Tíminn - 10.10.1995, Page 5
Þriðjudagur 10. október 1995
«Eg---
5
Inn og út um ævintýrib
Möguleikhúsib: ÆVINTÝRABÓKIN. Höf-
undur og leikstjóri: Pétur Eggerz. Leik-
mynd og búningar: Messíana Tómasdótt-
ir. Tónlist: Cubni Franzson. Lýsing: David
Walters. Danshöfundur: Lára Stefánsdótt-
ir. Frumsýnt í Möguleikhúsinu vib Hlemm
7. október.
Möguleikhúsið leggur rækt við
barnasýningar sínar jafnan, og
svo er enn um Ævintýrabókina.
Þar á ég í fyrsta lagi við alla um-
gerðina; leikmynd og ljósabeiting
var af mikilli fagmennsku unnin
og á lof skiliö. Ég hef alltaf fagnað
sýningum Möguleikhússins;
þarna er á ferðinni uppeldisstarf
sem á skilið hvatningu og stuðn-
ing.
I þetta sinn er brugðið á sér-
stakan leik í Möguleikhúsinu —
enda allt mögulegt. Dóra litla les
ævintýrabókina sína og er komin
í sína uppáhaldssögu, Rauðhettu.
Þá bregður svo við að úlfurinn
neitar að gegna hlutverki sínu og
strýkur burt úr ævintýrinu. Dóra
fer nú af staö að leita hans ásamt
veiöimanninum, sem auðvitað er
einnig í lausu lofti við þessa
uppákomu. Leið þeirra liggur um
hin og þessi ævintýri: Mjallhvíti,
Öskubusku, Söguna um skógar-
höggvarahjónin og óskirnar
þrjár, Stígvélaða köttinn, Prins-
essuna á bauninni. Eins og sjá má
er þetta ekki allt úr sömu bók-
inni. Prinsessan á bauninni er eft-
ir Andersen, eins og allir vita, og
Stígvélaði kötturinn er ekki með-
al Grimmsævintýra, þótt ýmsir
haldi þaö, heldur eftir Tieck. En
þetta gerir nú ekkert til.
Það er raunar ekki svo að þessi
ævintýri séu rakin neitt í sýning-
unni að heitið geti, aðeins minnt
á helstu atriði þeirra. Gengið er út
frá því að börnin þekki efnið í æv-
intýrunum — og það eiga þau
auðvitað að gera. Sú hugmynd að
láta úlfinn úr Rauðhettu stelast
burt og hlaupa inn í önnur ævin-
týri orkar dálítið undarlega á
dyggan ævintýralesanda að fornu
og nýju, eins og þann sem þetta
skrifar, en auðvitað er slíkur
spuni góður og gildur. Sumt verð-
ur meira að segja spaugilegt, eins
og þegar úlfurinn er kominn í
gervi prinsins í Öskubusku að
máta á hana skóinn.
LEIKHUS
GUNNAR STEFÁNSSON
Svo gaman sé að þessu verða
leikararnir að vera býsna liðugir
og spaugvísir, og því er ekki að
leyna að misvel eru leikarar sýn-
ingarinnar tygjaðir til slíkra
hluta. — Erla Ruth Harðardóttir
er ósköp stelpuleg sem Dóra, les-
andinn. Stefán Sturla Sigurjóns-
son er býsna aðsópsmikill úlfur.
Alda Arnardóttir er í mörgum
hlutverkum og kvað mest að
Öskubusku, og einnig var hún
skopleg sem kona skógarhöggs-
mannsins með bjúgað fast við
nefið. Guðni Franzson leikur
prins og skógarhöggsmann, auk
þess sem hann leikur dáindisvel á
hljóðfæri í sýningunni.
Úr Ævintýrabókinni.
Veiðimaðurinn er Bjarni Ingv-
arsson og var raunar dálítið hjá-
rænulegur. Af bar hins vegar Ingr-
id Jónsdóttir. Hún er í mörgum
hlutverkum: Rauðhetta, stjúpa
Mjallhvítar og stjúpa Öskubusku,
reglulega ónotaleg í báðum þeim
kvendum. Þá lék hún einnig hina
ofurviðkvæmu prinsessu á baun-
inni; allt gerir hún vel, en best
þótti mér hún í Stígvélaða kettin-
um, bæði snör og út undir sig.
Pétur Eggerz setur sjálfur upp
sýninguna. Þetta er ágæt
skemmtun fyrir börn, fjörug og
falleg, hæfilega stutt fyrir litla
krakka, góð tilbreytni frá sjón-
varpsskjánum. ■
Leikur um ást og vald
Þjó&leikhúsiö: FERNANDO KRAPP SENDI
MÉR ÞETTA BRÉF (SANNUR KARLMAÐUR).
Höfundur: Tankred Dorst. ÞýMng: Bjarni
Jónsson. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir.
Lýsing: Ásmundur Karlsson. Búningar:
Helga Rún Pálsdóttir. Dansar: Ástrós
Gunnarsdóttir. Leikmynd: Óskar Jónasson.
Frumsýnt á Litla svibinu 6. október.
Þýskt leikrit byggt á spænskri
sögu — er þetta ekki dálítið skrýt-
inn sambreyskingur hér norður í
höfum? Einhverjum leikhúsgest-
um finnst það víst, tala um að
þetta „gangi ekki upp". Aftur á
móti þótti mér sýningin á Litla
sviði Þjóðleikhússins á föstudags-
kvöld áhugaverð, ekki síst fyrir
þennan samslátt. Verkið er að
vísu ekki sérlega frumlegt. Og
niðurstaðan er vissulega ekki
uppörvandi að því leyti að lygin
og kúgunin hrósar hér sigri yfir
ást og sannleika, frumstæður lífs-
þorsti og valdhyggja knosa full-
trúa hinnar bljúgu og ístöðulausu
húmanísku menningar og sveim-
hygli. Hinn „sanni karlmaður"
verður yfirsterkari, én sigur þeirr-
ar „karlmennsku" leiðir til inni-
lokunar, eyðingar og dauða.
Á frummáli hefur leikritið titil-
inn „Femando Krapp sendi mér
þetta bréf" og undirtitilinn „Til-
raun um sannleikann". Ekki veit
ég hvers vegna verkinu er hér gef-
ið annað nafn, en í því er fólginn
orðaleikur. Það er ekki aöeins
spurt um sanna karlmennsku,
heldur líka sannleikann sjálfan,
hvernig unnt er ab afneita hon-
um, bæla hann og misþyrma. Þab
hefur verið rætt um í kynningu á
leiknum að hann fjalli um mis-
mun þess hver maöur er í sjálfs
sín augum eða annarra. Ég sé ekki
að slíkar hugleiðingar skipti
miklu í sambandi við þennan
leik. Ég leiði líka hjá mér aö ræba
þá lærdóma sem af honum kann
að mega draga um samskipti
kynjanna almennt og afstöðu
karls og konu hvors til annars. Sé
ég ekki ástæbu til að fjalla um
leikinn á þeim nótum. Þetta er
enginn vandamálaleikur. Hann
er umfram allt stílfærður um ástir
og vald, ber svip af uppruna sín-
um, en er borinn uppi af erótískri
spennu og ógn sem tókst býsna
vel að miðla í sýningu Þjóðleik-
hússins.
Leikstjórinn býr sýningunni
litsterkan ramma, í svörtu og
rauðu, eins og maður hefur séð
hér í uppfærslum á verkum
Lorca. Annars er rýmib í leikhús-
inu notað skemmtilega, og jafn-
LEIKHÚS
GUNNAR STEFÁNSSON
vel áhorfendasalurinn. Leikstjór-
inn er þýskmenntabur og kennir
þess í uppsetningunni, það er
einhver brechtískur svali yfir
henni sem temprar tilfinninga-
málin. Við höfum alltaf skýra vit-
und um að þetta er tilbúinn
heimur, „leikur", andstæburnar
yddaðar svo mjög aö við getum
ekki trúað á persónurnar í natúr-
alískum skilningi, þær eru abeins
persónugerbir eiginleikar í
mannlífinu.
Fernando Krapp er sú persóna
sem allt snýst um. „Karl-
mennska" hans er fólgin í því til-
lits- og tilfinningalausa valdi sem
hann tekur sér og enginn getur
reist rönd við. Hann ákvebur að
kvænast Júlíu og gerir það. Hann
er ríkur og kaupir hvað sem hon-
um sýnist. Faðir Júlíu hefur orðib
háður þessum sterka manni, og
að Júlíu giftri hverfur hann af
Ur Sönnum karlmanni.
sjónarsviðinu. Júlía gengst inn á
að vera eign Fernandos og festir á
honum einhvers konar ást. Síban
kemur hinn fátæki greifi Juan til
sögunnar. Hann er fullur sjálfum-
gleði og sjálfsdýrkunar. Þab er
Fernando líka, en sá er munurinn
að Fernando er skepna, veit þab
og hagar sér í samræmi vib það,
en Juan lætur beygja sig í duftib
þegar á reynir, orð hans eru
marklaus.
Báðir eru þeir Fernando og Ju-
an skýrar og einfaldar persónur,
eins konar karllegar frumgerðir:
ruddinn og menntamaöurinn,
hinn jarðbundni raunsæismaður
og skýjaglópurinn, mætti segja.
Eins og vera ber er það konan í
leiknum sem helst er dularfull,
en hún er líka sú sem knosast
undir valdi hinnar „sönnu karl-
mennsku". Þab er vandséb
hvemig hún fer ab því ab blekkja
sjálfa sig í lokin. Ef til vill skilst
þab út frá sveimhygli hennar,
sjálfssefjun. Það, sem gerst hefur,
er ekki til, ímyndun. Skilin á
milli draums og veruleika hverfa.
Þaö má sjá á stöku stað leifar
sögunnar, sem leikritið er byggt
á, og veikir þaö form þess, gerir
það brotakenndara, líkast svip-
myndum, eins og gjarnan verður
um leikrit gerð eftir sögum. Samt
er ljóst ab um efnið hefur farið
höndum mikill kunnáttumaður.
Dorst er meðal kunnustu leik-
skálda Þýskalands, þrautreyndur
og fjölhæfur, „leikhúsmaður af
lífi og sál", eins og segir í leikskrá.
Hann kann greinilega ab semja
leiktexta sem hlaðinn er dramat-
ískri spennu, það er glöggt af
þessu leikriti, sem er lipurlega
þýtt.
Hlutverkin fjögur eru einkar
vel skipuð. Rúrik Haraldsson fer
léttilega með lítið hlutverk föbur-
ins. Hilmar Jónsson brá einnig
upp einkar skýrri mynd af Juan
greifa, sýnir enn getu sína tll kar-
akterleiks. — Mest mæbir þó á
Fernando og Júlíu og Ingvar E.
Sigurðsson og Halldóra Björns-
dóttir leika þáu með ágætum.
Halldóra er glæsileg leikkona, ber
sig ákaflega vel á sviðinu og nær
einnig töluverðri dýpt í hlutverk-
ið, sem er þó frá höfundarins
hendi á ýmsan hátt ógleggra en
hin. Ingvar E. Sigurðsson hefur
með ólíkindum sterka nærveru á
sviðinu, og er það ekki ný saga.
Af honum stafaði ógn sem ekki
dofnabi þegar hann var utan
sviðsins, limaburður og svip-
brigði, öll persónumótunin, unn-
ið á þann hátt sem miklum leik-
ara er lagið.
í heild er þetta vönduð sýning,
ekki hrífandi eða gagntakandi, en
skynsamlega sett fyrir sjónir
áhorfandans. Heillegur stíll henn-
ar er fyrst og fremst agaöri leik-
stjórn að þakka, enda þótt öll
áhöfn sýningarinnar skili sínu af
traustri fagmennsku. ■