Tíminn - 29.09.1995, Qupperneq 10
10
tSinsiim
Föstudagur 29. september 1995
Athugasemd
Breskurjeremía
Þriöjud. 26. sept. sl. birtist í Tíman-
um símaviötal við mig undir fyrir-
sögninni: „Félagslega kerfið hrynur
ef það verður ekki endurskoðað."
Það er rétt eftir mér haft að ég fagni
orðum félagsmálaráðherra um það
sem kallað er félagslega húsnæðis-
kerfið. Það er líka rétt að ég hef
lengi bent á þetta og um leið að það
er eignaþátturinn sem mestum
vandræðum veldur. Félagslega kerf-
ið svonefnda er ekki andstæða al-
mennu húsnæðisstefnunnar, ef
stefnu skal kalla, einsog margir
halda, heldur hluti af henni.
í framhaldi af þessu vil ég gera at-
hugasemd við tvö atriði sem höfö
eru eftir mér í viðtalinu. Það fyrra
er: „Það endar með því aö félagslega
kerfið hrynur ef stórtækar breyting-
ar verða ekki gerðar á því. Það verð-
ur að leggja niður mokstur ríkisins
til hins svonefnda almenna hús-
næðiskerfis." Hér var ég að tala um
félagslega húsnæðiskerfið, en eign-
arþáttur þess, sem er að mestu plat,
hefur lengi byggst á stöðugum fjár-
mokstri hins opinbera í þessa hít
sem aldrei fær nóg, en skapar
greiðsluerfiðleika, skuldasöfnun og
uppgjörsklúður og hefur eybilagt
fjölda heimila meb kröfum um fjár-
nám og nauðungarsölu. íbúbirnar
lenda svo á sveitarfélögunum vegna
kaupskyldu eignaríbúba. Það verður
ekki ráðin bót á þessu nema með
breyttu rekstrarformi. Varðandi al-
menna kerfið var tekiö á þessu máli
með stofnun húsbréfakerfisins.
Hitt atriðið: „Vægi leiguhúsnæðis
hljóti að aukast á kostnað félagslega
kerfisins." Þarna ætti að standa:
Vægi leiguhúsnæbis hlýtur að auk-
ast við endurskobun félagslega hús-
næðisins og húsnæðisstefnunnar í
heild. Það er rétt að ég benti á að
vilji menn viðhalda „séreignastefn-
unni", verbur að gera sölumarkað-
inn frjálsan, þannig að hann lúti
lögmálum frambobs og eftirspurn-
]ón frá Pálmholti.
ar. Ég ítreka að þar var ég að tala um
sölumarkaðinn. Á slíkum markaði
er það kaupandi sem ræður verð-
inu, en ekki seljandi einn. Og þar
getur enginn gert kröfu til að fá
kostnaðarverðið endurgreitt.
Með þökk fyrir birtinguna.
Jón frá Pálmholti,
fonn. Leigjendasamtakanna
Ruling Britannica, eftir Andrew Marr.
Michael Joseph, 320 bls., £ 16,90.
Andrew Marr er fyrrverandi pól-
itískur ritstjóri Economist, er 9.
segtember 1995 birti um þesSa
bók hans ritdóm, sem í sagði:
„Gamla stjórnskipan Bretlands,
eins og hann nefnir hana, var
einföld í grófum dráttum. Að
henni var glögg valdakeðja á
milli kjósenda og þingmanna
og ráðherra og ríkisstjórnar at-
hafna og aðgerða. Sú keðja hef-
ur rofnað eða sundur ryðgað. ...
Á grunnstigi hafa bæjar- og
sveitarstjórnir verið sviptar
völdum sínum. Þjónustu þeirra
annast einkafyrirtæki og kjörnir
umboðsmenn. Á toppnum hef-
ur ríkisstjórn Bretlands, rúin
heimsveldinu, misst tök á einu
á eftir öbru, allt frá langtíma-
vöxtum til máls og vogar, í
fyrstu til gamaldags milliríkja-
samtaka eins og Atlantshafs-
bandalagsins, að undanförnu til
fjármálamarkaða utan athafna-
sviðs ríkisstjórna og yfirþjóð-
legra samtaka, eins og Evrópu-
sambandsins. Þá eru stjórn-
málaflokkarnir, fyrrum megin-
hlekkirnir í stjórnkeðjunni,
orðnir sinnulitlir. Stórir hópar
umhverfissinna hafa fleiri með-
limi."
„Jafnvel þótt stjórnskipunin
sé farin forgöröum, hefur ekkert
komið í hennar stað. Viðvar-
andi tilhögun mála er klúðurs-
leg, óskipuleg og ekki sjálfri sér
samkvæm. ... Fleiri mál, sem
varba stjórnun Bretlands, ætti
að bera undir þjóðaratkvæði.
Stjórnmálaflokkar ættu að ein-
skorða átök sín við mál sem
þeim ber á milli." ■
Dagarnir koma í halarófu
Rit á þýsku um Egils sögu
Út er komið á vegum Rannsókn-
arstofnunar Kennaraháskóla ís-
lands rit um Egils sögu eftir Bald-
ur Hafstað dósent. Nefnist það
Die Egils saga imd ihr Verhaltnis zu
anderen Werken des nordischen
Mittelalters. Um ér að ræða dokt-
orsrit Baldurs, sem hann skrifaði
við Múnchenarháskóla. í ritinu
ræðir höfundur tengsl Egils sögu
við önnur norræn miðaldaverk,
ekki síst Heimskringlu og Snorra-
Eddu, en einnig Ketils sögu
hængs, Örvar-Odds sögu og fleiri
fornaldarsögur. Baldur telur að
Egils saga sé undir miklum áhrif-
um allra þessara sagna. Af þessum
ástæðum og ýmsum öðrum verði
að gera ráð fyrir að sagan sé ekki
skrifuð fyrr en um 1240.
Baldur gerir tilraun til að rök-
styðja þá kenningu að vísur og
kvæði Egils sögu séu ekki eldri en
sagan sjálf. Þetta gerir hann eink-
um með því að benda á að svo
Fréttir af bókum
virðist sem fjölmargt sem fram
kemur í kveðskapnum eigi rætur
að rekja til kvæða og sagna sem til
urðu löngu eftir daga Egils. Einn
áhrifavaldurinn virðist t.d. vera
Sighvatur skáld Þórðarson, hirð-
skáld Ólafs helga Haraldssonar og
sonar hans, Magnúsar góða.
Um arfsagnir af Agli leyfir höf-
undur sér ab efast, m.a. vegna
þess að Heimskringla er þögul um
mikilvæga atburði í Egils sögu
sem tengjast Noregskonungum.
Auk þess er höfuðlausnarfrásögn-
in, sem öll sagan snýst um, ekkert
annað en aukin og endurbætt út-
gáfa af fyrri sögum um höfuð-
lausn norrænna skálda.
Verk Baldurs er annab ritið í ri-
tröðinni Rannsóknarrit Rannsókn-
arstofmmar Kennaraháskóla ís-
lands. Fyrsta ritið birtist á síðast-
libnu ári og er eftir Ingvar Sigur-
geirsson dósent. Þar er fjallaö um
notkun námsefnis í 10-12 ára
deildum grunnskóla og viðhorf
kennara og nemenda til þess. Rit-
in eru fáanleg í Bóksölu kennara-
nema, í stærri bókaverslunum og
hjá Rannsóknarstofnun Kennara-
háskóla íslands. ■
Ljóðaforlagið Goðorð hefur gefið
út bókina Hjartarœtur í snjónum
eftir Þór Stefánsson. Þór sendi
frá sér fyrstu ljóðabókina,
Haustregnið magnast, árið 1989
og ári síbar bókina / gróðurreit
vorsins.
Eins og fram kemur í titlum
bókanna er höfundur náttúru-
skáld. Ljóð hans eru myndir úr
daglegu lífi þar sem „dagarnir
koma í halarófu" og vekja nýjar
spurningar, nýja tilhlökkun.
Gagnrýnendur hafa bent á að
í ljóðmáli höfundar kveði við
jákvæðari tón en tíðkast hefur
undanfarna áratugi, og er þá lík-
lega átt við þá lífshamingju sem
alls staðar leitar upp á yfirborö-
ib, þrátt fyrir djúpa alvöru og
gráleita glettni höfundar.
Þó að veturinn leiki stórt hlut-
verk í þessari nýju bók Þórs, er
nú víðar leitað fanga. Hin eilífa
leit mannsins að heimkynnum
og tilgangi eru áleitin yrkisefni
og eins og í fyrri bókum höf-
ÞÓR STEFÁNSSON
HJARTARÆTUR
í SNJÓNUM
undar er ástin óhagganlegur
þáttur í hinu daglega lífi.
Bók Þórs er myndskreytt af
Helga Gíslasyni. Hún er 77 blab-
síður og kostar kr. 1.920. ■
Dagur frímerkisins 1995
NORDIA 96
l %\
\aU
Að þessu sinni verður gefin út
blokk frímerkja á degi frímerkis-
ins, þann 9. október, eða á degi
Leifs Eiríkssonar, eins og hann
hét áður.
Innan svæðisins, er nefnist
Girðingar í Borgarfirði, rennur
Hvítá og í henni mikið vatn úr
Langjökli. Samt er það nú orðið
minha en oft var talið áður fyrr.
Kann því ab valda aö alltaf smá-
dýpkar rásin. Þarna liggja einnig
greinileg hraunlög hvert ofaná
öbm, en milli þeirra og neösta
bergsins streymir stöbugt fram
grunnvatn. Einmitt þarna, þar
sem Hvítá hefir sagab sár í ald-
anna rás gegnum hvert jarðlagið
af öbru, kemur allt þetta í ljós.
Þarna er því um þaö bil kíló-
metra löng röð þessara hraunjað-
arsfossa, sem streyma fram og
hafa hlotið nafnið Hraunfossar.
Að vísu er þeim stundum ruglað
saman við Barnafossa, en þab
gerist nú orðið æ sjaldnar, þar
sem þeir liggja aðeins ofar í ánni.
Þarna ýmist steypist eba sytrar
vatnið fram í fossum, bunum,
lækjum og sytmm, milli hraun-
klettanna. Þessvegna «r þarna
mikil gróðursæld, skógarteigar,
hvannastóð og blómaskmb, sem
gefur þessari fossaröb alveg ein-
staka umgjörb. Öll þessi fegurð
birtist hinsvegar ekki fyrr en
komið er að fossunum. Minnist
sá er þetta ritar þess, ab stundum
var erfitt ab fá ferðamenn til ab
FRIMERKI
SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON
yfirgefa svæöið á ný. Fegurb þess
var svo hrífandi.
Þessi blokk er útgáfa nr. 332
hjá Póstmálastofnun, í tilefni af
degi frímerkisins 1995 og þess að
sýningin „NORDIA 96" verbur
haldin hér á næsta ári. Blokkin er
gerð eftir mynd Hauks Snorra-
sonar af Hraunfossum í Hvítá í
Borgarfirði og hönnub af
Skyggna-Myndverk. Tvö frímerki
em í hverri blokk, annað þeirra
er með verðgildinu 10,00 kr., en
hitt með verbgildinu 150,00 kr.
Sjálf blokkin er svo seld á 200,00
krónur og er því 40,00 kr. yfir-
verð, sem rennur til Frímerkja-
og póstsögusjóös, en hann veitir
meðal annars fé til að halda frí-
merkjasýningar. Áletmn á frí-
merkjunum sjálfum er svo, auk
verðgildisins, aðeins landsnafnib
ÍSLAND. Jaðarprentun blokkar-
innar samanstendur af merki frí-
merkjasýningarinnar „NORDIA
96" að ofan, en að neðan er áletr-
unin „Norræn frímerkjasýning.
Reykjavík 25.-27. október 1996.
Verð kr. 200". Þess er því hvergi
getið í áletrun blokkarinnar að
hún sé gefin út af tilefni dags frí-
merkisins, þó svo að útgáfan
heiti þab samkvæmt tilkynning-
unni. Þab veröur svo gaman ab
sjá hversu vel getur tekist með
prentunina hjá fyrirtækinu Joh.
Enschede en Zoonen, sem offset-
prentar blokkina.
Þess má líka geta hér að síöasta
blokk á degi frímerkisins verbur
ekki í sölu nema til 30. septem-
ber þessa árs. Þá verður restupp-
lag eyðilagt. Þá verða fjórar árs-
möppur einnig teknar úr sölu
þann 31. október í ár, en þab em
Hraunfossar*
Norræn frímerkjasýning Reykjavík 25. - 27. október 1996
Verð kr. 200
Frímerkjablokkin sem kemur út á
degi frímerkisins.
7/r\
1 //utiidi&mwBB1
09.l0.199b
Gjafamappan sem gefin var út meb
ársmöppurnar frá 1987, 1988,
1989 og 1990.
Þá er einnig rétt að geta þess,
að út var gefin sérstök gjafa-
mappa í tilefni þess ab flugsam-
göngur milli íslands og Lúxem-
borgar em 50 ára á þessu ári.
Löndin gáfu út sameiginlegt frí-
merki þann 18. september, sem
kunnugt er, og einnig sérstaka
gjafamöppu með stimpluðum og
óstimpluðum fjórblokkum í.
samútgáfu íslands og Lúxemborgar.
Mappan er eingöngu send þeim
er panta hana sérstaklega, en
ekki til allra almennra áskrif-
enda.
Nú mun vera langt komið að á-
kvarða frímerkjaútgáfu næsta
árs. Það er von okkar ab geta gert
hana kunna að mestu leyti í ein-
hverjum næstu þátta. Þar er því
um stóra framför að ræða.
Á næstunni mun svo verða
haldin frímerkjasýningin „NOR-
Sérstimpill sá er notabur verbur,
meb teikningu af Hraunfossum.
DEN 95" í Svíþjóð. Samkvæmt
venju verður þar kirfileg kynning
á næstu sýningu, sem er hjá okk-
ur á Kjarvalsstöðum, eins og sagt
er frá fyrr í þættinum. Mun fram-
kvæmdastjórn þeirrar sýningar,
þeir Sigurður R. Pétursson, Hálf-
dán Helgason og Sverrir Einars-
son, fara utan á þessa sýningu og
sjá um kynninguna. Er þeim ósk-
ab góðrar feröar og góbs árang-
urs. ■