Tíminn - 29.09.1995, Side 3

Tíminn - 29.09.1995, Side 3
Föstudagur 29. september 1995 wfmfiwt 3 Jóhanna Siguröardóttir hvetur til sameiningar vinstri flokkanna undir forystu kvenna: Hornsteinninn aö sameiningu vinstri flokkanna er aö Margrét nái kjöri Jóhanna Sigurbardóttir vibrabi á Sellufundi í fyrradag þá skobun sína ab ef Margrét Frí- mannsdóttir næbi kjöri sem formabur Alþýbubandalagsins og Rannveig Gubmundsdóttir kæmist í æbstu stöbu hjá Al- þýbuflokknum myndi skapast nýr og betri grundvöllur fyrir sameiningu vinstriflokkana. Hún segir persónulegar erjur karla í valdastöbum A-flokk- anna hafa spillt fyrir ab sam- einingardraumurinn hafi náb fram ab ganga. Tíminn tók Jóhönnu tali í gær og spurbi hana um rökin fyrir því ab hún tæki upp sameining- armál vinstri flokkanna undir þessum formerkjum. „Ég tel ab Alþýbubandalagib Gengis- og verbþróun fískibnab- inum hagstœb síbustu vikurnar: Verö sjávaraf- uröa 5% hærra en í júní Verð á sjávarafurðum í SDR hefur farið hækkandi ab undanförnu eftir nokkra dýfu í febrúar og mars. Með- alverð er t.d. um 5,2% hærra um þessar mundir en það var í júní s.l. samkvæmt Hagvísum Þjóðhags- stofnunar. Verð á saltfiski hefur hækkað mest en verulegar verb- hækkanir hafa líka orðið á mjöli og lýsi. Þessar verðbreytingar eru samspil gengisþróunar og verðþróunar ein- stakra afurða. Innbyrðis breytingar á gengi erlendra gjaldmibla hafa ýkt þessa þróun. Um 1,6% af hækkun- inni skýrist af gengisþróuninni frá því í júní. ■ undir forystu Margrétar Frí- mannsdóttur geti gegnt lykil- hlutverki í þessu sameiningar- ferli. Rökin eru þau að söguleg fortíb og erjur milli A-flokkanna á síbustu áratugum hafa komib í veg fyrr sameiningu jafnabar- manna og muni tefja þau áfram. Ég hef sagt ab málefnaágreining- ur sé hvab mestur milli karla í A- flokkunum, þegar horft er til flokka á vinstri vængnum, þ.e.a.s. þeirra sem nú eru í stjórnarandstöbu." -En homsteinninn íþessum hug- myndum sem sagt að Margrét nái kosningu? „Já, vegna þess ab körlunum hefur ekki tekist þetta. Tökum „Á rauðu ljósi" hjá Ólafi Ragnari og Jóni Baldvini sem dæmi. Þab bar ekki árangur." Jóhanna segir ab konur hafi meiri hagsmuni af breytingum í þjóbfélaginu, karlmenn vibhaldi rikjandi ástandi enda sé þab þeirra hagur. Hún segir tilvist Reykjavíkurlistans byggba á því ab þar voru engir karlar fyrir til ab sitja á sínum stólum í borgar- pólitíkinni. Vinnubrögb kvenna séu líklegri til ab skila árangri til sameiningar. „Ef Margrét næbi kjöri yrði það mjög sögulegt. Hún yrði fyrst kvenna til ab ná kosningu sem leibtogi gömlu fjórflokk- anna. í Alþýbuflokknum fer fram kjör á næsta ári og ef fram- bærileg kona eins og Rannveig Guðmundsdóttir næbi kjöri sem formaður Alþýðuflokksins væri komin upp ný staða í íslenskri pólitík." -Hefurðu rcett þessi mál sérstak- lega við Margréti? „Ég hugsa ab vib Margrét höf- um svipabar skobanir á þessum málum." -En hafiði rœtt sérstaklega sam- an? „Nei, ekki sérstaklega." Jóhanna segir almennan vilja hjá vinstra fólki til sameiningar. „Já, ég er viss um þaö. Þab er krafa grasrótarinnar ab hin litlu öfl nái saman í eitt stórt." Jó- hanna segir Framsóknarflokkinn ekki koma til greina í slíku sam- starfi, hann hafi skilgreint sig sem miðjuflokk en sitji í hægri- stjórn ásamt Sjálfstæðisflokkn- um. -BÞ Könnun Gallup um baráttu Steingríms og Margrétar í formannskjöri Alþýöubandalagsins: Margrét með smáforskot Skv. könnun sem IM Gallup vann fyrir Margréti Frímannsdóttur 31. ágúst-12. sept. erekki marktækm munur á hvort Margrét eða Steir- grímur J. Sigfússon verði formab- ur Alþýbubandalagsins. Þótt þrír af hverjum fimm, sem ætla ab kjósa Alþýbubandalagib og taka afstöðu, styðji Margréti til for- mennsku er munurinn ekki marktækur skv. niburstöðu könnunarinnar. Þeir sem sögðust ætla að kjósa einhvern annan flokk en Alþýðu- bandalagið voru spuröir um líkurn- ar á að þeir myndu kjósa G-listann ef annars vegar Margrét væri for- maður og hins vegar Steingrímur. Tæplega 14% sögðust telja nokkrar líkur á því ef Margrét væri formaður en tæplega 9% ef Steingrímur væri í formannstólnum. Munurinn er marktækur í þessu tilfelli. Heildarfjöldi var 1200 manns, til- viljunarkennt úrtak úr þjóðskrá. Alls náðist í 850 manns. ■ Margrét Frímannsdóttir. Margrét Frímannsdóttir um innlegg Jóhönnu í kvennapólitíkina: Hefur engin áhrif á kosn- ingabaráttuna „Ég sé ekki ab þessi skobun Jó- hönnu geti haft nein áhrif á kosningabaráttu okkar Stein- gríms. Hann hefur vibrab hitt og þetta í fjölmiblum ab undan- förnu sem á ab skemma fyrir mér en ég verb ekki vör viö þab." Þetta sagði Margrét Frímanns- dóttir í gær þegar Tíminn spurði hana hvort yfrlýsing Jóhönnu Sig- urðardóttur á Sellufundi í fyrra- kvöld um sameiningu vinstri- flokkanna undir forystu kvenna hefði áhrif á formannskjörið í Al- þýðubandalaginu. -Mótftambjóðandi þinn, Stein- grímur J. Sigfusson, segir þig stórtapa á þessu máli. „Já, það er ýmislegt þessa dag- ana sem hefur aö mati Steingríms farið illa með mína stööu, kvenna- fundir og orö Jóhönnu núna." -Jóhanna segir þig vera homstein þess að sameining vinstri flokkanna geti átt sér stað á nœstunni. Finn- urðu fyrir mikilli ábyrgð? „Ég tók þetta nú þannig aö þetta væri fyrst og fremst tilraun, hitt heföi verið reynt, þar sem for- ystumenn vinstri flokkanna voru karlar og þær tilraunir hafa allar reynst ónothæfar. Jóhanna treyst- ir einfaldlega konum betur til þess að fara í þá málefnasamvinnu sem til þarf fyrir sameiningu vinstri flokkanna. Fyrst og fremst hvaö varðar velferðarmálin," sagði Margrét. -BÞ MARKAÐSSETNING ERLENDIS Vibrœbur milli ráöuneyta um Leifsstöö á nœstunni: Stöbin á aö fá fulla sjálfstjóm Allt útlit er fyrir ab Leifsstöb á al- þjóbaflugvellinum á Mibnesheibi og skammt utan lögsögu her- stöðvar NATO muni senn skipta um húsbændur. Rekstur stöbvar- innar verbi settur undir sam- göngurábuneyti og ab Flugmála- stjórn fari meb málefni stöbvar- innar af þess hálfu. Jón Birgir Jónsson, ráöuneytis- stjóri samgönguráðuneytis, sagði í samtali við Tímann í gær að fram- undan væru viðræður samgöngu-, utanríkis-, og fjármálaráðuneytis Merkjasala hefst í dag hjá SÍBS Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) stendur fyrir merkjasölu í dag, á morgun og sunnudag til þess ab safna fyrir byggingu þjálfunar- laugar á Reykjalundi. Nú eru 50 ár liðin frá því að Vinnuheimili SÍBS tók til starfa á Reykjalundi en allar byggingar á Reykjalundi hafa veriö reistar fyr- ir tilstuðlan happdrættis SÍBS. Mikill sigur vannst á sínum tíma á berklum, eba Hvíta-dauða eins og hann var kallaður, meðal ann- ars fyrir tilstublan SÍBS. í fréttatil- kynningu frá SÍBS segir ab þeir tugir þúsunda íslendinga sem notið hafa abstöðunnar á Reykja- lundi í lengri eða skemmri tíma séu til vitnis um öfluga starfsemi Reykjalundar og SÍBS. ■ um þessi mál. Skýrsla Gunnars Finnssonar hjá Alþjóðaflugmála- stofnuninni í Kanada, sem Tíminn greindi frá í gær, var lögð fram í ríkisstjórninni í fyrradag. Ekki er búist við öðru en að þarna verði skipt um ráðuneyti og reiknaö með að þau umskipti gangi snurðulaust. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa peningar flætt á milli Leifs- stöövar og ríkissjóðs, og aftur úr ríkissjóði til Stöðvarinnar til að borga „tapið". Jón Birgir sagði að hugmynd samgönguráðuneytis væri að styðja við sjálfstæði Leifsstöðvar og reyndar Flugmálastjórnar sem mest. Að flugstöðin haldi sínu sjálfaflafé og sé sem mest ábyrg fyrir rekstrinum. Einmitt þetta sjálfstæði er mikilvægt atriöi í út- tekt Gunnars Finnssonar. Hann sagöi ab stjóm flugmála ætti aö fá sem mest sjálfstæði, éins og gerst hefur um allan heim á undanförn- um ámm og áratugum. „Alltaf finnst manni þaö nú hálfskrítið að ef einhver flugvöllur úti á landi þarf traktor í snjóblást- urinn að þá þurfi slíkt aö sam- þykkja í flugáætlun. Það á að treysta fólkinu sem er nær verk- inu, heimamönnum sjálfum," sagði Jón Birgirjónsson. ■ Ríkisstjórnin veitir á þessu ári styrki til útflytjenda til sértækra markaðsaðgerða á eftirfarandi sviðum: ATAKSYERKtfNI OG RAÐGJOF MARKAÐSRANNS.OKNIR OG ÞEKKINGAROFLUN FRAMKYÆMD MARKAÐSAÆTLUNAR Um styrki geta sótt fyrirtæki og einstaklingar með skráð lögheimili á Islandi. Umsækjendur skulu leggja ffam umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá Útflutningsráði íslands. Gert er ráð fyrir að styrkimir geti að jafnaði numið um þriðjungi af skilgreindum kostnaði hvers verkefnis, þó aldrei meira en helmingi. Umsækjendum ber að gera grein fyrir því hvernig þeir hyggjast fjármagna mismuninn. Nánarí upplýsingar um reglur vegna markaðsstyrkja fylgja umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 25. október n.k. og umsóknum skal skilað til Útflutningsráðs íslands, Hallveigasttg 1, símil54000, bréfasfmi 511 4040. UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ • & /// UTFLUTNINGSRA< ÍSLANDS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.