hefur verið unnið ab endurbótum á 12-13 km kafla á veginum frá Klifbrekku innst í Mjóafirði út að Brekku. Verktaki er Þröstur Stefánsson á Egilsstöðum. Vegurinn hefur ver- ið styrktur og verið er að keyra í hann hörpubu efni. Efnið er unn- ib á staðnum og var fengin hörp- unarvél og tveir starfsmenn frá Arnarfelli hf. á Akureyri til þess verks. Mikil umferð var í Mjóafirði í sumar og var þar mikib um ferða- fólk alveg fram í september, sem er óvenjulegt. Margir koma í þeim erindum aö fara í berjamó, en mörg ár eru síöan berjaspretta hefur verib jafngóð og eru ber út með firðinum enn ófrosin. Óvenjulega mikið er af krækiberj- um í ár og notaði Sigfús bóndi á Brekku lýsingarorðið „rosalegt" þegar hann var að lýsa magninu fyrir blaðamanni. Smalamennsku er að mestu lokið og eru heimtur góbar. Slangur af fé úr Vallahreppi smal- aðist með heimafé. Nokkrir bátar sóttu sjó frá Brekku í sumar, aöeins ein trilla reri þó ab staðaldri. Afli var sæmi- legur og var að mestu verkaður í salt. FnÉTTnnLnn m SELFOSSI Ábúendur og eigendur „Heklubæja": Vilja friðlýsa Heklu Ábúendur og eigendur hinna svonefndu „Heklubæja" hafa far- ið fram á það við Náttúruverndar- ráð að Hekla og svæðiö umhverfis hana verði friölýst. Tilgangurinn er að stjórna nýtingu verðmæta á og við fjallið. Um er ab ræða ábúendur á bæj- unum Selsundi, Næfurholti, Hól- um og Svínhaga, en þeir eru gjarnan nefndir einu nafni Heklu- bæir, ásamt Haukadal, en þar er ekki búið um þessar mundir. í samtali við Guðrúnu Sverris- dóttur jarðfræöing frá Selsundi, sem er einn af forsvarsmönnum hópsins, sagöi hún að ástæða fyr- ir beiðni um friðun sé aukin ásókn í stjórnlausa nýtingu fjalls- ins og umhverfi þess. Þar vitnar hún til áforma um sumarhúsa- byggb í nágrenni fjallsins, vega- lagningu og síaukinna umsvifa vikurtökuaðila. Guðrún segir að ekki sé ætlunin að stöðva allar framkvæmdir, heldur koma stjórn á hlutina. Hekla og umhverfi hennar sé sérstætt og tiltölulega ósnortib svæbi þar sem fram- kvæmdir verbi að vera skynsam- lega ígrundaðar og áform um þær lúti ákveðinni meðferð. 'Erindi Heklubænda er nú til umfjöllunar hjá Náttúruverndar- ráði. Jóhanna Magnúsdóttir, ferba- málafulltrúi Skaftárhrepps: Mikill áhugi á áb byggfa upp umhverfisvæna ferbaþjónustu „Það er mikill áhugi hér á svæbinu fyrir því að byggja upp umhverfisvæna ferðaþjónustu. Mitt starf felst að miklu leyti í því ab huga að því hvernig við getum nýtt okkur tilnefningu Skaftár- hrepps til evrópsku umhverfis- verblauna ferðaþjónustunnar. Þau verða veitt um áramótin," segir Jóhanna B. Magnúsdóttir, ferða- málafulltrúi Skaftárhrepps. „Ég hyggst mebal annars veita þeim, sem reka ferðaþjónustu hér, ráðgjöf í umhverfismálum. Þab skiptir máli að taka fullt tillit til umhverfisins, til dæmis við uppbyggingu mannvirkja, í sorp- málum og orkunotkun. Allt sam- félagið verður ab taka þátt, því ferðaþjónustan er ekki eyland. Hún er ekki eins og verksmiðja sem hefur afmarkaban ramma," segir Jóhanna. Bókasafniö nýtur sívaxandi vinsœlda. Lán í húsbréfakerfinu. Áhríf mismunandi lánstíma. Lánstimi Mánatarkg afborgvn 5 10 I 15 sodurgreitt af 20 lániau eflir (ár 25 > 30 35 40 Greiddir Yextir alk 15 ár 24.059 742.092 1.728.203 3.000.000 1.282.458 20 ár 20.061 479.759 1.117368 1.939.510 3.000.000 1.774314 25 ár 17.772 329.518 767.390 1.332.142 2.060339 3.000.000 2396.014 30 ár 16.327 234.717 546.615 948.890 1.467.731 2.136.913 3.000.000 2.845.098 35 ár 15359 171.194 398.681 692.085 1.070.508 1358385 2.188.088 3.000.000 3.420.061 40 ár 14.6S4 126.899 295325 513.014 793323 1.155313 1.621338 2.223.774 3.000.000 4.018.923 Gríbarleg áhrif mismunandi lánstíma á mánabarlega greibslubyrbi, á endurgreibslu af lánunum og á heildar- vaxtagreibslur á lánstímanum koma glöggt í Ijós á þessari töflu, sem Tíminn fékk frá Húsnœbisstofnun. Gert er ráb fyrir 3ja milljón kr. láni (meballáni í húsbréfakerfinu), á 5,1% vöxtum og mánabarlegum afborgunum. Lenging 5,5 millj. láns í 40 ár lœkkar mánaöargreiöslu um 5.700 kr., en kostar 3,2 millj. í vibbótarvexti: Endurgreiöslur af 15 ára láni nær 6 sinn- um hraöari en 40 ára Frá og með næstu áramótum verbur bobið upp á val varbandi lánstíma húsbréfalána um 15, 25 og 40 ár. Slíkt val er hins vegar ekki einfalt fyrir hinn almenna lántakanda, því breyting á láns- tíma húsbréfalána hefur ekki einungis áhrif á mánabarlega greibslubyrbi, heldur líka gríbar- leg áhrif á endurgreibslu höfub- stólsins og vaxtagreibslur. Þann- ig hækka t.d. heildarvaxta- greibslur af 5,5 milljóna kr. Iáni úr rúmum 4,2 milljónum í nærri 7,4 milljónir vib þab ab lengja lánstímann úr 25 árum í 40 ár, eins og mjög hefur verib til um- ræbu ab undanförnu. Lækkun greibslubyrbar kostar lántakend- ur þannig gríbarlegar fjárhæbir í auknum vaxtagreibslum, eba nær 3,2 milljónir í þessu dæmi. Jafnframt dregur mjög úr eigna- aukningu. Endurgreibsla höfub- stólsins minnkar þannig úr 1.400 þús.kr. í 540 þúsund fyrstu 10 ár- in. Fyrir þessar „fórnir" lántak- anda fær hann 5.700 kr. lægri greibslubyrbi á mánubi. Þessi 5,5 milljóna viðmiðun svarar nokkurn veginn til hámarks- láns (5.461 þús.kr.) sem nú er veitt til kaupa á notaðri íbúð, sem er langsamlega algengasti lánaflokkur húsbréfakerfisins. En hámarkslán til nýbygginga er nú rúmlega 6,5 milljónir. í útreikningum hér að framan er stuðst við meðfylgjandi töflu, sem Tíminn fékk útbúna hjá Húsnæðis- stofnun. í henni er hins vegar mið- að við 3ja milljón kr. lánsupphæð, sem er meðallánsupphæðin um þessar mundir. Taflan sýnir glöggt hvaða áhrif mismunandi lánstími (frá 15 til 40 ár) hefur á mánaðar- legar afborganir, á endurgreiðslur af lánunum og síðast en ekki síst heildarvaxtagreiöslur á lánstíman- um. Þessi tafia ætti að aubvelda hverjum og einum að finna út helstu upplýsingar varðandi sitt eigiö húsbréfalán og ekki síbur hvernig hagkvæmast kynni að vera ab haga væntanlegri lántöku fyrir þá sem enn eiga eftir ab kaupa sér íbúb. Það vekur m.a. athygli að greiðslubyrbin lækkar þeim mun hægar sem meira er teygt á láns- tímanum. Mánaðargreibsla af hverri milljón lækkar þannig um 1.330 kr. við að lengja lánstímann úr 15 í 20 ár, en aðeins um 225 kr. viö ab lengja hann úr 35 í 40 ár, þótt lengingin sé 5 ár í báðum til- vikum. Ahrifin á vextina eru hins vegar öfug. Vaxtagreiðslurnar verða þeim mun þyngri eftir því sem lánstíminn er lengri. Heildar- vaxtagreiðslur af 1 milljón hækka þannig úr 430 þús.kr. í 590 þús.kr. NEYTENPAMAL í fyrra dæminu, en úr 1.140 þús. kr. í 1.340 þús.kr. lengist lánstím- inn úr 35 í 40 ár. Lækkun mánaðarlegrar greibslu- byrði getur þannig verið dýru verði keypt, sérstaklega þegar lánstíminn er kominn yfir 30 ár. Mánaðar- greiðsla af meballáni (3ja milljóna) lækkar abeins um rúmlega 1.600 kr. við að lengja það úr 30 upp í 40 ár. Þessi smávægilega lækkun á greiöslubyrði kostar samt nærri 1,2 milljónir í auknum vaxtagreiðslum og hægir auk þess á endurgreibsl- um lánsins um nærri því helming. Þegar 30 ára lán hefur verið greitt upp að fullu, er abeins búib að borga rösklega helminginn af 40 ára láni. Telja má líklegt að mörgum „Ef eitthvað kemur fyrir, þá þarf fólk ab sækja mál sitt sér- staklega, hvert eitt mál fyrir sig, og þab er þá vegib og met- ib. Þab þarf ab sanna sök ef eitthvab hefur verib ab, t.d. vanbúnabur eba ónóg gæsla ab einhverju leyti. Þab þarf sem sagt ab fara hreinlega í mál vib borgina til ab fá sínu fram- gengt," sagbi Ingibjörg Óbins- dóttir, í stjórn LFL, í samtali vib Tímann um áskorun félags- ins til stjórnar Dagvistar barna um ab leikskólabörn í Reykja- vík njóti vátrygginga til sam- ræmis vib börn annarra sveita- félaga. í áskorun LFL kemur fram að ástandiö sé sérstaklega alvarlegt í ljósi þess ab flestir foreldrar standi í þeirri trú að málum sé svipaö háttaö hjá Dagvist og í ná- grannasveitarfélögunum. „Ná- grannasveitarfélögin hafa ákveðna skilmála hjá tryggingafé- lagi og þessir skilmálar fela í sér bætur fyrir alls konar tjón, þ.á m. örorku. Þegar sveitarfélögin tryggja, þá miðast þaö yfirleitt við meiriháttar tjón, eins og ef barn lendir í slysi og hlýtur ör- orku af. En samhliöa því er trygg- ing fyrir öðrum stórum tjónum," sagði Ingibjörg. Félagið vill ab Dagvist barna geri samning vib sitt tryggingafélag um að tryggja börn á leikskóla. Bergur Felixson, forstööumað- ur Dagvistar barna, sagbi að kunni að koma einna mest á óvart hvað endurgreiðslur lánanna eru litlar framan af lánstímanum, sér- staklega ef hann er mjög langur. Sá, sem fengi t.d. 3ja milljóna lán til 40 ára og seldi síðan viðkom- andi íbúð aftur eftir 5-7 ár (eins og algengast mun að fólk geri vib sína fyrstu íbúð), hefur þá aðeins endur- greitt um 160-190 þús.kr., eða 5- 6% af lánsupphæðinni — þ.e. litlu meira en hann þyrfti að borga fast- eignasalanum fyrir sölu- og auglýs- ingakostnab. Fyrir ungmenni, sem hyggjast byrja á lítilli íbúð og stækka síðan við sig eftir nokkur ár, gæti kannski verið athugandi að velja skamman lánstíma og safna þann- ig með eignaaukningu í íbúðinni. Fyrstu 5 árin endurgreiðist 15 ára lán t.d. nærri 6 sinnum hraðar en 40 ára lán. stjórn Dagvistar myndi fjalla um áskorunina í næstu viku. Hann sagbist ekki geta spáb fyrir um það hvort áskoruninni yrði tekið. Hann vildi þó taka fram ab börn hjá Reykjavíkurborg væru ekki beinlínis ótryggb. „Gamla ákvöröunin er sú að borgin tekur ýmislegt í sjálfsáhættu. Sem þýðir að ef eitthvað gerist, sem við ber- um ábyrgb á, þá borgar borgin það vitaskuld en ekki vátrygg- ingafélag, sem minni aðilar veröa auðvitað ab hafa á bak viö sig, ef örorkubótamál eða eitthvað því um líkt kemur upp." Bergur segir engin erfiö mál af þessu tagi hafa komiö upp. „En það hafa komið mál þar sem viö höfum borgað skaðabætur þegjandi og hljóöa- laust." Aðspurður hvort vátryggingar til handa börnum á leikskólum gætu orðib til að hækka gjöld á leikskólum borgarinnar, sagði Bergur að upphaflega hefði ákvörbun um sjálfsáhættu legið fyrir, þar sem hún var talin ódýr- ari lausn. „En auðvitað er hægt aö endurmeta þaö. Viö erum allt- af að reyna aö halda vel á spöö- unum og það er kannski erfitt að taka svona einstakan lið út úr og segja að hann myndi hækka gjöldin." Alls eru um 5000 börn á leikskólum borgarinnar og telur Bergur aö ekki hafi komið upp al- varleg bótamál, t.d. tengd örorku, sem Reykjavíkurborg hefur þurft ab bera kostnað af. ■ Landssamtök foreldrafélaga leikskóla skora á stjórn Dagvistar barna aö vátryggja börn á leikskólum: ;; Óviðunandi ástand"

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.