Tíminn - 10.10.1995, Síða 7

Tíminn - 10.10.1995, Síða 7
Þri&judagur 10. október 1995 7 Verkamannafélagiö Hlíf skorar á stjórnvöld aö: Ráðast gegn skattsvikum Fundur í Verkamannafélaginu Hlíf, Hafnarfirði, skorar á stjórn- völd ab skera upp herör gegn skattsvikum. í ályktun fundarins segir að svört vinna og skattsvik séu stunduð hér á landi í stórum stíl án þess að stjórnvöld viðhafi þær varúðarráð- stafanir til að halda þeim í lág- marki. Flestum landsmönnum sé kunnugt um misferlið og „það er með ólíkindum ef alþingismenn eru svo slitnir úr sambandi við dag- legt líf þjóðarinnar að þeir séu þeir einu sem ekki hafa heyrt eða kynnst fyrirbærinu". Jafnframt segir í ályktun fundar- ins að Alþingi kjósi frekar að „naga utan af velferðarkerfinu og merg- sjúga almennt launafólk en að berj- ast gegn skattsvikum meb aðferð- um sem duga". Fundurinn ályktaði einnig að kjaraleg staða verkafólks væri verri en fyrir gerö síðustu kjarasamn- inga. Þá var skorað á bæjaryfirvöld í-Hafnarfirði að hefja framkvæmdir til aö bæta og stækka hafnaraðstöð- una í byggöarlaginu. -BÞ Vestfiröir: Kosib 11. nóvember íbúar sex sveitarfélaga á norðan- verðum Vestfjörðum munu greiða atkvæði um sameiningu þeirra í almennum kosningum, sem fram fara laugardaginn 11. nóvember n.k. Þarna er um að ræða Þingeyrar-, Mýra-, Mosvalla-, Flateyrar- og Suðureyrarhrepps auk ísafjarðar- kaupstaðar. En stjórnir þessara sveitarfélaga hafa allar samþykkt tillögu samstarfsnefndar um sam- einingu sveitarfélagana. -grh Sérfrœöingur á glasafrjóvgunardeild telur ekki rétt aö hœkka gjald fyrir glasafrjóvgun viö óbreyttar aöstœöur: Getum ekki bobið sömu þjónustu og erlendis Guðmundur Arason, sérfræðing- ur á glasafrjóvgunardeild Land- spítalans, telur heppilegra að bíða með hækkun gjalds fyrir glasafrjóvgun þar til sambærileg meðferð verður í boði hér og ger- ist í nágrannalöndunum. Þar með talið frysting fósturvísa og smá- sjármeðferð. í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1996 er gert ráð fyrir að sértekjur glasafrjóvgunardeildarinnar hækki um 24 milljónir króna á næsta ári. Um 200 meðferðir fara fram á deild- inni á hverju ári, þannig að í fljótu bragði virðist sem gjaldið fyrir hverja meðferö þyrfti að hækka um 120 þúsund krónur til að þetta markmið náist. Málið er þó ekki al- veg svo einfalt, því fólk borgar mis- hátt gjald eftir því hvort um er aö ræða fyrstu meðferð eða ekki. í dag borgar fólk 106 þúsund krónur fyrir fyrstu meðferð, 60 þús- und fyrir þrjár næstu meöferðir og 200 þúsund krónur eftir það. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði í Tímanum fyrr í vikunni að engin ákvörðun hefði verið tekin um hversu mikið gjaldið verði hækkað eða hvenær. Hún sagði jafnframt að áfram verði tekið tillit til þess ef fólk þarf að fara í fleiri en eina meðferð. Guðmundur Arason, sérfræðing- ur á glasafrjóvgunardeildinni, segist ekki telja réttlætanlegt að hækka gjöldin miðað við núverandi að- stæður deildarinnar, þar sem ekki sé unnt að bjóða þar meðferö sam- bærilega við það sem gerjst nú í ná- grannalöndunum. Þar tiltekur hann sérstaklega að deildin búi ekki Guömundur Arason, sérfrœöingur á glasafrjóvgunardeild Landspítalans. yfir tækjabúnaði til að frysta fóstur- vísa og framkvæma smásjárfrjóvg- anir. Auk þess séu mikil þrengsli á deildinni. Guðmundur segir að vegna þessa sé fólk aftur farið að leita til sjúkrastofnana erlendis, þá einkum eftir smásjárfrjóvgunum. Talað hefur verið um að glasa- frjóvgunardeildin verði stækkuð og flutt í annað húsnæðr á Landspít- alalóðinni en hún er nú í. Guð- mundur segir að byrjað hafi verið að ræða um stækkun deildarinnar fyrir tveimur ámm, en málið hafi lítið skýrst síðan. Enn sé ekki vitað hvert deildin eigi að flytja eða hversu stór hún eigi að verða. Guðmundur segir að víða í ná- grannalöndunum, t.d. í Danmörku, hafi fólk tvo valkosti í þessu efni. Þar sé annars vegar hægt að sækja meðferð á háskólasjúkrahúsum þar sem biðtími er tvö til þrjú ár, en fólk þurfi ekki að borga fyrir með- ferðina. Hins vegar sé boðið upp á slíka meðferð á sérhæfðum sjúkra- stofnunum á þessu sviði. Þar komist fólk strax að, en verði á móti að borga fyrir þjónustuna. -GBK Heilbrigbis- og tryggingaráöuneytiö: • / Alþjoðadagur geö- heilbrigbis er í dag Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingarábherra, hefur ákvebib ab taka áskorun Alþjóba heilbrigbisstofnunarinnar og undirritab yfirlýsingu samtak- ana um ab dagurinn í dag, 10. október, verbi alþjóbadagur geb- heilbrigbis hér á landi. Ráöuneytið hefur falið Tómasi Helgasyni prófessor í geðlækning- um, Geðlæknafélagi íslands og Geðverndarfélagi fslands að annast allan undirbúning vegna þessa til- efnis, en dagsins er einkum minnst með greinarskrifum um málefni geðsjúkra. i yfirlýsingunni, sem ráðherra hefur undirritab, kemur m.a. fram að tilgangurinn með sérstökum al- þjóðadegi geðheilbrigðis sé að auka skilning almennings á geð- og til- finningatruflunum og efla sem best heilbrigði geðs og tilfinninga. Þá skal stefnt að því að skapa virð- ingu fyrir réttindum þeirra sem greindir eru með geð- og tilfinn- ingatruflanir, efla forvarnarstarf til að draga úr hættu á tilfinninga- tmflunum hjá þjóðfélagshópum sem eru viðkvæmastir fyrir slíkri röskun. En síðast en ekki síst ab bæta gæði og auka framboð geð- heilbrigbisþjónustu um heim all- an. í stofnskjali Alþjóðasambandsins frá árinu 1948 og í Mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóbanna frá sama ári kemur t.d. fram að ein- staklingar, sem þjást af geðkvillum eða eiga við tilfinningalega erfið- leika að stríða og njóta meðfe,ðar eða em vistaðir á sjúkrahúsum, séu jafnbornir til þeirrar virbingar og réttinda sem em undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. í yfirlýsingu Alþjóðasambands- ins er minnt á að öll aðildarríki SÞ hafa skuldbundið sig til að stefna að heilbrigöi fyrir alla árið 2000. Þar kemur einnig fram að hugtakið heilbrigði felst heilbrigði hugar og tilfinninga ásamt heilbrigði líkam- ans. ■ Skiptar skoöanir á bœndafundi: Clasafrjóvgunardeild Landspítalans veröur flutt á nœsta ári: Afköst deildar- innar tvöfaldist Glasafrjóvgunardeild Land- spítalans flyst í nýtt húsnæbi innan húss Kvennadeildar Landspítalans á næsta ári, ab sögn Svanhvítar Jakobsdóttur í heilbrigbis- og tryggingarábu- neytinu. Vib breytinguna eiga afköst deildarinnar ab tvöfald- ast. f frétt annars staðar í blaðinu lýsir sérfræbingur á deildinni því að abstaða þar hafi dregist aftur úr því sem best gerist erlendis. Þá segir hann að þótt flutningur deildarinnar hafi verib fyrirhug- abur í tvö ár, hafi málin enn ekk- ert skýrst. Svanhvít Jakobsdóttir segir að ætlunin sé ab deildin flytji á næsta ári. Hún eigi að flytjast til innan húsnæðis Kvennadeildar- innar og um leið verði aðrar til- færslur þar innanhúss. Eftir breytinguna eigi afköst deildar- innar ab tvöfaldast þannig að meðferðir þar verði 450- 500 á ári. Fjárveitingin eigi einnig að fara til tækjakaupa og m.a. eigi að kaupa tækjabúnaö til að frysta fósturvísa. Sú tækni gerir þab að verkum að seinni með- ferðir verði einfaldari og þar með ódýrari hjá því-fólki sem getur notfært sér hana. -GBK Gagnrýna aldurstakmarkið Skiptar skobanir hafa komib fram á kynningarfundum um nýjan búvörusamning sem landbúnab- arrábuneytib og bændasamtökin hafa gengist fyrir ab undanfömu. Þau atribi, sem helst hafa verib gagnrýnd í samningnum, er um útdeilingu á greibslumarki bænda sem væntanlega munu ganga ab tilbobum um uppkaup á fram- leibsluheimildum og ab taka eigi greibslumark af bændum sem náb hafa 70 ára aldri. Einkum mun samningsákvæðiö um að greiðslumark þeirra, sem orðnir eru 70 ára, falli niöur hafa mætt andstöbu á fundunum. Sagbi roskinn bóndi úr Eyjafirði meðal annars á kynningarfundi á Akureyri á föstudagskvöld að þetta ákvæði væri algjör skömm. Þetta væri þakk- lætið til þeirra gömlu sem búnir væru að vinna langan starfsaldur — að gera jarðir þeirra og eignir verð- lausar, eins og hann orðaði það. Hann sagði ab fasteignamat á eign- um bænda hafi hækkað nýverið og varpaði fram þeirri spurningu hver ætti ab standa straum af hækkandi opinberum gjöldum af tómum fjár- húsum, því ekkert samræmi væri á milli opinberrar skattlagningar og heimilda til þess að hafa tekjur af mannvirkjunum. Hann kvabst einnig hafa haft fólk í vinnu á sumrin á undanförnum árum og spurði hvort ódýrara yrði ab greiða því atvinnuleysisbætur í framtíð- inni. Hann kvaðst telja að gefa ætti birgðir af kindakjöti til sveltandi fólks úti í heimi — jafnvel þótt það kostaði fjármuni til þess að létta þessum birgðavanda af sauðfjár- bændum og gefa þeim kost á að byrja á hreinu borði. Það ákvæði samningsins að út- hluta eigi þeim bændum, sem hafa fleira fé, stærri hluta af því greiðslumarki sem muni losna meb uppkaupum hefur fariö fyrir brjóstið á mörgum bændum og meðal annars veriö kölluð stór- býlastefna á bændafundum. Ari Teitsson, formaður Bændasamtak- anna, sagði á fundinum á Akureyri ab hugmyndin með því ab útdeila greiðslumarki í hlutfalli við bú- stærð væri sú að skila bændum aft- ur þeim framleiðsluheimildum sem frá þeim hafi verið teknar meb flötum niburskuröi. Jón Erlingur Jónasson, aðstoðarmaður land- búnaðarráðherra, sagöi að tilbob um samdrátt og uppkaup næðu einnig til bænda sem orönir væru sjötíu ára, og fengju þeir ákvebna aðlögun að því að greiðslumark þeirra félli niður. - Þl

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.