Tíminn - 18.10.1995, Side 6

Tíminn - 18.10.1995, Side 6
6 Mibvikudagur 18. október 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM FRÉTTIR VESTMANNAEYJUM Skuldir vegna félagslegra íbúba eru um 300 miljónir: Þrettán af 73 standa aubar Söluverb þeirra og íbúbanna í Sólhlíb 19 nægir ekki fyrir nema hluta af skuldunum Samtals eru 73 félagslegar eignaríbúöir í Vestmannaeyjum og standa 13 þeirra auöar sam- kvæmt upplýsingum á bæjar- skrifstofunum. Viöbrögö viö auglýsingum þar sem þessar 13 íbúöir hafa verið boðnar til kaups hafa verib nokkur en ekki næg, ab mati Kristínar Jónu Guðjónsdóttur og kennir hún m.a. um neikvæðri umræbu um þessar íbúöir. Heildarskuldir bæjarins vegna íbúöa í félagslega kerfinu eru um 300 milljónir og eru þá íbúðir aldraðra við Hraunbúðir og leiguíbúbir í Sólhlíb 19 tald- ar með. Kristín Jóna segir ab ekki megi rugla þeim saman vib félagslegar eignaríbúöir, eöa verkamannabústaði, sem eru 73 og af þeim standa 13 auðar. „Við höfum abeins fengiö við- brögö við auglýsingum, en þau hafa þó ekki verið næg. Nei- kvæb umræða um félagslega íbúðakerfið hefur líka sín áhrif og íbúðirnar í Áshamri 71 þykja dýrar. Þær eru nýjastar og kosta um 8,5 milljónir króna, en í Foldahrauni, þar sem íbúðirnar eru 18 ára gamlar, er meðalverð nálægt 6 milljónum," sagði Kristín Jóna. Á fundi bæjarstjórnar í síð- ustu viku sagöi Guðjón Hjör- leifsson bæjarstjóri ab skuldir bæjarsjóðs vegna félagslegra íbúöa væru þaö eina í rekstri bæjarins sem hann heföi áhyggjur af. Það virbist ekki að ástæðulausu, því þó bærinn selji þessar 13 íbúðir og tólf íbúöir í Sólhlíb 19, vantar mik- ið upp á að söluverð þeirra nægi fyrir skuldum. Til þess þyrfti aö selja hverja íbúö á 12 milljónir, en eðlilegt markabs- verð gæti verib um 4 til 6 millj- ónir. Það er því ljóst að vand- inn er mikill og þyrfti að af- skrifa vel á 2 hundrað milljónir af heildarskuldunum til að dæmiö gangi upp. Nýmæli í atvinnulífi: Pastaverksmíbja í fullum rekstri flutt til Stöbvarfjarbar Jóhann Jóhannsson á Stööv- arfirði hefur gerst mebeigandi í fyrirtækinu Pasta sf. í Reykja- vík og rekur það nú í sam- vinnu við fyrri eiganda, Garð- ar Sigurðsson iðntæknifræð- ing, undir nafninu J.G. mat- væli. Ákveöiö hefur verib að fyrirtækib verði flutt á Stöðv- arfjörb þar sem reksturinn verður til að byrja meb í kjall- ara veitingahússins Boðans, en það hús er í eigu Jóhanns. J.G. matvæli er fyrirtæki í góð- um rekstri, sem framleiðir 40- 50 tonn af pastavörum á ári og er í viðskiptum við fjölda verslana, matvælafyrirtæki og veitingahús. Mjölið í pastað flytja þeir félagar inn frá Eng- landi. Eins og er vinna þeir Jó- hann og Garðar tveir við framleibsluna og mun Garöar fylgja fyrirtækinu austur og setjast að á Stöðvarfirði. í við- tali vib blaöið sagðist Jóhann vera bjartsýnn á framtíð fyrir- tækisins og reiknar með að fljótlega þurfi að bæta við ein- um eða jafnvel tveimur starfs- mönnum. BORGFIRÐINGIIH BORGARNESI Strætó: Feröir hefjast 9. okt. Mánudaginn 9. okt. hefjast í fyrsta sinn í sögu Borgarness reglulegar feröir strætisvagns um bæjarlandið. Samningar hafa tekist vib Sæmund Sig- mundsson sérleyfishafa um rekstur hans. Samningurinn er til áramóta og verbur þá farið yfir hvernig reksturinn hefur gengið. Ferðirnar verða fléttaðar inn í skólaaksturinn. Að sögn Óla Jóns Gunnars- sonar bæjarstjóra veröur áætl- un kynnt nánar meö dreifi- bréfi í hús núna í vikunni. Ætlunin er að fyrsta ferb verbi fyrir kl. 7 á morgnana og mun vagninn ganga upp í iðnaðarhverfið líka. Farnar verða tólf ferðir mánudaga til fimmtudaga og níu ferðir á föstudögum. Vagninn mun ekki ganga um helgar. FnÉTTnnLnmn SELFOSSI MBF meb tvær nýj- ar ostategundir Á ostadögum, sem haldnir voru fyrir skömmu, komu osta- meistarar landsins saman. Til- efnið var keppni um titilinn ostameistari Islands ásamt því að keppt var um verölaun í þremur flokkum ostategunda. Einnig voru nýjar tegundir kynntar, en almenningi var boöið að koma og bragba á ost- unum. Tvær nýjar ostategundir voru kynntar. Þar er annars vegar Mascarpone, sem er vel þekktur meðal sælkera, ítalskur desert- ostur sem er mikið notaður í ábætisrétti svo sem hið ítalska Tiramisu. Hinn nýi osturinn er Stóri Dímon, hvítmygluostur, en útlit hans er nokkub frá- brugöið Hvítum kastala og Camembert, sem eru sömu ætt- ar. Nýju tegundirnar verða fljótlega settar á almennan markað. Ey8tra-1 horn HÖFN í HORNAFIRÐI Covee velur íslenskt Belgíska verslunarkeðjan Co- vee, sem býbur sínum við- skiptavinum ferskt kjöt frá Slát- urhúsi KASK þessa dagana, vill einungis lambakjöt frá íslandi og telur ársþörfina vera 100 tonn af beinlausu kjöti. Covee selur hryggvöðvana talsvert hærra veröi en gert er hér á landi, en læri og framparta á lægra verði. Bæklingur meb lit- myndum frá íslandi og upp- skriftum úr ísl. lambakjöti hefur verið gefinn út í 1.5 milljónum eintaka og dreift í Belgíu. Covee kynnir ísland sem land hollustu og hreinleika og á skrautlegum límmiðum, sem settir eru á hvern kjötpakka, er áletrunin „Icelandic wild lamb". mC.; gp ■ W 1 wf,.. ■ ;^fl, ^rKjC>y‘‘ fl WjjLy X, 'm 1 wfós , | ... m i Starfsfólk ostadeildar MBF meb verblaunaskjölin, en þab fékk hœstu verblaun fyrir rjómaost meb hvítlauk og dilli í flokki sérosta og rjómaostur meb kryddblöndu fékk þribju verblaun ísama flokki. Breytingartillögur vib lög um veitingu prestakalla: Auglýsa veröur öll prestaköll laus Nefnd, sem skipuö var af dóms- og kirkjumálaráðherra og endurskoða átti lög um veit- ingu prestakalla, hefur nú lok- ib störfum og skilað af sér áliti til rábherra og eru þar gerðar breytingartillögur m.a. við um- deilt köllunarákvæði laganna og auglýsingu lausra presta- kalla. Nefndin var skipub í kjölfar deilu, sem kom upp í Hveragerði, þar sem prestur var kallaður til án þess ab prestakallib hefbi ver- ið auglýst laust. En einnig var bráðabirgðaákvæði í lögunum frá 1987 þess efnis að lögin skyldu endurskobub innan fimm ára. Hjalti Zóphóníasson, skrif- stofustjóri hjá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu og ritari nefnd- arinnar, segir tvennt bera hæst í þessum breytingartillögum. „Nefndin var sammála því ab alltaf skuli auglýsa laus presta- köll. Að það skuli sett á fót hæfn- isnefnd biskupi til rábgjafar, sem verður skipuö þremur mönnum. Biskup tilnefnir einn, guðfræði- deild háskólans annan og Presta- félagið þann þriðja." Eins og köllunarákvæði lag- anna voru, var hægt að kalla til prest án þess að auglýsa presta- kallib laust. í breytingartillögun- um er sóknarnefndum aðeins heimilt aö kalla til prest, aö há- marki til tveggja ára, ef búib er að auglýsa prestakallið laust og enginn hefur sótt um. Álit nefndarinnar verður kynnt á kirkjuþingi, sem hefst í dag. LÓA Atskákmót á Húsavík: Stigamenn og þorparar í tilefni af 70 ára afmæli Taflfé- lags Húsavíkur og áttræðisaf- mæli Hjálmars Theodórssonar skákmeistara verður atskákmót haldið á Húsavík dagana 27.- 29. okt. 17 atskákmeisturum af yngri og eldri kynslóð er boðið til mótsins, eða eins og segir í frétta- tilkynningu: „Á mótinu munu einnig tefla ungir og efnilegir skákmenn sem eru til í ab hirða skákstig af stigamönnunum og teljast því þorparar, enda komnir frá ýmsum þorpum landsins, svo sem Garðabæ, Akureyri, Reykja- vík, Kópavogi og svo aö sjálf- sögðu Húsavík." Tefldar verða ellefu umferbir í Keldunni, félagsmiðstöbinni á Húsavík, og byrjar fyrsta umferð kl. 20.30 föstudagskvöldið 27. okt. LÓA Alþjóöaþingmannasambandiö: Geir Haarde kjör- inn varaforseti Á þingi Alþjóbaþingmanna- sambandsins 12. október í Búk- arest í Rúmeníu var Geir H. Haarde, formabur íslandsdeild- ar Alþjóðaþingmannasam- bandsins, kjörinn varaforseti sambandsins. Geir var fyrir í 13 manna framkvæmdastjórn sambandsins og fyrsti íslend- ingurinn til að taka þar sæti. Tillagan um Geir var flutt af fulltrúa Ungverjalands og Túnis og einróma samþykkt. Aðeins er einn varaforseti kjörinn og mun Geir því gegna stööu forseta í for- föllum Ahmeds Fathy Sorour for- seta. Alþjóðaþingmannasam- bandib hefur starfað frá 1899 og eiga 135 þjóðþing abild að sam- bandinu. Alþingi hefur tekið þátt í starfi þess um áratuga skeið -BÞ Kjördœmisþing Sjálfstœöisflokksins á Nl. vestra: Félagslega íbúða- kerfið í ógöngum í ályktun frá kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins á Norður- landi vestra segir að fyrir- komulag húsnæðismála og sérstaklega hið félagslega íbúöakerfi sé komið í ógöng- ur. „Viðbygging félagslega kerfis- ins hefur ekki tekið mið af raun- verulegri húsnæöisþörf og of mikið hefur verið byggt af of dýru húsnæði sem láglaunafólk ræbur ekki við." Þingið kveður iðnaðar- og sjávarútvegsmál í góðum farvegi og telur búvöru- samninginn skref í rétta átt. -BÞ LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! ||UJFERDW

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.