Tíminn - 18.10.1995, Page 2
2
Miövikudagur 18. október 1995
Tíminn
spyr...
Eiga ráöherrar ab vera meb
hærri laun en starfsmenn
ráöuneyta?
Hannes G. Sigurösson,
hagfræðingur VSí:
Ef maður hugsar um aðrar rík-
isstofnanir, ef maöur ber ráðu-
neytin saman við ríkisstofnanir,
sjúkrahús, veitufyrirtæki, pen-
ingastofnanir og Póst og síma í
launalegu tilliti þá er það megin-
regla aö æðsti stjórnandi hafi
hæstu launin. Þó eru á þessu und-
antekningar eins og þegar yfir-
menn eru á föstum launum líkt
og ráðherrar, en undirmenn fá
mikið greitt fyrir yfirvinnu. Þetta
þykir óeðlilegt. Ef við förum yfir
á almennan markað held ég að
það heyri til algjörra undantekn-
inga að næstráðendur séu með
hærri laun en topparnir. Þetta er
óvenjulegt launaástand.
Björn Arnórsson,
hagfræbingur BSRB:
Eg held að það sé engin einhlít
regla um þetta. Þaö er náttúrlega
Ijóst að ráðherra getur lent í því
að kaupa menn á hærra veröi en
honum fyndist sjálfum pólitískt
stætt á að fara fram á. Ég er sam-
mála Ögmundi Jónassyni í hans
stefnu hvað þetta varöar, að
stjórnmálamenn eigi að bera
ábyrgð á sínum launum en síöan
geta þeir neyðst til að kaupa
menn fyrir miklu hærri laun en
þeir hafa sjálfir.
Gubmundur J. Gubmúndsson
formabur Dagsbrúnar:
Ég vil andskotann engan dóm
leggja á þaö. Þetta er voöalega
misjafnt, sumir vinna nú gífur-
lega yfirvinnu en aðrir ekki og
eru þó í mikilli nefndavinnu. Það
er hins vegar mjög þröngur hóp-
ur sem fer í þessar nefndir, þetta
eru sömu mennirnir. Þá þýöir
ekki að bjóða nefndarmönnum
hjá ríki eða borg upp á nefndar-
vinnu utan vinnutíma. Það þykir
þeim fráleitt. Almennt finnst mér
að reglan ætti að vera sú aö ráb-
herrar væru hæstir í launum. Þó
geta oröib undantekningar þar á.
Rœtt um aö rýmka verksviö umboösmanns Alþingis í staö þess aö ráöa
umboösmann Reykjavíkur:
Umboðsmabur Alþingis
og sveitarfélaganna?
Er hægt ab tryggja réttaröryggi
borgara Reykjavíkur (og ann-
arra sveitaifélaga) meb því ab
rýmka verksvib umbobsmanns
Alþingis í stab þess ab rába sér-
stakan umbobsmann Reykja-
víkur? Borgarráb hefur falib
borgarritara og skrifstofustjóra
borgarstjórnar ab óska vib-
ræbna vib forsætisnefnd Al-
þingis og umbobsmann AI-
þingis um þetta mál.
Embætti umboösmanns
Reykjavíkur, sem hefði eftirlit
með stjórnsýslu borgarinnar og
tryggði rétt borgaranna gagnvart
borgaryfirvöldum, var eitt af
kosningaloforðum Reykjavíkurl-
istans. Embættið hefur ekki enn
verið sett á laggirnar.
í nýútkominni skýrslu um-
boðsmanns Alþingis fyrir árið
1994 fjallar hann sérstaklega um
tilhögun eftirlits með stjórnsýslu
sveitarfélaga í ljósi flutnings
verkefna frá ríki til sveitarfélaga.
í henni segir umbobsmaður ab
hann telji eðlilegt aö Alþingi taki
afstööu til þess hvort breyta eigi
lögum um umboðsmann Alþing-
is á þann hátt ab hann geti fjall-
aö um ákvarðanir sveitarstjórna
á sama hátt og ákvarðanir stjórn-
valds ríkisins.
í ljósi þessarar skýrslu umboðs-
manns hefur borgarráð sam-
þykkt að fela borgarritara og
skrifstofustjóra borgarstjórnar ab
hafa samráb við Samband ís-
lenskra sveitarfélaga og óska við-
ræðna við forsætisnefnd Alþingis
og umboðsmann Alþingis. Við-
ræðurnar beinist að því hvort
rýmkun á verksviði umboðs-
manns Alþingis geti tryggt réttar-
öryggi borgara Reykjavíkur og
annarra með sambærilegum
hætti og áformað hefur verið í
hugmyndum um umboðsmann
Reykjavíkur.
-GBK
Atvinnukönnun Þjóöhagsstofnunar:
Aukin eftirspurn
eftir vinnuafli
Helsta niðurstaðan í at-
vinnukönnun Þjóðhags-
stofnunar í sl. mánubi var sú
ab atvinnurekendur töldu
æskilegt ab fjölga starfsfólki
um 70 manns á landinu öllu
í september, sem er 0,1% af
áætluöum mannafla. Þjóö-
hagsstofnun telur að þetta sé
nokkru meiri eftirspurn eftir
vinnuafli en á sama tíma í
fyrra.
Af einstökum atvinnugrein-
um vildu atvinnurekendur í
fiskiðnaöi fjölga starfsfólki um
120 manns og þá aðallega á
landsbyggðinni. Þaö er um
2,1% af áætluðum mannafla í
greininni úti á landi. Á sama
tíma í fyrra vildu atvinnurek-
endur fækka um 200 manns. í
iðnaði vildu atvinnurekendur
fjölga um 60 manns, eöa um
0,6% af áætluðum mannafla í
greininni. Fjölgunin kemur
mest fram í málm- og skipa-
smíöaiðnaði. Á höfuðborgar-
svæðinu vildu atvinnurekendur
fækka um 10 manns en fjölga
um 70 manns á landsbyggð-
inni. Á sama tíma í fyrra vildu
atvinnurekendur fjölga um 40
manns á landinu öllu, fækka
um 30 manns á höfuðborgar-
svæðinu en fjölga um 70 manns
úti á landi.
í byggingarstarfsemi vildu fyr-
irtækin fækka um 65 manns,
eba 0,7% af áætluðum mann-
afla í greininni. Á höfuðbojgar-
syæðinu vildu menn fjölga um
80 manns en fækka um 145
manns úti á landi. í fyrra var
vilji til að fækka um 115 manns
á höfuöborgarsvæðinu en fjölga
um 5 manns úti á landi.
í verslun- og veitingastarfsemi
vildu atvinnurekendur fjölga
um 10 manns, eba 0,1% af áætl-
uðum mannafla. Á höfuðborg-
arsvæðinu var vilji til ab fjölga
um 70 manns í greininni en
fækka um 60 manns úti á landi.
í fyrra á sama tíma vildu at-
vinnurekendur fækka um 125
manns á öllu landinu, 35 á höf-
uðborgarsvæðinu og 90 á lands-
byggðinni.
I samgöngum vildu atvinnu-
rekendur fækka lítillega við sig,
bæði á höfuðborgarsvæbinu og
úti á landi. Á sama tíma í fyrra
vildu þeir hinsvegar fjölga
mannskap lítilsháttar á höfuö-
borgarsvæðinu en fækka úti á
landi. Á sjúkrahúsum vildu
stjórnendur fækka um 15
manns á höfuöborgarsvæðinu
en fjölga um 10 manns úti á
landi. A sama tíma í fyrra vildu
sjúkrahúsin fjölga um 30
manns, eingöngu á landsbyggð-
inni.
í annarri þjónustu, peninga-
stofnunum og þjónustu við at-
vinnuvegina, vildu atvinnurek-
endur fækka um 75 manns á
höfuðborgarsvæðinu en fjölga
um 35 manns á landsbyggð-
inni. Á sama tíma í fyrra viidu
atvinnurekendur fækka um 95
manns á höfuðborgarsvæöinu
en fjölga um 55 manns á lands-
byggðinni. -grh
Sagt var...
Ritstjóri og réttarmorb
„Alþýöublabiö hefur alltaf veriö undir
stjórn siöaöra manna. Ég tel Hrafn
Jökulsson enn í þeirra hópi, þrátt fyrir
réttarmorö hans á æru Gubna Ág-
ústssonar. Honum geta orðið á mis-
tök eins og öbrum sem ekki þola að
búa viö þab mikla álag. Álagib er
óvenju mikib núna. Fjárhagsleg
framtíb Alþýöublabsins er í molum,
eftir aö Ámundi Ámundason auglýs-
ingastjóri kvaddi meb hurbarskell-
. 44
um.
Skrifar Sigurbur Tómas Björgvinsson í
Alþýbubiabib vegna „fréttaskýringar"
ritstjórans um Sigurb í libinni viku.
Reibi almennings rábi
„Þetta hlýtur ab byggjast á mjög
huglægu mati, einhvers konar mæli-
stiku á reibi almennings."
Lára V. Júlíusdóttir um forsendur fyrir
uppsögn kjarasamninga. Mogginn.
Fjósamennska þjóbarsálarinnar
„Þab er hins vegar dæmi um fjósa-
mennsku þjóöarsálarinnar ab stýri-
kerfi Windows'95 hafi ekki verið ís-
lenskab...Þaö er fjósamennska þjób-
arsálarinnar ab líta ekki þannig á að
íslenskan sé alltaf í fyrsta sæti."
Baldur Sigurbsson lektor um ástkæra,
ylhýra í Mogganum. En hvernig er þab
annars, er ekki búib ab þýba Windows
'95?
Rekstur Háskólans abdáuna-
verbur og skammarlegur í senn
„í rauninni er þab í senn abdáunar-
vert og skammarlegt hvað þessi litli
skóli er rekinn meb litlum tilkostnabi,
hlutfallslega langt langt fyrir neban
þau mörk sem þekkjast í þeim lönd-
um sem okkur standa næst."
V Skrifar Ástrábur Eysteinsson prófessor í
Moggann um þröngan stakk HÍ.
Nei, ekki í eyrab
„Emma Thompson er búin að finna
sér nýjan kærasta. Hún hringir í hann
á hverjum einasta degi og hvíslar ást-
aroröum í eyra hans."
Tíminn hafnar þessu alfarib í Svibljósi
DV, ab Emma geti hvíslab í eyra kærast-
ans í gegnum símann. Hún getur hvísl-
ab í símtólib en eyra kærastans hlýtur
ab vera fjarri seilingar.
Borgarastyrjöldin virðist enn í full-
um gangi á Alþýbublaðinu og í
gær skrifar Sigurbur Tómas Björg-
vinsson langa grein sér til varnar
þar sem hann spyr hvort Alþýöu-
flokkurinn sé leynifélag? Á einum
stað víkur Sigurbur ab samskiptum
Alþýbublabsins og Gubna Ágústs-
sonar alþingismanns og telur ab
þar hafi Hrafn Jökulsson og blaðið
beitt sómu lúalegu vinnubrögbun-
um og hann hafi sjálfur verib beitt-
ur. Þrátt fyrir þab segir Sigurbur að
Alþýðublabið hafi jafnan verib und-
ir stjórn siðabra manna og „ég tel
Hrafn Jökulsson enn f þeirra hópi,
þrátt fyrir réttarmorb hans á æru
Gubna Ágústssonar." Nú mun
væntanlega á þab reyna hversu
sibabur Hrafn er því „réttamorb
ærunnar" mun nú vera rétt ab
segja komib til sibanefndar B.í.
•
í pottinum hefur frést af mis-
heppnubu reykingabanni sem taka
átti gildi á Stöb 2 í nóvember.
Banninu hefur hins vegar verib
frestab vegna andstöbu starfs-
manna. Það vakti athygli ab þab
voru abeins 48% sem reyktu en í
könnun á vinnustabnum voru 80%
starfsmanna á móti banni. Boðib
var upp á námskeið á vegum
Krabbameinsfélagsins fyrir starfs-
menn en aflýsa þurfti því vegna
þess ab enginn skrábi sig á það.
Augljóslega eru þeir reykingasinn-
aðir á Stöbinni, en heyrst hefur ab
ef vinnustaburinn hefbi orbib reyk-
laus hefbi fyrirtækib getab sparab
milljón í tryggingariðgjöldum á ári.