Tíminn - 29.09.1995, Side 4
4
Föstudagur 29. september 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Cubmundsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Jæknideild Tímans
Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Nöldrið sem
ekki þagnar
Forystumenn þings og þjóðar tóku því léttilega þegar
upp kom kurr vegna heimatilbúinnar launahækkunar
þingmanna og úrskuröar Kjaradóms um kauphækkun
þeirra og þeirra embætismanna sem best eru haldnir í
kjörum. Þeir hristu höfub sitt og töldu að fjölmiðlar
væru að búa til fréttir í gúrkutíð og að um væri að ræða
smámál, sem fjaraði út og hyrfi úr umræðunni eins og
hvert annað nöldur.
Forsætisráðherra var víðs fjarri þegar lýðum var ljóst
að ekki sitja allir við sama borð þegar lífskjörum er út-
hlutað. Þegar hann loks lét í sér heyra, lét hann sem
málið væri auðvirðilegt og hafði uppi hótfyndni um að
almenningur ætti að gæta hagsmuna sinna gagnvart
Strætisvögnum Reykjavíkur, en ekki skipta sér af því
sem honum kæmi ekki við, eins og batnandi kjörum
allra kjörinna fulltrúa sinna og kauphækkunum æðstu
embættismanna.
Nöldrið hvarf ekki og várð æ háværara. Þá loks tóku
umboösmenn kjósenda vib sér og er nú svo komið að
forsætisráðherra lýsir yfir áhyggjum vegna þess óróa
sem tiltektir forsætisnefndar Alþingis og úrskurður
Kjaradóms hafa valdið.
Ráðamenn þjóöarinnar eru loks að átta sig á því að
mikill hluti umbjóðenda þeirra sættir sig illa við þau
kjör sem honum er búin. Það er mergurinn málsins en
ekki hitt, að fólki finnist að þingmenn séu ofsælir af
sínum kjörum.
Það er viðmiðunin og hvernig að kjaramálum þeirra
verr settu og hinna sem betur mega er staðið. Forsætis-
ráðherra er farinn að sjá áð sér og tekur nú undir kröfu
launþegaforystu um að Kjaradómur birti forsendur úr-
skurðar síns um þær ágætu kauphækkanir sem hann
veitir útvöldum samkvæmt lögum.
Til þessa hefur dómurinn þverskallast við svo sjálf-
sagöri kröfu og virðast lögfræðingarnir sem þar sitja
hafa lítið hugboð um að þeir lifa og starfa í þjóðfélagi
sem kennir sig við lýðræði. Heimóttarlegt laumuspil
meb forsendur dómsúrskurðar er stjórnskipuðum dóm-
stóli ekki sæmandi, þótt ekki væri nema vegna þess ab
niðurstaðan felur í sér útgjöld úr opinberum sjóðum,
sem skattgreiðendur standa undir að fullu og öllu.
Annað hvort ræður tilviljun því að þingfararkaup og
fríðindi eru svipuð hér pg á öbrum Norðurlöndum eftir
úrskurðinn, eða að þær eru forsendur dómsins. Sé svo,
er fengin viðmiðun sem launþegar ættu að geta sætt sig
við.
Auölindir, þjóöartekjur og menntun eru meiri og
betri á íslandi en í flestum öbrum löndum. Laun eru
samt helmingi lægri en gerist meðal nágrannaþjóða,
sem búa við svipuð skilyrði. Samkvæmt því er úrkurður
Kjaradóms um kaup þingmanna og embættismanna
hárréttur.
Nú er sjálfsagt að almennir launamenn stefni að
sama marki, að ná svipuðum lífskjörum og eru algeng
meðal sambærilegra þjóða. Þingmenn munu áreiban-
lega leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Þeir
hafa yfir mörgum lausnum að ráða til að bæta og jafna
kjörin, ef þeir hafa vit og vilja til.
Takist það, er þeim ekki oflaunað að ráða og ráðskast
með afkomu og velferö umbjóðenda sinna.
Víst er að nöldrið mun ekki hvarfa að þessu sinni, og
nú eiga þeir sem kjarabótanna njóta ekki annað eftir en
að sýna með sannfærandi hætti að þeir vinni fyrir
kaupinu sínu.
Sameining jafnaðarkvenna
Enn er veriö að sameina jafnaðar-
menn á fundum. í fyrrakvöld voru
það Sellurnar í Alþýðubandalaginu
sem stóðu í sameiningunni á opn-
um fundi í tilefni formannsfram-
boðs Margrétar Frímannsdóttur.
Eins og fram hefur komið var Stein-
grími J. — hinum frambjóðandan-
um til formanns í flokknum — ekki
boðið að taka þátt í fundinum, en
hins vegar var Jóhönnu Sigurðar-
dóttur boöið, þó hún sé formaður í
öðrum flokki og ætli ekki að taka
þátt í formannsslagnum í Alþýðu-
bandalaginu eftir því sem almennt
var talið fyrir fundinn.
Jóhanna tilkynnti á þessum
framboðsfundi Margrétar að skýr-
ingin á því hvers vegna ekki hafi
tekist að sameina jafnaðarmenn
væri einfaldlega sú, að það hafi ekki
verib konur formenn í A-flokkun-
um. Þess vegna ætti bara að kjósa
konur til formennsku í Alþýbu-
bandalaginu og Alþýðuflokknum,
og fá þær til skrafs og ráðagerða
með sér og Kvennalistanum og þá
væri málib leyst. Sameining jafnaö-
armanna yrði að veruleika. Ljóst er
að Alþýöuflokkurinn og Alþýbu-
bandalagið eru enn mældir í skoð-
anakönnunum með eitthvert kjör-
fylgi og geta því með réttu talist til
afla sem skipta máli í stjórnmálum.
Þjóðvaki hins vegar — flokkurinn
hennar Jóhönnu sem átti einmitt
að sameina jafnaðarmenn undir
forustu konu, þ.e. Jóhönnu sjálfrar
— hefur ekki náð neinni táfestu
meðal kjósenda og mælist með
nánast ekki neitt fylgi í könnunum
þessa dagana. Framlag Þjóðvaka til
sameiningar jafnaðarmanna yrði þá
fyrst og fremst fólgið í því að leggja
hinum nýja jafnaðarmannaflokki
til forustukonu, en samkvæmt
Margrét. Jóhanna.
kenningunni er það einmitt afar
mikilvægt að sem flestir kvenfor-
menn komi að þessari sameiningu.
Kvenleg sameining
Þessi kvenlega sameining jafnað-
armanna er athyglisverb í ljósi þess
að Kvennalistinn virbist búa vib
sömu fylgisþróun og Þjóðvaki, þ.e.
GARRI
hann virðist ekki lengur eiga hljóm-
grunn meðal kjósenda. Ekki verður
annað séð en að Jóhanna, og vænt-
anlega Margrét Frímannsdóttir líka,
telji ab sameining jafnaðarmanna
muni þegar allt kemur til alls verða
eins konar kvennalisti þar sem körl-
um er leyft að vera með sem al-
mennir flokksmenn, þó svo ab
þeim verði útskúfað úr forustuhlut-
verkum. Þetta yrði þá kannski frek-
ar sameining jafnaðarkvenna en
jafnaðarmanna. Jafnabarmenn
meb formannsdrauma, eins og
Steingrímur J. Sigfússon, verba þá
einfaldlega að láta í minni pokann
fyrir hinu nýja fjóreyki: Jóhönnu-
Margréti-Rannveigu-Kvennalista
Kristínar.
Óvíst er ab Steingrímur og aðrir
karlar, sem þannig yrðu settir til
hliðar, myndu taka þessari þróun
þegjandi og því verða jafnaðarkon-
urnar að búast strax til varnar. í ljósi
þess að þær Margrét og Jóhanna eru
þegar farnar að vinna saman í kosn-
ingabaráttu Margrétar innan Al-
þýbubandalagsins, er ekki óeðlilegt
að þær láti málið ganga alla leið til
enda. Eins og kunnugt er hefur ekki
komið fram neinn ákveðinn kand-
ídat í varaformanninn hjá Allaböll-
um, og það væri því eölilegt fram-
hald af samvinnu Margrétar og Jó-
hönnu að Jóhanna sýndi samein-
ingarviljann í verki og gerðist
varaformaður hjá Margréti, sam-
hliða því sem hún væri formaöur í
Þjóðvaka.
Stund sameiningar-
innar
Þjóðvaki er hvort sem er í svo
mikilli lægð um þessar mundir, aö
kraftmikil og vön stjórnmálakona
eins og Jóhanna gæti sem hægast
haldið sjó sem formaöur í einum
flokki og varaformaður í öbrum.
Auk þess væri það tímabundið
ástand, sem varaði aðeins þar til
Rannnveig væri orðin formaður í
Alþýðuflokknum og Kvennalistinn
búinn að sætta sig við að hafa karla
sem almenna flokksmenn, því það
er þá sem stund sameiningarinnar
rennur upp. Og þá upphefst líka öld
sameinabra jafnabarkvenna og for-
mannaklúbburinn með þeim Jó-
hönnu, Margréti, Rannveigu og
Kristínu Ástgeirsdóttur verður ekki
lengur vettvangur heimskulegra
átaka og valdabrölts ab hætti karla.
Þetta verbur huggulegur sauma-
klúbbur þar sem aldrei verður uppi
nokkur ágreiningur eða átök, bara
vegna þess að meðlimirnir eru kon-
ur. Garri
Kvöldstund meö Ómari
Nú undanfarið og þessa dagana
standa yfir göngur og réttir í sveit-
um landsins og sláturtíð stendur
sem hæst. Þessar haustannir í sveit-
um hafa verið órjúfanlegur þáttur í
þjóðlífinu um árabil og hluti af
verkahring sveitalífsins.
Þessi annatími er tengdur sauö-
fjárræktinni í landinu, en einmitt
nú standa yfir viðræður milli
bænda og ríkisvaldsins um það við
hvaða skilyröi þessi atvinnugrein á
að búa næstu árin. Aöilar vinnu-
markaðarins hafa nú blandast inn í
þá umræðu.
Þaö var ekki ætlunin að þessu
sinni ab kafa djúpt í efnisatriði
hennar. Samstaða er um það meðal
allra aöila að hún er nauðsynleg og
ekki verður svo vel sé búið lengur
við þann búvörusamning sem í
gildi er.
„Ærnar þagna"
Ég horfði nú í vikunni á þátt sem
Ómar Ragnarsson sá um í sjónvarp-
inu og bar heitið „Ærnar þagna".
Heitið er sjálfsagt sótt til hryllings-
myndarinnar „Lömbin þagna",
þótt ég skilji ekki þau tengsl sem
þar eru á milli í huga þáttargerðar-
mannsins. I þessum þætti var eink-
um fjallaö um erfibleika sauðfjár-
ræktarinnar og var meb tónlist og
töluðu orði höfbað til tilfinning-
anna. Bændur lýstu erfiðleikum
sínum og trúbador söng trega-
blandna söngva um hvab hefbi far-
ið úrskeiðis. Myndefnið sem fylgdi
sýndi göngur og réttir og daglega
önn í sveitum landsins.
Umræður hafa ávallt verib miklar
um landbúnabarmál í þjóbfélaginu
og þab skortir ekki sérfræbinga í
þeim málum. Ég man eftir því ab
bændur á Fljótsdalshéraði tjábu
mér í gamla daga að allra mestu sér-
fræðingarnir væru þeir, sem væru
nýhættir að búa og fluttir á mölina.
Þeir vissu nákvæmlega hvernig hin-
ir, sem eftir eru, ættu að haga sínum
búskap.
Hins vegar er komin upp heil
kynslóð sem hefur lítil tengsl við
sveitirnar og jafnvel engin við bú-
skapinn og verkahringinn þar. Sá
tími er liðinn þegar það var algild
regla að börn úr þéttbýli væru í
sveit sumarlangt. Marga þéttbýlis-
búa hef ég hitt sem minnast sveita-
dvalar sinnar í æsku með mikilli
ánægju og telja sig hafa fengib meb
henni ómetanlega lífsreynslu. Nú
eru kynnin af sveitinni hjá mörgum
borgarbúa bundin við útsýni frá
þjóðveginum á hraðakstri um land-
ið.
Á víbavangi
Mér var það dálítið umhugsunar-
efni eftir þátt Ómars Ragnarssonar
hvaba áhrif hann skilur eftir í huga
þéttbýlisbúa sem horfa á. Verða þau
á þann veg að allt sé vonlaust og
sauðfjárrækt sé búin að vera, eða
eykur þátturinn skilning á þeim
vandamálum og erfiðleikum sem
viö er að glíma? Vonandi verður
það síðarnefnda.
Gallinn fannst mér hins vegar
vera ab þátturinn tæpti á ýmsu og
skildi eftir fleiri spurningar heldur
en hann svaraði. Viðtölin við
bændurna gáfu vel til kynna þá erf-
iðleika sem við er að glíma. Hins
vegar var kallaður á vettvang ráðu-
nautur sem sló fram róttækum til-
lögum, meðal annars þeim ab slá
allar hugmyndir um útflutning
kjötvara af. Mér finnst vanta annan
þátt til þess ab fjalla um þessa
spurningu og fjalla um meðferö og
sölu kjöts. Sjónvarpið ætti að hafa
alla burði til þess að koma slíkum
umræðum til skila í myndrænu
formi. Hvernig væri að leiba þá
fram sem hafa veriö ab vinna ab
þessum sölumálum? Þar er um
marga aðila að ræða og alltaf koma
upp fréttir um að nú séu fundnir
markaðir hér og þar. Vandinn er sá
ab ekki fylgir þessum fréttum hvaða
verð fáist fyrir afurðirnar, né aörar
upplýsingar sem þurfa að fylgja.
Það koma einnig oft fram upplýs-
ingar um að sláturkostnaður sé 140
krónur á kíló kjöts. Hins vegar sést
ekki sundurlibun á þessum kostn-
aöi. Hvað er þarna um að ræða?
Greinargóður þáttur um sölumeð-
ferð á kjöti væri einnig nauðsynleg-
ur til að auka skilning á þessum
málum.
Umræða sem vantar
botn í
Mér finnst vera galli á allri um-
ræðu um sölu og markaðsmál dilka-
kjöts ab menn setja sig alltaf í ein-
hverjar áróburs- og umvöndunar-
stellingar þegar þessi mál ber á
góma, og allir bera af sér sakir. Smá-
salinn kastar ábyrgðinni á afurða-
stöövarnar og öfugt og bændurnir
tala gjarnan um að þessir aðilar
báðir hafi brugðist. Það þarf að
fræða fólk um hið raunverulega
ástand þessara mála. Hvert er
ástandið í raun á kjötmörkuðum
heimsins? Hvaða ástæður eru fyrir
minnkandi neyslu á innanlands-
markaði? Þessi mál þarf ab ræba
öfga- og fordómalaust og leita leiða
til þess að upplýsa neytendur, í stab
þess að rugla þá í ríminu.
Þáttur Ömars Ragnarssonar dró
það fram hver'nig ástandið hefur
leikið sauðfjárbændur, en hann
svaraði engu um hvað væri til rába
eða upplýsti neitt um það hvers
vegna sala þessara ágætu afurða
hefur brugðist. Ég bið sjónvarpið
um framhaldsþátt um þau málefni,
þar sem þeir eru kvaddir til sem
annast slátrunina og söluna, auk
bændanna sjálfra. J.K.