Tíminn - 18.10.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.10.1995, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 18. október 1995 nSíftllíftl&íK&t&t wFWfFfffr 7 Útgjöld bæjar- ins ekki nmfram 75% af tekjum I þriggja ára áætlun um rekstur, fjármál og fram- kvæmdir Akureyrarbæjar, sem samþykkt var á bæjar- stjórnarfundi á þribjudag, er lagt til aö útgjöld verbi ekki hærri en 75% af tekjum næstu þrjú árin. Gert er ráb fyrir ab skuldir bæjarins aukist ekki, en langtíma- skuldir Iækki nokkub. Eign- færb fjárfesting er áætlub um 980 milljónir á næstu þremur árum, en gjaldfærb fjárfesting 468 milljónir. Þá er áætlab ab fara yfir öll rekstrargjöld, endurskoba nefndakerfi og skipuleggja Tveir íslending- ar hljóta Genfar- Evrópustarfs- launin Tveir íslendingar, Dagur Kári Pétursson og Oddný Sen, voru í hópi fimm höfunda er hlutu starfslaun fyrir handritsdrög í handritakeppni sjónvarps- stöbva sem kennd er vib Genf. Dagur hlaut starfslaun fyrir „Hernabaráætlun Silju Woo" og Oddný Sen fyrir „Kín- verska skugga". Keppnin er í tveimur hlutum og er í þeim fyrri keppt um fimm starfslaun til handrits- gerðar ab upphæð 840.000 ísl. króna. í síðari hluta er valið milli þeirra fimm fullbúnu handrita sem þá liggja fyrir. Til- gangur keppninnar er ab hvetja nýja höfunda til að skrifa fyrir sjónvarp. íslendingar hafa áður gert það gott í þessari keppni. Þannig hlutu Vilborg Einars- dóttir og Kristján Friðriksson starfslaun og sérstaka viður- kenningu fyrir „Steinbarn" árið 1987. Kristlaug María Sigurðar- dóttir hlaut starfslaun 1991 fyr- ir „Fríöu frænku" og Fribrik Er- lingsson hlaut starfslaun og sér- staka viöurkenningu 1993 fyrir „Hreinan svein". -BÞ innkaup meb tilliti til hag- kvæmni og er fyrirhugab ab bjóba út einstaka þætti í rekstri bæjarfús hvab inn- kaup varbar. Heildartekjur bæjarsjóbs Ak- ureyrar eru á þessu ári áætlab- ar um 1500 milljónir króna og gert er ráb fyrir ab þær hækki í um 1575 milljónir á næsta ári, um 1580 milljónir á árinu 1997 og verbi um 1590 millj- ónir á lokaári þriggja ára áætl- unarinnar 1998. Kostnabur við rekstur hinna ýmsu mála- flokka er áætlaður um 1155 milljónir á þessu ári, en gert er ráð fyrir ab hann verði um 1140 milljónir á ári næstu þrjú árin. Á þessu ári er áætlað ab verja um 350 milljónum króna til framkvæmda á veg- um bæjarins, en 330 milljón- um á næsta ári. Stærsta fram- kvæmdin á vegum Akureyrar- bæjar á næstu þremur árum er við Sundlaug Akureyrar, en alls er áætlað að verja 137 milljónum króna til ab ljúka þeim vibbyggingum og endur- bótum á sundlauginni sem hafnar eru. Af öbrum fram- kvæmdum má nefna grunn- skólana og þá aðallega skólana í Glerárhverfi, en til þeirra á að verja alls 171 milljónum á þriggja ára tímabilinu. ÞI. Vinningshafar Bónusferöa ATLAS-klúbbsins. Meö vinningshöfum á myndinni eru Arna Ormsdóttir fulltrúi Flug- leiöa, Grétar Haraldsson, Bergsveinn Sampsted, Siguröur Jónsson og Helga Sigurgeirsdóttir fyrir hönd Eurocard á íslandi. Bónusferöir eru aöeins hluti þeirra fríöinda sem fylgja aöild aö ATLAS-klúbbnum. Atlas-klúbburinn dregur út bónusferöir haustsins Mánudaginn 2. október voru dregnar út haustbónusferðir ATLAS-klúbbs Eurocard. Fé- lagar í ATLAS-klúbbnum eru allir handhafar Atlas- og Gull- korta Eurocard á íslandi. Þetta er í níunda sinn sem Bónus- vinningar ATLAS-klúbbsins eru dregnir út, og nú var dreg- ið um sjö borgarferðir fyrir tvo á vegum Flugleiöa hf. Meðfylgjandi mynd er tekin þegar ánægðum klúbbfélögum var afhentur þessi óvænti glaðningur. Ab þessu sinni féllu vinningar þannig: Jón Abalsteinn Jónasson: Ferb til Kaupmannahafnar. Einar Guðmundsson: Ferb til Amsterdam. Kristín H. Gísladóttir: Ferö til Hamborgar. Jóhannes Viggósson: Ferð til Glasgow. Sean Bradley: Ferð til Lond- on. Finnur Sigurbsson: Ferð til Lúxemborgar. Sigurjón Pálsson: Ferð til Baltimore. Allir vinningar gilda fyrir tvo og eru þetta þriggja nátta ferbir. Lág laun eru meginorsök atvinnuleysis, segir í stjórnmálaályktun Landsfundar Alþýöubandalagsins: Styður uppsögn kjarasamninga „Mesta böl íslensks þjóbfélags eru þau Iágu laun sem launa- fólki eru skömmtub. Verka- fólk í fullri vinnu á ekki möguleika ab ná endum sam- an. Færa má rök fyrir því ab hin lágu laun séu ein aðal- ástæða atvinnuleysisins. í ljósi þessa og ákvæða í samn- ingum um uppsagnir, mun Alþýbubandalagib stybja þau verkalýðsfélög og sambönd, sem segja samningnum upp, gegn árásum atvinnurekenda og ríkisvalds." Svo segir m.a. í stjórnmála- ályktun Landsfundar Alþýöu- bandalagsins. Fundurinn hvet- ur vinstra fólk og samtök launa- fólks til ab taka höndum saman og koma með öllum tiltækum ráðum í veg fyrir þær árásir sem felast í fjármálafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar „og miða fyrst og fremst aö því að brjóta niður velferðarkerfið sem launafólk hefur byggt upp á undangengn- um áratugum", segir í ályktun- inni. Málefni atvinnulausra eru Utflutningur á rauöamöl úr Seyöishólum til Svíþjóöar: harðlega gagnrýnd, atvinnu- lausir hafi að jafnaði verstu lífs- kjörin, „þeir mæta fordómum og niðurlægingu af hálfu samfé- lagsins og eru undanskildir flestum þeim réttindum sem ætluð eru vinnandi fólki". Sem dæmi um breytingar vill Al- þýöubandalagið að atvinnuleys- isbætur falli ekki niður að ári liðnu, atvinnulausum verði tryggðar óskertar bætur í veik- indatilfellum og tryggt sumar- leyfi eins og öðrum landsmönn- um. Niðurskurður í heilbrigðis- kerfinu er jafnframt gagnrýndur og misrétti sagt hafa aukist í ís- lensku samfélagi. Um utanríkismál ályktaði fundurinn m.a. að fagna bæri viðleitni til afvopnunar í heim- inum og er hvatt til þess að á næsta ári verbi lokiö við gerð samnings sem banni allar til- raunir með kjarnorkuvopn. Grundvallarafstaða Alþýðu- bandalagsins til friðarmála sé ab fribur, öryggi og sjálfstæði ís- lensku þjóbarinnar veröi best tryggt með því að Bandaríkjaher hverfi á brott, engar erlendar herstöðvar verði leyfðar í land- inu og íslendingar segi sig úr NATO. -BÞ Milljón rúmmetra af raubamöl á ári Búiö er ab gera samning milli Grímsneshrepps og Selfossbæj- ar vib Léttstein hf. um útflutn- ing á rauðamöl úr Seybishólum í Grímsnesi. Áætlað er að mölin veröi ab mestu flutt út til Sví- þjóbar. Að sögn Böðvars Pálssonar, oddvita Grímsneshrepps, tekur samningurinn þó ekki gildi fyrr en umhverfismat frá umhverfis- ráöuneytinu liggur fyrir. „Samn- ingurinn er einn hluti af þeim gögnum sem þurfa að berast um- hverfisráðuneytinu vegna þessa umhverfismats." Böðvar á von á að umhverfismatið muni ekki koma í veg fyrir malarnámiö í Seyöishólum. „Þarna eru tvær námur opnar og við megum taka 150.000 rúmmetra úr hvorri námu á ári. En við erum að tala um að taka milljón rúmmetra á ári, sem er auðvitað miklu stærri skammtur. Núna erum viö að taka þetta 10.000 rúmmetra á ári í vegi bara héma viö sumarbú- staöi." Tilraun var gerð til að nota mölina í milli- og útveggjaplötur, sem heppnaðist ekki, en Böðvar telur að steypa með raubamöl geti lukkast betur þar sem ekki sé hætta á frostskemmdum. Því sé hugsanlegt ab verksmibja til að framleiða veggplötur veröi stofn- uð í kjölfar samningsins. Óskaö var eftir umhverfismati síöastliðið haust, en Böðvar telur aö máliö hafi tekiö eölilegan tíma. Búiö sé aö leggja mikla vinnu í undirbúning og hávaða- mat, en öll nauösynleg gögn til vinnslu umhverfismats munu berast umhverfisráöuneytinu í þessari viku og vonast Böðvar til að umhverfismatiö liggi fyrir eftir u.þ.b. mánub. LÓA Landsþing Landssamtaka Þroskahjálpar: Mótmæla niöurskurði Hörb mótmæli koma fram í ályktun sem Landssamtök Þroskahjálpar samþykktu á landsþinginu fyrir skömmu. Mótmælt er að 133 milljónir af eyrna- merktum tekjustofni fram- kvæmdasjóbs fatlabra renni í ríkissjób. Einnig er því mótmælt ab upphæb bóta almannatrygginga skuli nú vera háb gebþóttaákvörb- unum Alþingis, en ekki tengd verblagi eba kaup- gjaldi í landinu. í fréttatilkynningu frá landsþinginu er lokun vist- heimilisins Sólborgar á Akur- eyri fagnab og einnig að út- skriftir af Kópavogshæli væru hafnar. Landsþingib samþykkti að beina þeim tilmælum til þeirra abila, sem reka stofn- anir fyrir fatlaba, ab sjá til þess ab þeir sem þar dvelji séu slysatryggðir. Ab síðustu var harmaö að ekki var tekib tillit til óska samtaka fatlaðra um að tryggt væri í mannréttinda- kafla stjórnarskrár íslands að ekki mætti mismuna fólki með fötlun á neinn hátt. Ástu B. Þorsteinsdóttur var þakkaö fyrir frábær störf í átta ára for- mennskutíð sinni og var Guömundur Ragnarsson kos- inn nýr formaöur samtak- anna. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.