Tíminn - 18.10.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.10.1995, Blaðsíða 8
8 Mi&vikudagur 18. október 1995 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND Louis Farrakhan, leiötogi svartra múslima í Bandaríkjunum, prédikaöi í tvo og hálfan tíma yfir risasamkomu í Wash- ington á mánudaginn: Postuli hatursins eða helsta von svarta mannsins? Einum umdeildasta leiðtoga svartra Bandaríkjamanna, Louis Farrakhan, tókst ab fá u.þ.b. 400.000 svarta karl- menn til ab safnast saman fyr- ir framan þinghúsib í Wash- ington á mánudaginn, m.a. til þess ab hlýba á hann flytja þrumandi ræbu sem stób yfir í tvo og hálfan tíma, auk þess sem fjöldi annarra svartra stjórnmálamanna og lista- manna kom þar fram. Þab er óneitanlega vel af sér vikið og ekki nema von ab menn velti því fyrir sér hver þessi maður er. Þrátt fyrir að samkoman hafi veriö haldin í því skyni aö efla samkennd svartra Bandaríkjamanna og hvetja þá til dáða hefur kastljós- ib samt ekki síst beinst að Far- rakhan sjálfum, og velta menn því nú fyrir sér hvert veröi fram- haldið hjá honum. Áratugum saman hafa margir af gagnrýnendum Farrakhans reynt ab stimpla hann sem jab- arfígúru sem lítiö mark þurfi að taka á, hugmyndir hans séu ekki bara öfgakenndar heldur stór- furbulegar og allt ab því geð- veikislegar, og hvað eftir annaö Iáti hann í Ijós grímulaust hatur gagnvart hvítu fólki, ekki síst gyðingum. Hingað til hafa auk þess marg- ir helstu leiðtoga blökkumanna ekki vandað honum kveðjurnar. Michael Meyers er framkvæmda- stjóri New York Civil Rights Coalition. „Hann er postuli hat- ursins," segir Meyers, sem sjálfur er svartur. „Hann er svartur kyn- þáttahatari. Hann er gyðinga- hatari. Hann er sundrungarafl í bandarísku þjóðfélagi." Breyttar áherslur? í ræðunni sem Farrakhan flutti á mánudaginn komu reyndar fram töluvert breyttar áherslur hjá honum frá því sem áður var, hann þótti sýna meiri sáttfýsi og hófsemi og lagði fyrst og fremst áherslu á að hvetja blökkumenn til ab taka ábyrgð á lífi sínu fremur en að ráöast á hvíta menn og gyðinga fyrir af- brot þeirra gagnvart svörtum. Auk þess bregbur svo vib að gangan mikla sem Farrakhan stóð fyrir fékk mjög víðtækan stuðning, líka frá þeim sem hingaö til hafa forðast allt sam- neyti við Farrakhan eins og heit- an eldinn. Farrakhan lagði töluverða áherslu á það í ræðu sinni á mánudaginn að hann hefbi átt hugmyndina og verið aðalhvata- maðurinn að göngunni miklu. Og hann gerbi lítið úr deilum um það hvort hægt væri að greina á milli boðskaparins og mannsins sem flytur boöskap- inn. „Hvort sem ykkur líkar bet- ur eöa ver notaði guð mig í dag til að koma þessari hugmynd á framfæri. Og þaö gerði hann ekki vegna þess að hjart mitt er myrkvað af hatri og gyðinga- andúð," sagði hann. „... ekki vegna þess að hjarta mitt sé fullt af hatri á hvítu fólki... Ef hjarta mitt er svo svart, hvers vegna er boðskapurinn þá svona bjartur, svo skír og viðbrögöin svona stórkostleg?" Hvab um konurnar? Eitt af því sem athygli hefur vakið er að það voru eingöngu karlmenn sem tóku þátt í göng- unni miklu. í viðtali við þýska fréttatímaritib Spiegeí var Far- rakhan m.a. spurður að því hvers vegna hann hafi útilokaö konur frá göngunni. „Vegna þess að þær eru ekki vandamál- ið. Það eru ekki konur sem eru að drepa hver abra. Þvert á móti er þab frekar þannig ab þær þurfa að fylgja sonum sínum til grafar. Þess vegna tóku konur okkar þátt í undirbúningi göng- unnar af miklum áhuga. Þetta er ekkert karlrembumál." Þetta kann aö vera rétt hjá RI^MKUR t / /‘ a /?i t( () a r t/ /f .... .. Dafr<ikrá: Lv' Reykj aví kurborg bobar til málþings um framtíð miöborgarinnar á Hótel Borg 21. október n.k. Tilgangurinn með málþinginu er að skapa umræðu um framtíðarmögu- leika í þróun miðborgarinnar og um hlutverk hennar sem menningar- og þjónustumið- stöðvar landsins. Hinn þekkti danski arkitekt Jan Gehl flytur erindi á málþinginu um hvernig hægt er að skapa lifandi miðbæ. Kl. 10.00 Setning: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. 10.15 Skipulag Reykjavíkur og miðborgin, Bjarni Reynarsson. 10.30 Gildi þess ab hafa framtíöarsýn, Þórður Óskarsson. 10.50 Hlutverk húsverndar í þróun og uppbyggingu mibborgarinnar, Gubrún jónsdóttir og Ögmundur Skarphéðinsson. 11.10 Sóknarfæri í atvinnulífi mibborgarinnar, Baldvin Jónsson. 11.30 Reykjavík sem menningarborg, hlutverk miðborgarinnar, Guðrún Pétursdóttir. 11.50 Líf í mibbænum, Dagur Eggertsson og Sigþrúbur Gunnarsdóttir. 12.10-12.30 Fyrirspurnir. 12.30-13.30 Hádegisverður. 13.30 Mibborgir í Bretlandi - svipmyndir frá ferð skipulagsnefndar 9.-19. sept. s.l., Ágústa Sveinbjörnsdóttir. 13.45 Að skapa lifandi miðbæ, Jan Gehl. 14.45 Fyrirspurnir og umræbur. 15.15 Samantekt, Gubrún Ágústsdóttir. 15.30 Fundarslit. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til veitingadeildar Hótels Borgar í síma 551 1440 eigi síðar en fimmtudaginn 19. okt. Þátttökugjald til greiðslu á hádegisverði og kaffi er 1.500 kr. Vakin er athygli a því að fundarsalurinn tekur ekki nema 120 manns í sæti, pannig að þeir sem fyrstir skrá sig tryggja sér sæti. Louis Farrakhan lifir meinlœtalífi í Chicago. „Hann er mjög auömjúk, mjög góö, mjög Ijúf persóna," segir Michael Pfleger, kaþólskur prestur í Chicago sem hefur þekkt hann í mörg ár. „Ég held aö áhrif hans og viröing meöal svartra Bandaríkjamanna eigi eftir aö aukast." honum, en raunar er oft ekki að sjá mikinn mun á skoðunum Farrakhans og þeim hægrisinn- uðustu í Repúblikanaflokknum, sem leggja áherslu á hefðbundin fjölskyldugildi og skýr hlut- verkaskipti kynjanna, auk þess sem hvers kyns ríkisumsvif eru honum mikill þyrnir í augum. Hann er á móti fóstureyðingum, fordæmir almannatryggingakerf- ið fyrir að „styrkja einstæðar mæbur", hann telur aö samkyn- hneigð sé smánarblettur á mannkyninu sem brýtur gegn „siðferðisreglum Gubs", og hann er fylgjandi ströngum refsireglum á borð við þær sem tíðkast hafa í Saudi-Arabíu. Nýr draumur Árið 1963, þegar Martin Lut- her King barðist fyrir mannrétt- indum svartra, hrifust allir með, svartir jafnt sem fjölmargir hvít- ir. Þá var draumurinn sá að hvít- ir og svartir gætu unnið saman og lifað saman í bræöralagi. Nú er hins vegar áherslan á sjálfs- bjargarviðleitni og ábyrgð svartra sjálfra. „Gangan okkar á samt ekki að leggja áherslu á að- skilnab svartra og hvítra, heldur er meiningin að hræra upp í okkar mönnum: Vib svartir, sem framfærendur og verndarar kvenna og barna, verðum að taka ábyrgðina á því sem guð hefur lagt á okkur," segir Farrak- han í viðtalinu viö Spiegel. Og í ræðunni þrumaði hann yfir áheyrendum boðskap sinn: „Svarti maður, þú þarft ekki að berja á hvíta manninum. Allt sem við þurfum að gera er að fara heim til okkar og breyta samfélögum okkar þannig að þau verið góðir og. öruggir staðir til aö búa í, setjum nibur vib- skiptafyrirtæki vítt og breytt í samfélögum svartra og þá hættir hvíta fólkið að keyra framhjá þeim og nota 'N'-orðið, í stað- inn segir þaö: 'Sjáib þetta fólk, þau eru dásamleg.'"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.