Tíminn - 18.10.1995, Síða 9
Mi&vikudagur 18. október 1995
9
föítttitttt
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
Þekktur meðal
svartra
Samkvæmt skoöanakönnun
sem gerð var í fyrra kom í ljós aö
meðal svartra Bandaríkjamanna
var Farrakhan þriðji þekktasti
svarti stjórnmálamaðurinn, en
Jesse Jackson var í fyrsta sæti í
þeirri skoðanakönnun og Clar-
ence Thomas hæstaréttardómari
í öðru. Þannig að Farrakhan er
greinilega ekki að skjótast fram í
sviðsljósið fyrst núna. Hann hef-
ur alltaf höfðað til fátækra
blökkumanna, og jafnvel hörð-
ustu andstæðingar hans viður-
kenna að fáir eigi auðveldara
með að draga aö fjöldann né
geti betur tjáö reiði ungra
blökkumanna en þessi 61 árs
gamli maður, enda hefur hann
talaö tæpitungulaust og verið
óvæginn í málflutningi. „Frá
sjónarhóli þeirra sem búa í fá-
tækrahverfunum er hann eini
svarti leiðtoginn sem ekki hefur
aðlagað sig að kerfinu," segir Yv-
onne Haddad, sem er prófessor í
sögu íslams við háskólann í
Massachusetts. „Þar lifir fólk í
eymd, það er mikil fátækt þar,
eiturlyf og svartir að drepa hver
annan, og enginn er að gera
neitt í málinu nema Farrakhan."
Þjóð íslams
Farrakhan er leiðtogi Þjóðar ís-
lams, hreyfingar svartra mús-
lima í Bandaríkjunum. Harövít-
ugur málflutningur Farrakhans
hefur stundum varpað skugga á
margt af því sem þessi samtök
hafa látið gott af sér leiða. Þau
reka endurhæfingarstöðvar fyrir
fanga, eiturlyfjaneytendur,
áfengissjúklinga og þá sem hafa
verið meðlimir í glæpagengjum.
Þau útvega fólki vinnu á veit-
ingastöðum, í bakaríum, mörk-
uðum og bókaverslunum sem
þau reka.
Lifir meinlætalífi
Þrátt fyrir að hann búi við
töluverðan lúxus í stóru húsi í
Chicago sem samtökin eiga, þá
fer hann sjálfur út í ystu æsar
eftir þeim reglum sem hann
boðar fylgismönnum sínum.
Hann borðar aðeins eina máltíð
á dag, drekkur hvorki áfengi né
reykir, hefur verið giftur sömu
konunni í 37 ár og er faðir níu
barna. Helsta tómstundagaman
hans er aö spila á fiðlu.
Blaðamenn Spiegels spurðu
hann hvort hann hefði ein-
hvern tíma til að æfa sig á fiðl-
una: „Ekki fyrr en á síðustu ár-
um. En ég hef flutt fiölukonsert
Mendelsons á sviöi sem einleik-
ari. Nú er ég að æfa mig á fiðlu-
konsert Beethovens, og þegar ég
hef náð valdi á honum myndi
mig gjarnan langa til að flytja
hann í Þýskalandi með Fílharm-
oníuhljómsveit Berlínar."
Gybingar tortryggnir
Farrakhan lagði á það áherslu í
ræþu sinni á mánudaginn að
hann vilji friðmælast við gyð-
inga, en hingað til hefur hann
ekki vandað þeim kveðjurnar á
opinberum vettvangi.
„Mér líkar ekki þetta þref við
gyðingasamfélagið," sagði Far-
rakhan á mánudaginn. „Kannski
er kominn tími til að setjast nið-
ur og tala saman. Án allra fyrir-
fram skilyrða. Hjá ykkur er sárs-
auki. Hjá okkur er sársauki líka.
... Spurningin er hvort þessar
samræður eru viðeigandi, þá
gætum við e.t.v. bundið endi á
sársaukann. Og það gæti verið
gott fyrir báða aðila að binda
endi á sársaukann, og á endan-
um gott fyrir alla þjóðina. Viö
höfum ekkert á móti því að setj-
ast niður." Síðan bætti hann því
við að „ef þið getið sest niður
með Arafat, þar sem heilu fljótin
af blóði skilja ykkur að, hvers
vegna getið þið þá ekki sest nið-
ur með okkur, það er ekkert
blóðbað á milli okkar. Það er
ekkert vit í því hjá ykkur að
neita viðræðum."
Leiðtogar gyöinga í Bandaríkj-
unum tóku þessu tilboði þó með
varúð og tortryggni. „Klerkurinn
Farrakhan vill viðræður en hann
hefur ekki gert neitt til að sýna
fram á að vit geti verið í þeim
viöræðum," sagöi David Fried-
man, sem er framkvæmdastjóri
svæðisskrifstofu Anti-Defamati-
on League í Washington. Fyrst
þurfi Farrakhan að afneita „hat-
ursáróðri" sínum, sem hann hef-
ur haft í frammi í fortíöinni. Og
hann þurfi að krefjast þess af
Louis Farrakhan á rœöustóli sl.
mánudag. Rœbunni var sjónvarp-
ab beint og stób í tvo og hálfah
tíma, en þrátt fyrir lengdina tókst
honum ab halda athygli áheyr-
enda óskiptri allan tímann. seuier
fylgismönnum sínum að þeir
hætti að dreifa andgyðinglegum
áróðri sínum. „Þá fyrst væru
gyðingar tilbúnir til að hugleiða
það að taka upp málefnaviðræð-
ur við klerkinn Farrakhan."
Hvert verbur fram-
haldib?
Meðal þess sem menn spyrja
sig er hvert framhaldið verði hjá
Farrakhan eftir þann gífurlega
árangur sem hann náði á mánu-
daginn, og hvernig hann ætlar
að bregðast við allri þeirri at-
hygli sem hann hefur fengið,
hvernig hann ætlar að spila úr
henni.
Margir gera sér óneitanlega
vonir um að málflutningur Far-
rakhans verði mildari, hann
„þroskist" og aðlagi sig að hefð-
bundnum aðferðum stjórnmál-
anna. Eða verður hann bara
strax aftur sá „sami gamli Far-
rakhan" sem hann hefur alltaf
verið? Byggt á Reuter,
The Sunday Times og Der Spiegel.
r
ODYRT
STRÆTO
Hinir hagsýnu nýta sér afsláttarmðguleika SVR
Einstök fargjöld 25 kr.
Farmiðaspjald með
22 miðum 300 kr.
sem er 45% afsiáUur.
Einstök fargjöld 120 kr.
Farmiðaspjald með
20 miðum 1000 kr.
sem er 58% afsláttur.
Sfkr.
litriú 1
^iVv.
fovtö
\
Einstok fargjöld 120 kr.
Farmiðaspjald með
10 miðum 1000 kr.
sem er 17% afsláttur.
#Vv
lavtö
Lí
* Börn innan 12 ára. Biirn innan 6 ára cru gjaldfrí scu |>au í fylgd nicð fullordnum.
* llnglingar 12-15 ára. llnglingar grciða fullt gjald cftir 1. júní |iad ár scm |>au verða 16 ára.
*** Miðað cr við að farnar scu 2-3 fcrðir virka daga á gildistíma kortsins.
**
Einstök fargjöld 60 kr.
Farmiðaspjald með
20 miðum 1000 kr.
sem er 17% afslattur.
Öryrkjar
Einstök fargjöld 120 kr.
Farmiðaspjald með
20 miðum 500 kr.
sem er WSr afsláttur.
Græna kortið
Græna kortið gildir í
mánuð f senn og getur
handhafí þess ferðast
ótakmarkað með SVR
og AV á gildistímanum.
Cræna kortið kostar 3400 kr.
Allar nánari npplýsingar er hæg( aö fá f þjóniistnsfnia SVR 551-27M