Tíminn - 10.10.1995, Page 11
Þriöjudagur 10. október 1995
WWMWW-
11
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
Rœöa eftir Jiang Zemin á forsíöum allra dagblaöa í Kína:
Minnir á vaídatíma Maós
Beijing — Reuter
Ræða eftir Jiang Zemin, for-
mann Kommúnistaflokks Kína,
birtist á forsíðum allra helstu
dagblaða í Kína í gær og þykir
það óvenjulegt nú orðið og
minnir einna helst á ástandið
þegar Maó formaður var við
völd. M.a. var ræðan á forsíðu
Dagblaðs alþýðunnar.
Ræðan var haldin þann 28.
september sl. og ber yfirskriftina
„12 sambönd" og þykir heitið
minna á ræðu sem Maó flutti
árið 1956, „10 mikilfengleg
sambönd" og var ein mikilvæg-
asta ræða Maós.
„Að öll forsíðan sé helguð Ji-
ang Zemin þýðir að Dagblað al-
þýðunnar vill segja lesendum
sínum að ræðan sé mikilvæg,"
sagði stjórnarerindreki frá Asíu.
„Að öll hin dagblöðin séu með
sömu ræðuna gerir hana gífur-
lega mikilvæga."
Ræðan þykir líka birtast
óvenjulega fljótt eftir að hún
var haldin, og er það haft til
marks um að lítill ágreiningur
sé innan Kommúnistaflokksins
um efni hennar. „Fram-
kvæmdastjórn flokksins fer allt-
Vegfarendur lesa Dagblab alþýbunnar í Kína ígœr.
Reuter
af yfir ræðurnar og það er ekki
víst að þetta sé nákvæmlega sá
texti sem Jiang notaði," sagði
stjórnarerindreki frá Evrópu.
„En stundum tekur það allt að
þrem mánuðum þangað til allir
gefa samþykki sitt. Þetta var
fljót afgreiðsla."
Willy Claes, aöalritari Nató:
Undir sívaxandi þrýst-
ingi að segja af sér
Brussel — Reuter
Willy Claes, aðalritari Nató, er enn
undir miklum þrýstingi um að segja
af sér embætti sínu vegna mútu-
hneykslis sem þegar hefur orðið
nokkrum belgískum stjórnmála-
mönnum að falii.
Claes þykir bæði fljótfær og orð-
hvatur, öfugt vib Þjóðverjann
Manfred Wörner, fyrirrennara hans
í embættinu. Gagnrýnendur hafa
einnig sakað hann um að vera
þrjóskur úr hófi fram og hlusti helst
ekki á ráöleggingar. Hann hefur þó
áunnið sér traust heima fyrir sem
skeleggur stjórnmálamaður og var
jafnvel talinn líklegur sem forsætis-
ráðherra Belgíu síðar meir. Eins og
Wörner er Claes vinnusjúklingur
sem oft er séstur við skrifborðið sitt
á meðan annað fólk er að velta því
fyrir sér hvað það eigi ab fá sér í
morgunmat, og vinnur oftast langt
fram á kvöld. Aðeins nokkrum mán-
uðum eftir að hann tók við embætti
sínu í september 1994 varð hann
bendlaður vib hneykslismálið sem
nú er e.t.v. ab verða honum ab falli.
Málið snýst um þab ab þyrlu-
framleiðendur á Ítalíu hafa verib
sakabir um ab hafa greitt belgíska
Sósíalistaflokknum mútur til þess
að fá samning við belgíska herinn,
en Claes var efnahagsmálaráðherra
flokksins á þeim tíma. Claes er að
vísu ekki sakaður um að hafa tekið
við neinu fé, en það var ekki mál-
stað hans til framdráttar að neita
því fyrst ab hann vissi nokkuð um
mútugreiðslurnar, en seinna sagðist
hann muna „óljóst" eftir því.
Á nánast sama tíma og mútumál-
ið kom fram vakti Claes mikið upp-
nám víða um heim með því að lýsa
yfir að íslömsk öfgatrú væri jafn-
mikil ógnun við heimsfriðinn og
kommúnistaríkin voru áður. Araba-
löndin brugðust hart við þessum
ummælum og í Nató hristu margir
hausinn í forundran.
í fyrstu svaraði Claes spurningum
fréttamanna um bæbi þess mál full-
um hálsi, en þegar frá leið fór hann
hreinlega í felur um nokkurt skeið.
Hann hefur stöðugt lýst yfir sak-
leysi sínu í þyrlumálinu, en ef hann
París — Reuter
Fimm milljón ríkisstarfsmenn í
Frakklandi fara í verkfall í dag og
lama með því alla starfsemi í land-
inu í 24 klukkustundir. Verkfallið er
gert'í mótmælaskyni vegna þess að
ríkisstjórnin hefur neitað að hækka
laun ríkisstarfsmanna á næsta ári
meira en áður hefur verib samið
um.
Verkfallið kemur til með að reyna
verulega á þsolrifin í Alain Juppe for-
sætisráðherra, sem þegar á við erfið-
leika að stríða vegna hneykslismáls
og veikrar stöðu frankans. Hann er
engu að síður ákveðinn í því ab
neyðist til að segja af sér vegna þess
fær hann þann vafasama heiður ab
veröa fyrsti yfirmaður Nató sem
slíkt gerir. ■
sýna fram á að hann hviki hvergi
frá aöhaldsstefnu sinni í ríkisfjár-
málum.
Franskir ríkisstarfsmenn skiptast
á sjö verkalýðsfélög, en þetta er í
fyrsta sinn frá 1986 sem öll sjö fé-
lögin boða verkfall samtímis.
Verkfallib kemur til með að hafa
gífurleg áhrif á daglegt líf í Frakk-
landi, en m.a. er reiknab með að
þrír fjórðu allra skóla í Frakklandi
verði lokaðir í dag, á sjúkrahúsum
verbur einungis sinnt lágmarks-
þjónustu og þrír fjórðu allra lestar-
ferba í landinu falla niður.
„Svartur þriöjudagur" í Frakklandi:
Reynir á þolrifin í abhaldsstefnu
Umdeilt frumvarp á Bandaríkjaþingi:
Norður-Kórea:
Kim Jong-il tek-
ur loks víb
Að sögn rússnesku frétta-
stofunnar Itar-Tass er Kim
jong-il í þann veginn að
taka opinberlega við emb-
ætti formanns Kommún-
istaflokks Norður-Kóreu.
Kim Jong-il er sonur fráfar-
andi forseta landsins, Kim
ll-sung, og hefur verið tal-
ið nánast sjálfgefið að
hann yrði arftaki föður
síns. Heimildir fréttastof-
unnar segja að hann verði
taki við embætti aðalritara
á hálfrar aldar afmæli
flokksins t dag.
Nóbelsverblaunin í
læknavísindum:
Veitt þrem líf-
fræbingum
Þrír líffræðingar, tveir
Bandaríkjamenn og einn
Þjóðverji, hlutu í gær nób-
elsverðlaunin í læknavís-
indum fyrir störf á sviði
erfðavísinda. Bandaríkja-
mennirnir eru Edward Le-
wis og Eric Wieschaus, en
Þjóðverjinn er Christiane
Nusslein-Volhard. Þau
hljóta verðlaunin fyrir að
hafa gert grein fyrir erfða-
göllum sem valda líkam-
legri fötlun.
Stríösglæpadómstóllinn
í Hag:
Fyrstu vitna-
leiðslur
Stríðsglæpadómstóll
Sameinuðu þjóðanna í
Haag hóf í gær fyrstu
vitnaleiðslur sfnar, en
dómstóllinn var settur á
stofn til þess að fjalla um
ákærur um stríðsglæpi í
lýðveldunum þar sem áð-
ur var Júgóslavía. Fyrst var
tekiö fyrir mál Bosníu-
Serbans Dragans Nikolic,
fyrrverandi yfirmanns
fangabúðanna í Susica f
norðausturhluta Bosníu,
þar sem 8.000 múslimar
voru hafðir í haldi. Dóm-
stóllinn getur ekki sakfellt
hina ákærbu að þeim fjar-
stöddum, en vitnaleiðsl-
urnar eru gerbar til þess
ab staðfesta ákærurnar
þannig ab unnt sé ab gefa
út alþjóölega handtöku-
skipun á hendur hinum
ákærbu. Reiknað er með
ab vitnaleibslurnar standi
yfiríviku.
ab fækka innflytjendum
Reynt
Washington — Reuter
Umdeilt frumvarp um innflytj-
endur er nú til umfjöllunar á
Bandaríkjaþingi og þykir líklegt að
frumvarpib verði samþykkt án
mikilla breytinga.
Gagnrýnendur hafa kvartað
undan því að frumvarpið, sem er
364 blaðsíður, feli í sér ab „stóri
bróðir" sjái til þeSs að ólöglegir
innflytjendur geti ekki fengið
vinnu og myndi einnig hindra
þúsundir manna í ab sameinast
fjölskyldu sinni og ættingjum í
Bandaríkjunum.
Gagnrýnendur fmmvarpsins
benda einnig á að það hafi veriö
innflytjendur sem byggöu upp
Bandaríkin og hafa áhyggjur af því
að andúð gegn innflytjendum fari
vaxandi meðal almennings í kjöl-
far nýju laganna, en slík andúð
hefur smám saman verið að
minnka.
Sem stendur flytja alls um
800.000 manns með löglegum
hætti til Bandaríkjanna á ári
hverju, fleiri en til nokkurs annars
lands. Ólöglegir innflytjendur eru
eitthvað um 300.000 á ári, að því
er taliö er.
Samkvæmt frumvarpinu geta
ekki aðrir en maki og börn banda-
rískra ríkisborgara — ekki systkini
og ekki uppkomin börn — fengið
leyfi tíl aö flytja til landsins á
þeirri forsendu að verið sé að sam-
eina fjölskyldur. Sumir gagnrýn-
endur hafa haldib því fram að
þetta þýddi að meira en milljón
ættingjum innflytjenda sem feng-
ið hefðu bandarískan ríkisborgara-
rétt yrði gert ókleift að flytja til
landsins til að sameinast fjöl-
skyldu sinni.
Samkvæmt frumvarpinu er
einnig stefnt að því aö fækka lög-
legum innflytjendum úr 800.000 á
ári í 535.000.
Flóttamannafjöldinn sem kæmi
til landsins árlega yrði 77.000 árið
1997 og síðan 50.000, en 1994 var
hann rúmlega 115.000. Sérstök
kosning þyrfti að fara fram á þingi
ef auka ætti þennan fjölda.
íhaldsmenn, frjálslyndir og
frjálshyggjumenn ' hafa lýst
áhyggjum sínum af því ákvæði
frumvarpsins sem gera atvinnu-
rekendum kleift að hringja endur-
gjaldslaust í ákveöiö númer og
fengið þar upplýsingar um hvört
nafn starfsmanns passi við al-
mannatrygginganúmeriö hans.