Tíminn - 18.10.1995, Qupperneq 5
Miðvikudagur 18. október 1995
5
Siguröur Lárusson:
Eru Neytendasamtökin
ekki hlutdræg í raun?
Oft hvarflar það að mér að
Neytendasamtökin, og þá
sérstaklega formaður
þeirra, séu ekki hlutlaus í afstööu
sinni varðandi verðlag ýmissa
vörutegunda. Ég minnist þess til
dæmis aö fyrir 7 árum, ef ég man
rétt, keypti ég í frystihúsi þorsk
með haus í aprílbyrjun, sem kost-
aöi rúmar 70 kr. kg. í júlímánuði
keypti ég fisk í sama frystihúsi,
samskonar þorsk, en þá kostaði
hann um það bil helmingi meira
hvert kg. Eg var mjög óánægður
með þetta, því ekki hafði orðið
gengisbreyting eða nein önnur
sérstök veröhækkun, sem mér var
kunnugt um. Ég hringdi því í
Neytendasamtökin til að spyrja
hvort þetta væri heimilt. Fyrir
svörum varð Jóhannes Gunnars-
son. Hann svaraði því til að sér
þætti þetta nokkuð mikil hækkun,
en hann treysti sér ekki til að segja
mér hvort þetta væri löglegt.
Nokkrum dögum seinna fór ég
niður á bryggju í þessu sjávarþorpi
og spuröi trillukarl hvað frystihús-
ið borgaði honum fyrir kílóiö af
þorski. Hann sagði mér að hann
fengi 43 kr. fyrir kg af sambærileg-
um fiski. Þetta fannst mér furðu-
VETTVANCUR
„Það er engu líkara en
Neytendasamtökin hafi
það að meginmarkmiði að
brjóta íslenskan landbún-
að á bak aftur og alveg
sérstaklega sauðfjárfram-
leiðsluna. Það virðist ekki
skipta þá nokkru máli, þó
að kindakjötið hafi hœkk-
að minna í verði síðustu
árin en nokkrar aðrar
neysluvörur."
lega mikill mismunur. Ég kvartaði
við skrifstofu frystihússins, en
ekki fékk ég neina leiðréttingu á
veröinu, var aðeins sagt að verðiö
til mín væri rétt. Ég spyr því: Til
hvers eru Neytendasamtökin, ef
þau vilja ekki skipta sér af svona
okri?
Veröi hinsvegar einhver smá
hækkun á landbúnaðarafurðum,
þá er þessi formaður Neytenda-
samtakanna strax kominn í út-
varp og sjónvarpið og krefst þess
aö sú hækkun verði dregin til
baka, jafnvel þó að engin rök séu
fyrir því. Alveg sérstaklega ef um
kindakjöt er að ræöa. Það er öllum
landsmönnum kunnugt aö verð á
kindakjöti hefur ekki hækkaö síö-
astliðin fjögur ár, en á sama tíma
hafa flestar vörur hækkað talsvert,
nema ýmsar tegundir landbúnað-
arafurða. En það er eins og það
komi Jóhannesi Gunnarssyni og
Neýtendasamtökunum ekkert við.
Það heyrir til undantekninga ef
hann kvartar yfir hækkunum á
öðrum vörutegundum.
Nú á undanförnum vikum og
mánuðum hefur hann komið
nokkrum sinnum fram í sjónvarpi
og krafist aukins innflutnings á er-
lendu kjöti með miklu lægri inn-
flutningsgjöldum en Gatt-samn-
ingurinn heimilar. Það er engu lík-
ara en Neytendasamtökin hafi það
aö meginmarkmiði að brjóta ís-
lenskan landbúnað á bak aftur og
alveg sérstaklega sauðfjárfram-
leiösluna. Þaö virðist ekki skipta
þá nokkru máli, þó aö kindakjötið
hafi hækkað minna í verði síðustu
árin en nokkrar aðrar neysluvörur.
Sama má segja um krataforingj-
ana. Þeir reyna aftur og aftur að
koma höggi á landbúnaðarfram-
leiðsluna og alveg sérstaklega á
dilkakjötsframleiösluna, þrátt fyr-
ir að sannað sé meö óyggjandi
staðreyndum að sauðfjárbændur
eru lægst launaöa stéttin í þjóöfé-
laginu. Nú síöustu vikurnar hafa
bæst í þennan hóp forustumenn
ASÍ, VSI og BSRB.
Nýlega hafa erlendir sérfræö-
ingar setiö hér ráðstefnur og þeir
hafa veriö sammála um að hvergi
í heiminum væru betri aöstæður
til aö framleiöa vistvænt og líf-
rænt ræktaö dilkakjöt en hér á ís-
landi. Það virðist því vera furöuleg
árátta hjá áðurnefndum aðilum
að reyna af fremsta megni að
brjóta þessa framleiðslu á bak aft-
ur.
Ef dilkakjötsframleiðslan fengi
að búa við viðunandi framleiðslu-
skilyrði tvö til þrjú næstu árin og
sauðfjárbændum væri veittur um-
talsverður stuðningur frá ríkinu til
aö afla markaða fyrir dilkakjöt er-
lendis, þá gæti svo farið að nokkur
þúsund tonna útflutningur á
dilkakjöti á viöunandi verði yrði
orðin staðreynd. Þá færi ríkissjóð-
ur að fá endurgreiddan þann
stuðning, sem hann hefði áður
lagt í rharkaðsöflun, með auknum
útflutningstekjum. Ég tel þaö því
mikla skammsýni aö veita ekki
bændum þennan stuðning nú á
næsta og þarnæsta ári. Sauðfjár-
bændur hafa ekki bolmagn til
þess, það er búið aö þrengja kjör
þeirra svo mikið.
Höfundur er fyrrum bóndi.
Enginn hvunn-
dagskostur í Iönó
Hvunndagsleikhúsib: TRÓJUDÆTUR eftir
Evrípídes. Þýbing: Helgi Hálfdanarson.
Leikstjóri: Inga Bjarnason. Höfundur
tónlistar: Leifur Þórarinsson. Dans- og
svibshreyfingar: Lára Stefánsdóttir. Um-
gjörb og búningar: Asdís Gubjónsdóttir
og G. Erla. Lýsing: Alfreb Sturla Böbvars-
son. Frumsýnt ílbnó 15. október'
Iðnó er eins og rúst af húsi þegar
inn er komið — hvað á að verða
um anda þessa gamla og kæra
húss? En umgjörðin, eins og hún
er núna, hæfir vel fyrir þetta
forna leikverk sem gerist á rúst-
um Trójuborgar. Sýningin er
mjög þakkarvert framtak Ingu
Bjarnason og samstarfsfólks
hennar, drjúgur er þar hlutur
Leifs Þórarinssonar sem hefur
samið tónlist sem bæði er sungin
og leikin við sýninguna. Þaö er
skemmst frá aö segja að sýningin
var mjög athyglisverö, ber vott
um alúð af hálfu þeirra sem að
henni standa.
Leikritið Trójudætur hefur ver-
ið nefnt kröftugasta fordæming á
styrjöldum sem heyrst hefur, seg-
ir Helgi Hálfdanarson í grein í
leikskrá þar sem hann lýsir efni
leiksins. Trója er fallin og karlar
borgarinnar liggja dauðir í
brennandi borginni. Konurnar
eru geymdar í tjaldbúðum í
grennd viö borgarrústirnar.
Gríski flotinn bíður þeirra, þær
munu hreppa þau örlög ab verða
herfang Grikkja, frillur þeirra og
ambáttir. Meðal þessara kvenna
er Hekúba drottning Príamosar,
hins fallna konungs Tróju, Kass-
andra dóttir hennar, spákonan
— og Helena fagra sem hafði yfir-
gefiö mann sinn, Menelás
LEIKHUS
GUNNAR STEFÁNSSON
Spörtukonung, horfið til Tróju-
borgar í fylgd með París og þann-
ig orðiö uppspretta þessa lang-
vinna stríðs.
Við höfum ekki mikla hefb hér
á landi í flutningi á grískum
harmleikjum. í Iðnó á sunnu-
dagskvöldib varð mér hugsað til
þess að þar var slíkur leikur í
fyrsta sinn á íslensku sviði 1969,
ekki fyrr en það. Antígóna Sófók-
lesar sem Sveinn Einarsson setti á
svið, ég sá þá sýningu og man
hana enn. Eftir það hafa nokkrar
sýningar komið á svið og hef ég
að vísu ekki séð allar. En þarna er
heilmikill akur að rækta og er vel
ab Inga Bjarnason leggi þar hönd
að. Hún og Leifur Þórarinsson
dvöldust fyrir skömmu á Kýpur
og kynntu sér grísku harmleikina
og Inga fylgdist með uppfærsl-
um. Sýningin á Trójudætrum er
ávöxtur þeirra athugana.
Ekki veit ég hvort vanalegt er
að hafa tónlist jafn ríkan þátt í
sýningum og hér er, sjálfur hef ég
ekki séð slíkt. Um tónlist Leifs vil
ég ekki dæma, en hún átti vissu-
lega góban þátt í að magna heild-
aráhrif leiksins. Leifur segist sjá
þetta sem söngleik og hefði helst
viljab að allt væri sungib. Því er
ég alls ekki sammála, enda bitnar
það aubvitað mjög á hinum svip-
mikla texta sem Helgi Hálfdanar-
son hefur gert af sínum fræga
hagleik á mál, stíl og brag, með
klassískri heibríkju. Söngur kórs-
ins gerði textann á stundum
illskiljanlegan og ekki felldi ég
mig við að sungið væri baksviðs
meðan textinn var fluttur á svið-
inu, eins og bar vib.
Sýningin er einkar sjónræn og
mikil rækt lögð við dans- og
sviðshreyfingar, með þessu
myndaði sýningin taktfast flæöi,
hrynjandi sem var í einkar góðu
samræmi við allan stíl flutnings-
ins. Þá er ekki síður ástæða til ab
nefna lýsinguna sem var mark-
viss í beitingu skuggamynda á
baksviði, og rauður logi í lofti
uppi yfir. Þetta myndaði stíl-
hreina umgjörö um hina þrúg-
andi leiksögu sem hér er sögð.
Fyrir þessa sviðsetningu alla, í
eiginlegri merkingu, má lofa þá
sem að stóöu. Hins vegar er meiri
spurning um búningana, hvort
rétt er sú stefna sem þar var tek-
in, en auðvitað er þáttur í nú-
tímavæbingu verksins. Best
finnst mér fara á að halda fram
eins konar „tímaleysi" í búning-
um, eins og var í klæðum kvenn-
anna. Sumt tók hér að vísu mið
af Forngrikkjum, en síðan brá
öðru fyrir, í klæðum Menelásar
og hermannanna. Annar í nú-
tímaherklæðum, hinn fornleg-
um, og nasistamerki á armbandi
gat hér að líta. Er þetta ekki of
uppáþrengjandi vib leikhúsgest-
inn — getur ekki hver sem er
dregib línurnar frá Tróju til okkar
aldar, þegar hann sér sýninguna
og hlýbir á orðræður persón-
anna?
Inga Bjamason.
Leikarahópurinn er aö sönnu
nokkuð misvígur, en hinn sterki
heildarblær sýningarinnar er
leikstjóranum til hróss. Hér eru
ein fjögur kvenhlutverk sem
mestu skipta, og þó einkum eitt.
Það er Hekúba-drottning, sem
Bríet Héðinsdóttir leikur. Bríet
túlkar þessa hrjáðu tignarkonu af
ósviknum tragískum þunga,
limaburður, raddbeiting og öll
nærvera á sviðinu sterk eins og
vænta mátti. Helga Jónsdóttir fór
líka vel og næmlega með hlut-
verk Andrómökku, það er meira á
hinum mýkri nótum sem Helga
lék á einkar fallega, eins og við
harminn yfir hinum dauða-
dæmda syni. Við hlið þessara
reyndu leikkvenna standa tvær
ungar, Sigrún Sól Ólafsdóttir sem
Kassandra og Halla Margrét Jó-
hannesdóttir, Helena. Þær eru
bábar álitlegar leikkonur. Sigrún
Sól lék Kassöndru af þrótti og
innlifun. Hlutverk Helenu er örð-
ugra, en með handleiöslu leik-
stjórans slapp Halla Margrét vel
frá því, gætti þeirrar hófstillingar
sem nauðsynleg er.
Virk karlhlutverk eru aðeins
tvö, Talþíbos (Gunnar Gunn-
steinsson) og Menelás (Hinrik
Ólafsson), hvomgt stórt. Gunnar
Leifur Þórarinsson.
kom vel fyrir í sínu hlutverki,
bestur í lokin þegar hann kemur
með Iík drengs Andrómökku sem
varpað hafbi verið nibur af borg-
armúrnum að ráði Ódysseifs, það
var fallegt atriði. Hinrik Ólafsson
er gervilegur leikari, en náði ekki
ab spinna djúpa mannlýsingu úr
Menelási.
Miklu fleiri eiga hlut að sýn-
ingunni: Kór, söngkór, hljóm-
sveit, og tjóir ekki að þylja nöfn
hér: allt fellur það inn í heildar-
mynd þeirrar túlkunar á stríös-
brjálæði og eyðingu sem hér er
sýnd. Af einstökum atriðum
nefni ég notkunina á steinum,
steinaspilið sem Leifur kemur hér
með 'og fjallar um í leikskrá, það
hefur, eins og hann segir „sterk-
an hljóm, hreinan og tæran en
ekki frekan. Svo á líka vel við
verkið að þab sé verib að spila
grjót, rústir Tróju. Það setur tón-
inn fyrir verkib."
Textaflutningur er hnökralítill,
kannski einna bestur í heild hjá
Helgu Jónsdóttur, í texta Bríetar
gætti hiks á stöku stað. Hér er
sýning sem leikhúsáhugafólk
ætti að gefa gaum, en sýningar
verða aðeins sex í október. Þetta
er enginn hvunndagskostur,
þrátt fyrir nafnib á leikhúsinu. ■